Þjóðviljinn - 10.09.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.09.1988, Blaðsíða 5
INNSYN Það er eðlilegt að kjósa Ríkisstjórnin er búin að vera, og loksinsfarin að skiljaþað sjálf. Lok bandalags íhalds og krata opna á ný ýmsa stjórnarmöguleika sem ífyrra vorufrœðilegir, - enþað er eðlilegast og hreinlegast að kjósa uppá nýtt Forystumenn stjórnarflokk- anna þriggja flugu í gær vestur í Stykkishólm og héldu þar sýningu á sjálfum sér öllum þremur sam- an í anda þeirrar sérstöku sam- hygðar sem hefur einkennt sam- starfið, - það hlýtur að hafa verið sérkennilegt andrúmsloft í kaff- inu með frystihússtjórunum eftir yfirlýsingar forsætisráðherrans í DV um svindl og skepnuskap utanríkisráðherrans og fjármála- ráðherrans aðeins nokkrum dægrum eftir að sami forsætis- ráðherra sagði í sjónvarpinu að sami utanríksráðherra og sami fjármálaráðherra stunduðu fal- sanir og hókus-pókus. Ríkisstjórnin hefur lengi verið tæp, og síðan í janúar hefur verið samfellt kreppuástand í stjórnar- ráðinu, þannig að menn hafa beðið þess atburðar eða þeirra tíðinda sem endanlega veltu stjórninni. Eftir þessa viku hefur staðan breyst og má hafa til jar- teiknis að nú er ekki lengur beðið þess viðburðar sem sprengi stjórnina heldur hugað að því hvort frammundan kunni að vera eitthvað það sem geti tjaslað henni saman. Miðstjórnarfundur Framsókn- arflokksins, - hinn frægi síðari fundur sumarsins -, hefur verið ákveðinn 17. september, á laugardaginn kemur, og þarmeð er niðurnegldur sá tímapunktur sem leikritið næstu daga miðast við. Kannski, kannski, kannski Alla vikuna hafa stjórnmála- menn, fjölmiðlungar og almennir athugendur reynt að rýna í taflið til að vita hvað næst geti gerst, hvort stjórnin springur, hvernig stjórnin springur og hvað tekur við. Hversu greindarlegar sem hugleiðingarnar eru komast loka- svörin ekki langt frammúr því að vera kannski, kannski, kannski einsog í gamla dægurlaginu. Vefurinn er nefnilega svo þunnt ofinn þessa dagana í stjórnarflokkunum að venjuleg rökfræði nær ekki utanum at- burðina. Skoðanir um efna- hagsmál eru aðeins örlítill hluti af því sem fram fer en persónulegar úðir af ýmsu tæi leika hinsvegar stórt hlutverk. KANNSKl: Kannski kemur ríkisstjórnin sér saman í vikunni. Eftir allt saman eru kjötkatlarnir þannig að menn vilja ekki hverfa frá þeim útí óvissuna. Ellefu stjórnarliðar sitja nú í ráðherra- stólum, og líklegt að sú seta verði hæsti punktur á ferli þeirra margra. Ellefu sinnum ellefu stjórnarliðar sitja og ráða yfir fólki og peningum í stjórnum og ráðum og nefndum. Voldin eru sæt, og missirinn súr. Gallinn er sá að efnahagsað- gerðir sem flokkarnirþrír yrðu að ná saman um yrðu annaðhvort of bragðlausar til að vera annað en einn fresturinn í viðbót eða svo kryddaðar að einn flokkurinn eða fleiri yrðu að leggja pólitísk- an höfuðstól sinn inná reikning- inn án nokkurrar tryggingar um ávöxtun, ogmiklahættu á Ávöxt- unarávöxtun. KANNSKI: Kannski sprengir Framsókn á miðstjórnarfundin- um. Það er satt að segja senni- legt. Fréttir herma að Steingrím- ur Hermannsson hafi orðið að láta undan síga á fundi þingflokks og helstu vandamanna í fyrradag. Þar inni eru allir helstu áhuga- menn um framhaldsþátttöku Framsóknar í stjórninni, en mið- stjórnin er stærra apparat og stjórnarandstaða þar öflugri. ÞaT sitja kaupfélagsstjórar með víxl- ana fallandi, og þar sitja ungliðar í yfirlýstri stjórnarandstöðu. Framsóknarmenn vita samt að slit af þeirra hálfu mundu vera notuð ótæpilega af Sjálfstæðis- flokknum og Morgunblaðinu, og vilja því fara eins varlega og hægt er, einkum vegna þess að það allra versta sem Framsóknar- menn geta hugsað sér er að lenda í stjórnarandstöðu. Það kunna þeir ekki eftir sautján ára sam- fellda stjórnarsetu, - og langur tími utan stjórnar gæti reynst flokknum verulega skeinuhættur í fylgi. KANNSKI: Kannski gefst Þor- steinn Pálsson upp. Hann hefur farið illa útúr atburðarásinni síð- ustu daga og tilraunir hans til að ná frumkvæði hafa koðnað niður í klaufaskap. Forsætisráðherrann er í erfiðri stöðu. Meðan þeir Jón Baldvin og Steingrímur hafa flokka sína nokkurnveginn á bak- við sig er Sjálfstæðisflokkurinn enn að naga neglur yfir for- mannsvalinu. Ofanúr stúkunni er hvert verk hans vegið og metið, - og æ oftar léttvægt fundið. Enda er krónprinsinn í borgarstjóra- stólnum kominn í opinbera stj órnarandstöðu. Forsætisráðherra hefur í hönd- unum mikilvirk pólitísk verkfæri í þessari stöðu, og hótun hans um Bessastaðaferð á ríkisstjórnarf- undinum á fimmtudag sýnir að honum hefur meira en flogið í hug