Þjóðviljinn - 10.09.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 10.09.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR 15 ár frá valdaráni Chile var eitt „efnilegasta " land Rómönsku Ameríku hvað snerti möguleika á þjóðfélagsumbótum með friðsamlegu móti Þann 11. sept. 1973 framdi her- inn í Chile valdarán og steypti af stóli vinstrisinnaðri ríkisstjórn undir forsæti Salvadors Allende. Þar með var endir bundinn á eina merkilegustu tilraun til lýðræðis- þróunar og þjóðfélagsumbóta með friðsamlegum aðferðum í sögu Rómönsku Ameríku, heimshluta þar sem lýðræði hefur átt mjög erfítt uppdráttar og sem hefur sára þörf fyrir félagslegar umbætur. Stjórn Allendes forseta hafði þá verið við völd í þrjú ár. Hún hafði á þeim tíma staðið fyrir um- bótum með einkum það fyrir augum að bæta kjör lágstétta landsins. Umbætur þessar voru ekki rótttækari en svo, að á vest- urevrópskan mælikvarða hefðu þær talist nánast sjálfsagðar. En í Rómönsku Ameríku eru aðrar hefðir ríkjandi um þau efni. Téð- ar. umbætur vöktu ákafa heift stórjarðeigenda, mikils hluta millistéttar í borgum og herfor- ingja, aðila sem þóttust sjá fram á að umbæturnar minnkuðu eitt- hvað skerf þeirra af þjóðar- kökunni og drægju jafnframt úr völdum þeirra og áhrifum. Vinstristefna stjórnarinnar og aðild kommúnista að henni ýtti og undir ótta um að landið „yrði kommúnismanum að bráð." Sá ótti var ekki aðeins almennur meðal chilískra hægrimanna, heldur og ekki síður meðal ráð- andi afla í Bandaríkjunum, sem lengi höfðu vanist því að líta á Rómönsku Ameríku sem sitt á- hrifasvæði. Þjóðnýtingar Allendestjórnarinnar á eignum bandarískra stórfyrirtækja urðu Bandaríkjamönnum auðvitað enginn skapbætir í því sambandi. Allende, sem vel gerði sér ljóst að hætta var á ferðum, hafði bmgðist við með því m.a. að skipta um menn í æðstu stjórn hersins. Yfirhershöfðingi hafði verið skipaður Augusto nokkur Pinochet, lítt þekktur til þessa og ekki kunnur að því að hafa neinar ákveðnar pólitískar skoðanir. Sem yfirhershöfðingi vakti hann fyrst í stað athygli fyrir nánast smjaðurskennda undirgefni við Allende og ráðherra hans. Þar sem herinn stóð sameinað- ur að valdaráninu, varð lítið um varnir, enda stuðningsmenn stjórnarinnar lítt vopnum búnir. Handtaka á götu í Santiago á valdaránsdaginn - víötækar „hreinsanir" hófust þegar í kjölfar valdaránsins. Állende forseti varðist sjálfur við fáa menn í forsetahöllinni og féll eftir drengilega framgöngu. Stór- Andrej Sakharov: Varið ykkur á Lígatsjov! Hinnþekkti baráttujaxl óttast um afdrifperestrojkunnar Andrej Sakharov sagði í gær að svo virtist sem afturkippur hefði hlaupið í umbótaáætlun Míkhafls Gorbatsjovs undan- farna mánuði. Þetta stafaði af því að afturhaldmönnum, undir for- ystu Jegors Lígatsjovs, hefSi vax- ið fiskur um hrygg. Sakharov var staddur í banda- ríska sendiráðinu í Moskvu er fréttamenn tóku hann tali. Þar hafði honum verið tilkynnt form- lega kjör sitt í bandarísku Lista- og bókmenntaakademíuna. En þrátt fyrir allt kvaðst kjarn- eðlisfræðingurinn binda vonir sínar um framtíð Sovétríkjanna við Gorbatsjov sem væri „fram- úrskarandi stjórnmálaforingi." „Ég hef það á tilfinningunni að perestrojkan hafi átt við ramman reip að draga síðan í maí, og að það hafi jafnvel hlaupið aftur- kippur í hana." Sakharov var inntur álits á Lígatsjov og stöðu hans í flokkn- um. „Ég tel hann afar hættulegan mann og afturhaldssinnaðan. En hann er ekki einn á báti, umbóta- áætluninni stafar hætta af mörg- um áhrifamiklum mönnum." Sakharov velti því fyrir sér hverju þessi stöðnun sætti. „Ver- ið getur að umbótasinnar og afturhaldsmenn hafi náð ein- hverskonar samkomulagi um málamiðlun. Ég vona að þetta sé tímabundið ástand en ekki grundvallar stefnubreyting." Reuter/-ks. skotahríð var gerð á fátækra- hverfin