Þjóðviljinn - 13.09.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.09.1988, Blaðsíða 10
Hreyfilsmenn Vegna félagatals og sögu Hreyfils, sem nú er verið að Ijúka við, eru allir sem hafa starfað á stöðinni lengri eða skemmri tíma, bifreiðastjórar og afgreiðslufólk, sem ekki hefur náðst til, beðið að hafa strax samband við söguritara í síma 82255 eða koma á skrifstofu Hreyfils kl. 13-15 næstu daga. Stjórn Hreyfils Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir ágútmánuð er 15. sept- ember. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Frá heimspekiskólanum Námskeið verða haldið fyrir stelpur og stráka á aldrinum 10-15 ára. Rökleikni og sígildar ráðgátur verða til umfjöllun- ar. Kennsla hefst 19. sept. Frekari upplýsingar og innritun í símum 688083 (Hreinn) 11815 Sigurð- ur) frá 9 - 21. Laus staða Staða bæjargjaldkera á bæjarsrkrifstofu Siglu- fjarðarkaupstaðar er laus til umsóknar. Viðkom- andi þarf helst að geta hafið störf sem fyrst. Um- sóknarfrestur er til 21. sept. n.k. Bæjarstjórinn í Siglufirði Frönskunámskeið Alliance Francaise 13 vikna haustnámskeið hefst mánudaginn 19. september. Kennt verður á öllum stigum, ásamt samtalshópi og í einkatímum. Innritun fer fram á bókasafni Alliance Francaise, Vesturgötu 2 gengið inn bakdyramegin), alla virka daga frá kl. 15 - 19 og hefst miðvikudaginn 7. september. Allar nánari upplýsingar fást í síma 23870 á sama tíma. Greiðslukortaþjónusta. Frá Æfingaskóla # Kennaraháskóla Islands Sérkennara vantar að skólanum skólaárið 1988- 1989. Upplýsingar veitir skólastjóri á skrifstofu skólans. Sími 91-84566. Skólastjóri Umboðsmenn óskast á eftirtöldum stöðum Húsavík Hellissandi Ólafsvík Hellu Garði þlÓÐVIUINN sími 681333 IÞROTTIR Þórsarar áttu ekki erindi sem erfiði í Stjörnugrófina á laugardag þrátt fyrir mikil tilþrif á stundum. Mynd: E. Ól 1. deild Víkingar hólpnir Lárus sýndi loks góða takta þegar Víkingar sigruðu Þór 3-1 Víkingar eru loks lausir úr fall- baráttunni eftir sigur þeirra á Þór á heimavelli sínum við Stjörnu- gróf á laugardag. Þeir hafa verið í fallbaráttu i allt sumar en margir spáðu þeim mun betra gengi enda þótt þeir séu nýliðar í deildinni. Þeir sýndu loks hvers þeir eru megnugir í þessum lcik, sérstak- lega Lárus Guðmundsson sem hefur valdið vonbrigðum í sumar. Víkingar náðu forystunni strax á 8. mínútu en þá skoraði Björn Bjartmarz með skoti utan úr vít- ateigi. Stundarfjórðungi síðar jöfnuðu Þórsarar leikinn þegar Leiftur er nú nánast fallið í 2. deild eftir aðeins eins árs veru í 1. deildinni. Eini möguleiki þeirra 7. deild Fram tapaöi Völsungur hangir á bláþræði Völsungar, sem falla væntan- lega í 2. deild, stöðvuðu sigur- göngu Framara og eru þar með fýrsta liðið til að sigra nýbakaða Islandsmeistarana í deildinni í sumar. Framarar hafa þá misst af þeim möguleika að jafna 10 ára gamalt afrek Valsmanna en þá unnu þeir alla leiki sína utan eitt jafntefli. Húsvíkingar eiga hins vegar enn fræðilegan möguleika á að hanga í deildinni en það verður þó að teljast ólíklegt. Skúli Hall- grímsson skoraði mark Völsunga þegar skammt var til leiksloka en hann hafði komið inná sem vara- maður. Framarar höfðu fyrr í leiknum glatað góðu tækifæri þegar Pétur Ormslev brenndi vítaöspyrnu. Þetta eru sennilega óvæntustu úrslit sumarsins en þau sýna bara að ekkert er ómögulegt í knatt- spymu. ms/þóm Halldór Áskelsson skoraði eftir skyndisókn