Þjóðviljinn - 14.09.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.09.1988, Blaðsíða 4
ÉtJRARIK RAFMAGNSVEITUR RlKISINS - Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftir- farandi: RARIK 88012 Ræsting á skrifstofuhúsnæði Laugavegi 118. Opnunardagur: Þriðjudagur27. september 1988 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyrir opn- unartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með mánudeginum 12. sept. 1988 og kosta kr. 300,- hvert eintak. Rafmagnsveitur rtkisins Laugavegi 118 105 Reykjavík Frá menntamálaráðuneytinu Laus er til umsóknar staða deildarfulltrúa (skrifstofustjóra) lækna- deildar Háskóla íslands. Háskólamenntun æskileg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast menntamálaráðuneytinu fyrir 5. október n.k. Menntamálaráðuneytið 7. september 1988 Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatt fyrir mánuðina júlí og ágúst er 15. september n.k. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjvík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ NESKAUPSTAÐ Hjúkrunarfræðingar Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa. Húsnæði er fyrir hendi. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 97- 71403. Framkvæmdastjóri Arkitekt Kópavogsbær óskar að ráða arkitekt til starfa á skipulagsdeild frá og með áramótum. Krafist er reynslu í skipulagi. Umsóknir berist skipulags- deild fyrir 23. september n.k. Frekari upplýsingar veitir Birgir H. Sigurðsson í síma 41570. Umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjarskrifstofum Kópavogs, Fannborg 2. Bæjarstjóri Lausasölubörn óskast Hafið samband við afgreiðslu Þjóðviljans í síma 681333 milli kl. 9:00-12:00 virka daga og 9:00- 17:00 laugardaga. þJÓOVILJINN ________________FRETTIR_________________ Námsbœkur Ríkið hirðir sitt Mál & Menning: Gefur út 18 nýjar kennslubœkur œtlaðarframhalds- skólum og 15 endurútgáfur auk nokkurra bókafyrir grunnskólastig. Hluturforlagsins í verði námsbóka24%. en Ríkisins 20%. Alagningin nemur 42,5% Forráðamenn Máls & Menn- ingar sögðu á blaðamanna- fundi í gær að með réttu ætti verð á útgefnum kennslubókum frá forlaginu fyrir framhaldsskóla- nemendur að vera 20% hærra en það er í dag. Jafnframt gagnrýndu þeir harðlega skatt- heimtu ríkissjóðs af námsbókum, en Ríkið hirðir 20% í sinn hlut af verði hverrar bókar. Útgefendur kennslubóka fyrir framhaldsskólanemendur hafa verið gagnrýndir fyrir hátt verð á nýútgefnum námsbókum sem að jafnaði hefur hækkað um 30-40% á milli ára og jafnvel hafa heyrst dæmi um allt að 100% hækkun. Bráðabirgðalög ríkisstj órnarinn- ar um algjöra verðstöðvun í þess- um mánuði nær ekki til verðs á kennslubókum og verða því framhaldsskólanemendur að borga bækurnar á nýju verði og eru trúlega þeir einu sem verða að taka hækkanir á sig í miðri verðstöð vuninni. Það kom fram í máli forráða- manna M&M í gær að hlutur for- lagsins í verði hverrar bókar sé 24% og hlutur bóksala jafn hár. Ríkið hirðir 20% í söluskatt af hverri bók, höfundar fá 9% og hlutur prentsmiðju er 23%. Föst álagning er á bókunum og nemur smásöluálagningin 42,5%. Að- spurðir um þá miklu gagnrýni sem verið hefur á verði nýrra og endurútgefinna kennslubóka sagði Árni Einarsson að með réttu hefðu kennslubækur M&M átt að vera 20% hærri en þær eru í dag. Útgáfustjórnin hefði þótt það of hátt og tekið þá ákvörðun að lækka þær sem því nemur. Engu að síður væri það ljóst að kennslubækur væru dýrar en for- lagið hefði reynt sitt til að lækka verðið. Árni sagði að tómt mál væri að tala um að hér ríkti jafnrétti til náms óháð búsetu og fjárhag á meðan Ríkið kæmi í engu til móts við bókakostnað nemenda á framhaldsskólastigi sem í raun væri skyldunám miðað við þann fjölda nemenda sem þar væru á hverju ári. Þar við bætist að Ríkissjóður með fyrrverandi skólameistara Menntaskólans á ísafirði í broddi fylkingar, inn- heimtir 20% neysluskatt af hverri bók, sem er trúlega einsdæmi meðal þjóða heims. í haust gefur Mál & Menning út 18 nýjar kennslubækur ætlaðar framhaldsskólastigi og 15 endur- útgáfur auk nokkurra bóka fyrir grunnskólastig. Aldrei fyrr í sögu útgáfufélagsins hefur það gefið út jafn margar kennslubækur og nú. Til samanburðar má nefna að 1983 gaf félagið aðeins út tvær kennslubækur. -grh Öryrkjabandalagið Krefst hækkunar bóta Öryrkjar hafa ekki samningsrétt um sín kjör. Mótmœla tillögum um lœkkun tryggingabóta Stjórn Öryrkjabandalagsins vekur athygli á því að í um- ræðum um efnahagsaðgerðir hafí ríkisstjórnin ekki leitað álits eða samráðs við samtök öryrkja, þó forstjóranefndin hafi lagt til að tryggingabætur yrðu lækkaðar. Krefst öryrkjabandalagið þess að forystumönnum Öryrlgabandal- agsins verði kynntar væntanlegar ráðstafanir. í ályktun frá stjórn Öryrkja- bandalagsins er bent á að fors- tstjóranefndin hafi talað um „nauðsynlega lækkun trygginga- bóta.