Þjóðviljinn - 13.09.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.09.1988, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBANDALAGIÐ Höfn í Hornafirði Félagsfundur Alþýðubandalag Austur-Skaftafellssýslu heldur félagsfund í Miðgarði á Höfn, fimmtudaginn 15. september kl. 20.30. Dagskrá: 2) Kosning fulltrúa í kjördæmisráð. 2) Horfur í stjórnmálunum. Hjörleifur Guttormsson byrjar um- ræöuna. 3) Önnur mál. Stjórnin. Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Aðalfundur Aðalfundur verður haldinn mánudaginn 19. september kl. 20.30 að Kirkjuvegi 7. Dagsrká: 1) Inntaka nýrra félaga. 2) Venjuleg aðalfundarstörf. Margrét Frímannsdóttir alþingismaður mætir á fundinn. Nýir fé- lagar velkomnir. Fjölmennum. Stjórnin. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Uppstokkun í íslenskum stjórnmálum Ný þjóðmálastefna á rústum frjálshyggjunnar Félagsfundur miðvikudaginn 14. september kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. Kosning uppstillingarnefndar fyrir aðalfund. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins flytur framsögu um uppstokkun í íslenskum stjórnmálum. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin AB Neskaupstað Bæjarmálaráðsfundur Miðvikudagur 14 september bæjarmálaráðsfundur kl. 20.30. föstudagur 18 september félagsfundur í Egilsbúð kl. 16.00. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á aðalfund kjördæmisráðs. 2. Starfið framundan. 3. Önnur mál. Stjórnin Breiðdalur Félagsfundur Alþýðubandalagsfélag Breiðdals og nágrennis boðar til félagsfundar í Staðarborg föstudaginn 16 september kl. 20.30. Dagskrá: . 1. Félaqsstarfið og kjör fulltrúa í kjördæmisráö. 2. Horfurnar í landsmálunum Hjörleifur Guttormsson byrjar umræöu. 3 Onnur mál. sijómln ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin Hafnarfirði Aðalfundur ÆFHA Aðalfundur Æskulýðsfylkingarinnar í Hafnarfirði verður haldinn í Skálanum, Strandgötu 41, þriðjudaginn 13. seþtember kl. 20.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Skýrslur fluttar - umræður. 3) Lagabreytingar. . . . 4) Staðan í bæjarmálunum: Framsaga Lúðvík Geirsson formaður bæjarmála- ráðs. 5) Hugleiðingar um starfið í vetur 6) Kosningar. 7) Önnur mál. ÆF 50 ára Lumar þú á einhverju? I byrjun nóvember n.k. verða 50 ár liðin frá stofnun Æskulýðsfylk- ingarinnar. Að þessu tilefni hefur ÆFAB hafið undirbúning að veglegum hátíðarhöldum og útgáfu afmælisrits þar sem rakin verð- ur saga Æskulýðsfylkingarinnar. Samráðsnefnd forystumanna og fylkingarfélaga frá fyrri tíma og stjórnar ÆFAB í dag vinnur nú að undirbúningi afmælisritsins. Unnið er að heimildaöflun og fer nefndin fram á það við alla þá sem hafa einhver gögn úr sögu og starfi Fylkingarinnar; fundargerðar- bækur, aðra pappíra eða Ijósmyndir undir höndum að hafa sam- band við einhvern undirritaðra hið fyrsta. Eysteinn Þorvaldsson s: 23755 Gisli Þór Guðmundsson s: 623605 Guðrún Hallgrímsdóttir s: 10253 Jón Böðvarsson s: 28132 Lúðvík Geirsson s: 68133 Svavar Gestsson s: 11560 Sveinþór Þórarinsson s: 651462 Framþróun Framhald af bls. 5 haldinu, sem aldrei getur til góðs orðið, málefni né mönnum. En uppréttur stend ég við verkalok, viss þess að framtíðin muni a.m.k. vinna með