norðanmanna. Fleiri mörk voru ekki gerð í fyrri hálfleik en Trausti Omars- son skallaði í netið eftir um 12 mínútna leik í síðari hálfleik. Skömmu síðar var honum síðan vikið af leikvelli en hann hafði fengið að líta gula spjaldið fyrr í leiknum. Þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum skoraði Björn öðru sinni, nú með koll- spyrnu, eftir góðan undirbúning Lárusar. Víkingar geta verið ánægðir með þennan leik en þeir hafa átt fremur slaka leiki að undan- er að vinna báða leiki sína sem eftir eru að því tilskildu að Keflvíkingar tapi báðum sínum. Þeir stigu öðrum fæti sínum úr deildinni þegar KA lagði Ol- afsflrðinga á Akureyri á laugar- dag. KA var mun betri aðili í fyrri hálfleik og skoraði þá tvívegis en Ólafsfirðingar komu mikið inn í leikinn eftir hlé. Þorvaldur Ör- lygsson skoraði fyrsta markið á 3. mínútu leiksins með skoti frá vítapunkti eftir sendingu frá Bjarna Jónssyni. Hann var síðan aftur á ferðinni á 27. mínútu en þá skoraði hann úr vítaspyrnu eftir að knötturinn hafði farið í hönd Sigurbjarnar Jakobssonar. Þegar um 15 mnínútur voru liðnar af síðari hálfleik minnkaði Hafsteinn Jakobsson muninn fyrir Leiftur eftir sendingu frá Róbert Gunnarssyni. Eftir mark- ið urðu gestirnir mjög ákveðnir enda eygðu þeir möguleika á á- framhaldandi veru í deildinni með sigri. Það tókst hins vegar ekki og því fór sem fór. Þorvaldur Jónsson í marki Leifturs var besti maður vallarins en Friðgeir Sigurðsson og Þor- steinn Geirsson áttu einnig góðan leik. Hjá KA voru Anthony Karl Gregory og Steingrímur Birgis- son þeirra bestu menn. Dómari var Ölafur Lárusson. hk/þóm förnu. Margt býr í liðinu og voru menn kannski full bjartsýnir að ætla þeim einhverja hluti eftir veru í 2. deild. Þórsarar hafa hins vegar oft leikið betur en brokk- gengt gegni hefur einkennt þá í sumar. Þeir verða væntanlega fyrir neðan „litla bróður“, KA, þegar upp er staðið og varla allir sáttir við það á Akureyri. -akh/þóm 1. deild Skaginn nær öniggur Akurnesingar gerðu jafntefli við KR-inga á heimvelli þeirra síðarnefndu í Vesturbænum á sunnudag. KR á þá ekki lengur möguleika á Evrópusæti en Skagamenn að sama skapi nær gulltryggðir, aðeins KA getur komið í veg fyrir það. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en gegn gangi leiksins náðu Skagamenn forystunni með marki Sigurðar B. Jónssonar á 67. mínútu. Willum Þór Þórsson jafnaði síðan fyrir KR-inga skömmu fyrir leikslok. Á laugardag lögðu Valsmenn leið sína til Keflavíkur og fóru með þrjú stig heim að leikslok- um. Leikurinn var ekki sérlega merkilegur nema fyrir þær sakir að Sigurjón Kristjánsson skoraði tvö mörk og er því orðinn marka- hæstur í deildinni með 12 mörk. Guðmundur Baldursson skoraði einnig fyrir Val en Ragnar Mar- geirsson minnkaði muninn rétt fyrir leikslok. Staðan vbv/þóm Fram .16 14 1 1 32-6 43 Valur , 16 11 2 3 32-13 35 ÍA , 16 9 4 3 28-20 31 KA , 16 8 2 6 29-26 26 KR 16 7 3 6 23-20 24 Þór 16 5 5 6 21-25 20 Víkinaur.... 16 4 3 9 14-26 15 ÍBK 16 3 5 8 17-29 14 Leiftur 16 1 5 10 11-22 8 Völsungur 16 2 2 12 10-30 8 Markahæstir 12 Sigurjón Kristjánsson, Val 11 Guðmundur Steinsson, Fram 8 Þorvaldur Örlygsson, KA 7 Aðalsteinn Víglundsson, ÍA 7 Halldór Áskelsson, Þór 7 Pétur Ormslev, Fram 1. deild Leiftur fallið? KA heldur í Evrópudrauminn með 2-1 sigri 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 13. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.