Þjóðviljinn - 10.09.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.09.1988, Blaðsíða 7
Þríeykið Fljúgandi stjómar- myndun Formenn stjórnarflokkanna fljúga til Stykkishólms. Þorsteinn svíkurJón Baldvin. Gremja í Alþýðuflokki og Framsóknarflokki. Flokksráð Alþýðuflokks kemursaman Formenn stjórnarflokkanna flugu í gærmorgun með flugvél Flugmálastjórnar til Stykkis- hólms á fund fulltrúa fiskvinnslu- fyrirtækja í rekstrarerfiðleikum. Ummæli Þorsteins Pálssonar for- sætisráðherra um meintar stjórn- armyndunarviðræður Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks við aðra flokka hafa vakið mikla gremju innan flokkanna. Þá ríkir mikil gremja innan Alþýðuflok- ksins vegna þeirra ummæla Þor- steins að Jón Baldvin Hannibals- son formaður Alþýðuflokksins hafl sprengt viðræðurnar við ílllltv \ tL II -*3í viljans bað forsætisráðherra Jón Baldvin að setja fram aðra leið á fundi ríkisstjórnarinnar með miðstjórn ASI á mánudag, ef Ás- mundur Stefánsson forseti ASÍ og fylgdarlið hans gleyptu ekki við útfærslu forsætisráðherra á niðurfærsluleiðinni. Eftir að slitnaði upp úr viðræðunum kom Þorsteinn síðan fram í fjölmiðl- um og sagði Jón Baldvin hafa sprengt viðræðurnar með þessum hætti. Þessi framkoma hefur vak- ið mikla gremju á meðal Alþýðu- flokksmanna. Ummæli Þorsteins um hálf- velgju samstarfsflokkanna í stjórnarsamstarfinu hafa ekki síður farið fyrir brjóstið á Fram- sóknarmönnum. Þeir Framsókn- armenn sem Þjóðviljinn ræddi við í gær sögðust ekki bjartsýnir á líf stjórnarinnar. Ef Þorsteinn ætlaði að halda uppteknum hætti og mæta með hálfkaraðar hug- myndir væri þessu lokið. Á þetta reyndi á ríkisstjórnarfundi næsta þriðjudag. Sigurður Geirdal fram- kvæmdastjóri Framsóknar- flokksins sagðist standa við fyrri yfirlýsingar; næsti mánudagur yrði vendipunkturinn. Ákveðið hefur verið að flokks- ráð Alþýðuflokksins komi saman til fundar á morgun. -hmp A Iþýðubandalagið Þingflokks- fundur á þriðjudag Steingrímur J. Sigfússon þing- flokksformaður Alþýðubanda- lagsins segir þingflokkinn ætla að funda á þriðjudag og þar muni þingmenn fara yfir ástandið í stjórn- og efnahagsmálum. „Við höfum fylgst með því hvernig þetta stjórnarsamstarf er að leysast upp innan frá," sagði Steingrímur í samtali við Þjóð- viljann. Þingmenn Alþýðu- bandalagsins væru við öllu búnir og stefna Alþýðubandalagsins lægi hrein fyrir. Steingrímur sagði engan geta sagt fyrir um hvað gerðist næstu sólarhringa. „Maður bíður nánast eftir því að formenn stjórnarflokkanna fari að takast á líkamlega í fjölmiðl- um," sagði Steingrímur. „Þá yrði ástandið í stjórninni fullkomnað.!" -hmp FRETTIR Alþýðubandalagið Kosningar tafarlaust ÓlafurRagnar Grímsson: Ríkisstjórnin erkomin ílíkhúsið. Tilbúnir að kanna stuðning annarraflokka við okkar efnahagstillögur Ríkisstjórnin er búin að vera á gjörgæsludeildinni allt þetta ár. Núna virðist hún vera komin í líkliúsið. Það er hins vegar spurn- ing hvort forsætisráðherra eða formenn hinna stjórnar- flokkanna hafa getu til að gefa út hið formlega dánarvottorð, segir Ólafur Ragnar Grúnsson for- maður Alþýðubandalagsins. Ólafur