okkur í aðalatriðum. Uppréttur er ég vegna þess, hversu vönduð vinnubrögð voru viðhöfð af starfsmanni hópsins alveg sér í lagi og raunar af starfs- hópnum öllum með m.a. vett- vangsheimsóknum. Sá sem kynnir sér athuganir Láru Bjömsdóttur velkist ekki í vafa um framúrskarandi for- dómalaus og nákvæm vinnu- brögð, þó naumur væri tíminn. Um þessa vinnu hafa raunar allir lokið upp einróma lofi, en þetta skal undirstrikað hér, því þarna er sá grunnur, sem allt er byggt á. Þessi vinna og hin vandaða at- hugun Láru leiddi í ljós, að hei- milisfólk þessara stofnana getur að yfirgnæfandi hluta farið yfir í annað frjálsara og sjálfstæðara heimilisform og þar með eðlilegri og sjálfstæðari lífshætti. Þar með er ekki sagt - hvergi - að þetta fólk búi við óviðunandi aðstöðu, réttleysi, eða geymsl- una eina, því vel er dregið fram það sem þarna er gott gjört, hverjar framfarir hafa orðið og hversu margir leggja sig fram um gott starf í þágu heimilisfólks. En vel að merkja innan þeirra marka eða með þeim augljósu annmörk- um, sem slíkum stórum, tiltölu- lega Iokuðum einingum fylgja - og er breytingin til batnaðar þó mikil. Þessi sanngirni, réttsýni og fordómaleysi á svo að þýða, að manni skilst, að stofnanir skuli standa óbreyttar um tíma og ei- lífð, í núverandi mynd skuli þær blíva og því sé það firra, þegar niðurstaðan reynist vera sú, að áfram skuli stefnt út í lífið, í eðli- legra umhverfi, til enn betri að- stæðna til betri og frjálsari hei- milisforma. Ég á nóg af Iýsingarorðum yfir þessa meinloku en læt nægja að vara menn við að lokast svo inni í eigin hugmyndaheimi að asklok sé haft fyrir himin. Og af því að ég tala nú um ask- lokið góða, þá geng ég ekki með þær grillur, að við sem þarna unn- um og allt það fólk, sem ályktar með okkur, séum komin með einhverja algilda lausn, einhverja alhliða fullkomnun, að við séum á einhverjum leiðarenda. Og auðvitað getur okkur skjátlast, öfugt við þá sem fundið hafa óskeikulleika algæðisins í formúlunni sinni. En þá er að meginmáli komið. Andi núverandi löggjafar og alveg ljós ákvæði þar leyfa ekkert annað en áframhaldandi þróun og því ber að stefna þessu fólki á vit annarra og að sjálfsögðu enn betri lífsskilyrða, með hóflegum aðlögunartíma, betri tilboðum, enn nýjum úrræðum (sem við ef- laust ekki sjáum fyrir). Er til of mikils mælzt? Því ef við hefðum ályktað öðru vísi þá hefðum við um leið orðið að leggja til laga- breytingar- uppstokkun með allt annan bakgrunn og skilgreiningu en lögin í dag hafa. Og það geta menn að sjálf- sögðu gert, ef afturhvarfið á að vera það sem blívur. En vilja nú ekki þeir sem hæst hafa í dag lesa aftur yfir aðlögun- artímann, þeir sem hrópa: Á að rífa heimilin okkar?, rétt eins og niðurrifsvélar séu mættar á stað- inn. Eða hvaðan kemur þessi um- talaða hræðsla heimilisfólks við að þeim verði hent út í óvissuna í dag eða á morgun? 