Þjóðviljinn - 14.09.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.09.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Árinni kennir illur ræðari Rangfærslum matvörukaupmanns vísað á bug Hrafn Bachmann, kaupmaður í Kjötmiðstöðinni, tjáði sig ný- verið opinberlega um verð- lagsmál (Þjóðviljinn 7. sept.) á þann hátt að ekki verður hjá komist að leiðrétta. Niðurstöður kaupmannsins eru þessar helstar: 1. ,,....frá því matarskatturinn var settur á um síðustu áramót hafa neytendur dregið við sig í matarinnkaupum um allt að 16-18%.“ 2. ,,....án þess að nokkuð hafi verið gert til aðstoðar lág- launafólkinu....“ 3. ,,....á matarskatturinn stóran þátt í því hvernig komið er fyrir matvöruversluninni í landinu." Það er leitt til þess að vita fyrir kaupmannastéttina að talsmaður hennar í þessum efnum skuli ekki koma úr röðum hinna upplýstu kaupmanna, sem áreiðanlega eru margir. Menn sem vita betur og gætu leiðrétt þá sem fara með fullyrðingar sem þessar á opin- berum vettvangi. Lítum á hið rétta í málinu: Það er enginn matarskattur til hér á landi. Söluskattsundanþág- um var fækkað til mikilla muna til þess meðal annars að minnka skattsvik og til þess að búa inn- heimtukerfið undir upptöku virð- isaukaskatts. Á sama tíma voru tollar á innfluttum matvörum felldir niður eða lækkaðir og nið- urgreiðslur á dilkakjöti og mjólk- urafurðum svo stórauknar, að verðlagsáhrifum skattbreyting- arinnar var eytt. 1. Ekki er gott að sjá hvernig kaupmaðurinn fær út þá niður- stöðu að neytendur hafi dregið við sig í matarinnkaupum um 16-18%. En slík er nákvæmnin að einhvers staðar hljóta að vera útreikningar að baki. Eru þeir frá Kaupmannasamtök- unum? Meðfylgjandi er tafla yfir innflutning nokkurra teg- unda matvöru fyrstu fjóra Bjarni Sigtryggsson skrifar mánuði þessa árs og saman- verður aðeins ítrekað að matar- tækja, þegar innskattur fyrir- burður við síðasta ár. Einnig skattur er enginn til hér á landi - tækja verður endurgoldinn áður samanburður á sölu inn- og þvert á móti, þá hafa neytend- en vara er seld. „Hér verður aðeins ítrekað að matarskattur er enginn til hér álandi—og þvert á móti, þá hafa neytendum verið bœtt þau áhriftil verðlœkkunar sem samræming söluskattsinnheimtunnar hafði á verðlag matvöru“. Eigi einstaka verslun í rekstr- arvandræðum meðan verslunin í heild hefur þokkalega eða góða afkomu, þá verður eins og í öllum rekstri að leita skýringa innan viðkomandi fyrirtækis en ekki í umhverfi þess. Og þá dugir ekki að grípa til þeirra ráða að kenna ríkinu um allt. Að hrópa: Matar- skattur! Matarskattur! Því staðr- eyndin er sú að hér á landi er enginn matarskattur til. Þvert á móti hafa hrif söluskatts á matar- útgjöld heimilanna verið milduð til muna. Bjarni er upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins. lendrar búvöru. Hvorugt sýnir þennan samdrátt. 2. Þá er alrangt að ekkert hafi verið gert til aðstoðar lág- launafólkinu þegar söluskatts- undanþágum var fækkað. Barnabætur voru auknar og hafin útborgun sérstaks barna- bótaauka til hinna verst settu. Barnabætur og barnabótaauki nema á þessu ári 2.900 milljónum króna, sem er lið- lega þúsund milljón króna (54%) aukning frá í fyrra. 3. Hvernig er komið fyrir mat- vöruversluninni í landinu? Það verður ekki lesið úr hagtölum að staða verslunarinnar í heild sé afleit, né að matvöruversl- unin í landinu þjáist umfram aðrar atvinnugreinar. Reyndar mátti sjá í yfirliti Frjálsrar verslunar nýverið að næst ríkasti maður landsins hefur byggt auð sinn upp á rekstri matvöruverslunar, sem grundvallast á lágu vöruverði. Því miður hafa einstaka mat- vörukaupmenn og veitingamenn valið þann kost að kenna því sem þeir kalla matarskatt um mótlæti í rekstri fyrirtækja sinna. Hér um verið bætt þau áhrif til verð- hæk.kunar sem samræming sölu- skattsinnheimtunnar hafði á verðlag matvöru. Hér