Þjóðviljinn - 10.09.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.09.1988, Blaðsíða 8
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fjölskyldudeild Fósturheimili óskast fyrir 10 ára heimilislausan dreng. Æskilegt er að heimilið sé í Reykjavík eða ná- grenni, en það er ekki skilyrði. Fósturheimilið þarf að hafa reynslu af börnum, vera barnlaust, eða eingöngu unglingar á heimii- inu. Nánari upplýsingar gefur Áslaug Ölafsdóttir fél- agsráðgjafi í síma 685911 milli kl. 9 -12 alla virka daga. Vatnsveita Reykjavíkur Tækniteiknari Vatnsveita Reykjavíkur óskar að ráða tækni- teiknara nú þegar. Upplýsingar veitir Jón G. Óskarsson í síma 685477. REYKJÞMIKURBORG eykjavikur Laus ertil umsóknar 23.10% staða sérfræðings í kvensjúkdómum við mæðradeildina. Staðan veitist frá 1. nóvember 1988. Upplýsingar um starfið veitir yfirlæknir deildar- innar í síma 22400. Umsóknum skal skilatil skrifstofu Heilsuvemdar- stöðvar Reykjavíkur fyrir 15. október n.k. ¦ I REYKJHIÍKURBORG JM J.auéan Sfödwi ^w Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar eftir starfsfólki við heilsugæslustöðvar í Reykjavík sem hér segir: HEILSUGÆSLUSTÖÐ HLÍÐASVÆÐIS Sjúkraliði í 50% starf. HEILSUGÆSLUSTÖÐ MIÐBÆJAR Læknaritari/læknafulltrúi í 50% starf. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu fram- kvæmdastjóra heilsugæslustöðva í síma 22400. Umsóknir skulu sendar Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, á eyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 19. september 1988 SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNAFATLÁÐRA VESTFJÖRÐUM Þroskaþjálfar Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Vestfjörðum auglýsireftir þroskaþjálfum við þjónustumiðstöð- ina Bræðratungu ísafirði frá hausti eða eftir nán- ara samkorr/ulagi. Aðstoð við útvegun húsnæðis. Nánari upplýsingar gefa forstöðumaður Bræðr- atungu, Erna Guðmundsdóttir í síma 94-3290 og framkvæmdastjóri Svæðisstjórnar í síma 94- 3224. Umsóknir óskast sendar til sömu aðila. Ósamlyndið á stjórnar- heimilinu hefur breyst úr venjubundnu naggi og nöldri í þvílíkt hávaðarifrildi síðustu dagana að fordæmi slíks fyrir- finnast ekki. Að vonum er því ekki um annað meira rætt manna á meðal en hvort stjórninni takist að lafa áfram, og myndi slfk pólitísk fram- haldstilvera sæta tíðindum, þar sem það væri í fyrsta skipti sem einhver vinnur sitt dauðastríð. Og hvaða efnahagsráðstaf- ana grípur stjórnin til ef hún þá lafir á annað borð? Tíð- indamenn Þjóðviljans tóku fólk tali í gær, á vinnustöðum sem og á förnum vegi, og leituðu álits á þessum helstu hitamálum. Viðbrögðin fara hér á eftir, og verður ekki annað sagt en að þau séu mjög á sömu lund, þar sem mest ber á kvíða og ótta fólks við það sem næstu vikur og mánuðir bera í skauti sér. Aiitar Mér líst ekkert æðislega vel á þetta; það er eins og það séu alltaf einhverjar uppákomur í efna- hagsmálunum í landinu og aldrei neitt hugsað til enda þegar á að fara að takast á við þær. Það er alltaf eitthvert rugl og bráða- birgðalausnir sem koma upp á, eins og til dæmis þessi niður- færsluleið núna síðast, en hún er íris Óttarsdnttir new alveg ógeðslega vitlaus, sagði Irís Óttarsdóttir Verslunarskólanemi, þar sem hún var á gangi með vinkonum sínum núna í upphafi skólaárs. Mér finnst líka barnalegt hvernig þessir kallar rífast og setja hver út á annan. Það er greinílegt að samstarfið í ríkis- stjórninni er vont, sagði íris: ég held að það væri gott að losna við þessa ríkisstjórn, eða að minnsta kosti breyta henni. Hún sagðist þó ekki hafa neina sérstaka trú á einhverjum stjórnmálaflokki umfram aðra: Að minnsta kosti ekki neinum sem er til núna, sagði hún. Trausti Harðarson verkamaður: Kosningabomban ósmíðuð Auðvitað eru vandamál til staðar, en þau eru tilbúningur þessara manna; þetta er engin stjórn. Eftir því sem góðærið er meira, þeim mun meiri verður hallareksturinn á ríkissjóði. Eg er hræddur um að það gengi ekki í öðrum fyrirtækjum, sagði Trausti Harðarson verkamaður, en hann hittum við í verkfæra- skúr í nýja miðbænum. Trausti var spurður hvort hon- um þætti sem þras og upphlaup innan ríkisstjórnar slægi öll met nú þessa dagana, en hann svaraði því til að það væri ekki svo langt síðan hér fóru að koma ríkis- stjórnir þar sem meira jafnræði væri með fiokkunum en áður var; á viðreisnarárunum bar Sjálf- stæðisflokkurinn höfuð og herðar yfir Alþýðuflokkinn, og því hafið yfir vafa að hann hefði töglin og hagldirnar. Núna í seinni tíð er meira jafnræði með ríkisstjórn- arflokkunum og frekjan þá kann- ski meiri, sagði hann. En ég þori ekkert að segja til um það hvort það verður kosið á næstunni, sagði Trausti og sagðist ekki sjá að neinn yrði bættari með það. En eins og staðan er akkúrat núna sé ég ekki að það verði kosið alveg í hvelli; það er nefnilega ekki búið að smíða kosningabombuna, og því ekkert til að slást um. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.