Þjóðviljinn - 13.09.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.09.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Sauðfjárslátrun Óvissa með verð og lán Bankar tregari á afurða- lán. Slátrun hafin en óvíst hvort nýtt kjöt kemur á markað strax. Slát- urhúsum fœkkað um 6 frá í fyrra Það ríkir mikil óvissa hjá slát- urleyfishöfum í haust. Vegna verðstöðvunarinnar var ákvörð- un um nýtt verðlag frestað og ekki víst að hægt verði að selja nýtt kjöt meðan hún gildir. Auk þess er allt í óvissu með lánafyrir- greiðslu, sagði Gunnar Guð- björnsson þjá Framleiðsluráði landbúnaðarins um útlitið í upp- hafi sláturtíðar. Hann sagði að margir slátur- leyfishafar væru uggandi um sinn hag eftir erfiðan rekstur undan- farin ár og nú væru bankar að gefa í skyn að þeir myndu ekki veita afurðalán í sama mæli og áður. Einnig hefur verið sagt að afurðalán af birgðum verði gjald- felld eigi síðar en 1. nóvember, þó um 2.700 tonn af dilkakjöti séu enn óseld. í gær lýstu forsvarsmenn Slát- urfélags Suðurlands því yfir, að félagið seldi ekki kjöt af nýslátr- uðu á meðan verðstöðvun er í gildi út septembermánuð, en í sláturhúsi S.S. á Hvolsvelli hefst sauðfjárslátrun væntanlega í lok vikunnaf. Gunnar Guðbjörnsson sagðist frekar eiga von á því að slátur yrði selt þrátt fyrir verðstöðvun- ina, því tapið væri ekki eins mikið á því og á sölu nýja kjötsins. Það kæmi væntanlega í ljós eftir stjórnarfund í Sambandi slátur- leyfishafa, sem haldinn verður í dag. Þorvaldur í Síld ogfisk, Pálmi í Hagkaup og Herluf Clausen allirmeð hreinar eigniryfir miljarð. 10% stóreignaskattur á 13 ríkustumenn landsins gœfi hátt í miljarð í ríkiskassann Ef lagður yrði ip% stóreigna- skattur á þá 13 Islendinga sem tímaritið Frjáls verslun útnefnir sem rikustu menn þessa land, gæfi það nærri einn miljarð í ríkiskassann. Tímaritið hefur unnið upp lista yfir þá íslendinga sem taldir eru efnamestir hér á landi. Efstur á þeim lista er Þorvaldur Guð- mundsson í Sfld og fisk, Sam- kvæmt upplýsingum tímaritsins er áætluð skuldlaus eign hans 1.500 miljónir króna. Þess má geta að talið er að það þurfi um 1.300 miljónir til að rétta við rekstur frystingarinnar í landinu. Þorvaldur gæti semsagt rétt við undirstöðuatvinnugrein þjóðar- innar og samt haldið eftir 200 miljónum. Annar í röðinni yfir ríkustu menn landsins samkvæmt lista Frjálsrar verslunar er Pálmi Jónsson kaupmaður í Hagkaup. Áætlað er að skuldlausar eignir Pálma séu um 1.200 miljónir kr. í þriðja sæti listans er Herluf Clausen heildsali, en hann hefur um langt skeið stundað umfangs- mikil viðskipti á gráa markaðn- um. Hrein eign hans er sam- kvæmt úttekt Frjálsrar verslunar áætluð um 1.000 miljónir. Haft hefur verið á orði að Herluf eigi fjárhagsleg ítök í fjórðungi eða jafnvel þriðjungi verslana við Laugaveginn og jafnvel víðar. Herluf keypti nýlega húseign af Björgólfi Guðmundssyni, fyrrum Hafskipsforstjóra við Hofsvalla- götu, en þar hafa staðið yfir um- fangsmiklar breytingar í anda stórhuga manna fyrri tíma. Listi Frjálsrar verslunar er að nokkru leyti byggður á tilfinn- ingu og þekkingu þeirra manna sem hann unnu, segir í blaðinu. Einnig studdust höfundar hans við opinber gögn svo sem veð- bókavottorð og skattskrár. Þeir taka það fram að frávikin geti ekki verið meiri en 25%. Blaðið lætur þess getið að vafalaust vanti einhverja á listann, sérstaklega í neðri sætin. en hér látum við fylgja nöfn þeirra sem komust á þennan lista yfir efnuðustu menn í landinu. í fjórða sæti situr Ómar Krist- jánsson, eigandi innflutningsfýr- irtækisins Þýsk-íslenska með um 600 miljónir. Sá fimmti er Guð- mundur Gíslason eigandi Bif- reiða & landbúnaðarvéla, með 500 miljónir. í sjötta til áttunda sæti eru þeir Arni Gestsson í Glóbus. Páll G. Jónsson í Polaris og Ingvar Helgason bflainnflytj- andi allir með 400 miljónir i hreinum eignum. í níunda til þrettánda sæti með eignir upp á 300 miljónir eru þeir Ólafur Laufdal veitingamaður, Óli Kr.Sigursson í OLÍS, Ólafur Björnsson eigandi steypustöðv- arinnar Óss, Pétur Björnsson kókframleiðandi og Árni Samúelsson kvikmyndahúsa- eigandi. I allt eiga þessir menn