Þjóðviljinn - 10.09.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.09.1988, Blaðsíða 12
Viðtal við Pétur Bjömsson Avöxtun sf. I lil niður Staðið verður viðsamninga. Samvinnu Péturs ogArmanns lokið. Tap áAvöxtun ásíðasta ári. Avöxtun borgar skilanefnd. Tap á Ragnarsbakarís-ævintýrinu. „Fersennilega íráðgjafastarffyrir fyrirtœki." „Þetta er ekki gott tilboð fyrir þann sem á Ávöxtunarbréf að sclja þau á þessum kjörum," sagði Pétur Björnsson, annar eigandi Ávöxtunar sf., þegar blaðamaður bar undir hann auglýsingu sem birtist í einu dag- blaðanna, þar sem boðist var til að kaupa Avöxtunarbréf á 25% af síðast skráðu gengi. „Kf' menn hugsa daemið finnst mér þetta of mikil afföll, því ég á von á því að þeir menn sem í skilanefndinni sitja skili mjög góðri vinnu og það verði ekki nema eðlileg afföll. Það er ekki gott að segja hver þau eru, kannski 10-15 miljónir af 380 miljónum. Það eiga ekki að tapast nein 25-40%, en það fer auðvitað eftir því hvernig farið er með þetta, eftir ákveðinn tíma sést hvað er gott og hvað ekki. Það sem er erfið krafa í dag, getur orðið góð krafa seinna." Staðið við samninga En nú hafið þið einnig lánaðfé til mislangs tíma, verður það allt innheimt núna til að fá peninga inn í sjóðinn? „Lánstími hefur verið allt frá einum mánuði upp í 10 ár, þetta eru reyndar ekki lán, heldur kröf- ur, skuldakröfur og annað. Við höfum yfirleitt ekki farið út í bein lán. En auðvitað halda allir samningar, þannig að „lán" til 10 ára á ekki að greiðast núna, held- ur eins og samið var um. Ég treysti því að staðið verði við samninga, enda gengur ekki ann- að." Veiki hlekkurinn? Forráðamenn annarra verð- bréfasjóða vorufljótir til að benda á ykkur sem veika hlekkinn á verðbréfamarkaðnum eftir að þetta mál kom upp, og töldu mark- aðinn hafa styrkst. Hvaðfinnstþér um þessar yfirlýsingar? „Maður er náttúrlega ekkert ánægður með það út af fyrir sig, en kannski maður hafi verið bú- inn að fá einhvern stimpil, ég veit ekki. Ég áttaði mig ekki á að það væri átt við okkur á sínum tíma. En kjaftasagan gekk um okkur og við vorum í rekstri. Það er auðvelt að leiða líkur að því að við, sem þurftum að borga kann- ski 200-300 miljónir króna í laun í fyrirtækjunum værum veikir fyrir. En fyrirtækin voru ekki nógu stöndug til að geta verið bakhjarlar okkar." Fyrirtæki upp í skuldir En afhverju voruðþið að kaupa illa stœð fyrirtœki, nema að það 4^C RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Starfsfólk óskast Raf magnsveita Reykjavíkur óskar að ráða starfs- menn í eftirtalin störf: Loftlínulagnir/götuljós. Óskað er eftir rafvirkj- um eða línumönnum. Gagnavinnsla. Óskað er eftir starfsmanni með reynslu við tölvuvinnslu. Bókhald. Óskað er eftir starfsmanni í bókhald með bókhaldsþekkingu. Aðstoðargjaldkeri. Óskað er eftir starfsmanni með reynslu í skrifstofustörfum. Birgðavörður. Óskað er eftir starfsmanni með rafvirkjamenntun. Rafmagnseftirlit. Krafist er menntunar rafiðn- fræðinga. Rafmagnsveita Reykjavíkur býður upp á gott starfsumhverfi ítæknivæddu fyrirtæki. Mötuneyti á staðnum. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til 19. sept. nk. og ber að skila umsóknum til starfs- mannastjóra á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu Rafmagnsveitunnar að Suður- landsbraut 34. Upplýsingar um störfin veitir starfsmannastjóri í síma 686222 kl. 10-12 alla daga. Starfsmannastjóri Ég þakka innilega fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát Kristjáns Júlíussonar Hofteigi 18, Reykjavík Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Bjarnfríður Pálsdóttir vœri verið að taka þau upp í skuldir? „Ef við tökum dæmi, þá stofn- uðum við Hughönnun með þeim aðilum sem voru hér verktakar og voru að vinna fyrir okkur tölvukerfi, sem gekk reyndar ekki upp. Það voru þarna ákveð- in verðmæti, og við þurftum að hjálpa þeim til að halda áfram, til að tapa ekki verðmætum og halda möguleikanum á að fá eithvað inn." Nú hefur mikUf verið rœtt um „andlegt" ástand þessa markaðar og spurning hvort þessi blaða- mannafundur sem þið héíduð hafi ekki verið sá„dýrasti" á landinu? „Blaðamannafundurinn var ágætur, en staðreyndin var sú að það vantaði fjármagn til að kom- ast út úr þessu, ekki að tala sig út úr hlutunum." Tap á fyrirtækinu En hvernig gekk rekstur Ávöxt- unar ífyrra? „Það var um fjögurra miljóna króna tap. Hagnaður er ekki til í íslenskum fyrirtækjarekstri í dag." En þegar þið selduð Ragnars- bakarí, lét þá Björgvin Víglunds- son ykkur fá iðnaðarhúsnœði og tvœr íbúðir íAlviðru upp íkaupin? „Já, og eina lóð við Tryggvag- ötu að auki. Það borgar enginn peninga í dag. Við vildum bara losna við bakaríið, það hentaði okkur engan veginn. Fyrst okkur tókst ekki það sem við ætluðum að gera var ekki annað að gera en að koma sér í burtu. Við ætluðum bara að koma þessu af stað og fá eðlilega lánafyrirgreiðslu út á þetta. En það var bara sagt nei, hreinlega af því fyrirtækið hét Ávöxtun." Þannig að þið hafið tapað á þessum viðskiptum? „Það er alveg klárt mál, en ég hef ekki tekið saman hversu miklu. En það er bara geggjun og hrein og kíár della að vera í at- vinnurekstri." En er einhver grundvaUarmun- ur á verðbréfafyrirtœkjunum, eru þau ekki öUjafn veikfyrir svona uppákomum? Á sama báti „Þau eru öll jafn veik fyrir þessu, en hinum tókst að snúa dæminu við. Ég veit ekki hvernig þau fóru að því." En hversu marga viðskiptavini höfðu sjóðir Ávöxtunar? „Nokkur hundruð, en það er enginn þeirra mjög stór." Enh vað segið þið viðfólk sem á inni hjá ykkur peninga, hvenœr getur það átt von áaðfá þá? „Þetta er ekki lengur í okkar vaídi heldur skilanefndar. Til að þetta sé löglegt er ekkert hægt að borga út næstu þrjá mánuðina." Skilanefnd á launum hjá Ávöxtun En hver greiðir skilanefndinni laun? „Það verða verðbréfasjóðir .Ávöxtunar sem gera það." En nú virtist sem Bankaeftir- litið réði alfarið ferðinni, það óskaði eftir slitum sjóðanna og stakk upp á mönnum í skila- nefnd. Hvernig var þessu háttað? „Þetta var samkomulag. Bankaeftirlitið hafði ákveðnar óskir, sem við samþykktum. Avöxtun sf. lögð niður Hvert verður framhaldið hjá Ávöxtun sf? „ Það er bara að hætta og leggj a þetta niður. Ganga frá og fara að snúa sér að einhverju öðru. Það er verið að vinna í því, grund- völlurinn er brostinn, það eru engir tekjumöguleikar lengur." Nú skuldar Avöxtun sf. sjóðun- um tveimur á bilinu 40-50 miljón- ir. Ráðiðþið viðþað eða endiðþið Ármann ípersónulegu gjaldþroti? „Við teljum okkur ráða við það og við ætlum að reyna að vinna okkur út úr þessu. Það má semja um ýmislegt, en við megum ekki flýta okkur of mikið." Áttþú vonáfrekari samvinnu á milli ykkar Ármanns þegar þessu er lokið? „Nei, ég á ekki von á því og sé enga ástæðu til þess heldur." En nú ert þú sjóaður í við- skiptum til margra ára og hefur starfað sem ráðgjafi fyrirtœkja m.a. Þegar gengið hefur veriðfrá lausum endum hér, hvað tekur við hjá þér? „Ætli ég fari bara ekki í ráð- gjafastörfin aftur. Ég veit alveg hvað á ekki að gera," sagði Pétur Björnsson og hló. phh 12 SÍDA - WÓÐVILJINN Laugardagur 10. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.