Þjóðviljinn - 13.09.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.09.1988, Blaðsíða 9
Heimshlaupið á Islandi Liðlega 13 þúsund hlupu til styrktar bágstöddum börnum Heimshlaupið 88 fór fram á sunnudag en það hefur varla far- ið framhjá nokkrum lifandi manni. Hlaupið var til styrktar bagstöddum börnum í þriðja heiminum, svo og neyðarathvarfi barna og unglinga hér á landi og var þátttaka mjög góð. Liðlega 13 þúsund íslendingar hlupu, auk þess sem um 38 miljónir brugðu fyrir sig betri fætinum i 128 löndum víðs vegar í heiminum, enda málstaðurinn góður. Hver þátttakandi í hlaupinu greiddi kr. 200 í söfnunina en auk þess var tekið á móti framlögum í gegnum síma um helgina. Lætur Evrópuráðið býður fram styrki til framhaldsnáms starfandi og verð- andi verkmenntakennara á árinu 1989. Styrkirnir eru fólgnir í greiðslu fargjalda milli landa og dagpeningum fyrir hálfan mánuð eða allt að sex mánuði. Umsækjendur skulu helst vera á aldrinum 26-50 ára og hafa stund- að kennslu við verkmenntaskóla eða leiðbeiningarstörf hjá iðnfyrir- tæki í að minnsta kosti þrjú ár. Sérstök umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu, Hverf- isgötu 6, 150 Reykjavík. Umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 10. október 1988. Menntamálaráðuneytlð, 7. september 1988 liýi Læknisbústaður Öldubakka 5, Hvolsvelli Tilboð óskast í lokafrágang læknisbústaðar að Öldubakka 5, Hvolsvelli. Húsið með tvöföldum bílskúr, er um 225 m2. Það er nú uppsteypt, glerjað, múrhúðað að utan með frágengnu þaki. Verkefnið nær til þess að fullgera húsið að innan með tilheyrandi lagnakerfum, gera fastar innréttingar og mála húsið að utan. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. apríl 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7, Reykjavík, 12. til 16. september 1988, gegn 5.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R. Borgartúni 7, þriðjudaginn 27. september 1988 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI f, PÓSTHÓLF 1450, 125 REYKJAVÍK. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í kúlu og spjaldloka fyrir Nesjavallavirkjun. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 18. október 1988 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 K'IRARIK ^ RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftirtilboðum í eftir- farandi: RARIK 88012 Ræsting á skrifstofuhúsnæði Laugavegi 118. Opnunardagur: Þriðjudagur27. september 1988 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyriropn- unartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með mánudeginum 12. sept. 1988 og kosta kr. 300,- hvert eintak. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi118 105 Reykjavík 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. september 1988 Þrlðjudagur 13. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Lausasölubörn óskast Hafið samband við afgreiðslu Þjóðviljans í síma 681333 milli kl. 9:00-12:00 virka daga og 9:00- 17:00 laugardaga. þióoviLir’:.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.