Þjóðviljinn - 14.09.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.09.1988, Blaðsíða 6
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaiýðshreyfingar Jarðgöngin - mál allrar þjóðarinnar Nýja brúin yfir Ölfusá er merkileg samgöngubót. Vonir manna standa til þess aö brúin muni veita nýju lífi í atvinnu- og félagsmál á því svæöi sem nýlega var byrjað aö kalla Árborg, og tekurtil Ölfussins og Flóans. Það má ætla aö það verði einkum Þorlákshöfn annarsvegar, Eyrarbakki og Stokkseyri hinsvegar sem eiga nýja vaxtarmöguleika tengda Oseyrarbrúnni, en bæöi sveitirnar umhverfis, Hverg- erðingar og Selfossbúar gætu einnig notiö góðs af. Fögnuður Ölfusinga og Flóamanna að lokinni brú- arsmíðinni tengist auðvitað helst þeim séraðstæðum sem felast í misjöfnum möguleikum til sjósóknar vestan ár og austan. Að auki myndast þar hringur í vegakerfinu sem áður voru blindgötur, -og strandþorpin eru allt í einu komin í alfaraleið. Mestu varðar að brúin -sem barist hefur verið fyrir áratugum saman- er í sjálfri sér tákn um þann vilja heimamanna að ætla sér og sínum sveitum blómlega fram- tíð með (dví að standa saman á héraðsgrunni og ekki höndin ein og ein eftir gamalli skiptingu í einstök sveitarfélög. Vegna nálægðarinnar hafa íbúar á höfuðborgarsvæðinu margirfylgst með brúarsmíðinni af miklum áhuga og kynnst þeim sjónarmiðum Árborgarmanna sem að baki liggja. Og hver veit nema einmitt Óseyrarbrúin muni hjálpa til við að tryggja stuðning á suðvesturhorninu við þær stórhuga jarðgangaframkvæmdir á Austfjörðum og Vestfjörðum sem margir heimamanna telja nánast skilyrði framhaldsbúsetu þar um slóðir. Grunnhugmyndin er hin sama og við Ölfusá, þótt vandinn sé ólíkur, -að rjúfa einangrun, tengja sveitirnar, skapa héruð, mynda stærri heildir, og gefa þannig langt nef þeim sem halda leynt og Ijóst að sögusvið 21. aldar á íslandi verði einungis við Faxaflóann. Þeir eru byrjaðir á göngunum gegnum Ólafsfjarðarmúl- ann, og það eru til áætlanir um jarðgöng vestra undir Botns- heiði og Breiðadalsheiði og mundu þau tengja Önundar- fjörð, Súgandafjörð og ísafjörð saman í eitt svæði félagslega og í atvinnutilliti. Fyrir austan eru í mótun tillögur um göng sem tengi saman Seyðisfjörð, Neskaupstað og Fljótsdals- hérað. Það er hagur allrar þjóðarinnar að byggðakeðjan um landið haldist sem allra sterkust. Að því má færa fjárhagsleg rök, félagsleg, menningarleg, söguleg, -og þarf þó ekki, því að það hefur komið í Ijós að mikill meirihluti landsmanna er þessarar skoðunar. Jarðgöngin vestra og eystra eru eitt mikilvægasta framlágið til að treysta byggð og efla eystra og vestra þarsem aðstæður eru fyrir hendi til að skapa fjölbreytt atvinnulíf og blómlega menningu á grunni undirstöðu- atvinnuveganna ef dreifðum byggðum verður kleift að nota sér samtakamáttinn. Á barlómstímum miklum sjá menn ofsjónum þær fjárhæð- ir sem um er að tefla við jarðgangagerðina. Vegna miljarðanna sem til þarf hafa aðrir en héraðsmenn verið tregir að taka undir um jarðgangagerð þótt allir geti skilið þörfina á göngunum og þær tækniframfarir sem gera þau möguleg. Það er því hraustlegt af þingflokki Alþýðubandalagsins að lýsa fullum stuðningi við jarðgöngin á fundi sínum á Hall- ormsstaðfyrirnokkrumvikum,-og sú stuðningsyfirlýsing er meira en orðin tóm, vegna þess að flokkurinn boðar laga- frumvarp um göngin þarsem gert er ráð fyrir því að ganga- gröftur verði samfelldur í tíu til fimmtán ár og verði kostaður með sameiginlegri skattgreiðslu allra landsmanna af bens- íni og díselolíu á bíla og á svartolíu annarri en