15 ár - hálfur annar áratugur skal aðlögunar- og þróunartím- inn vera. M.a. þess vegna, að ekki er um neitt skjótræði að tefla, að skilyrðin eru betri og frjálsari tilboð, þá er ég þokka- lega uppréttur. Eg veit eins vel og aðrir að alltof hægt miðar áfram, að samfélagið mætti láta árlega, VIÐHORF sem svarar einu Kringiuandvirði í beinar framkvæmdir í þágu fatl- aðra, svo bætt verði úr brýnni þörf sem allra, allara fyrst. Ég neita nefnilega að taka allt mið af nirfilshætti og skammsýni - beinum lögbrotum í framlögum og beygja mig fyrir þeim og álykta af þeim ástæðum: Allt verður óbreytt að vera. Við bara verðum að standa í stað. Um leið og ég viðurkenni til- vist þessara stofnana, gagnsemi þeirra í fortíð og nútíð, margt mæta vel gert af mörgum, þá vil ég sjá framþróun eðlilega og sjálfsagða öllum þeim þar til handa, sem geta og vilja. Og það er mergurinn málsins. Ef samfélagið, við öll réttum fram örvandi og gefandi hönd þá getur þetta fólk og vill verða sjálf sín ráðandi sem allra mest, vera við hlið okkar hinna, eiga með okkur eðlilega, frjálsa samleið í hfinu, eiga þess völ sem auðna gefur allra bezt. Þess vegna hlutum við að segja: í nuverandi mynd skulu þessar stofnanir lagðar af á næstu fimmtán árum, enda sjái samfé- lagið til þess að á boðstólum verði betri tilboð, sjálfstæðara líf, aukin tækifæri til handa heimilis- fólki stofnananna, að það nái rétti sínum sem fyllstum og bezt tryggðum og þar með svo hamingju- og innihaldsríku lífi sem helzt verður á kosið. Svo einfalt er nú það. Helgi Seljan. í skiptum Framhald af 5 minnst. Sem er frekar nýmæli í þessari stöðu hin síðari ár. Spurningin nú ætti því að vera sú hvernig verkalýðshreyfingin vill skipta heildarlaunalækkun- inni á milli tekjuhópanna. Augljóst er að skjólstæðingar hreyfingarinnar eru ákaflega mis- jafnlega í stakk búnir undir kauplækkanir. Því þarf að vinna að varanlegri samstöðu innan hennar um hve há lægstu laun eigi að vera í þessu landi. Það getur og á í raun enginn annar að gera en launþegahreyfingin sjálf. Á henni sjálfri veltur hvaða slóð verður farin. Hennar er völin núna, og reyndar kvölin líka. En þarna erum við komin að ein- hverju mesta vandamáli hreyf- ingarinnar síðustu áratugi. Þ.e. hvert eigi að vera hlutfall og mis- munur á milli hálaunafólks og láglaunafólks innan verkalýðs- hrey fíngar innar. í staðinn á verkalýðs- hreyfingin að setja fram kröfur um betra þjóðfélag En verkalýðshreyfingin á ekki að selja kjör sín ókeypis. Hún á í staðinn, núna þegar lag er, að setja fram fastmótaðar en raun- hæfar kröfur um breytt húsnæð- ismálakerfi. Hún á að setja fram kröfur um stórherta vinnulöggjöf og vinnuverndarlög. Sérstaklega varðandi hreinlæti, hávaða, að- búnað á vinnustöðum, og fram- komu vinnuveitendanna við launafólk og trúnaðarmenn þess. Og hún á að se£ja fram kröfur um umhverfisvernd og ströng meng- unarákvæði. Og síðast en ekki síst á hreyf- ingin að setja fram kröfur um breytt þjóðfélag. Um gjörbreytt þjóðfélag. Um samfélag sem ekki er svona fjandsamlegt börnum, fóstrum í móðurkviði og gamal- mennum eins og raunin er hjá okkur í dag. Að ógleymdum fötluðum og vangefnum. Þjóðfé- lag sem hefúr annað á boðstólum fyrir unglinga og táninga þessa lands en atvinnuleysi eða annars og þriðja flokks „atvinnubóta- vinnu“, og síðan samkomustaði götunnar fyrir þá til að skemmta sér og hitta félaga sína. Hún á líka 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. september 1988 að setja fram kröfur um breytta menningarpólitík. Sem til dæmis byði unglingum og táningum á valin