Þjóðviljinn - 13.09.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.09.1988, Blaðsíða 4
þJOÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Skuldum breytt í eignarhlut Ekki eru ýkja mörg misseri um liðin frá því launafólk tók á sig geysimiklar kjaraskerðingar í þeirri von að þeim fylgdu minnkandi verðbólga. Stjórnmálamenn töluðu með alvörusvip um að verðbólgan skyldi ekki verða meiri hér en í viðskiptalöndum okkar og að nú yrði hún mæld með eins stafs tölu, þ.e. yrði minni en 10% á ári. Almenn- ingur var reiðubúinn til að leggja sitt af mörkum til að ná niður verðbólgunni og um hríð tókst að hægja mjög á verðlagshækkunum. En nú hefur verðbólgan á ný tekið á rás og verðlag hefur á síðustu 12 mánuðum hækkað um nær 30%. Þegar ráðherrar koma eina ferðina enn og fara enn fram á að almenningur einn greiði herkostnaðinn af baráttunni við verðbólguna, er fólk ekki jafnginnkeypt og áður fyrir hugmyndum þeirra. Samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar eru fryst- ihúsin nú rekin með um 8% tapi og er árshallinn talinn vera um 1.300 miljónir króna. Ráðherrarnir hafa einkum rætt um tvær leiðir til að mæta þessum vanda. Annars vegar að lækka laun allra landsmanna um allt að 9% en hins vegar að fella gengi krónunnar mjög mikið en það mundi hafa í för með sér aukna verðbólgu og þar með kaupmáttarskerðingu. Sumir hafa líkt þessu við að launa- fólk geti búist við því að verða annaðhvort skotið eða hengt. Hafi það um eitthvað að velja, sé það val milli byssunnar eða gálgans. í raun er vísvitandi verið að einfalda ástandið þegar því er haldið fram að aðeins sé um þessa tvo kosti að velja. Bent hefur verið á að 9% launalækkun hafi í för með sér mörgum sinni meiri tilfærslu fjármuna frá launamönnum til atvinnurekenda en nemur tapi frystihúsanna. Einnig hefur verið bent á að það sé gjörsamlega fráleitt að lækka launagreiðslur hjá öllum fyrirtækjum, jafnt sjoppueigend- um sem stóriðjuverum, til að bæta úr rekstrarvanda frysti- húsanna. Þótt rekstarvandi undirstöðuatvinnugreina okkar sé verulega mikill, er hann ekki af þeirri stærðargráðu að kollvarpa þurfi öllum leikreglum og ganga með stjórnvaldsaðgerðum þvert á alla gerða samninga. Áformannafundi ASÍ lagði Ásmundur Stefánsson fram útfærðar hugmyndir um lausn á rekstrarvanda frystihús- anna, lausn sem byggist á því að staðið sé við gerða kjarasamninga og hafnar gengisfellingu. Meðal annars setti hann fram hugmynd um sérstakan opinberan sjóð sem legði fram aukið eigið fé í fiskvinnslufyrirtækin og eignaðist þar með hlut í þeim og ætti aðild að stjórn þeirra. Fé í þennan sjóð gæti komið frá einum stærsta lánardrott- ni fyrirtækjanna, Fiskveiðasjóði sem í síðasta áramót- auppgjöri var með hreina eign upp á 2.000 miljónir króna. í stjórnir fyrirtækjanna bættust svo menn frá Fiskveiða- sjóði og starfsmönnum. Sú hugmynd, að lánardrottnar breyti lánum í eignarh- lut, er ekki alveg ný af nálinni. Á fundi um sjáv- arútvegsmál, sem haldinn var í Hafnarfirði rétt fyrir síð- ustu mánaðamót, setti Svanfríður Jónasdóttir, varafor- maður Alþýðubandalagsins, fram þá hugmynd að opin- berir sjóðir og ríkisbankar breyttu hluta af þeim stóru upphæðum, sem þeir eiga á hávöxtum hjá fiskvinnslunni, í hlutafé. Þannig yrði gengið frá málum að starfsmannafé- lög í viðkomandi fyrirtækjum færu með þetta nýja hlutafé. Hvernig sem sú leið yrði útfærð að breyta lánum í eignarhlut og minnka þannig skuldir fiskvinnslunnar, þá er Ijóst að rekstrarstaða hennar batnaði mikið vegna skuldalækkunar og lækkunar á vaxtagreiðslum. Ólíklegt