Þjóðviljinn - 13.09.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.09.1988, Blaðsíða 14
Sannindi, sem gleymdust Því er sannarlega ekki fisjað saman þessu þjóðfélagi okkar. Fyrir átta mánuðum lýsti Steingrímur ferðamálaráðherra því yfir, að það stæði allt í björtu báli endanna á milli. Björgunar- aðgerðir mættu ekki dragast deg- inum lengur. í þessa átta mánuði hefur þó ekkert verið gert að gagni. Samt standa einhverjir bjálkar byggingarinnar uppi enn. „Já, hann er nú seigur sá,“ sagði Steingrímur heitinn á Silfrastöð- um um gemlinginn, sem einn af 30 lifði af veturinn. Ýmsum sýnist nú að þessi elds- voði hafi ekki orði með mjög snöggum né óvæntum hætti. I raun og veru hefur kraumað undir yfirborðinu allt frá því að þetta ríkisstjórnarflak leit dags- ins ljós. Spurningin var aðeins sú hvenær og hver ráðherranna yrði fyrstur til að hrópa „eldur, eldur“. Einhver fjölmiðill var að hafa það eftir Jóni Baldvin fyrir nokkru að lánleysi ríkisstjórnar- innar væri undravert eins og stjórnarsáttmálinn hefði þó verið traust og vandað plagg. Vel má vera að Jóni Baldvin sýnist svo en flestum öðrum finnst nú annað. Þeim hefur sýnst þessi gerningur hafi verið lélegur heimanbúnað- ur og raunar hið mesta hráka- smíði. Það var að vísu tæpt á því að þetta ætti að gera og hitt ætti að gera. Aftur á móti var fátt að finna um það, - sem skiptir þó meginmáli, - hvernig ætti að framkvæma áformin. Ráðherr- unum lá svo mikið á að komast í stólana að þeir máttu ekkert vera að því að leggja niður fyrir sér hvernig stjórnin ætlaði og ætti að starfa. Og þeir hafa ekki einu sinni mátt vera að því enn. Það virðist enginn þeirra hafa gert sér grein fyrir því að kviknað var í húsinu fyrr en Steingrímur hróp- aði „eldur, eldur“, vestur á Hótel Sögu. Síðan gerist ekkert vikum saman þartil ríkisstjórnin rekur þingið heim svo hún fái frið til þess að gefa út bráðabirgðalög, sem hún varð svo strax að breyta þar sem hún skildi sjálf ekki sín eigin lög hvað þá aðrir. En allt þetta reyndist svo gagnslaust kák. Og nú er þetta kostulega ríkisstjórnarkærleiksheimili allt í uppnámi. Þegar ekki verður lengur komist hjá einhverjum björgunaaðgerðum þá stefnir hver í sína áttina. Ríkisstjórnin hefði í byrjun þurft að gera sér grein fyrir þeim sannindum að í upphafi skyldi endinn skoða. - mhg ídag er 13. september, þriðjudagur í tuttugustu og fyrstu viku sumars, tuttugasti og annardagurtvímán- aðar, 257. dagur ársins. Sól kem- ur upp í Reykjavík kl. 6.45 en sest kl. 20.00. Tungl vaxandi áfyrsta kvartili. Þjóðviljinn Fyrir50árum Bretar munu ekki sitja hjá ef til stríðs kemur. Lýðræðisöflin í Bretlandi knýja Chamberlain til þess að taka afstöðu til deilanna. Torgsala. Lækkað verð á Káratorgi á morgun. Kartöflurá 25 aurakg. Rófur20 aurakg. UM ÚTVARP & SJÓNVARP f Endumýjun Irf- daganna Sjónvarp kl. 22.20 Þetta er sænskur þáttur um varðveislu og viðgerð gamalla bóka. Þá er og fjallað um þau helgispjöll sem Woody Allen þótti gerast sekur um þegar hann fann upp á því að lita svarthvítar kvikmyndir. - Þýðandi er Jó- hanna Þráinsdóttir. -mhg „Fasteignir" Stríðsvindar Stöð 2, kl. 22.20 Fyrir nokkru sýndi Stöð tvö framhaldsþættina Stríðsvinda. Fjölluðu þeir um tvo góða vini, Orry Main og George Hazard og samskipti þeirra. Fundum þeirra bar upphaflega saman í herskól- anum West Point, og tengdust þeir þar vináttuböndum. Lítur út fyrir að í þeim tengslum ætli að reynast nokkuð seigt. Þættirnir nú taka þar við, sem frá var horfið. Hefst fyrsti þáttur- inn 1861, um það leyti, sem styrj- öldin milli Norður- og Suðurríkj- anna var að brjótast út. Þá leiða atvikin til þess að vinirnir lenda í andstæðum fylkingum. George fer sem óbreyttur hermaður í her Norðurríkjanna en vinurinn Orry verður hershöfðingi í her Suður- ríkjanna. Og nú má ætla að reyna taki á vináttutengslin frá West Point. -mhg Rás 1, kl. 22.30 í kvöld verður endurflutt frá laugardeginum leikritið „Fast- eignir“, eftir breska leikritahöf- undinn Louise Page, sem þykir í hópi efnilegri ungra leikritahöf- unda Breta um þessar mundir. Árni Ibsen þýddi leikritið en leikritið er Inga Bjarnason. Gwen og Dick eru hjón um sextugt, búsett í nágrenni Lundúna. Skyndilega birtist á sviðinu dóttir Gwen af fyrra hjónabandi. Frá henni hefur ann- ars ekkert heyrst í 20 ár. Nú á þessi ágæta stúlka barn í vonum með vini sínum, sem einnig kem- ur nú þarna til skjalanna. Ungu hjúin vilja gjarnan sameina fjöl- skylduna en bráðlega koma þó í ljós ýmsir annmarkar á því. Leikendur eru Sigurveig Jóns- dóttir, Þórunn Magnea Magnús- tnga Bjarnason dóttir, Erlingur Gíslason og Kristján Franklín Magnús. - mhg GARPURINN KALLI OG KOBBI Það versta við að eiga tígrisdýr að vini er að maður veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar það kemur vaðandi. 3 1 © Hélt að Kobbi væri mættur. Enginn smáhjartsláttur! Hvar er hann? FOLDA ...eru tipp-topp, en brjálæðingurinn heldur áfram... 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.