Þjóðviljinn - 13.09.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.09.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Chile Pinochet grýttur Róstur og mótmœli á sunnudag en þá minntust menn 15 ára gamalla at- burða Tíu menn særðust í fyrradag þegar í odda skarst með mótmæl- endum og öryggissveitum ríkisins í Chile. I einu af fátækrahverf- um Santíagó grýttu íbúarnir bíla- lest Pinochets forseta. Orsök þessara rósta er sú að á sunnu- dag, þann 11. september, voru liðin rétt 15 ár frá því herinn rændi völdum. Chissano og Botha. Samið um friðsamlega sambúð og efnahagssamvinnu. Mósambík/Suður-Afríka Sögulegar sættir Botha kostar kapps um að auka vinsœldir sínar heima með árangri í utanríkismálum Að sögn lögreglu og sjónar- votta urðu lífverðir einræðisherr- ans að skjóta honum leið út úr hverfi verkamanna í austurhluta höfuðborgarinnar. Hann var þar á „kosningaferðalagi." Ökumað- ur forsetabifreiðarinnar þótti sýnaleikni og snarræði með því að sneiða hjá ýmsum vegatálmum, grjóthrúgum og logandi hjól- börðum. Lögregla kvað sex menn hafa særst í skothríðinni en starfsmenn sjúkrahúsa sögðu þá a.m.k. tíu talsins. Vinstrimenn í bænum Vina del Mal, um 120 kílómetrum norðan Santíagó, efndu í fyrradag til minningarfundar um Salvador Allende, síðasta kjörna forseta landsins. Að sögn blaðamanna sóttu um 10 þúsund manns samkomuna sem haldin var undir berum himni. Ekki hafði fundurinn staðið lengi er öryggissveitir Pin- ochets lögðu til atlögu við fólkið. 137 menn voru teknir höndum. Reuter/-ks. Forsetar Suður-Afríku og Mós- ambík, Pieter W. Botha og Jo- aquim Chissano, hittust að máli í síðarnefnda ríkinu í gær. í sinni fyrstu ferð til grannríkis hét Bot- ha því að láta af öllum stuðningi við hægri sinnaða skæruliða í Mósambík. Viðræður forsetanna fóru fram í bænum Songo á bökkum Zamb- ezi árinnar. Skammt frá Songo er gríðarmikið uppistöðulón í Zambezi og ein stærsta virkjun í Afríku, Cahora Bassa stíflan. Hún framleiddi rafmagn sem leitt var og selt til Suður-Afríku þang- að til Renamoliðar (hægri- skæruliðar) eyðilögðu raflínurn- ar. Pað er því ljóst að það er beggja hagur að dregið sé úr um- svifum þeirra. „Þessar raflínur sem tengja okkur saman tákna framtíðar- skipan mála og við strengjum þess heit að koma í veg fyrir að þær verði rofnar. Enginn sem ber hag sunnanverðrar Afríku fyrir brjósti mun rjúfa þær,“ sagði Botha við lok viðræðnanna í gær. Forsetarnir lýstu því yfir að þeir hygðust endurnýja fjögurra ára gamlan griðasamning ríkj- anna, hið svonefnda Nkomati- samkomulag, en það hefur að- eins verið í gildi að nafninu til. Ennfremur ætla þeir að koma Ca- hora Bassa virkjuninni í notkun að nýju og auka efna- hagssamvinnu ríkjanna. I viðræðum við fréttamenn að fundi loknum kvaðst Chissano hafa fengið „fullnægjandi trygg- ingar frá stjórn Suður-Afríku fyrir því að hún láti af stuðningi við Renamo." Alkunna er að það kreppir að Botha á heimaslóðum. Par eru nánast allir óánægðir með hann og gildir einu hvernig hörund þeirra er á litinn. Pví vekur það trauðla furðu að hann skuli reyna að losna úr því umsátri með því að ná árangri utanlands. Auk þess að sækja Chissano heim hefur Botha, í gegnum milligöngumenn, átt í viðræðum við stjórnvöld i Angólu. Hann hefur þegar kvatt herlið sitt það- an á brott og hyggst að auki veita íbúum Namibíu langþráð sjálf- stæði. Fréttamenn inntu hann eftir viðhorfi sínu til Renamoliða: „Viðhorf mitt byggist á upplýs- ingum frá lýðræðislega kjörnum þjóðhöfðingja hér í Mósambík. Hann hefur tjáð mér að þeim standi til boða að taka þátt í við- ræðum um friðsamlega þróun í landinu. í gildi séu lög sem tryggi þeim uppgjöf saka svo fremi þeir gefi sig fram. Þeir verða að láta af ofbeldisaðgerðum. “ Reuter/-ks. Sovétríkin Gorbatsjov til Síberíu Lígatsjov og Gorbatsjov. Stétta- barátta eða samvinna? Suður-Afríka r „I dýflissuna með hann!