til fiskiskipa, - rætt um 125 aura á lítrann. Þessar tillögur Alþýðubandalagsins eru bæði djarflegar og ábyrgar. Og af því nú er öðru meir rætt um stjórnarslit, kosningar og önnur stjórnarmunstur er vert að minna á að pólitík snýst ekki einungis um útreikninga á efnahagsdæm- um dagsins. -m __nn * Höðumf0*'. °öWrh Un,lurJ. Zá'*”* KLIPPT OG SKORIÐ Heitt í kolunum í hliðaranddyri Gamla bíós: Látum " J ' - hrópuðu reiðir safnaðarmeðlimir sem ekki fengu inngöngu Halelúja í fyrradag var mikið um að vera hjá verkalýðsfélögum. Bæði BSRB og ASÍ héldu formanna- fundi í Reykjavík. Drjúgur hluti íslenskra launamanna átti því fulltrúa á öðrum hvorum þessara funda. Pað þótti tíðindum sæta að bæði samtökin sendu frá sér skýr skilaboð um að það yrði ekki liðið að stjórnvöld færu eina ferð- ina enn að krukka í kaupið. Því var hafnað að stjómvöld leystu efnahagsvandann með launa- lækkun og bent var á aðrar og skynsamlegri leiðir. Ekki þótti þó öllum þessir fundir jafnmerkilegir og í fréttum dagblaðsins Tímans í gær má sjá að sumum hefur þótt þetta vera ósköp ómerkilegt stúss. Tíminn kann að segja frá því að Ásmund- ur Stefánsson forseti ASÍ og Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar og jafn- framt formaður Verkamanna- sambandsins hafi skipst á föstum skotum úr ræðustóli. Síðan segir Tíminn: „Guðmundi þótti auðsjáanlega tíma sínum illa varið eftir að fund- urinn hafði staðið íþrjá og hálfan tíma,því þegar kom að því að af- greiða mál, þágekk hann affundi og sagði fréttamönnum að hann œtlaði heim að grilla ístað þess að taka þátt í halelújakór um ekki neitt sem máli skipti. Ekki hefði verið fjallað um neitt bitastætt á fundinum og ekki tœkiþvíað taka þátt í afgreiðslu slíkra mála. “ Meira fjör Kannski hafa einhverjir Tíma- lesendur velt því fyrir sér hvers vegna Guðmundur J. rauk til að kveikja upp í grillinu svona snemma. En hafi þeir flett aftar í blaðinu sínu, hefur þeim vanga- veltum sjálfkrafa slotað. í frá- sögn af safnaðarfundi Fríkirkj- unnar f Reykjavík kemur í ljós að Guðmundi J. og öðrum þeim, sem þann fund sátu, hefur aldeilis ' ekki veitt af að borða kvöldmat- inn snemma og vera úthvíldir og með alla sansa í lagi. Á fundi frí- kirkjumanna var nefnilega síður en svo sungið samstillt halelúja og þar var ekki verið að gauf a yfir málum sem ekkert bitastætt var í. Þar voru greitt um það atkvæði hvort prestur fríkirkjusafnaðar- ins, Gunnar Björnsson, ætti að halda embætti sínu. Áhugi á fundinum var geysi- mikill og fundarsalurinn var troð- fullur. I Tímanum má lesa að fundurinn hafi enn staðið þegar blaðið fór í prentun. Og ekki virðast menn hafa hlaupist burt af fundinum þeim, þvert á móti komust færri að en vildu. Þess var og stranglega gætt að engir óverðugir sætu fundinn. Dyra- verðir hleyptu engum inn nema þeim sem sannanlega voru í söfnuðinum. Og þar stóð hnífur- inn einmitt í kúnni hjá mörgum þeirra sem höfðu um það full- mótaðar skoðanir hver syngja skuli messur í Fríkirkjunni. Gegnum nálaraugað í gær mátti einnig sjá frásögn af þessari merku samkundu í DV. Þar er sagt frá erfiðu starfi dyra- varðanna sem þurftu líkt og Lykla-Pétur að skoða hnausþykka prótokolla og marg- oft að vísa mönnum í annan stað. Ekki er um það getið að ráðagóð- ar kerlingar hafi þurft að tilgreina innihald í skjóðum sínum og má því vera að fleira hafi fokið inn en skyldi. Það virðist alls ekki vera einfalt mál að komast inn í Fríkirkjuna í Reykjavík og DV kann að segja frá manni, sem vildi komast inn á fundinn, en var veginn og létt- vægur fundinn vegna þess að hann