Þjóðviljinn - 13.09.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.09.1988, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN" Á aö bæta stöðu fisk- vinnslunnar meö því aö lækka launin? Spurt í Grindavík Sigríður Sigurðardóttir, verkakona: Nei, af hverju á alltaf að taka af fólkinu? Það ætti að byrja á ráð- herrunum. Gerður Guðmundsdóttir, verkakona: Nei, launin eru nógu lág fyrir. (UÓÐVIUINN Þriðjudagur 13. septemver 202. tölublað 53. órgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Þær voru ánægðar með tilveruna þessar þrjár fegurðardísir þegar þær tipluðu út í Bláa lónið í gær. Þrátt fyrir svalt veður er vatnið alltaf jafnheitt. Myndir: Jim Smart Bláa lónið Karl Júlíusson, verkamaður: Nei, það er ekki hægt að lækka þessi litlu laun sem við erum með, eða um 200 kr á tímann. Jón Þór Hallgrímsson, verkstjóri: Það held ég að væri að snúa hlut- unum öfugt. Ef á að lækka launin fáum við ekkert fólk í vinnu og nógu erfitt er það fyrir. Ingibjörg Bryngeirsdóttir, verkakona: Nei alls ekki, það ætti frekar að hækka þau. Mallorca í miðju hrauni Þúsundir íslendinga og erlendra ferðamanna lögðu leið sína í Bláa lónið í sumar. Aðstaðan við lónið fer stöðugt batnandi Fyrir nokkrum árum var lítið annað fyrir þá að gera sem þráðu heitt vatn til að synda í og strönd til að liggja á, en að skella sér til Spánar eða Italíu. En svo virðist sem lítil Mallorca hafí orð- ið til vegna hitaveitufram- kvæmda við Svartsengi og er staðurinn kallaður Bláa lónið. í fyrstu var lítil aðstaða á staðn- um þannig að fólk háttaði sig og baðaði við frumstæðar aðstæður. En á tiltölulega stuttum tíma hef- ur verið byggð upp aðstaða sem er öll hin ágætasta. í síðasta mán- uði var lokið við byggingu við- bótar búningsaðstöðu og anddyr- is og á næsta ári á að stækka sandströndina og jafnvel bæta við kaffihúsi. „Við stefnum að því að bæta aðstöðuna fyrir þá sem eru ekki að koma til að synda heldur til að skoða sig um,“ sagði Guð- mundur Guðbjörnsson við Þjóð- viljann. En hann er einn af eigendum Kleifa sf., sem reka baðaðstöðuna við Bláa lónið. Guðmundur sagði aðsókina í sumar hafa verið nokkuð góða þó hún hefði verið sveiflukennd. Góð aðsókn hefði verið í maí, treg í júní en svo hefði gripið um sig hálfgert æði í júlí eftir óspenn- andi veður í júní. „Það hafa verið hérna 6-700 manns á dag þegar mest er,“ sagði Guðmundur Að sögn Guðmundar er vatnið í lóninu alltaf jafnheitt hvernig sem viðrar. Það er 90-100 gráðu heitt þegar því er dælt út en er að jafnaði 35-40 gráður á þeim svæðum þar sem mest er synt. Blá Iónið hefur notið vaxandi vin- sælda útlendinga og sagði Guð- mundur að um helmingur gesta sumarsins hefðu verið útlending- ar. -hmp Hitaveitan að Svartsengi hefur skapað eina þá skemmtilegustu baðaðstöðu sem til er í landinu. i— 'œJUÍi 0„ . . ur ekkiw VerðsíöövUn [SilokknUtfeft d\Se'n þeir i ld*n merlni*** Ver ** Þore&'* En nýjustu fréttir eru þær að Sjálfstæðismenn ætla að losa sig úr ríkisstjórninni...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.