Þjóðviljinn - 10.09.1988, Side 2

Þjóðviljinn - 10.09.1988, Side 2
Ólympíuleikarnir Fyrsti hópurinn farinn Sundlandsliðið hélt utan í gœr. Aðrir keppendur fara nk. sunnudag. Heildarkostnaður vegna leikanna um 30 miljónir í gær hélt fyrsti íþróttahópur- inn áleiðis til Seoul í Suður- Kóreu. Það voru 6 keppendur í sundi sem fóru ásamt formanni Sundsambandsins og þjálfara. Hinir leggja af stað nk. sunnu- dag. Leikarnir verða settir þann 17. september og standa fram til 2. október. Aldrei fyrr hafa jafn margar þjóðir tilkynnt þátttöku á leikun- um og nú eða 165 en það eru fleiri þjóðir en eiga aðild að Samein- uðu þjóðunum. Ennfremur er þetta í fyrsta sinn síðan 1976 í Kanada sem bæði Bandaríkjá- menn og Sovétmenn verða meðal þátttakenda. Að sögn Gísla Halldórssonar formanns ólympíunefndarinnar verða keppendur fyrir íslands hönd á ólympíuleikunum 32. Þeir skiptast þannig að 15 eru í hand- boltalandsliðinu, 7 keppa í frjáls- um íþróttum, 6 sundmenn, 2 í siglingum og2 í júdó. Allsfara51 á vegum ólympíunefndarinnar en íslenski hópurinn telur um 75 manns. Heildarkostnaður nefndarinn- ar vegna leikanna er um 30 milj- ónir króna og styrkir ríkið nefn- dina um 15 miljónir. Hefur hlutur ríkisins aukist um 10% frá því síð- ast, úr 40% í 50%. Það sem á vantaði hefur verið aflað með happdrætti og með fjárhagsstyrkjum frá 30 fyrirtækj- um. Þá ákvað íþróttasamband ís- lands að gefa ólympíunefndinni allan ágóða sem fékkst í Lottóinu laugardaginn 3. september sl., hátt á aðra miljón króna. Birgir ísleifur. Gunnarsson menntamálaráðherra ákvað í gær að fresta fyrirhugaðri för sinni til Seoul fram til 18. september nk. vegna anna á pólitíska sviðinu en Matthías Á. Mathiesen sam- gönguráðherra er farinn. Hann fer á vegum HSÍ sem formaður nefndar sem undirbýr heimsmeistarakeppnina í hand- bolta 1993 hér á landi. -grh FRETTIR Verkalýðshreyfing Barátta gegn Reagan Formaður félagsmálanefndar Alþýðusambands Bandaríkjanna rœðir stöðu kvenna í Bandaríkjunum á Hótel Sögu Idag klukkan 13.30 gefst al- menningi tækifæri til að hlýða á Joyce Miller einn varaforseta bandaríska Alþýðusambandsins flytja erindi um bandarísk verka- lýðsmál og stöðu kvenna á vinnu- markaðnum. Það gengur yfir mikið umbrotatímabil í banda- rísku þjóðlífi. Þjóðfélagið er að snúast gegn niðurskurðarsjónar- miðum Reagans og gerir tilkall til aukins félagslegs öryggis og úr- bóta á ófullkomnu fél- agsmálakerfi. Joyce Miller er formaður fé- lagsmálanefndar Alþýðusam- bands Bandaríkjanna og á sæti í framkvæmdastjórn sem einn af varaforsetum þess. Hún er fyrsta konan sem gegnir því embætti. Á síðustu árum hefur mikið kveðið að samtökum k.venna innan bandarísku verkalýðshreyfingar- innar. Þau hafa unnið ötullega að því að koma konum á framfæri og hvatt þær til að yfirstíga það þre- falda álag sem fylgir því að vinna utan heimilis,hafa ábyrgð á heim- ili og vera virkur í erfiðu félags- starfi. Líklega er Joyce Miller þekktust í hlutverki sínu sem for- maður þessara samtaka. í Bandaríkjunum er samninga- gerð í höndum einstakra verka- lýðsfélaga. En á vettvangi Álþýðusambandsins er stefnan mótuð og félögin bera saman bækur sínar. Samtökin beita áhrifum sínum við forsetakjör og fylgjast grannt með þingmönnum sem þau halda afrekaskrá yfir svo einstök félög geti metið vinnu sinna þingmanna. Á undanförn- um árum hefur verkalýðshreyf- ingin í Bandaríkjunum átt undir högg að sækja og ekki nema fimmtungur vinnandi manna er skráður í verkalýðsfélag. Joyce Miller flytur erindi sitt í Ársal Hótel Sögu annarri hæð og hvetur Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands íslands alla til að mæta og hlýða á erind- ið. -hmp Austurland Átakí starfsfræöslu Fjölbreytt námskeiðahald á vegum Farskólans í vetur Mikil ásókn er f suöunámskeið. Avegum Verkmenntaskóla Austurlands og Atvinnuþró- unarfélags Austurlands er nú að fara af stað átak til uppfræðslu í atvinnulífí, sem fengið hefur heitið Farskólinn Austurlandi. Felst átakið í fjölbreyttu nám- skeiðahaldi víðsvegar um fjórð- unginn og er áætlað