er þó að ríkisstjórnin vilji fara þessa leið því að hún krefst breytinga á eignarhaldi þeirra sem nú eiga fyrirtækin á pappírnum. Ráðherrarnir telja formlega eign á fyrirtæki ósnertanlega þótt þeir treysti sér til að fara í vasa almenn- ings. ÓP KLIPPT OG SKORIÐ Ávöxtunar- eftirmál Enn er verið að ræða ýmis eftir- mál Ávöxtunarmálsins, enda þará ótal fletir, hliðar og angar. Til dæmis eru menn eðlilega að velta fyrir sér þætti Jóns Sigurðs- sonar viðskiptaráðherra, sem ekkert skipti sér af og sagði þegar þess var krafist að þessi mál öll- sömul væru í nefnd og ekkert yrði gert nema að undangengnu veigamiklu ,jamráði“. Og það er líka talað um þátt Ólafs Ragnars Grímssonar og þeirra Alþýðubandalagsmanna, - og er Ólafur Ragnar þá ýmist í hlutverki hetjunnar sem á kýlinu stakk eða skúrksins sem kom hörmungunum af stað með því að geta ekki haldið kjafti einsog allir hinir. Báðir endar Framsóknar Það er sérkennilegt að sjá að Framsóknarmenn hafa í þessum efnum allar skoðanir, - og eru menn þó öllu vanir úr þeirri átt. í nafnlausu „Tímabréfi“ nú um helgina er tekið undir með við- skiptaráðherra þegar hann kall- aði ummæli, kröfur og ábending- ar Ólafs Ragnars og efna- hagsnefndar Alþýðubandalags- ins ,rslettirekuhátt“, og vitnað beint í ummæli ráðherrans: „Það þarfað vanda þetta vel og þetta er ekki svona upphlaupamál. Það er alveg óhœf vinnuaðferð í svona máli. Slík upphlaup magna van- traust á fyrirtœkjum, jafnt þeim sem eru trausts verð og hinna sem eru það ekki. “ En um það geta þeir sem eiga peninga inni hjá Ávöxtun vottað með ráðherranum að það er af- skaplega skeinuhætt frelsi og vel- megun í hagkerfinu að magna vantraust á fyrirtækjum sem ekki eru trausts verð. „Lengi vitað“ Tímabréfið er heldur fúllynt útaf þessu öllu saman, og þykir Ólafur Ragnar hinn ómerkasti uppskafningur: Alþýðubandalagið er í stjórn- arandstöðu um þessar mundir og svo er látið sem formaður þess hafi komið böndunum á ávöxtun- ina í landinu. Hann á að hafa sagt að nú vœri svo komið fyrir fjár- festingarfélögum, einu eða fleiri, að þau gætu ekki greitt út inni- stœður sem eigendur óskuðu eftir að leysa til sín. Þetta voru nú ekki meiri fréttir en það, að lengi hafði verið vitað, án þess að hœgt væri að fá slíkt staðfest, að erfiðleikar voru fyrir fólk að fá innistæður greiddar. Þau mál höfðu um stund verið í athugun hjá viðskipt- aráðherra. Hins vegar var ábyrgðarhluti að hafa þessa erfið- leika óstaðfesta mikið á orði vegna þeirra vandræða sem það mundi skapa eigendum pening- anna. Þráttfyrirþessar staðreynd- ir étur nú hver fjölmiðillinn áfæt- ur öðrum það upp, að það hafi verið formaður Alþýðubanda- lagsins, sem sprengdi blöðruna. Hann nefndi þó ekkert fyrirtœki á nafn afþví hann gat það ekki. Nú segir hann og fjölmiðlar honum hliðhollir hafa það eftir: Sáuð þið hvernig ég tók þá!“ Hverjir vissu og þögðu þó? Sennilegastur höfundur Tíma- bréfsins um helgina er Ingvar Gíslason ritstjóri Tímans og áður þingmaður Framsóknar fyrir Norðurland eystra. Kannski hann sé að setja ofaní við flokks- málgagnið Dag á Akureyri, sem er gagnstæðrar skoðunar í leiðara á miðvikudag í síðustu viku: „Þegar Ölafur Ragnar Gríms- son, formaður Alþýðubandalags- ins, lýsti því yfir á fundi í Kópa- vogi fyrir þremur vikum að eitt eða fleiri verðbréfafyrirtæki stæðu það tœpt, að hœtta vœri á að almenningur glataði fjármun- um sem þar voru lagðir inn til vörslu, voru viðbrögð forráða- manna ávöxtunarfyrirtækjanna öll á einn veg. Þeir kröfðust þess að formaður Alþýðubandalags- ins nafngreindi viðkomandi