Þjóðviljinn - 10.09.1988, Side 6

Þjóðviljinn - 10.09.1988, Side 6
MINNING ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin Hafnarfirði Aðalfundur ÆFHA Aðalfundur Æskulýðsfylkingarinnar í Hafnarfirði verður haldinn í Skálanum, Strandgötu 41, þriðjudaginn 13. september kl. 20.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Skýrslur fluttar - umræður. 3) Lagabreytingar. 4) Staðan í bæjarmálunum: Framsaga Lúðvík Geirsson formaður bæjarmála- ráðs. 5) Hugleiðingar um starfið í vetur 6) Kosningar. 7) Önnur mál. ER NÁM „H0BBY“? Ráðstefna um vinnu barna og unglinga með námi, sunnudaginn 18. september nk.r að Hverfisgötu 105 (4. hæð), frá kl. 13.30-18.00. Framsögumenn verða: Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. Guðmundur Magnússon, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Ingólfur Sveinsson geðlæknir. R. Hulda Proppé nemandi. Wincie Jóhannsdóttir, formaður HÍK. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Eftir f ramsögur verða pallborðsumræður. Raðstefnustjórar: Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Svelnþór Þórarinsson. Ráðstefnugjald kr. 500, kaffrveitingar innifaldar. Gjald fýrir námsmenn kr. 250 (sem framvfsa skólaskírtelnl). Þelr sem hafa áhuga á þátttöku vlnsamlegast skrál sig í síma 17500. ÆskulýðsfylklngAlþýðubandalagsins ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Aðalfundur Aðalfundur verður haldinn mánudaginn 19. september kl. 20.30 að Kirkjuvegi 7. Dagskrá: 1) Inntaka nýrra félaga. 2) Venjuleg aðalfundarstörf. Margrét Frímannsdóttir alþingismaður mætir á fundinn. Nýir félagar velkomnir. Fjölmennum. Stjórnin Auglýsið í Þjóðviljanum Alda Rafnsdóttir F. 26.7.1963 - D. 3.9.1988 Elsku Alda mín. Það er skrýtið að þurfa allt í einu að kveðja þig hinsta sinni og þá í litlu bréfi. Ekki óraði okkur fyrir né nokkurn annan sem þig þekkti að þú hyrfir úr tölu okkar svo ung. Þú sem varst varla byrjuð að láta ljós þitt skína eins og þú hafðir áform um að gera svo rækilega. Reyndar fórum við sem þig þekktu alls ekki varhluta af þeirri birtu og krafti sem oftlega stafaði frá þér. Þú varst manneskja sem þorðir að taka afstöðu til mála þegar þau komu þér við enda skapmikill karakter með sterka réttlætiskennd. Þú gast stundum verið ögrandi og það fer oft fyrir brjóstið á þeim sem ekkert skap hafa og vilja finna auðveldustu og gjarnan ódýrustu leiðina út úr öllum hlutum. Slíkt fólk hefur varla mikið að gefa eða miðla til annarra. En þú varst þannig að við sem þekktum þig náið fórum ekki varhluta af örlæti þínu og þú gafst ekki til þess að láta þakka þér. Það er mannkostur sem alltof fáir búa yfir. En þú fékkst varla að lifa nógu lengi til þess að gefa nægilega af sjálfri þér elsku Alda. Þú áttir þína drauma en fékkst ekki tíma til að láta þá ræt- ast. Þú verður að muna að dauðinn er aðeins áfangi að ein- hverju öðru og meiru sem er ofar skilningi okkar mannanna og trúðu því að þú fáir annað tæki- færi. Annað íækifæri til þess að öðlast enn meiri þroska svo þú getir kannað betur djúp sálar þinnar og til þess að þú megir þiggja meira frá lífinu næst þegar þú fæðist, því að mundu líka Alda mín að orka eyðist aldrei, hún bara umbreytist. Við munum lengi sjá ásjónu þína í hugskoti okkar því þitt fallega bros mun lifa áfram í hjörtum okkar allra. ...,,Og þannig hefur það alltaf verið að ástin þekkir ekki dýpi sitt fyrr en á skilnaðarstundinni.