“ Þessum hugmyndum mót- mælir Öryrkjabandalagið harð- lega og bendir á að tryggingabæt- ur hafi aldrei verið í neinu sam- ræmi við almenna kaupgetu í landinu. Krefst Öryrkjabanda- lagið þess að bætur hækki í sam- ræmi við núgildandi vísitölu frá og með 1. september. Bent er á að öryrkjar hafi engan samnings- rétt um þessi mál og það séu ekki laun þeirra sem hafi valdið þeim efnahagserfiðleikum sem þjóðin væri sögð eiga við að glíma. Öryrkjabandalag íslands krefst þess jafnframt að forystu- mönnum þess verði kynntar væntanlegar efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar á sama hátt og forystumönnum samtaka launa- fólks. Öry rkj abandalagið sé málsvari fatlaðra á íslandi og standi vörð um hagsmuni þeirra gagnvart ríkisvaldinu. -hmp ________MINNING_______ Elías Sveinsson Fceddur 8. 10. 1910 - Dáinn 13. 7. 1988 Elías Sveinsson var jarðsung- inn 19. júlí s.l. frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Hann fæddist á Gamlahrauni við Eyrarbakka, sonur hjónanna Sigríðar Þorvaldsdóttur frá Vall- arhjáleigu í Flóa og Sveins Þórð- arsonar frá Mýrum í Villinga- holtshreppi. Þau hjónin fluttu með börn sín til Vestmannaeyja árið 1925 og bjuggu í Varmadal. Systkini Elíasar voru þau Helga, fædd árið 1900, giftist Áma Magnússyni. Þórður, fædd- ur 1902, kvæntist Elínu Jónsdótt- ur, og Valdimar, fæddur 1905, kvæntist Margréti Pétursdóttur. Þegar til Eyja kom fór Elías að róa á Enok hjá Þórði Jónssyni frá Bergi. Eftir að hafa verið þar í nokkrar vertíðir, hóf hann vél- stjóranám og gerðist síðan vél- stjóri á mb. Óðni. Formennsku sína hóf hann á Gulltoppi I., en lengst var hann með mb. Sjöst- jörnuna. Elías Sveinsson var í hópi hinna reyndu aflaskipstjóra í Eyjum sem þekktu vel til miða. Honum hélst vel á mönnum, góð- ur andi var ævinlega um borð enda stutt í ljúft brosið og gaman- yrðin hjá formanninum. Mörg sumur fór Elías til síld- veiða fyrir norðan land, fyrst á tvílembingunum Óðni og Ófeigi. Þeir voru saman um eina nót við veiðarnar. Síðar var hann nokkur sumur með Sjöstjörnuna með hringnót. Árið 1935 giftist Elías eftirlif- andi konu sinni, Evu L. Þórarins- dóttur Bjarnasonar járnsmiðs úr Reykjavík og konu hans Unu Jónsdóttur. Börn þeirra eru Sig- urður Sveinn fæddur 1936, kvæntur Sigrúnu Þorsteinsdótt- ur, þau eiga 3 börn. Una Þórdís fædd 1938, gift Önundi Kristjáns- syni, þau eiga 4 börn. Atli fæddur 1939 kvæntur Kristínu Frímanns- dóttur, þau eiga 3 börn. Hörður fæddur 1941, kvæntur Elínbjörgu Þorbjarnardóttur, börn þeirra eru 3. Sara fædd 1943 gift Birni Baldurssyni, þeirra börn eru 3. Sævaldur fæddur 1948, kvæntur Svanborgu Oddsdóttur, þau eiga 3 börn. Hjalti fæddur 1953 kvæntur Júlíu Andersen. Þá mánuði sem jarðeldurinn var uppi í Heimaey voru þau hjón á fastalandinu, en strax og gosinu lauk voru þau aftur komin í Varmadal. Hin síðari ár komu þau oft til landsins. Á björtum sumardögum óku þau um sveitir og fundu ættingja og vini. Á uppvaxtarárum sínum var Elías í sveit á Baugsstöðum hjá Helgu móðursystur sinni og Jóni Magnússyni. Hjá þeim hjónum ólst upp annað systkinabarn Helgu, Ólafur Gunnarsson, er síðar bjó þar og er nú látinn fyrir fáum árum. Mikið vinfengi var með þeim frændum og kom Elías því oft að Baugsstöðum, einkum hin síðari ár. Sá hann þá út yfir sjóinn og brimið við hraunströnd bernsku sinnar. Nú þegar Elías er til moldar borinn í Eyjum er hún komin þar öll fjölskyldan sem flutti í Varma- dal árið 1925. Samúðarkveðjur, Sigurður Kr. Árnason Minningargrein Sigurðar um Elías birtist í Þjóðviljanum 8. september sl., en þá féll út kafli vegna mistaka. Hún endurbirtist því nú í heild sinni, og eru hlutaðeigendur beðnir afsök- unar. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.