Þjóðviljinn - 10.09.1988, Page 3

Þjóðviljinn - 10.09.1988, Page 3
FRÉTTIR Landakotsspítali 25% samdráttur Ólafur ÖrnArnarson: Bitnar á sjúklingunum. Fjármálaráðherra taki sinnaskiptum og hugsi um veiktfólk Mikiar samdráttaraðgerðir eru nú fyrirhugaðar á Landa- kotsspítaia og má segja að þær séu þegar hafnar. Þessar aðgerðir munu fyrst og fremst bitna á sjúklingunum. Að sögn Ólafs Arnar Arnar- sonar yfirlæknis hafa aðalástæð- umar fyrir lokunum deilda í sumar verið sumarleyfi starfs- fólks, þó hefur samdrátturinn í sumar verið í meira lagi vegna aðgerða fjármálaráðherra. „Sumarlokanirnar munu renna saman við aðrar samdráttarað- í gerðir sem fyrirhugaðar eru og þær aðgerðir munu fyrst og fremst bitna á sjúklingunum. ' Miðað við óbreytt framlög á fjár- lögum má reikna með 20-25% samdrætti í starfseminni, sem þýðir að fækka verður sjúkra- rúmum um 40, úr 170 í 130.“ Ólafur Örn sagði að starfsemi sjúkrahússins væri nú í millibils- ástandi, sumarfríum væri að ljúka, en þegar sumarlokunum lyki tækju hinar aðgerðirnar við, sem þýddi að næstu mánuði yrði einni til einni og hálfri deild lok- að. Undanfarin ár hefur skort um 10% á framlög ríkissjóðs til þess að endar næðu saman við rekstur sjúkrahússins. „Að óbreyttu mun samkomu- lag heilbrigðisráðherra og fjár- málaráðherra því bitna á sjúkl- ingunum. Við sjáum ekki fram á neina breytingu á því nema fjár- málaráðherra taki sinnaskiptum og fari að hugsa um veikt fólk. Það gerir hann ekki í dag,“ sagði Ólafur Örn. -Sáf Lágmarkslaun Skrýtnar tölur Sigurður T. Sigurðsson form. Hlífar: Heilbrigðisráðherra hefur hœkkað lágmarkslaun um 750 kr. Gottefsatter j, ■ '/■ Sigurður T. Sigurðsson for- ’ , - ! maður Verkalýðsfélagsins Hlífar ") < í Hafnarfirði segist ekki kannast við þau lágmarkslaun sem Guð- mundur Bjarnason heilbrigðis- ráðherra nefnir í frétt í Þjóðvilj- anum í gær. í samtali við Þjóðviljann vegna elli- og tryggingabóta segir heilbrigðisráðhena ríkisstjórn- ina ekki hafa séð ástæðu til að hækka þessar bætur um 2,5% 1. september, þar sem hæstu bætur væru orðnar hærri en lágmarks- laun. Ráðherrann sagði lág- markslaunin Vera 33.797 krónur á mánuði. Sigurður T. Sigurðs- son sagði Þjóðviljanum að það væri vissulega fagnaðarefni ef heilbrigðisráðherra hefði með einhverjum hætti hækkað lág- markslaunin í þessa tölu. En hann kannaðist ekki við hana, lágm^rkslaunin væru 33.040 krónur. -hmp BORN EIGA BETRA SKILIÐ! Fulloröna fólkið mótar umhverfi borgarbarna engu síður en sjálf náttúran. Með því að láta glerbrot, úðabrúsa, einnota kveikjara og sígarettustubba liggja á almannafæri egnum við slysagildrur fyrir litla fólkið. Lítum í kringum okkur - forðum börnum okkar frá óhöppum! M lATrU EKKI ÞITT EFTÍR LIGGÍAÍ ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 I ARGUS/SÍA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.