sam- kvæmt listanum 7.2 miljarða króna. Oftsinnis hefur verið talað um að rétt sé að leggja svokallað- an stóreignaskatt á þá sem breiðust hafa bökin. Ef það yrði gert nú og hann væri 10% gæfi það ríkissjóði rúmlega 700 milj- ónir í aðra hönd það munar um minna á þessum síðustu og verstu tímum. -sg sea.AaANKi ÍSLANOS f0036*1 Ríkur, ríkari, ríkastur. Frá v. Þorvaldur Guðmundsson, Pálmi Jónsson og Herluf Clausen. Fiskvinnslan Tapar 5 miljónum á dag Landsbankinn hættur að fjármagna tapið ífiskvinnslunni. Frystingin rekin með 12% halla og saltfiskur með 1%. A ári nemur tapið 2 miljörðum Bæði Arnar Sigurmundsson formaður Sambands fisk- vinnslustöðva og Tryggvi Finns- son formaður stjórnar Sam- bandsfrystihúsanna telja að ákvörðun Landsbankans að stöðva alla fyrirgreiðslu til fisk- vinnslufyrirtækja að öðru leyti en þvf að veita fyrirtækjunum af- urðalán leiði til þess að fyrirtæki loki hvað úr hverju verði ekki brátt fundin leið til bjargar vinns- lunni úr þeim taprekstri sem hún á í um þessar mundir. Sú ákvörðun Landsbanka ís- lands að stöðva alla lánafyrir- greiðslu til fiskvinnslufyrirtækja nema afurðalán kom fiskvinnslu- mönnum ekki á óvart enda búið að vera á döfinni í allt sumar. Bankinn sem er með um 70% fiskvinnslufyrirtækja í við- skiptum hefur ekki farið varhluta af erfiðri fjárhagsstöðu vinnsl- ' unnar og nú er svo komið að bankinn treystir sér ekki lengur að fjármagna tapið. 1 dag er frystingin rekin með 12% tapi og saltfiskvinnslan með 1% tapi. Á ársgrundvelli er tap vinnslunnar um 2 miljarðar króna og því tapast um 5 miljónir króna á degi hverjum. „Það er ómögulegt fyrir okkur að gagnrýna bankann vegna þessa enda skiljum við mætavel þá stöðu sem hann er í. Ég vona bara að þessi nýja staða verði til þess að meira mark verði tekið á okk- ar málflutningi en áður“, sagði Amar Sigurmundsson formaður Sambands fiskvinnslustöðva. Tryggvi Finnsson forstjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur og formaður stjórnar Sambands- frystihúsanna sagði að vissulega gerði þessi ákvörðun Landsbank- ans mönnum mun erfiðara fyrir en áður en við því væri bara ekk- ert að gera. „Bankinn horfir á rekstrarstöðuna með raunsæi og kippir að sér höndum þegar hann sér að allt er komið í óefni án þess að stjórnvöld aðhafist nokkuð. Þetta höfum við sagt í allt sumar en án árangurs hingað til“, sagði Tryggvi Finnsson. _grh Fjárveitinganefnd Dýr veisluhöld á Húsavík Nœturgisting og matur fyrir fjárveitingarnefnd á Hótel Húsavík kostaði ríkið 200 þúsund. Málfríður Sigurðardóttir: Bruðlað með almannafé Tæplega sólarhringsdvöl fjár- veitinganefndar Alþingis á Húsa- vík á dögunum kostaði ríkissjóð tæpar 200 þús. kr. samkvæmt frétt í Víkurblaðinu á Húsavík. Fjárveitinganefndarmenn sem voru á yfirreið um Norðurland eystra ásamt mökum sínum og nokkmm embættismönnum, samtals 20 manns komu síðdegis til bæjarins og voru farnir fyrir hádegi næsta dag. Reikningur fyrir gistingu og mat hljóðaði uppá tæpar 200 þús. kr. Málmfríður Sigurðardóttir kvennalistaþingmaður og nefnd- armaður segir í viðtali við Víkur- blaðið að hún geti fallist á að bruðlað hafi verið með almenn- ingsfé í þessari ferð. -sg- Þriðjudagur 13. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Helgarpósturinn Blásturs- aðferðin reynd ,,Eg gef engar upplýsingar um það hver stendur að baki þessari auglýsingu. Ég tók þetta bara að mér fyrir mann út í bæ og er bundin trúnaði við hann,“ var svarið sem blaðamaður Þjóðvilj- ans fékk þegar hann ætlaði að grennslast fyrir um hver væri að reyna að blása lífi í nasir Helgar- póstsins sáluga. í Morgunblaðinu á sunnudag er auglýst eftir hlutafjárloforðum í endurreisn Helgarpóstsins. Áætlað hlutafé er 10-15 miljónir króna. Ákveðið símanúmer var gefið upp í auglýsingunni. Símanúmer þetta er skráð á lögmenn í Skeifunni 17. Einn af þeim lögmönnum er Róbert Á. Hreiðarsson, fyrrverandi stjóm- arformaður Goðgár, útgáfufé- lags Helgarpóstsins. Hann er staddur erlendis. Róbert hefur þegar greitt 1,4 miljón fyrir útgáfuréttinn á HP auk tækjabúnaðar og mynda- safns blaðsins. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.