Þjóðviljinn - 14.09.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.09.1988, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Stjómarkre2£an Stjómin í fallhættu Framsókn og Alþýðuflokkur leggja áherslu á að gengið verðiekki fellt. Þorsteinn verður að bakka, eigi ríkistjórnin að lifa áfram. Ákvörðun fyrir helgi Aríkisstjórnarfundi í gær, lögðu ráðherrar Alþýðu- flokksins fram „breytingartil- lögur“ við tOlögur Þorsteins Páls- sonar um aðgerðir í efna- hagsmálum. Steingrímur Her- mannsson taldi sig hins vegar ekki hafa umboð þingflokks Fram- sóknar til annars en að leggja fram niðurfærsluleiðina og mætti því tillögulaus á fundinn. A ríkis- stjórnarfundi í dag mætir hann hins vegar með nýjar tUlögur, að því tilskyldu að þingflokkurinn hafl veitt til þess umboð í gær- kveldi. Þorsteinn Pálsson, forsæt- isráðherra sagðist að þeim til- lögum fengnum, meta hvort tU- lögur flokkanna væru samrýman- legar og taldi að svar ætti að fást fyrir helgi. Það svar felur í sér Alþýðubandalag Stjómin farí frá Þingflokkur Alþýðubandalags- ins kom saman í gær og ræddi stjórnmáiaástandið. Eftirfarandi var samþykkt: Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins fordæmir harðlega vinnu- brögð ríkisstjórnarinnar og lýsir ábyrgð á hendur Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Sjálfstæðis- flokki vegna þess ástands sem skapast hefur í efnahags- og at- vinnumálum. Hver vikan á fætur annarri líður meðan forustumenn stjórnarflokkanna saka hverjir aðra um óheilindi og rífast opin- berlega í fjölmiðlum og virðast fjær því en nokkru sinni að ná tökum á verkefni sínu. Þrátt fyrir áralangt góðæri er nú svo komið að undirstöðuat- vinnuvegir landsmanna eru komnir í þrot. Stjórn peninga- mála undanfarin ár hefur leitt til þess að fjármagn hefur streymt út á hinn gráa markað og í óarðbær- ar fjárfestingar með þeim afleið- ingum m.a. að opinberar lána- stofnanir geta ekki lengur sinnt þörfum undirstöðuatvinnuveg- anna. Á sama tíma er þjóðin upplýst um það að örfáir einstaklingar eigi miljarða króna í skuldlausum eignum. Alþýðubandalagið hefur lagt fram skýrar tillögur um hvernig leysa eigi þann vanda sem stjórn- arstefnan hefur leitt yfir atvinnu- h'fið og hvernig standa beri að öflugu uppbyggingarstarfi á landsbyggðinni og endurreisn at- vinnulífsins. Leið Alþýðubanda- lagsins felur í sér að hafnað er kjaraskerðingu og að vextir og tilkostnaður lækki tafarlaust, ásamt millifærslu fjármuna frá gróðaaðilum þjóðfélagsins til þeirra einstaklinga og atvinnu- greina sem goldið hafa stjórnar- stefnunnar undanfarin ár. Þingflokkurinn fagnar því að breið samstaða hefur skapast milli samtaka launafólks um að mótmæla kjaraskerðingarað- gerðum og áformum ríkisstjórn- arinnar. Ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar, Steingríms Hermanns- sonar og Jóns Baldvins Hanni- balssonar á tafarlaust að segja af sér og gefa þjóðinni kost á að veita nýrri og gerbreyttri stjórn- arstefnu brautargengi í kosning- um. lausn ríkisstjórnarinnar á efna- hagsvandanum ellegar þá viður- kenningu á að hún treysti sér ekki til að leggja fram slíkar tillögur sameiginlega og þar með að dagar hennar séu taldir. Jón Baldvin Hannibalsson sagði tillögur Alþýðuflokksins nú vera í meginatriðum óbreyttar frá fyrri tillögum og stefndu þær að ná verðbólgu hratt niður og þar með mjög örri lækkun vaxta og fjármagnskostnaðar. „í okkar til- lögum er fjallað um gengisfell- ingu á þann áberandi hátt að hennar er ekki getið. Forsendur tillagnanna eru þær að ekki komi til gengisfellingar og áframhald- andi verðstöðvun,“ sagði Jón. Nú gerir Alþýðuflokkurinn ráð fyrir verðstöðvun og launafrysting standi fram til 10. apríl í stað jan- úar og hafa þar nálgast tillögur Þorsteins Pálssonar, hvað tíma snertir, en kveða þó fastar að orði en forsætisráðherra hvað verð- stöðvunina snertir. Samkvæmt tillögum Alþýðuflokksráðherra ætti verðbólga í desember að verða um 6% markið. Það nýmæli er í tillögum Al- þýðuflokksráðherra, að þeir leggja til stofnun sérstaks skulda- skilasjóðs útflutningsgreina, sem starfi í tvö ár og verði að hluta til fjármagnaður með framlögum, sem annars rynnu í atvinnuleys- istryggingasjóð. Gera Alþýðu- flokksmenn ráð fyrir að í þessum sjóði verði um einn milljarður króna og að „meginhlutverk sjóðsins sé að stuðla að hagræð- ingu, skipulagsbreytingum og varanlegum umbótum í fisk- vinnslunni og útflutningsgreinun- um. Enda er það tryggt að okkar mati, að tillögur okkar gera gömlu skottulækninguna, gengis- fellinguna óþarfa,“ sagði Jón Baldvin. Jón Sigurðsson, við- skiptaráðherra sagði í viðtali við Þjóðviljann hugmyndina vera þá að sjóðurinn veitti hvoru tveggja lán og styrki til útflutnings- greinanna. Um gengisfellingu sagði Jón Sigurðsson að ef árang- ur ætti að nást til að draga snöggt úr verðbólgu, sem væri forsenda þess að vextir og raunvextir Iækk- uðu, „þá verður að verða brot í verðlagsþróuninni og því náum við ekki nema með mjög ströngu aðhaldi í gengis og verð- lagsmálum." Jón Baldvin neitaði því þó að hafa sett fram úrslitakosti með þessu, en tillögur Þorsteins Páls- sonar gera einmitt ráð fyrir geng- isfellingu. Hins vegar ítrekaði Jón Baldvin að „það stoði ekki að segja með öðru orðinu gengis- felling og hinu verðstöðvun og lækkun vaxta“ og taldi sig þar liggja nálægt hugmyndum Fram- sóknarmanna. Steingrímur Her- mannsson taldi hugmyndir Al- þýðuflokksmanna „vissulega spor í rétta átt“ og tiltók að hug- myndir Framsóknar til aðstoðar útflutningsatvinnuvegunum yrðu aðallega fólgnar í lækkun fjárm- agnskostnaðar og „að mjög æskilegt væri að forðast gengis- fellingu." Virðist því sem sam- staða í stórum dráttum hafi náðst um þessi grundvallaratriði milli Framsóknar og Alþýðuflokks og má því ætla að Þorsteinn Pálsson felli ríkisstjórnina fyrr en hann fellir gengið. phh Flugleiðir Nýjar vélar Boeing 757 leysi DC-8-63 af hólmi Stjórn Flugleiða hefur sam- þykkt samhljóða að Boeing 757 flugvélar leysi af hólmi DC-8-63 vélar i Norður Atlantshafsflugi félagsins og eiga Flugieiðir af- greiðslurétt á fyrstu tveim vélun- um strax 1990 og þeirri þriðju vorið 1991. Með þessari ákvörðun er stigið annað skrefið í þá átt að endur- nýja allan flugflota félagsins. Næsta vor koma til landsisns nýj- ar Boeing 737-400 flugvélar til flugs á Evrópuflugleiðum Flug- leiða og á nk. vetri verður