“ Vanur aðflytja merkisrœður að afloknu sumarleyfi Míkhaíl Gorbatsjov er tekinn til starfa á ný eftir sex vikna sumarleyfi. í gær hélt hann frá Krím til Moskvu en rakleiðis það- an til Krasnojarsk, borgar í Austur-Síberíu. Þar mun hann blanda geði við fólk á förnum vegi og, ef að líkum lætur, halda ræðu og boða nýmæli í utanríkisstefnu Sovétríkjanna. Tass fréttastofan greindi frá endurkomu leiðtogans í gær og sá ástæðu til þess að rifja upp fyrri gjörðir hans að afloknu sumar- fríi. í hittiðfyrra hélt hann til Vla- dívostok og flutti ræðu sem olli straumhvörfum í stefnu Sovét- manna gagnvart ýmsum Asíu- ríkjum. IfyrrafórhanntilMúrm- ansk á Kólaskaga. Þar stakk hann uppá róttækum nýmælum í skiptum ríkja í norðanverðri Evr- ópu, m.a. fækkun skipa í herflot- um á Norðurhöfum. Haft hefur verið á orði í Moskvu að íhaldssamir framá- menn í kommúnistaflokknum sjái sér ætíð leik á borði er Gor- batsjov bregði sér frá og reyni að vinna glasnost og perestrojku tjón. Svo er einnig að þessu sinni. Nú síðast á föstudaginn sá Andrei Sakharov ástæðu til þess að vara menn við auknum umsvifum afturhaldsmanna og sagði að næst valdamesti maður flokksins, Jegor Lígatsjov, væri afar hættu- legur. Afturkippur hefði hlaupið í umbótastefnuna. Fyrr hafði að sögn slegið í brýnu með Lígatsjov annars veg- ar og Eduard Shevardnadze og Alexander Jakovlev hinsvegar. Sá síðastnefndi er náinn sam- verkamaður Gorbatsjovs. Ágreiningurinn var um „hug- myndafræði." Shevardnadze lét orð falla á þá lund að öllu mannkyni stæði ógn af kjarna- vopnum og umhverfisspjöllum Jassír Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínumanna, er væntanlcgur til Strassborgar í dag en þar fundar Evrópuþingið um þessar mundir. Það voru franskir sósíalistar sem buðu Arafat og mun hann einkum eiga viðræður við þá. Frakklandsfarar Arafats hefur verið beðið með all nokkurri og væri brýnt að þjóðir heims tækju höndum saman um að vinna sig út úr klípunni. Þetta fannst hinum rétttrúaða marxista, Lígatsjov, hin argasta villukenning. Ekki yrði framhjá þvf litið að móthverfan launavinna/auðmagn, stéttabar- áttan, væri óieyst nema í fáeinum ríkjum heims. Öreigalýðurinn ætti enn sögulegt verk að vinna. Svo rammt kvað að þessum erjum að Gorbatsjov neyddist til að skakka leikinn. Sendi hann skeyti frá Stavropol til Moskvu þar sem lögð var áhersla á að hornsteinn sovétskipulagsins væri ekki fjandskapur heldur samvinna. Reuter/-ks. eftirvæntingu því undanfarið hef- ur sú fiskisaga flogið fjöllunum hærra að PLO hygðist söðla um í afstöðu sinni til Israelsríkis. Hafa ýmsir gert því skóna að samtökin hygðust sæta færi eftir að Jórdan- ir slitu tengsl sín við hið ísraelsk hemumda land vestan Jórdanár og freista þess að fá ríki heims til fylgis við hugmyndina um palest- ínskt ríki. ingfulltrúar suðurafríska Ihaldsflokksins krefjast þess að Desmond Tutu, erkibiskup og nóbelsverðlaunahafl, verði hand- tekinn án tafar fyrir að hvetja blökkumenn til þess að hundsa væntanlegar byggðastjórnakosn- ingar. Það er alkunna að íhaldsflokk- inn skipa hvítir hægri sinnaðir fjendur Bothas forseta og Þjóð- ernisflokks hans. Þeim hefur aukist fylgi að undanförnu. Málsvari þeirra í innanríkis- málum heitir de Jager. Hann varpaði fram þeirri fyrirspurn í hvítu löggjafarsamkundunni í gær hverju það sætti að Tutu væri Arafat veit að ríkisstjórnir á Vesturlöndum, þar á meðal for- ystumenn aðildarríkja Evrópu- bandalagsins, hafa engan hug á að hefja PLO til vegs og virðingar nema því aðeins að samtökin viðurkenni ísrael. Því spyrja menn nú: Kúvendir hann í Strass- borg? -ks. látinn óáreittur þótt hann hefði ítrekað hvatt þeldökkt fólk til þess að virða kosningarnar að vettugi. Gæti það verið að erkibiskup- inn væri hafinn yfir lög? „íhalds- flokkurinn skorar á stjórnvöld að ákæra Tutu biskup eða viður- kenna að cðrum kosti að þau láti undan þrýstingi erlendis frá.“ Dagblöð ríkisstjórnarinnar slógu því upp í gær að Jóhannes Páll II páfi væri á öndverðum meiði við Tutu og teldi af og frá að efnahagslegar refsiaðgerðir kæmu að notum í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni. Dagblaðið „Die Burger“, sem gefið er út á Búamálinu afrikaans, fullyrti: „Páfi og Tutu hafa gerólík við- horf.“ Oddviti kaþólikka hefur hleypt heimdraganum, einsog hann á vanda til, og nú hélt hann til sunnanverðrar Afríku. Hann svaraði góðfúslega spurningum fréttamanna í flugvélinni á leið sinni suður. Hann var inntur álits á baráttu blökkumanna fyrir því að ríki heims bönnuðu viðskipti við hvítu minnihlutastjómina. Hann kvaðst ekki telja að hún kæmi að tilætluðum notum, það hlytu að vera til baráttuaðferðir sem „...ganga ekki út frá jafn alvar- legum þvingunum og bera mann- inum fegurra vitni.“ Reuter/-ks. Strassborg Hvað gerir Arafat? ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.