leikrit í leikhúsum landsins, svo aðeins eitthvað sé nefnt. Verkalýðshreyfingin á líka að vera pólitísk Verkalýðshreyfingin á líka að krefjast tafarlausrar stöðvunar á smiði nýrra hernaðarmannvirkja á landinu. Hún á einnig að krefj- ast brottfarar alls erlends herliðs úr landinu í áföngum og úrsagnar úr hernaðarbandalaginu Nató sem ísland var svikið inn í af minnihluta þjóðarinnar 1949. Og hún á að setja fram kröfur um gerbreytta utanríkispólitík lands- ins; skilyrðislausa samstöðu með þjóðfrelsi kúgaðra þjóða og þjóð- arbrota og gegn öllu þessu mannréttindatraðki sem margar ríkisstjórnir gera sig sekar um á þessum hnetti með fullkomnu af- skiptaleysi okkar í dag. Það kostar til dæmis enga pen- inga að fordæma ógnarstjórnir Augusto Pinochets í Chile og stjórn Alfredo Stössners í Urugu- ay, sem er líklega síðasta opin- bera nasistaríkisstjórnin í veröld- inni. Fordæma á þessar og fleiri ríkisstjórnir með öllum nothæf- um ráðum á öllum tímum og stöðum sem við verður komið. Það væri ekki lítill stuðningur við margbarðar og kúgaðar verka- lýðshreyfingar þessara landa. Og að lokum finnst mér að hún eigi einnig að setja fram skamm- og langtímakröfur um breytt samskipti okkar við náttúruna og hin dýrin á þessari jörðu. Hin dýrin sem eru mállaus í þessu samféiagi okkar mannapanna. Samfélagi sem drepur þessar líf- verur, étur þær og klæðist þeim eftir geðþótta. Pyntar þær einnig á tilraunastofum sínum á hin kvalafyllsta hátt til að framleiða fleiri gerðir af ilmvötnum og þvottaduftum, eða bara meðul- um handa okkur. Þessar prófanir og tilraunir á dýrunum finnst mér vera mesta svívirðingin í menn- ingu okkar í dag. Hvernig mál- og varnarleysingjar eru meðhönd- laðir af okkur. Ég veit að um þessi tvö síðustu atriði eru margir mér ekki sam- mála. Ekki ennþá a.m.k. Launþegar hafa sjaldan samt haft betra tœkifœri til breytinga en nú En næsti leikur er launþega- hreyfingarinnar. Þ.e.a.s. vilji hún á annað borð einhverju ráða um hvernig meginstoðir lýð- ræðis, velferðar og menningar- innar þróast hér á landi næstu ár- atugina. Og hvort hér eigi yfir- höfuð að vera velferðarkerfi til dæmis. Að velferðinni er víða sótt núna þótt ekki taki allir skjólstæðingar hennar taki því. Verkalýðshreyfingarinnar er völin. Hún sýndi það á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar að hún gat unnið marga varanlega sigra. Því ekki að setja upp háleit markmið aftur og fylgja þeim eftir? Sjaldan í seinni tíð hefur staðan til þess verið betri en ein- mitt nú. Við eigum líka að hafa áhrif á í hvernig þjóðfélagi við búum í gegnum verkalýðs- hreyfinguna. Alveg skilyrðis- laust. Þessvegna þarf hreyfingin að gera þessar og fleiri grundvall- arspurningar upp við sig svo hægt verði að hefjast handa. Verkalýðsfélög eiga ekki bara að vera áhorfendur að þjóðfé- laginu og umræðum í því. Þá hefði verið til lítils fyrir öreiga sumra helst allra landa að sam- einast hér um árið. Því með sam- stöðunni og viljanum er flest þetta hægt. Og reyndar miklu meira til. Er ekki kominn tími raunsæisins og þess að þekkja sinn vitjunartíma meira? Þá gætu margir þessir pappírssigrar orðið ef til vill eitthvað varanlegri?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.