segir að uppgjöf ríkis- stjórnarinnar feli í sér pólitískt skipbrot þeirrar frjálshyggju- kreddu í peninga- og efna- hagsmálum sem síðasta rfkis- stjórn og þessi hafa fylgt. Það sé kannski skiljanlegt að það taki Þorstein Pálsson tíma að viður- kenna þá nöpru staðreynd að hjálpræðiskenning frjálshyggju- liðsins gengur ekki í íslensku þjóðfélagi. - Alþýðubandalagið hefur í marga mánuði krafist þess að ríkisstjórnin fari frá. Við höfðum forystu um það sl. vor að stjórn- arandstaðan flutti vantrauststil- lögu á stjórnina og hver einasta margsannöð"' \ thaftu: ^'"ðiuiJiefur löguflutnings. Fiskvinnslukon- urnar hjá Meitlinum í Þorláks- höfn sögðu við okkur Margréti Frímannsdóttur að það væri orð- in þjóðarnauðsyn og brýnt hagsmunamál fyrir launafólkið og atvinnulífið í landinu, að ráð- herrarnir hefðu manndóm til að segja strax af sér, segir Ólafur Ragnar. Engar þreifingar í gangi Hefurþú átt í viðrœðum viðfor- ystumenn einstakra stjórnarflokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar með aðild eða stuðningi Alþýðu- bandalagsins? - Það eru engar þreifingar í gangi um myndun nýrrar ríkis- stjórnar. Föstudagsafkvæmi Al- þýðublaðsins sagði frá því á for- síðu í síðustu viku að karlmaður vildi láta breyta sér í konu og í blaðinu í gær segir að ég hafi um morguninn daginn áður, þegar ég var að ræða við fiskvinnslufólkið í Þorlákshöfn, setið á viðræðu- fundi með Steingrími Hermanns- syni um að mynda ríkisstjórn þar sem Halldór Ásgrímsson ætti að vera forsætisráðherra. Ég held að manninn'sém Vuui~1örcyra ter'-. konu sé áreiðanlegri en þessi sem birtist í dag. Eru þá engar þreifingar í gangi kosningar hvenær sem er og leggja þær til grundvallar um myndun nýrrar ríkisstjórnar hve- nær sem er. Átti að kjósa í sumar þegar um aðild Alþýðubandalagsins að nýrri ríkisstjórn? - Nei, það hafa engar slíkar þreifingar átt sér stað. Alþýðu- bandalagið hefur mótað sínar af- dráttarlausu tillögur um hvað eigi að gera í efnahagsmálum þjóðar- innar. Þær tillögur lýsa því nák- væmlega hvernig á að færa niður vexti í landinu, lækka verðlag og ýmsa kostnaðarliði útflutnings- greinanna og sækja síðan fjár- magn til hinnar skattlausu nýríku sjéttat^fiármagnseigenda til að útflutningsgreinanna. Þessar tillögur eru klárar og við erum reiðubúin að fara með þær í Þið eruð þá ekki til viðrœðu án kosninga? - Eins og ég hef sagt síðustu þrjá mánuði þá er það skoðun okkar að það eigi að efna tafar- laust til kosninga. Ef orðið hefði verið við þeirri ósk okkar fyrir tveimur eða þremur mánuðum, þá væri þeim nú lokið og ný stjórn tekin til starfa. Það hefði tekið skemmri tíma en þetta þóf ríkis- stjórnarinnar sl. tvo mánuði. Ef það er aftur á móti ekki þingmeirihluti fyrir því að efna til kosninga, þá er okkur ekkert að vanbúnaði að kanna afstöðu og hugsanlegan stuðning annarra flokka við þær tillögur sem Al- þýðubandlagið hefur sett fram. Hvaðgerist nœstu daga? - Ég ætla að vona að rfkistjórnin biðj- ist lausnar hið fyrsta. Það væri þjóðinni'iyrir bes'tu~segil'x^ia/wr Ragnar Grímsson. -Ig- Kristín Halldórsdóttir Þjóðin vill