Þjóðviljinn - 10.09.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.09.1988, Blaðsíða 9
..,..- Ekkert á að lítast Upplausn á stjórnarheimilinu ogyfirvofandi kjaraskerðing. Uggur og ótti meðal almennings. Þjóðviljinn tekurfólk tali umþjóðlífsklandrið Marta L. Friðriksdóttir afgreiðslustúlka: Stjórnin þorir ekki að fara frá Mér líst ekkert á þetta, sagði Marta L. Friðriksdóttir, af- greiðslustúlka í „Ityggt og búið" er við spurðum hvað hcnni fynd- ist um þjóðlífsklandrið þessa dag- ana; allavega ekki ef það á að fara að lækka kaupið. Eg vona nú samt að til þess komi ekki, enda hefur maður engin efni á því frek- a«/gu»a-ia iSíium'og alls annars sem er verðtryggt, sagði hún. Mér sýnist líka vera sama hver situr í ríkisstjórn, sagði hún; það er búið að klúðra efna- hagsmálunum svo rækilega að það þarf langan tíma til að rétta þau af, en það er eins og sá tími gefist aldrei. En éghugsa að stjórnin lafi. Ég held hreinlega að þeir þori ekki ftðrfara fe^irófí'UiffacrKohTást'þa ekki að aftur. Pess vegna býst ég við að forustumenn stjórnar- flokkanna reyni að halda stjórn- inni saman. Ólöf Sigurðardóttir _____húsmóðir:_____ Hryllingur að kaupa í matinn Afkoman hefur versnað mikið, það er ekki nokkur vafi á því, og mér finnst hækkanirnar undan- farið hafa komið ansi mikið við pyngjuna, sérstaklega er orðinn hryllingur að kaupa í matinn, sagði OlöfSigurðardóttirhúsmÖÖ- ir, er hún var að koma úr innkaupaleiðangri í Hagkaupum um miðjan dag í gær. En þetta eru allt aðrir tímar núna miðað við það sem áður tíðkaðist. Til dæmis gátum við byggt okkar hús á sínum tíma fyrst og fremst með vinnu manns- ins míns: tómt mál að tala um slíkt nú, sagði Ólöf. Mér líst sem sagt ekkert á þetta, en ekki hef ég trú á því að stjórnin fari frá. Hún verður við lýði eitthvað áfram, sagði hún. Magnús Reynir Jónsson Ijósmyndari: Kreppuhljóð í fólki Baldvin Guðjónsson smiður: Mér finnst nú eiginlega ekkert erfiðara að lifa nú en áður, sagði Magnús Reynir Jónsson, ljós- myndari á Pressunni, en ég hef að visu ekki fyrir fjölskyldu að sjá og það er nú kannski skýringin. En ég finn það mjög greinilega að það er afskaplega neikvætt hljóð í fólki, eitthvert kreppu- hljóð. Eins og allir séu sannfærðir um að allt sé að fara til and- skotans. Ef þessi svartsýnistónn verður jafn ráðandi á næstunni og hann hefur verið að undanförnu þá endar þetta með svartsýnis- kasti hjá allri þjóðinni, sagði Magnús Reynir. Hann sagðist fylgjast spenntur með framvindunni þessa dagana, en fyrir sér væri þetta eins og hver önnur fótboltakeppni, þó þannig að hann héldi ekki með neinum; ég er ekki trúaður á það að allt myndi bjargast bara ef „réttur" flokkur kæmist að. Ég held að það sé enginn einn flokkur til sem gæti komið aðvífandi og reddað málunum, sagði hann. Alltaf sama raðleysiö Ég held nú að þessi upphlaup í stjórnmálunum núna sé til að hafa eitthvað til að fjasa yfir og hver eigi að fá hvað af þjóðar- kökunni, sagði Baldvin Guðjóns- son trésmiður, er við gengum fram á hann í nýbyggingu Isafold- ar í nýja miðbænum. Ég veit satt að segja ekki hvað maður á að halda um það hvort það verður kosið á næstunni. sagði Baldvin. Sumir halda að þeir græði á því og einblína þá á skoðanakannanir, en mér sýnist að vel megi skipta um stjórn þótt ekki komi til kosninga. Dýrtíðina verður maður svo sannarlega var við, sérstaklega munar miklu hvað maturinn er orðinn miklu dýrari en hann var, sagði Baldvin, og bætti við að það virtist alveg vera sama hver væri í ríkisstjórn; það er alltaf sama ráðleysið, sagði hann. Mér sýnist líka allir flokkar hjakka í sama farinu, sjáðu bara landbúnaðinn: Nú eru bændur síst ofsælir af sínu, en allir vita að landbúnað- urinn er illa rekinn, en þessu þora menn ekki að taka á eins og menn. Eins er þetta til dæmis með Sambandið. Einu sinni var SÍS ágætt, en núna er það nokkuð sem við þurfum að losna við. DUNDUR UTSALA íGardínubúðinni, Skipholti 35 Gluggatjaldaefni, stórísefni og nú líka fataefni ímiklu úrvali. Opið Mánudaga - föstudaga frá kl. 9-18 Laugardaga frá kl. 10-16 Gardínubúðin, Skipholti 35, sími 35677.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.