Þjóðviljinn - 13.09.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.09.1988, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 13. september 202. tölublað 53. órgangur ASI/BSRB Látiö launin í friði Formannafundir verkalýðssamtakanna hafa öllum hugmyndum um launalœkkun, launafrystingu, gengisfellingu eða annars konar kjaraskerðingu. Verkafólk hvatttilað vera á verði. ForsetiASÍboðar hugmyndir um endurskipulagningu og skuldbreytingar ífiskvinnslunni. Verkafólk í rekstrarstjórnir Fundir fbrmanna aöildarfélaga Alþýðusambandsins og Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja höfnuðu í gær öllum tillögum stjórnvalda um kjaraskerðingu, hverju nafni sem þær nefnast. Pá hvetja samtökin verkafólk til að vera við því búið að bregðast hart við taki stjórnvöld ekki mark á þessum samþykktun. í samþykkt BSRB segir að að- ildarfélögin muni beita öllum til- tækum ráðum til að kom í veg fyrir niðurfærslu eða frystingu á almennum launatekjum og í sam- þykkt formannafundar ASÍ segir að efnahagsvandinn sé enganveg- inn óviðráðanlegur og það verði ekki þolað að við honum verði brugðist með kjaraskerðingu. Verkalýðssamtökin krefjast þess að vextir og verðlag verði þegar lækkað og fjármuna til efnahagsráðstafana verði aflað með hátekjusköttum og skatt- lagningu á vaxtatekjur og verð- bréfaeign. Á formannafundi ASÍ í gær, kynnti Ásmundur Stefánsson forseti sambandsins hugmyndir um endurskipulagningu í sjávar- útveginum sem gera m.a. ráð fyrir að stofnaður verði sjóður til að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum í frystingu og hugsanlega fleiri greinum sjávarútvegs. Á þennan hátt verði aukið eigið fé þessara fyrirtækja og um leið gerð krafa til þess að starfsfólk fái aðild að stjórnum þeirra. Sjá SÍÖU 2 ForystumennAlþýðusambandsinskomatilfundaráHótelLoftleiöumígær. Full samstaða um andstöðu við allar hugmyndir um launaskerðingu __________'.¦'•-¦ ¦ 7_____________________________________________________ Mynd-E.ÓI. Fiskvinnslan Heimshlaupið 13 þúsund hlupu Heimshlaupið 88 fór fram um víða veröld á sunnudag og létu fslendingar ekki sitt eftir liggja frekar en fyrri daginn. Hlaupið var í 128 löndum tíl styrktar bág- stöddum börnum en hér á íslandi var hlaupið á 36 stöðum. Rúmlega" 13 þúsund manns hlaupu hér á landi, sem eru rúm- lega 5% þjóðarinnar, og söfnuð- ust um 4 miljónir fyrir vikið. Jim Smart var með myndvélina á lofti í veðurblíðunni í miðbæ Reykja- víkur og fylgdist með því sem fram fór. Sjá síðu 8-9 Frystingin rekin með 12 % halla og saltfisk- vinnsla með 1 % Fiskvinnslan tapar á degi hverjum um 5 miljónum króna en á ársgrundvelli er tapið um 2 milj- arðar króna. Frystingin er rekin með 12% tapi og saltfiskvinnslan með 1% í tap. Ákvörðun Landsbanka íslands að hætta frekari lánafyrirgreiðslu til fiskvinnslufyrirtækja nema af skilaverði afurða kom fisk- vinnslumönnum ekki á óvart. Það er mat þeirra að þessi ákvörðun bankans muni flýta fyrir lokun húsa með tilheyrandi atvinnuleysi og byggðarösicun. Sjá síðu 3 Sá ríkasti á Islandi Þorvaldur í Síld og fisk á einn og hálfan miljarð Þorvaldur í Sfld og fisk á skuld- lausar eignir sem eru metnar á 1.500 miljónir samkvæmt úttekt yfir efnamestu menn þessa lands sem tímaritið Frjáls verslun hefur tekið saman. Annar í röðinni er Pálmi Jónsson í Hagkaup hann er talinn eiga 1,2 miljarð skuldlaust. Sá sem vermir þriðja sætið er Herluf Clausen heildsali en hann hefur um langt árabil verið at- hafnasamur á hinum svokallað gráa peningamarkaði. Sjá síðu 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.