Þjóðviljinn - 10.09.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.09.1988, Blaðsíða 11
IÞROTTIR y, Handbolti Tvisyn generalprufa íslendingar náðu aðeins jafntefli gegn Dönum ísíðasta leik sínumfyrir ólympíuleika Það er varla hægt að hrósa ís- lenska handboltalandsliðinu fyrir frammistöðu sína í landsleikjun- um við Dani. Fyrri leikurinn vannst með einu marki og í gær gerðu þjóðirnar jafntefli, 18-18, og voru Danir heldur nær sigri í leiknum. Það sem virtist einkenna leik íslendinga í leiknum í gærkvöld var baráttuleysi á köflum, enda kannski ekki mikið í húfi, og vantaði alveg þann vilja sem þarf til að sigra Danina með svona 5-6 mörkum sem ættu að vera eðlileg úrslit. Jafnt var í leikhléi, 9-9, en ís- lendingar náðu strax forystunni, 11-9. Danirnar jöfnuðu jafn harðan og náðu síðan þriggja marka forystu, 13-16 og 15-18, og útlitið ekki gott. Þá var eins og strákarnir áttuðu sig fyrst á því að Danirnir eru alls ekki auðunnir og jöfnuðu, 18-18. Danirnir héldu boltanum síðustu mínút- urnar og endaði leikurinn á auka- kasti þeirra sem rann út í sand- inn. Þetta var síðasti leikur lands- liðsins áður en það heldur til Seo- ul og því varla nógu góð gener- alprufa. Liðið leikur að vísu við A-Þjóðverja áður en keppnin hefst en þeir eru í hinum riðlinum á leikunum. Kristján Arason var atkvæða- mestur íslendinga og skoraði 5/3 mörk, Bjarki skoraði 4, Alfreð 3, Jakob Sigurðsson 2, Þorgils Óttar Mathiesen 2, Atli Hilmarsson 1 ________________________ og Geir Sveinsson 1. Kristján Arason hefur skorað manna mest í leikjunum tveimur gegn -þóm Dönum, en í gær skoraði hann fimm sinnum. BRIDGE Hverjir verða bikarmeistarar? Undanúrslit Bikarkeppni Bridgesambands íslands verða spiluð á Loftleiðum í dag. Spila- mennska hefst kl. 10.00 árdegis og verða spiluð 48 spil. Sveit Braga Haukssonar Reykjavík mætir sveit Kristjáns Guðjóns- sonar Akureyri og sveit modern Iceland mætir sveit Pólaris Reykjavík. Sigursveitirnar mæt- ast síðan á morgun, í hreinum úrslitaleik, 64 spil. Spilamennska hefst þá einnig kl. 10.00 Leikirnir verða sýndir á sýn- ingartöflu, bæði í dag og á morg- un, með skýringum. Ahugafólk um bridge á höfuðborgarsvæðinu er hvatt til að láta þessa úrslita- keppni ekki fara framhjá sér. Jón Þorvarðarson og Guðni Sigurbjamason urðu ömggir sig- urvegarar á Opna afmælismótinu á Siglufirði um síðustu helgi. 54 pör tóku þátt í mótinu, sem spilað var eftir Mitchell- fyrirkomulagi, þrjár umferðir. Mótið tókst vel, undir ömggri stjórn Hermanns Lárussonar. Þetta er fyrsti sigur þeirra Jóns og Guðna í sterkri tvímennings- keppni, og einkar ánægjulegt fyrir þá félaga (þeir spila í sveit modem Iceland í upphafi vetrar- spilamennsku. Augu landsliðs- einvaldsins hljóta að fara að beinast að þeim félögum með sama áframhaldi. Skráning í Opna Stórmótið á Hótel Örk, sem spilað verður helgina 1.-2. október, hefur farið vel af stað. Tæplega 30 pör em þegar skráð til leiks, skráð er á skrifstofu BSÍ (Ólafur). Vetrarspilamennska félaganna á höfuðborgarsvæðinu er víðast að hefjast þessa dagana. BR er með eins kvölds keppni næsta miðvikudag, einnig Skagfirðing- ar á þriðjudaginn í Drangey v/ Síðumúla og væntanlega Breiðfirðingar á fimmtudaginn. Breiðhyltingar með sama á þriðjudaginn í Gerðuberg og Kópavogur á fimmtudaginn. Sumarbridge lauk sl. fimmtudag, eftir gott sumar. Sveinn Sigurg- eirsson varð ömggur sigurvegari í heildarstigakeppni