kosningar Efmenn geta ekki komið sér saman um nokkurn hlut eiga þeir ekki að sitja saman ístjórn. Þjóðinþolir ekkiþetta ástand Kristín Halldórsdóttir þing- maður Kvennalistans segir að ef menn geti ekki komið sér sam- an um nokkurn hlul séu þeir ekki að stjórna, heldur rífast fyrir opnum tjöldum. Hún segir slíka hegðun ábyrgðarlausa og hættu- lega þar sem fólk sé að verða leitt- á þessu og grafið sé undan trausti á stjórnmálamenn almennt. Kristín segir að ekki hafi verið leitað til Kvennalistans til að leysa einhvern flokk af í stjórninni, enda styddi Kvennalistinn ekki nýtt stjórnarmynstur án kosn- inga. „Það er morgunljóst að þetta ástand má ekki halda svona áfram," sagði Kristín í samtali við Þjóðviljann. Alvarlegast væri að með háttalagi sínu, störfum og vandræðagangi væru ráðherrarn- ir ábyrgir fyrir hálfgerðu upp- lausnarástandi í þjóðfélaginu. Óöryggi og kvíði hefði mjög nei- kvæðar afleiðingar á efnahags- og atvinnulíf svo og á önnur svið þjóðfélagsins. Mikið væri talað um hræðilegt ástand og það kannski málað sterkari litum en ástæði væri til. Mikilvægt væri að bæta ástandið en óþarfi að mála skrattann á vegginn, það tæki ör- yggið frá fólki. Kristín sagði slæmt ef fólk kæmist almennt á þá skoðun „að svona væru nú stjórnmálin einu sinni". Um þær yfirlýsingar stjórnarherranna að þjóðin þyldi ekki kosningar núna, sagði Kristíh: „Mér heyrist þjóðin vilja kosningar, hún þolir ekki þetta ástand." Hún sagði að annað- hvort ættu ráðherrarnir að stjórna saman eða hætta þessu. Það væru allir komnir á þá skoðun að þeir gætu aldrei komið sér saman og þess vegna væri best að boða til.kosninga og sjá hverj- um þjóðin treysti til breytinga. -hmp Albert Guðmundsson Ríkisstjóm ráðherrastóla Ríkisstjórn hefur íraun aldrei verið mynduð. Þjóðinnifyrir bestu að stjórnarmyndunarviðrœðum Ijúki Albert Guðmundsson sagði Þjóðviljanum að hann hefði alla tíð verið þeirrar skoðunar að það væri engin ríkisstjórn í landinu, hún hefði aldrei verið mynduð. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar væri stjórn ráðherra- stóla og þess vegna gæti hún setið lengi enn. Það væri hins vegar þjóðinni og ráðherrunum sjálfum fyrir bestu að þessum stjórnar- myndunarviðræðum færi að Ijúka. Albert sagði enga flokka hafa farið á fjörurnar við Borgara- flokkinn, hvorki stjórnarflokka néstjórnarandstöðuflokkar. Ást- andið sem nú ríkti væri enn ein sönnun þess að Þorsteinn Pálsson væri ekki maður til að standa undir því að vera forsætisráð- herra. „Hvar eru aðgerðir þessar- ar stjórnar?" spurði Albert. Hann sagði þær allar vera í and- stöðu við stjórnarsáttmálann. „Það stendur ekkert að morgni sem Þorsteinn segir að kveldi," sagði Albert. Stjórnin sækti hug- myndir út í bæ, til forstjóranefnd- ar. Þorsteinn kynnti hugmyndir um niðurfærsluleiðina og sækti síðan ákvarðanir til verkalýðs- hreyfingarinnar þar sem hann gæti ekki tekið þær sjálfur. For- sætisráðherrann hafnaði eigin leiðum og hin raunverulegu vandamál féllu í skugga erja og deilna ráðherranna innbyrðis. -hmp ÞJÓÐVIUINN - S(ÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.