kringum höfuðborgina Santiago, þar sem fólk almennt var á bandi stjómarinnar, og lét- ust þar hundruð manna. Herfor- ingjastjórnin undir forsæti Pinoc- hets, sem nú settist á valdastóla, hóf tafarlaust víðtækar „hrein- sanir". Voru þá þúsundir manna myrtar, enginn veit hve margar. Sterkur grunur lék frá byrjun á því að Bandaríkjamenn hefði verið í ráðum með valdaræning- junum, og við yfirheyrslur á veg- um Bandaríkjaþings kom síðar í ljós að bandaríska leyniþjónust- ustofnunin CIA hefði stutt and- stæðinga Allendestjórnarinnar með fé og ráðgjöf fyrir valdarán- ið. Valdarán þetta vakti óhemju reiði og hneykslun víða um heim. Þesskonar nokkuð heyrir að vísu til nánast hversdagslegra atburða í Rómönsku Ameríku, frá sögu- legu sjónarhorni séð. En með til- liti til sögu Chile og efnahags- og menntunarástands þarlendis töldu margir, að þar ættu gagngerar þjóðfélagsumbætur með lýðræðislegum aðferðum sér meiri möguleika en víðast ann- arsstaðar i þeim heimshluta. Pær vonir brugðust og ofan á það er Pinochet þegar kominn í röð endingarbetri einræðisherra. dþ. Iranir þráast við Hvorki gengur né rekur, enn er ekkifundað og de Cuellar hristir höfuðið Utanríkisráðherra Irana, Alí Akbar Velajatí, lét svo um- mælt í gær að hann væri hvergi á förum og hygðist bíða átekta í Genf þótt viðræðurnar við íraka væru í sjálfheldu. „Ég er reiðubúinn til þess að vera um kyrrt á meðan aðalritari Sameinuðu þjóðanna og fulltrúi hans óska þess." Hann sagði að til greina kæmi að viðræðurnar yrðu fluttar til New York eftir tvær, þrjár vikur, en þá hefst þar hinn árlegi fundur Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Einsog kunnugt er hófust við- ræður sendinefnda íraka og írana þann 25. fyrra mánaðar í Genf, fimm dögum eftir að formlegt vopnahlé gekk í gildi í maraþon- stríði ríkjanna. Að kröfu íraka ræddust fulltrúarnir við „augliti til auglitis." En ekki var Adam lengi í para- dís. Strax daginn eftir hljóp snurða á þráðinn. írakar settu tvö skilyrði sem íranir gátu ekki fal- list á. Síðan hefur ekki verið fundað. Sjálfur Javier Perez de Cuellar hristi höfuðið dapur á svip þegar hann var inntur eftir gangi mála í fyrradag og sagði að allt væri frosið fast. Reuter/-ks. Alí Akbar Velajatí. Ekki á heim- leið þótt ekkert sé fundað. w Félag járniðnaðarmanna Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að allsherjaratkvæða- greiðsla verði viðhöfð við kjör f ulltrúa Félags járn- iðnaðarmanna á 36. þing Alþýðusambands ís- lands. Tillögum um sex aðalfulltrúa og sex varafulltrúa ásamt meðmælum a.m.k. 75 fullgildra félags- manna skal skila til kjörstjómar félagsins í skrif- stofu þess að Suðurlandsbraut 30, fyrir kl. 18.00 þriðjudaginn 20. september 1988. Stjórn Félags járniðnaðarmanna Feneyjar Olmi fær gull Iíaiski leikstjórinn Ermanno Olmi hreppti Gullljónið, fyrstu verðlaun, á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem lauk í gær. Verð- launamynd hans heitir „Þjóðsaga um helgan drykkjumann." Handrit þessa sköpunarverks Olmis er samið uppúr samnefndri skáldsögu Jósefs Roths, austurr- ísks rithöfundar sem lést úr áf- engiseitrun árið 1939. I París. Kvikmyndin sýnir umrenning í París einhverntíma á fjórða árat- ugnum. Hann fær peningalán, auðgast, en á í mestu brösum með að endurgreiða lánardrottni sínum. Hollenski leikarinn Rut- ger Hauer fer með aðalhlutverk- ið. Reuter/-ks. Laugardagur 10. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 RjS Mosfellsbær Dvalarheimili aldraðra Hlaðhömrum Auglýst er laus til umsóknar leiguíbúð á Dvalar- heimili aldraðra Hlaðhömrum. Umsóknareyðu- blöð liggja frammi á bæjarskrifstofu Mosfellsbæ- jar, Hlégarði. Umsóknarfresturertil 18. sept. n.k. Allar frekari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 666218.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.