tekin ákvörðun um hvaða vélar leysa af hólmi Fokker F-27 vélarnar í inn- anlandsfluginu. í rekstri Flugleiða munu Bo- eing 757 vélarnar flytja mest 206 farþega í ferð og þar af er um fimmtungur sæta á Saga Class farrými. -grh Alþýðubandalag Atvinnuvegir í þrat Steingrímur J. Sigfússon: Atvinnulífið að hrynja. Umrœður um nýja stjórn háðar því að þessi fari frá Það er vítavert hvernig tíminn er látinn líða og ekkert er gert meðan erfiðleikarnir aukast stöðugt í atvinnulífinu svo að hrun blasir við. Forystumenn stjórnarflokkanna rífast eins og hundar og kettir og virðast ekki hafa neina rænu á að taka á brýn- ustu vandamálunum. Allt er látið reka á reiðanum,“ sagði Steigrímur J. Sigfússon, formað- ur þingflokks Alþýðubandalags- ins þegar Þjóðviljinn ræddi við hann í gær að loknum fundi þing- flokksins um stöðu þjóðmála. „Fyrst verður að sjá hvort ríkisstjórnin lifir af þetta dauðastríð,“ sagði Steingrímur þegar hann var spurður um sögu- sagnir um að í gangi væru um- ræður um myndun nýrrar ríkis- stjórnar. „Vonandi stendur það stutt yfir. Þessi ríkisstjórn verður að fara frá til að unnt sé að ræða um nýja stjórn af einhverri al- vöru. Við höfum sett okkar skoðun skýrt fram: stjórnin segi af sér og efnt verði til kosninga. Alþýðubandalagið hefur lagt fram skýrar tillögur í efna- hagsmálum en þær hafa fengið minni athygli en skyldi, kannski vegna þess að fjölmiðlar eru uppteknir við að fylgjast með heimiliserjum hjá ríkisstjórninni. Á sama hátt hefur hið alvarlega ástand sem er að skapast í at- vinnumálum horfið í skuggann af uppákomum hjá ráðherrunum. Það hefði einhvern tíma þótt fréttnæmt að útflutnings- og sam- keppnisiðnaðurinn væri að hrynja. Staða fiskvinnslunnar er öllum kunn. Og nú er ástandið í landbúnaðarmálum þannig að sláturhúsin vita ekki hvort þau fá nokkurn tíma borgað fyrir haustslátrun. Það er orðin þjóð- arnauðsyn að ríkisstjórnin segi sem fyrst af sér. Matvöruverslanir Fjarðarkaup langódýrust Ódýrustu matöruverslanirnar eru í Hafnarfirði og Garðabœ Verslunin Fjarðarkaup í Hafn- arfirði er ódýrasta matvöru- verslunin í landinu samkvæmt nýrri verðkönnun Verðlagsstofn- unar. Af þeim vörutegundum sem athugað var með verð á, voru Fjarðarkaup með 94% af sínum vörum undir meðalverði og með lægsta vöruverðið á rúmlega þriðjungi allra vörutegunda. Athygli vekur í könnuninni að ódýrustu verslanirnar á höfuð- borgarsvæðinu eru í Hafnarfirði og í Garðabæ. í Kjötmiðstöðinni í Garðabæ voru tælplega 78% af vörunum undir meðlaverði og um 74% af vörunum í Kaupfélagi Hafnfirðinga við Miðvang. Dýrast er hins vegar að versla samkvæmt könnuninni í verslun- inni Austurstræti 17 sem var með hæsta verð í þriðjungi tilfella og í Matvörubúðjnni Grímsbæ og versluninni Ásgeiri Tindaseli var vöruverðið í 85% tilfella yfir meðalverði. -Ig. 40 30 20 10 HLUTFALLSLEGUR FJÖLDI VÖRUTEGUNDA I HVERRI VERSLUN MEÐ HÆSTA VERÐ 1 |—.J f I O. ,© ;0 !> s Sr £ S S v, Verðmunur er ótrúlega mikill milli matöruverslana á höfuðborgarsvæðinu eins og sést á þessari mynd þar sem sýnt er hvaða verslanir eru oftast með hæsta verðið. Fjarðarkaup komast ekki á blað. 2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.