að nota þau. Sumir segja að Þorsteini hreinlega leiðist og vilji losna. Hvað svo? Og nú reynir hver um sig að hugsa út leikjaraðirnar. Merkustu pólitísku tíðindin sem sýnast hafa gerst í vikunni eru þau að bandalag Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks virðist rofið. Draumsýn forystumanna í báðum flokkum um endur- skapaða viðreisn er óraveg frá að rætast og eftir því sem liðið hefur á líf stjórnarinnar hefur tæst úr þeim böndum sem Jón Baldvin og Þorsteinn hnýttu í frægum gönguferðum um Þingvalla- hraun. Við stjórnarmyndunarmenú- ettinn í fyrravor var það grund- vallarmál að þessir tveir flokkar mynduðu blökk sem sú leið ein var framhjá að allir hinir samein- uðust. Sé þessi öxull úr sögunni geta menn lagt þá stjórnarmynd- unarkapla aftur sem í fyrra voru aðeins tölfræðilegs eðlis. Og menn eru útum allan bæ - til dæmis á Alþýðublaðspress- unni - að leika sér að því að leggja saman þingmannafjölda. Þá er til dæmis fundið út að Alþýðuflokk- ur og Framsóknarflokkur gætu sest í stjórn með Alþýðubanda- lagi að tilskildum stuðningi Stef- áns Valgeirssonar, að hægt er að mynda fjögurra flokka stjórn A- B-G-V, að rfkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar gæti orðið til aftur með Albert innan- borðs... Yfir kaffinu er líka bollalagt um hugsanlegar minnihluta- stjórnir sem leituðu stuðnings til að leysa skammtímavanda og sæju síðan til með framtíðina. Til dæmis hefur Borgaraflokkurinn samkvæmt nokkuð áreiðanlegum heimildum verið þráspurður um hugsanlegan stuðning við minnihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins með öðrum hvorum hinna stjórnarflokkanna. Eðlilegast og hreinlegast Forystumenn í pólitíkinni hafa auðvitað augun á kostum sem þessum og athuga hvernig hrá stjómarmunstur kunna að falla að sameiginlegum stefnulínum. Það er til dæmis fróðlegt að sjá að nýsamþykkt ályktun Borgara- flokksins um efnahagsmálin er hérumbil Ijósrit af tillögum Framsóknarforystunnar, - og styður það enn sem haldið hefur verið fram á þessum stað, að Jón- as frá Hriflu sé pólitískur langafi Borgaraflokksins. Og það er ljóst að áhugi er fyrir því innan allra stjórnarflokkanna að reyna aðra stjórn án kosninga ef þessi springur. Því er helst bor- ið við, sem enganveginn er innan- tómt hjal, að tveggja eða þriggja mánaða bið, kosningabarátta og stjórnarmyndunarviðræður, gæti reynst dýrkeypt. Ríkisstjórnin hefur ýtt á undan sér og hlaðið upp miklum vandamálum sem þola illa langa geymslu. Alþýðubandalagsmenn hafa ekki skellt hurðum á viðræður um stjórnarmyndun án kosninga. Þeir hafa sagst reiðubúnir til að láta reyna á samvinnu um lausnir á brýnum efnahágsvanda „strax í kvöld, strax á morgun" einsog Ólafur Ragnar sagði á Stöð tvö. Þau ummæli lýsa því að Al- þýðubandalagið telur það ekki sér til framdráttar að hlaupa frá af því það sé ólykt í stjórnar- ráðinu, - að maður segi ekki ná- lykt. Flokkurinn hefur mótað sér skýrar tillögur um þann efnahags- og hagstjórnarvanda sem nú er uppi, og er tilbúinn að láta á reyna. Hinsvegar hafa Al- þýðubandalagsmenn lagt áherslu á að besti kosturinn í stöðunni sé að kjósa að nýju. Formaður flokksins bar fram þá skoðun flokksforystunnar fyrir nokkrum mánuðum, - þegar stjórnarliðar tala um tímaskort er rétt að hafa í huga að ef kosningaleiðin hefði verið valin í staðinn fyrir aðgerð- irnar í maí - sem Moggi kallaði misheppnuðustu aðgerðir nokkru sinni - þá væri þegar búið að kjósa og ný stjórn búin að taka við. Kosningar eru rökréttar. Það er eðlilegt að stokka upp spilin eftir þessa ríkisstjórn. Þjóðin á rétt á að fella dóm um frammi- stöðu stjórnarflokkanna og hæfni stjórnarandstöðuflokkanna. Það er líka eðlilegt að byggja á raun- verulegu samtímafylgi ef mynda þarf nýja stjórn, en ekki því fylgi sem er afleiðing drauma og von- brigða liðinna stunda. Það er líka hreinlegast að flokkarnir gangi nú frammá völlinn, bæði með sínar lausnir á skammtímavanda og með sína framtíðarsýn. Það hattar fyrir tímamótum í samfélaginu þessi misserin. Frjálshyggjutilraunin sem stutt- buxnamenn og Eimreiðungar Sjálfstæðisflokksins komu hér af stað, - hún hefur núna breyst í martröð, og það er að myndast almenn samstaða alstaðar nema í hástéttunum um að sú leið er ekki fær, þær aðferðir skapa ekki það samfélag sem íslendingar vilja búa við. Margt bendir til að þessi tíma- mót séu hin raunverulega ástæða kreppunnar í ríkisstjórninni. Og ekki síst af þeim ástæðum er bæði eðlilegast og hreinlegast að efna nú til kosninga. Mörður Árnason Laugardagur 10. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.