hafði flust upp á Kjalarnes í nokkur ár. „Þessi maður var einn margra sem af einhverjum ástœðum voru ekki skráðir í söfnuðinn 1. des- ember og voru sumir mjög ósáttir við hlutverk Hagstofunnar í mál- inu. Þar á meðal var Guðmundur J. Guðmundsson og dóttir hans. Guðmundur sagðist hafa reynt að skrá sig sem Fríkirkjumeðlim síð- ustu 30 árin en Hagstofan ekki gert það. “ Og DV hefur orðrétt eftir Guðmundi J: yyAnnaðhvort vill Fríkirkjan mig ekki eða þjóðkirkjan vill ekki sleppa mér,“ sagði Jakinn og bœtti við að hann hefði veriðfeng- inn til að kveðja Þorstein Björns- son á sínum tímafyrir hönd safn- aðarins. “ En samkvæmt texta með mynd af Guðmundi J. „komst mann- skapurinn inn eftir mikið þref en án atkvœðaseðla.“ Þeir, sem ekki greiddu atvæði í kristalssalnum fyrr um daginn, gátu ekki gengið að því vísu að fá að greiða atkvæði í óperunni um kvöldið. Lúkas 23.34 Vísir sálugi, var í auglýsingum sagður vera fyrstur með fréttirn- ar. DV, skilgetið afkvæmi hans, virtist við fyrstu sýn ekki nema hátt í tvö þúsund árum of seint á sér í gær. Þvert yfir forsíðu stóð í tveimur línum. „Kristur bað böðlum sínum fyrirgefningar“. Hér mun vera vitnað til þeirra tíðinda sem frá er sagt í 23. kafla Lúkasarguðspjalls, krossfesting- ar Krists. Við nánari skoðun kom í Ijós að blaðið er að endursegja orð fríkirkjuprestsins eftir að safnaðarfundurinn hafði með 376 atkvæðum gegn 313 (55% gegn 45%) fellt að víkja honum frá störfum. Á forsíðu er mynd af prestin- um og kemur á óvart að hann fylgir klæðavenju margra ka- þólskra presta og notar rómver- skan kraga. Á myndinni sést ekki neðri hluti prestsins og er því ekki unnt að draga af henni þá ályktun að hann sé í skósíðum kufli og haldi á barðastórum hatti með lágum kolli eins og sumir þjónar Rómarkirkjunnar. Enda hefur ekkert komið fram um að hann aðhyllist ekki lútherskan rétt- trúnað og í samtali við DV segir hann: „Ég vil bjóða öllum sættir sem vilja sœttast við mig og ætla mér að starfa í þeim anda framvegis. Kristur bað böðlum sínum fyrir- gefningar en hann sá þá með augum guðs á himnum. “ Atburðirnir í fyrradag sýna að fundir geta verið mismunandi merkilegir og ekki er alltaf víst að á þeim sé verið að fjalla um eitthvað sem máli skiptir. Þau sannindi hefðu þeir betur haft í huga ýmsir formenn verkalýðsfé- laga úti á landi sem fóru um langan veg til að ræða efnahags- og kjaramál á formannafundi. ÓP Siðumúla 6-108 Reykjavík Sírini 681333 Kv&ldsími 681348 Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Mörður Ámason, Ottar Proppó. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, HjörleifurSveinbjömsson, KristóferSvavarsson, Magnfriður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, OlafurGíslason, Páll Hannesson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Sævar Guöbjömsson, Þor- finnurómarsson (íþr.). Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. LJóainyndarar:EinarÓlason, JimSmart. Útlitotelknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pótursson Framkvæmda8tjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrtfstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrlfstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýaingastjórl: Olga Clausen. Auglýaingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu- og afgreiðslustjórl: Bjöm Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Katrín Bárðardóttir, ÓlafurBjömsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasólu: 70 kr. Nýtthelgarblað: 100kr. Askrlftarverð á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.