Þjóðviljinn - 10.09.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.09.1988, Blaðsíða 4
|)JÓÐlf ILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Bmðl og óráðsía í bankakerfinu Margt bendir til að íslenska bankakerfiö sé með eindæm- um óhagkvæmt í rekstri, að þar fari forgörðum geipistór hluti af fjármunum og orku þjóðarinnar. Þeim, sem leið eiga í banka til að greiða himinháa vexti, verður stundum heitt í hamsi þegar þeir vírða fyrir sér harðviðarinnréttingar og undurfögur listaverk, og hugsa sem svo að kannski mætti íburðurinn vera ögn minni. En sóunin í bankakerfinu er svo geigvænleg að þar skiptir ekki sköpum hvort innrétting í einhverju útibúinu kostar miljóninni meira eða minna. Lítil framleiðni og sóun kemur að sjálfsögðu ekki beint fram í ársreikningum bankanna. En starfsemin getur engu að síður verið þjóðhagslega óhagkvæm þótt reikningar sýni ekki tap. Himinhár rekstrarkostnaður þarf ekki endilega að þýða reikningslegt rekstrartap. Ef þess er gætt að tekjurnar séu nógu miklar, skilar reksturinn hagnaði hversu mikill sem tilkostnaðurinn er. Sé nógu mikill munur á inn- og útlánsvöxtum hjá bankastofnunum, má eyða stórfé í óarð- bæra starfsemi og láta reksturinn samt skila arði. En óarð- bær og óhagkvæmur rekstur kemur niður á afkomu allrar þjóðarinnar. Ef unnt væri að ná rekstrarkostnaði íslenska bankakerfis- ins niður í svipað hlutfall af veltu og tíðkast á Norðurlöndum, sparaðist árlega mörgum sinnum meira fé en nemur hallan- um á frystihúsum. Frystingin er nú talin rekin með halla upp á 1,3 miljarða króna á ári. Ef unnt væri að reka bankakerfið með eðlilegum vaxtamun, sparaðist árlega a.m.k. tvisvar sinnum sú upphæð. Nýlega hefur Seðlabankinn birt upplýsingar um raunvexti á helstu inn- og útlánsreikningum banka og sparisjóða fyrstu sex mánuði þessa árs. Ýmiss konar auglýsingafár og ávöxtunarloforð hafa gert almenningi erfitt fyrir að ná áttum í frumskógi íslenskra vaxtamála. Grár markaður og pólitískur gjallandi um lækkun nafnvaxta hafa gert illt verra í þeim efnum. Það er því þakkar vert að Seðlabankinn skuli birta samanburð á vaxtakjörum og umreikna nafnvexti í raun- vexti, þá vexti sem eru umfram það sem til þarf að höfuðstóll haldi óskertu verðgildi á verðbólgutímum. Upplýsingar Seðlabankans sýna að flestir innlánsreikn- ingar hafa borið mjög litla eða jafnvel neikvæða raunvexti. Raunávöxtun á almennum tékkareikningum var á þessum tíma neikvæð um nær 16% og á almennum sparisjóðsbók- um var hún neikvæð um rúm 5%. Aftur á móti var raunávöxt- un jákvæð á öllum helstu útlánareikningum. Verðtryggð skuldabréfalán færðu bönkunum jákvæða raunvexti sem námu 9,5%, kaup á viðskiptavíxlum færðu þeim 15,5% jákvæða raunvexti. Reikna þarf vegið meðaltal allra innlána og allra útlána bankanna til að finna hver er vaxtamunurinn, sá hluti af veltunni sem eftir verður í bönkunum. Útkoman sýnir rekstr- arkostnað bankakerfisins að viðbættum hagnaði. Ná- kvæmar upplýsingar um vaxtamun hafa ekki birst en kunn- ugir telja að hann sé að meðaltali 8 til 10%. Sé það rétt fer nær tíunda hver króna af raunvaxtagreiðslum lántakenda í það eitt að reka bankakerfið. Þetta er miklu hærra hlutfall en í nágrannalöndum okkar. Talið er að vaxtamunurinn á Norðurlöndunum sé um 4 til 6%. Gera verður þá kröfu að vaxtamunur íslenska bankakerf- isins stórlækki og það verði ekki rekið á mikið óhagkvæmari máta en tíðkast hjá þeim þjóðum sem búa við alvöru peningakerfi. Ekki mun fjarri lagi að ársveltan í íslenska bankakerfinu sé um 70 miljarðar króna. Takist að lækka rekstrarkostnað bankakerfisins og þar með vaxtamuninn um 3-4%, sparast hátt í 3 miljarðar króna á ári, tvisvar sinnum hærri upphæð en nemur áætluðu tapi á frystingunni. ÓP FRETTIR Ólympíuleikar Andvökunætur framundan Sjónvarpið sýnir 160 klukkustunda efnifrá leikunum íSeoul Olympíuleikarnir í Seoul hcfjast 17. september og verð- ur eflaust mikið fjaðrafok pessar tvær vikur sem leikarnir standa yfir. Sjónvarpið hefur ákveðið að sýna eins mikið og kostur er frá leikunum og lætur nærri að rúm- lega 160 klukkustunda efni birtist á skjánum. Mikið efni verður sýnt beint eða um 115 klst., en einnig verða sýndar ólympíusyrpur síðdegis og á