að einstök námskeið verði haldin næstu vet- ur í flestum þéttbýlisstöðum Austanlands. Markmið Farskólans er að efna til námskeiða á sviði endur- menntunar, viðbótarmenntunar og nýmenntunar í starfsgreinum og er breiddin í verkefnavali mikil. Sem dæmi um námskeið sem haldin verða í vetur má nefna verkstjónrarfræðslu, ýmis endur- menntunarnámskeið fyrir iðnað- armenn og námskeið er tengjast þjónustu og rekstri fyrirtækja. Að sögn Alberts Einarssonar, skólameistara Verkmenntaskóla Austurlands, er hlutverk Fav- skólans að skipuleggja nám- skeiðahaldið en kennsluefnið er í flestum tilfellum til og hafa aðilar eins og t.d. Iðntæknistofnun tekið það saman. - Við færum námsefnið til fólksins og gerum því kleift að sækja þessi nám- skeið, án þess að það þurfi að takast langa ferð á hendur með tilheyrandi kostnaði. - Undirtektirnar hafa verið frábærar og nú þegar er fullbókað í námskeið í suðutækni og hlífð- argassuðu. Við verðum að halda fleiri slík námskeið strax í vetur og verða þau væntanlega haldin á Djúpavogi eða Breiðdalsvík, sagði Albert. Á Seyðisfirði verða m.a. haldin námskeið í kælitækni og vökvakerfum og tengjast þau átaksverkefni sem í gangi er á Eg- ilsstöðum og Seyðisfirði. Þátttökugjald á að standa undir kostnaði við námskeiða- haldið og bjóst Albert við, að í mörgum tilfellum yrði það greitt af fyrirtækjum sem sendu sína starfsmenn á þau. mj Tímarit Fasismi án ábyrgðar „Glœtu“ dreift íhús. Útgefenda ogábyrgðarmanns hvergigetið. Magnús Pórðarson og Ólafur Þ. Stephensen meðalgreinarhöfunda Tímaritinu „GIætu“ hefur verið dreift í hús í Reykjavík að undanförnu, og er hér á ferðinni 2. tbl. 2. árg. ef marka má blað- hausinn. Hvergi er getið um útgefendur og ábyrgðarmann, en fasísk viðhorf og kynþáttafor- dómar mega heita dæmigerð um innihaldið. Magnús Þórðarson, starfsmað- ur Atlantshafsbandalagsins á ís- landi frá gamalli tíð, skrifar um plágurnar á öldinni sem er að líða og staðnæmist við eyðni á þeirri vegferð: „Allt, sem ég hef heyrt og lesið um eyðni eða alnæmi, finnst mér eitt hið óhugnanleg- asta, sem ég hef kynnzt og farið að hugsa um, - þó kannske að sósíalismanum undanskildum," segir þar. „Það er kominn tími til að hnekkt sé öfgum verkfallsvarða sem gerast sjálfskipaðir dómarar um rétt borgaranna, dæma sér réttinn og fullnægja dómnum við- stöðulaust með ofbeldi," eru síð- búin eftirmæli einhvers nafnleys- ingja um átökin í Leifsstöð í verk- falli verslunarmanna á dögunum. í öðrum ómerktum bút er drepið á að um árabil hafi það verið „í tísku“ að sýna kvikmyndir um glæpi nasista í sjónvarpi, og er útleggingin svofeild: „Valdaferill þeirra var skammur, u.þ.b. tíu ár. Engum hefur stafað hætta af þeim í yfir fjörutíu ár. Valdaferill kommúnista er hins vegar orðinn sjötíu ár.“ í þýddri grein er staðhæft að kapítalismi sé lausnin á vanda Suður-Afríku, og á forsíðu er þeirri spurningu varpað fram hvort viðskiptaþvinganir stuðli að auknum aðskilnaði kynþátta í sama landi. Lokagrein ritsins, Fyrirmyndarforeldrar?, er merkt Ólafi Þ. Stephensen, og er þar m.a. amast við forræðishyggju al- þingismanna. Meðal fyrirtækja sem sjá á- stæðu til að auglýsa í huldutímar- iti þessu eru Arnarflug, Búnaðar- bankinn, Osta- og smjörsalan, Myllan og Ikea. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. september 1988 Síld 96 þúsund tunnur seldar Viðrœður við Sovétmenn að hefjast Sfldarútvegsnefnd hefur nú þegar selt fyrirfram til Svíþjóðar og Finnlands 68 þúsund tunnur af ýsmum tegundum af hausskor- inni og slógdreginni sfld og flak- aðri. Þetta magn samsvarar 96 þúsund tunnum af heilsaltaðri sfld. Heildarsalan til þessara tveggja markaðslanda erum 15% meiri en selt var þangað með fyrirframsamningum á sl. ári. Samið var um óbreytt verð frá fyrra ári í sænskum krónum og finnskum mörkum. Viðræður Síldarútvegsnefndar við Sovétmenn um fyrirframsölu á saltsfld hefjast síðar í þessum mánuði en Sovétríkin hafa verið stærsta markaðsland fslenskrar saltsfldar undanfarin ár. -grh

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.