fyrir- tæki þegar í stað, því svo sannar- lega œtti þeirra fyrirtœki ekki á hlut! Meðal þeirra, sem svo létu voru forráðamenn Avöxtunar sf. Fréttastjóri Stöðvar 2 gekk meira sð segja svo langt að lýsa því yfir að fréttamenn þar hefðu ekkert við Ólaf Ragnar að tala fyrr en hann nafngreindi viðkomandi fyrirtæki, en með þeirri yfirlýs- ingu dœmdi hanti orð Ólafs Ragnars í raun dauð og ómerk. En nú hefur sem sagt komið á daginn að Ölafur Ragnar Gríms- son hafði rétt fyrir sér, þótt um- mæli hans hafi e. t. v. orðið til þess að flýta því að Ávöxtun sf. mætti örlögum sínum, en nú bregður svo einkennilega við að forráða- menn hinna verðbréfafyrirtækj- anna keppast við að lýsa því yfir að hrun Ávöxtunar sf. komi ekki svo mjög á óvart: Fyrirtækið sé nefnilega svo sér á báti hvað alla uppbyggingu varðar. Sú spurning vaknar óhjákvæmilega í fram- haldi afþví: Hversu margir vissu, en þögðu þó?“ Einsog að ofan sést er Tíminn sýnilega einn af þeim sem vissu en þögðu þó, - hefur að minnsta kosti ekki haft fyrir því að hvísla sögunni að Degi, sem að lokum leiðarans tekur undir með Ólafi Ragnari og efnahagsnefnd Al- þýðubandalagsins: „Hrun Ávöxt- unar sf. er hins vegar ótvírætt merki til stjórnvalda um að láta málefni verðbréfamarkaðarins og „gráa markaðarins“ í heild til sín taka. Þau fyrirtæki sem þar eru þurfa að lúta mun strangari regl- um og eftirléti en nú er. Þeir sem fara með stjórn peningamála í landinu verða að byrgja brunn frjálshyggjunnar áður en fleiri detta ofan í. Sussað á norðanmenn Þannig hefur tveimur aðalmál- gögnum Framsóknarflokksins á landinu tekist að vera algerlega ósammála um þátt þeirra Jóns þjóðhaga og Ólafs Ragnars í Ávöxtunarmálinu. Það kann að virðast furðulegt, en einsog oft er með Framsókn- arflokkinn á það sér sínar traustu skýringar. Flokkurinn hefur und- anfarið byggt stjórnarandstöðu sína innan stjórnarinnar á því að leggjast gegn fjármagnsfrelsinu, vaxtaokrinu og gráa kláðanum. Þetta hefur útibúið á Akureyri tekið upp, og þessvegna ekki séð annan kost vænni en að mæra Ólaf Ragnar og hnýta í Jón. En það stóð aldrei til í aðal- stöðvunum fyrir sunnan. Frjár- magnsfrelsið, vaxtaokrið og grái markaðurinn urðu til undir hand- ieiðslu Framsóknarráðherranna, og öll gagnrýni sem fer undir yfir- borð bítur því sjálfa þá. Þess- vegna sussar Tíminn á Dag. -m Þjóðviljinn Síðumúla 6 * 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Rltstjórar: Ámi Bergmann, MörðurÁrnason, óttarProppé. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamonn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, HjörleifurSveinbjömsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Sævar Guðbjömsson, Þor- finnurómarsson (íþr.). Handrlta- og prófarkalaatur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Útlltstelknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ.Pótursson Framkvæmdaatjórl: Hallur Páll Jónsson. Skrtfatofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifatofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingaatjóri: Olga Clausen. Auglyalngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðsluatjóri: Bjöm Ingi Rafnsson. Afgreiðala: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Katrín Bárðardóttir, ólafur Björnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Síðumúla 6, Reykjavfk, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð I lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Askrlftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 13. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.