kvöldin sem svara um 45 klst. Til samanburðar var íþróttaefni í Sjónvarpinu samtals 194 klst. allt árið í fyrra þannig að efnið er greinilega mjög mikið. Tímamismunur milli íslands og Kóreu er mikill eins og kunn- ugt er, eða 10 tímar. Þar sem keppni mun standa yfir um miðj- an dag í Kóreu munum við sjá hana „nóttina áður" hér á landi og vafalaust margir eiga vöku- nætur yfir kassanum á þessum tíma. Sjónvarpið kappkostar að sýna sem mest frá íslensku þátttakend- unum og ætti að takast að sýna alla þá sem komast áfram í sínum greinum. Þá verður örugglega sýnt beint frá undanrásum í kringlukasti karla (Eggert Boga- son og Vésteinn Hafsteinsson), spjótkasti karla (Einar Vil- hjálmsson og Sígurður Einars- son), júdó og ýmsum sundgrein- um, þ.á m. 100 og 200 m bak- sundi (Eðvarð Þór Eðvarðsson). Erfitt gæti reynst að ná myndum af öðrum keppendum því geysi- lega margt verður að gerast á sama tíma í Seoul. Handknattleikurinn vekur væntanlega mesta athygli flestra íslendinga. Aðeins einn leikur fer til allra landa Evrópu, sjálfur úrslitaleikurinn. Sjónvarpið sýnir auk þess Iekina við Sovétmenn og Jógóslava og einnig er reynt að fá leikinn við Svía, en ólíklegt þykir að leikir gegn Bandaríkjunum og Alsír verði sýndir beint. Leikirnir við Svía og Sovétmenn verða á versta tímanum, eða kl. 4 að nóttu til. Allir handboltaleikirnir verða síðan endursýndir í kvöld- dagskrá sama dag. Þjóðviljinn mun birta ná- kvæmari dagskrá Sjónvarpsins þegar þar að kemur en þetta framtak Sjónvarpsins hefur vakið mikla athygli og fagna sjálfsagt allir íþróttaáhugamenn því. Hinir sem vilja vera lausir við ósköpin geta verið þakklátir fyrir tíma- mismuninn, því að með því að sofa á nóttunni ættu menn varla að verða ólympíuleikanna varir. -þóm Réttir „Ríðum senn í réttirnar" Réttadagar á haustin hafa löngum verið hátíðardagar hjá mðrgum, Reykvíkingum sem öðrum. Hclslu réttir í Landnámi Ingólfs verða í haust sem hér segir: Laugardagur 17. sept. upp úr hádegi: Heiðarbæjarrétt í Þing- vallasveit, Húsmúlarétt við Kol- viðarhól, Nesjavallarétt í Grafn- ingi, Kaldárrétt við Hafnarfjörð. Sunnudagur 18. sept. síðdegis: Fossvallarétt við Lækjarbotna; upp úr hádegi: Krísuvíkurrétt í Krísuvík og að kvöldi: Þórkötlu- staðarétt í Grindavík. Mánudagur 19. sept. árdegis: Selvogsrétt í Selvogi, Selflatarétt í Grafningi, Dalsrétt í Mosfells- dal, Vogarétt á Vatnsleysu- strönd; skömmu fyrir hádegi: Kjósarrétt í Kjós og upp úr há- degi: Kollafjarðarrétt í Kollaf- irði. Þriðjudagur 20. sept. árdegis: Ölfusrétt í Ólfusi. Seinni réttir verða dagana 15.- 18. október á öllu svæðinu. -mhg. Þjóðviljinn Síðumúla 6*108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgsfandi: Útgáfufélag Þjoðviljans. Rlt«t|órar: Arni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé. Frétta«t)órl:LúðvikGeirsson. Blaðamann: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Mér Pétursson, HjörieifurSveinbjðmsson, KristóferSvavarsson, Magnfriður Júliusdðttir, Magnús H. Glslason, Ulja Gunnarsdóttir, Olafur Gíslason, Páll Hannesson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Sœvar Guðbjðmsson, Þor- finnurÓmarsson (fþr.). Handrlta-ogprófarkaleatur:EliasMaí, Hilriur Finnsdóttir. L|ó»myndarar: Einar Olason, Jim Smart. Útlltstelknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurO. Pétursson Framkvæmdast)órl: HallurPáll Jónsson. SfcrHstofustJóri: Jðhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdðttir, Unnur Ágústsdðttir, Sigurrðs Kristinsdóttir. Símavarsla:SigriðurKristjánsdóttir,l>orgerðurSigurðardóttir. Bllstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu- og atgrol6slust|6rl: Bjðm Ingi Ratnsson. Afgrolðsla: Halla Pálsdðttir, Hrefna Magnúsdðttir. Ipnhsimturmnn: Katrin Bárðardóttir, Ólafur Bjömsson. Útkeyralo, afgrsiftsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Roykjavfk, sfmar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Slðumúla 6, slmar 681331 og 681310. Umbrot og sstning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prsntun: Blaðaprent hf. Verðflau«asðlu:70kr. Nýtthslgarblað:100kr. Áskr IfUrverð A manuði: 800 kr. 4 SÍÐA - WÓÐVIUINN Laugardagur 10. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.