virðist að- eins eiga við hið fornkveðna, að árinni kennir illur ræðari. Með endurupptöku söluskatts á mat- vöru var komið í veg fyrir þann möguleika matvörukaupmanna að geta komið söluskatti af neysluvöru undan. Og þótt hér séu engir kaupmenn nafngreindir né sakfelldir í þeim efnum, þá reyndust vera til dæmi um slíkt. Með neyslusköttum, eins og söluskatti (og síðar virðisauka- skatti í hans stað) er komið á hlut- lausri og réttlátri skattheimtu, sem leggst nokkuð jafnt á alla þegna þegar um brýnustu þarfir er að ræða, en síðan í vaxandi mæli á þá betur settu eftir því sem menn hafa ráð til að leyfa sér aukna neyslu. Allir seljendur vöru og þjónustu innheimta þennan skatt og standa skil á hon- um til ríkissjóðs. Fyrirhöfnin við Innflutningur nokkurra tegunda matvara á fyrstu fjórum mánuðum ársins Jan.-apr. 1987 tonn Jan.-apr. 1988 tonn Breyting milli ára % Kartöflur Ávextir — nýjir, frystir Niöursoðnir ávextir Kaffi Kornvörur ýmis konar Sykur Kex, kökur, brauövörur 19,2 3.231,6 252,7 726,3 4.564,8 3.201,0 656,6 28,9 3.214,6 408.6 690.7 4.106.2 2.913.3 702.7 + 51 — V2 + 62 — 5 — 10 — 9 + 7 Til samanburðar: 1> Jan.-mars 1987 tonn Jan.-mars 1988 tonn Breyting milli ára % Nýmjólk, þús. Iltrar 10.912 11.103 + 2 Rjómi, þús. lítrar 384 464 + 21 Skyr 343 333 — 3 Undanrenna þús. Iltrar - 668 705 + 5 V2 Smjör 167 148 —11V2 Ostur 521 557 + 7 Kindakjöt 1.927 2.110 + 91/2 slíkt er ekki meiri en að halda utan um útgjaldaþætti rekstrar- ins. í kerfi virðisaukaskatts verð- ur meira að segja talsvert um út- borganir úr ríkissjóði til fyrir- 1) Innanlandssala á fyrsta ársfjóröungi 1987 og 1988. 2) Skv. upplýsingum Verölagsstofnunar er smásöluálagning matvara20-40%, nokkuö breytilegt eftir vörutegundum. Stór- markaðsverö er líklega á bilinu 20-30%. Um 16-18% minni neysla Hrafn Bachmann: Óvinsœlasta ráðstöfun semframkvæmd hefur verið. Bitnar mest á láglaunafólki. íöllum tilfellum erskatturinn hœrrien smásöluálagningin Eg er ekki í nokkrum vafa um að frá því matarskatturinn var settur á um síðustu áramót hafa neytendur dregið við sig I matarinnkaupum um allt að 16- 18%. Þessi skattur er sú óvinsæ- lasta ráðstöfun sem gerð hefur verið í manna minnum hérlendis, án þess að nokkuð hafí verið gert til aðstoðar láglaunafólkinu sem hann bitnar einna harðast á, sagði Hrafn Bachmann kaup- maður í Kj'ötmiðstöðinni við Þjóðviljann. Hin erfiða staða hjá matvöru- Miðvikudagur 7. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 búðum hefur ekki farið framhjá neinum að undanfömu hin erfíða staða hjá matvömbúðum og má í því sambandi minna á gjaldþrot Kostakaupa í Hafnarfírði, auk ýmissa samdráttaraðgerða hjá Sláturfélagi Suðurlands sem hef- ur neyðst til að loka fjölmörgum matvöruverslunum sínum. Ástæðan er fyrst og fremst geigvænlegur fjármagnskostnað- ur sem fáir rísa undir, auk sam- keppninnar um kúnann sem leiðir margan kaupmanninn út á ystu nöf. Að sögn Hrafns Bachmanns á matarskatturinn stóran þátt í því hvemig komið er fyrir fyrir ma- tvöruversluninni í landinu. Skatt- urinn sé í öllum tilfellum hærri en smásöluálagningin en hann er 25% og leggst á öll matvæli án undantekninga og á mikla sök á því háa verði á matvælum sem hér er. Auk þess þurfa verslanir að greiða hann til hins opinbera 7 dögum áður en krítarkortin em gerð upp. Hjá Kjötmiðstöðinni einni saman nema viðskipti með krítarkort um 40 miljónum króna á mánuði fyrir utan þá viðskipta- vini sem eru í reikningi. „Algeng | matvömverslun er með þetta 8|^þúsund vömflokka á boðstólu^n á meðan sambæri- legar verslanir í okkar nágranna- löndum erui ekki með nema um 4-5 þúsund vömflokka. Ofan á þetta bætist síðan hið séríslenska fyrirbæri sem heildsalar em. Þeir em á 6. hundrað hér en þyrftu ekki að vera nema um 50,“ sagði Hrafn Backmann. -grh Miðvikudagur 14. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.