spilara. Með- alþátttaka á viku var um 90 pör. Hermann Sigurðsson og Jó- hannes Oddur Bjarnason urðu ÓLAFUR LÁRUSSON Vestfjarðameistarar í tvímenn- ingskeppni um síðustu helgi. Keppnin var spiluð að Laugar- hóli í Bjarnarfirði og tóku 27 pör þátt í keppninni. Bikarmeistari Vestfjarða varð sveit Málningar- lagersins frá Bolungarvík. Sveitin sigraði sveit Guðmundar M. Jónssonar frá ísafirði í úrslita- leik. í sigursveitinni em: Guð- mundur Þorkelsson, Júlíus Sigur- jónsson, Jón H. Gunnarsson og Jóhann Ævarsson. Undirbúningur fyrir afmælis- mót Bridgesambands íslands, sem spilað verður á Loftleiðum helgina 24.-25. september nk., gengur vel. 20-22 pör munu taka þátt í mótinu, valin af Sigurði B. Þorsteinssyni og Þórarni Sófus- syni. Opna Egilsstaðamótið á Hótel Valaskjálf hófst í gærkvöldi. Um 30m pör voru skráð til leiks. Keppnisstjóri er ísak Örn Sig- urðsson. Ársþing Bridgesambands fs- lands verður haldið laugardaginn 5. nóvember í Sigtúni. Fyrir þann tíma eiga öll félög að hafa gert upp reikningana við Bridgesam- bandið. Þeir fyrirliðar sem enn eiga eftir að greiða þátttökugjald fyrir Bikarkeppni 1988, eru vin- samlega beðnir um að láta verða af því hið snarasta, vilji þeir ekki lenda í keppnisbanni í mótum á vegum sambandsins. Árangur yngra landsliðsins á Evrópumótinu í kjölfarið á afar slökum árangri sama liðs á síð- asta Norðurlandamóti, sem hald- ið var hér heima, vekur upp þær spurningar hvort ekki sé tíma- bært að huga að breyttum áhersl- um í þessum málaflokki. Til að mynda, að senda þessa „vand- ræðagemsa“ á æfingabúðir Evr- ópusambandsins (sem verða í Póllandi næsta sumar....) í stað þess að eltast við stórmótin, til þess eins að vera með. Bridgefélag Reykjavíkur hefur fært Bridgesambandinu ljósrit- unarvél að gjöf, til styrktar starf- semi sambandsins að Sigtúni 9. Einnig samþykkti ný stjórn B.R. að styðja við Guðmundarsjóðinn með myndarlegri peningaupp- hæð. Stjórn Bridgefélags kvenna ákvað einnig að styðja við bakið á Guðmundarsjóðnum með rausnarlegri peningaupphæð. Er þessum tveimur félögum þakkað framlag þeirra. Heiðurslaun Brunabótafélags íslands 1989 í tilefni af 65 ára afmæli Brunabótafé- lags íslands, 1. janúar 1982, stofnaði stjórn félagsins til stöðugildis hjá fé- laginu til þess að gefa einstaklingum kost á að sinna sérstökum verkefnum til hags og heilla fyrir íslenskt samfélag hvort sem er á sviði lista, vísinda, menningar, íþrótta eða atvinnulífs. Nefnast starfslaun þess, sem ráðinn er: HEIÐURSLAUN BRUNA- BÓTAFÉLAGS ÍSLANDS Stjórn B.í. veitir heiðurslaun þessi samkvæmt sérstökum reglum og eftir umsóknum. Reglurnar fást á aðalskrif- stofu B.í. að Laugavegi 103 í Reykja- vík. Þeir, sem óska að koma til greina við ráðningu í stöðuna á árinu 1989 (að hluta eða allt árið), þurfa að skila um- sóknum til stjórnar félagsins fyrir 1. október 1988. Brunabótafélag íslands ||| DAGVIST BARIVA Fóstrur, þroskaþjálfar, áhugasamt starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir há- degi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila, og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. Vesturbær - miðbær Njálsborg Njálsgötu 9 14860 Nóaborg Stangarholti 11 29595 Valhöll Suðurgötu 39 19619 Vesturborg Hagamel 22438 Ægisborg Ægisíðu 104 14810 Drafnarborg v/Drafnarstíg 23727 Austurbær Stakkaborg Bólstaðarhlíð 48 39070 Laugardagur 10. september 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.