Þjóðviljinn - 10.09.1988, Page 16

Þjóðviljinn - 10.09.1988, Page 16
“SPURNINGIN™ /Etlar þú aö skokka í þágu barna á sunnu- daginn? þlÓÐUILIINN Laugardaour 10. september 1988 200. tölublað 53. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN CfH 040 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Erna Sigurðardóttir Ég býst við því. Ég er minnsta kosti búin að kaupa númer. Guðríður Hlöðversdóttir Já, ég er alveg ákveðin í því. Við verðum alla vega 3 úr mínum bekk. ErviðlituminnáMarargötunnivorubörninogstarfsfólkiðaðræðaum hvaða sundlaug þau ættu að fara í daginn eftir. Mynd: Jim. Skóladagheimili Karl Sólnes Jónsson Ég veit þaö ekki og ég er ekki alveg viss um hvers vegna þetta hlaup er. Grétar Már Guðlaugsson Það getur vel verið, annars hef ég lítið hugsað um það. Friðrik Jónas Friðriksson Já, ég er ákveðinn í því, sama hvernig veðrið verður. Fóstrnr opna nýtt heimili Dagvist barna úthlutar22plássum enfóstrurnar bjóða öðrum 10 Fyrir viku var opnað nýtt skóla- dagheimili á Marargötu og er það fyrsta slíka hcimilið sem fóstrur reka sjálfar. Reykjavík- urborg gekk til samstarfs við þau Sigríði Sigurðardóttur og Ragnar S. Ragnarsson og úthlutar Dag- vist barna 22 af plássunum til forgangshópa. Borgin tók þátt í húsakaupun- um og greiðir fyrir sín börn með- altal af rekstrarkostnaði sam- bærilegra skóladagheimila og er gjald fyrir foreldra það sama og annars staðar. Fóstrurnar hafa síðan til umráða 10 pláss, sem eru opin öllum til umsóknar. For- eldrarnir greiða sjálfir allan kostnað, sem er nú 15 þúsund krónur fyrir 5 tíma dvöl með mat. Sigríður sagði að hjá borgar- kerfinu hefði hugmynd þeirra verið vel tekið og einnig væru bæði foreldrar og börn jákvæð. Börnin koma víða að úr Vestur- bænum, en á því svæði voru komnir langir biðlistar eftir skóladagheimilisvist hjá Dagvist barna. - Skóladagheimili varð fyrir valinu þegar við ákváðum að reyna eigin rekstur, þar sem okk- ur finnst skemmtilegast að vinna með þann aldurshóp, sagði Sig- ríður. Sem hvata að þessari til- raun nefndi hún bæði von um betri laun og meira sjálfræði en í starfi á dagvistarstofnunum borg- arinnar. mj Fermingar Borgaraleg ferniing í vor Hope Knútsson: Vil valkost við kirkjulegafermingu Ætlunin með þessu er að bjóða upp á valkost fyrir þá sem ekki vilja láta kirkjuna ferma sig, sagði Hope Knútsson sem birti auglýsingu í Nýja helgarblaðinu í gær um borgaralega fermingu. - Það má segja að allir hafi gott af því að fermast en hingað til hefur einasta leiðin verið að láta kirkjuna um þessa manndóms- vígslu. Það er löngu orðið tíma- bært að breyta því. Fermingar eru ekkert annað en að börn eru tekin inn í samfélag fullorðinna og þar með eru þau orðin ábyrgir þjóðfélagsþegnar, sagði Hope Knútsson. Borgaraleg ferming er ekkert ósvipuð fermingu á kirkjulega vísu. Fermingarbörnin þurfa að taka þátt í stuttu námskeiði þar sem þeim er kennd siðfræði og þeim gerð grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgir að verða fullorðinn og vera tekinn inn í samfélag fullorðinna. Sjálf ferm- ingin fer svo fram við hátíðlega athöfn í einhverju virðulegu húsi. Víða erlendis leggja sveitarfé- lögin tii húsnæði. - í Noregi fermast núna um 10% allra barna borgaralegri fermingu. Þar eru starfandi samtök fólks sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni. Þessi samtök standa fyrir ýmsum borgara- legum athöfnum sem kirkja sér víðast hvar um s.s. giftingar, jarðarfarir og að sjálfsögðu ferm- ingar, sagði Hope og bætti við að von væri á formanni norsku sam- takanna hingað til lands eftir hálfan mánuð til að skýra frá starfsemi þeirra. -*g- Og Dynasty \ ekki sýnt lengur )

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.