“ (úr Spámanninum). Frændsystkini þín úr Laugarnesinu Konungleg leiðrétting Auðvitað ’47 í smádálki um Ólaf fimmta Noregskonung á baksíðu Nýja helgarblaðsins í gær eru tvær mis- sagnir sem rétt er að leiðrétta. Annars vegar segir að „Ólafur krónprins kom 1961 í Reykholt“ til að afhenda styttu Vigelands af Snorra Sturlusyni. Ólafur krón- prins kom hingað 1947 og afhenti Snorrastyttuna að gjöf. Hann varð konungur Noregs 1957, og kom hér 1961, þá einnig færandi hendi eins og ferð hans í skóg- ræktarstöðina nú vitnar um. Þá var sagan um Hákon 7. sem sagðist „ogsá kommunisternes konge“ sögð vera úr „stríðinu", en á auðvitað að vera úr kalda stríðinu, enda ekki hetjuskapur til frásagnar af Noregskonungi eða öðrum leiðtogum Banda- manna í heimstyrjöldina að hafa gott samband við samherja í vinstri kantinum. „Ogsá komm- unisternes konge“ á samkvæmt sögunni af hafa skroppið út úr Hákoni þegar hann var beðinn að vera með í maccarthy-ísku Varðbergsfélagi norsku. Og biður Þóðviljinn bæði les- endur og norsku konungsættina afsökunar á þessum missögnum. Mjólk og kjöt „Etið, drekkið og verið glaðir“ Árið 1980 voru 2334 miólk- urframleiðendur á landinu. A s.l. ári voru þeir um 1900. Hefur þannig fækkað um 434. Árið 1987 varð annað mesta mjólkurneysluár frá upphafi. Þá seldust á innlendum markaði 102.213.769 1 og er það 3.5% aukning frá árinu áður. Hefur sú þróun haldi áfram það sem af er þessu ári og horfur á að innan- landsneyslan verði nú fast að 103 milj. 1. í lok júní s.l. voru nautakjöts- birgðir 278 tonn eða um 1000 tonnum minni en á sama tíma í fyrra. Er langt síðan birgðir hafa verið svo litlar. Fyrstu 10 mánuði þessa verðlagsárs seldust 3022 tonn af nautakjöti. Er það 500 tonna aukning frá árinu áður. Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 13. september 1988 kl. 13-16, í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík og víðar. Tegundir Árg. 1 stk. Saab 99 GL ....1984 1 stk. Ford Escort 1300 LX ....1984 1 stk. ToyotaCarmy 1800 ....1983 2 stk. Volvo244 ....1982-83 2 stk. Mazda ....1982-83 11 stk. VolkswagenGolffólksogsendibifr ....1982-83 3 stk. Daihatsu Charade ....1982 1 stk. Ladastation .. .1983 1 stk. FiatPanorama ....1985 1 stk. Volkswagen Derby LS ....1981 9 stk. Subaru station 1300 og 1600 4x4 ....1980-83 1 stk. MltsubishiPajercdiesel4x4 ....1983 1 stk. DaihatsuTaftdiesel4x4 ....1982 3 stk. ToyotaHiLuxdiesel4x4,1 sk.e.veltu .. ... .1981-85 6 stk. GMCSuburbanogpic-up4x4 ...1977-80 3 stk. LadaSport4x4 ....1984 1 stk. FordEconolineE1504x4 ....1983 1 stk. Mazda E-1600 pic-up .. .1983 1 stk. Volkswagen sendibifr ... .1971 1 stk. Volvo N84 fólks- og vörubifr. 1971 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Grafarvogi 1 stk. ToyotaHÍLUX(skemmdur) ... .1987 1 stk. MMC L-300 Mini bus (skemmdur) ....1985 1 stk. ToyotaTercel4x4(skemmdur ... .1985 1 stk. Hiabvökvakrani650A.W. (3,5) ... .1978 1 stk. ScaniaLBS-140S-34börubifr . .. .1975 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Reyðarfirði 1 stk. VolvoN-126x4dráttarbifr 1978 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Akureyri 1 stk. FordEconolineE150 1981 Til sýnis hjá Kristnesspítala Akureyri 1 stk. Mitsubishi L300 Sendibifr. 4x4 1984 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16:30 að viðstöddum bjóðend- um. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðun- andi. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, sími 26844 ALÞÝDUBANDALAGIF) Alþýðubandalagið Hafnarfirði llppstokkun í íslenskum stjórnmálum Ný þjóðmálastefna á rústum frjálshyggj- unnar Félagsfundur miðvikudaginn 14. september kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. Kosning uppstillingarnefndar fyrir aðalfund. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins flytur fra- msögu um uppstokkun í íslenskum stjórnmálum. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. 6 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.