Þjóðviljinn - 14.09.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.09.1988, Blaðsíða 8
MENNING Norræna húsið Söngur Erna Guðmundsdóttir sópran- söngkona og Jónas Ingimundar- son píanóleikari halda tónleika í Norræna húsinu fimmtudaginn 15. september k. 20.30. Á efnisskránni eru sönglög og ar- íur eftir George Friedrich Hánd- el, Richard Strauss, Edvard Gri- eg, Claude Debussy, Gaetano Donizetti og fimm íslensk tón- skáld. Erna Guðmundsdóttir lauk mastersprófi frá hinum þekkta tónlistarháskóla í Bloomington í Indianafylki í Bandaríkjunum í vor. Þetta eru hennar fyrstu sjálfstæðu tónleikar. Sádan er livet! Nýtt danskt smá- sagnasafnfyrirfram- haldsskóla Sádan er livet! nefnist danskt smásagnasafn sem út er komið hjá Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar. Sádan er livet er gefið út sem kennslubók fyrir framhaldsskóla og er unnið af dönskukennurunum Annelise Kárason og Gurli Doltrup, sem báðar eru búsettar hérlendis. í safninu eru tólf danskar smá- sögur. Hverri sögu fylgja stutt æviágrip höfundar. í bókarlok eru orðskýringar og spurningar fyrir hverja sögu. Sýningar Guðmundur í Holiday Inn Nú stendur yfir sýning Guð- mundar Karls Ásbjörnssonar á teikningum, vatnslita-, pastel- og olíumyndum í Gallerí Holliday Inn við Sigtún 38, Reykjavík. Guðmundur er fæddur 1938 og stundaði myndlistarnám meðal annars við Myndlista- og hand- íðaskólann, og Accademia di Belle Arti e Liceo Artistico í Flórens, Ítalíu. Auk þess var Guðmundur við nám í málverka- viðgerðum í Barcelona, Spáni. Sýningin stendur til 25. septemb- er og er opin daglega kl. 14:00- 22:00. Mússa í eigin sal Mússa sýnir 17 vatnslitamyndir frá undanförnum 3 árum í eigin sýningarsal, 19, í bakhúsinu að Seivogsgrunni 19, Reykjavík. Þetta er þriðja einkasýning Mússu, en áður hefur hún sýnt Collage-myndir í Reykjavík (1980) og Collage- og vatnslita- myndir í Þýskalandi (1984). Sýningin verður opin daglega kl. 17:00-19:00 til sunnudagsins 9. október. Engin boðskort voru send út, en allir eru velkomnir. Landslag eftir Sigrid Valtingojer. Myndlist Þrettán sýna í útlöndum íslenskir myndlistarmenn sýna í Danmörku, í Póllandi og á Italíu Mú í byrjun mánaðarins voru opnaðar fjórar sýningar er- lendis þar sem alls þrettán ís- lenskir myndlistarmenn sýna verk sín. Flestir eru myndlistar- mennirnir í Danmörku, þar sem stendur yfir septembersýning Lyngby Kunstforening, en þar sýna ellefu myndlistarmenn undir yfirskriftinni Ný íslensk list, en íslensk myndlist á einnig fulltrúa í Póllandi og á Ítalíu þennan mán- uðinn. Sigrid Valtingojer opnaði einkasýningu á grafíkmyndum og teikningum í Gallerí STU í Krak- ow þann 5. september. Galleríið var starfrækt í tengslum við STU- leikhúsið í Krakow þar til fyrir ári, en þá var það flutt í nýtt húsn- æði við Rynek-torg, í miðbæ borgarinnar. Sigrid fór til Pól- lands í tilefni sýningarinnar og mun dveljast þar um tíma til að kynna sér grafík við pólsku Aka- demíuna. Á veitingastaðnum Cremeria Leom við Via Pisani í Mílanó, eru verk Björgvins Pálssonar til sýn- is. Sú sýning er hluti af lista- mannasamskiptum sem Friðrik Ásmundsson Brekkan hefur staðið fyrir undanfarin ár. Björ- gvin sýnir um 20 Gumbichromat myndir, þemað er Portrett og Lauf, og eru litirnir í öllum mynd- Á veitingastaðnum hanga unum ítölsku fánalitirnir. einnig uppi nokkrir tugir stórra Portrett eftir Björgvin. vatnslitamynda sem eigandi veitingastaðarins Giovanni Le- ombianchi hefur málað af ís- lensku landslagi og laxveiðiám. Um síðustu helgi voru svo opn- aðar tvær sýningar á verkum ís- lenskra listamanna í Lyngby, Danmörku. Sýningarnar eru haldnar á vegum Lyngby Kunst- forening, eða Listafélags Lyng- bæjar, undir heitinu Ný íslensk list (Ny islandsk kunst), og er septembersýning félagsins, en septembersýningar hafa tíðkast hjá þeim Lyngbæingum undan- farin 28 ár. í húsakynnum Lyngby Kunst- forening, Hovedgaden 26, eru til sýnis ný og nýleg málverk eftir Svein Björnsson, sem jafnframt var félaginu hjálplegur við að velja verk á hinn hluta sýningar- innar sem haldinn er á Sophien- holm, Nybrovej 401, Lyngby. Þar eru til sýnis málverk, skúlp- túrar og relieff myndir eftir þau Jón Axel Björnsson, Helga Þorg- ils Friðjónsson, Helga Gíslason, Pál Guðmundsson, Georg Guðna Hauksson, Huldu Hák- on, Magnús Kjartansson, Tolla, Grétar Reynisson og Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur. LG íslandssaga Merk heimild um 18. öldina Ellefta bindi Jarðabókar Á rna Magnússonar og Páls Vídalíns komið út Mú er ellefta bindi Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns komið út, en bókin er Ijósprentun á útgáfunni sem Hið íslenska fræðafélag í Kaup- mannahöfn gaf út á árunum 1913- 1943. Ellefta bindið sem fjallar um Þingeyjarsýslur, er það síð- asta í röðinni af útgáfu Fræðafé- lagsins, en Gunnar Guðmunds- son sagnfræðingur vinnur nú að tveimur bindum f viðbót. Verður efni annars þeirra meðal annars það sem til er um Múlasýslur og Skaftafellssýslur, en sá hluti Jarðabókarinnar er löngu glatað- ur, og talinn hafa brunnið í Kaup- mannahöfn árið 1728. Lokabind- ið verður síðan atriðisorðaskrá yfir allar bækurnar. Meðal þeirra sem unnu að út- gáfu Jarðabókarinnar á árunum 1913-1943 voru þeir Bogi Th. Melsteð, Finnur Jónsson og Jak- ob Benediktsson. Útgáfa tólfta bindis var þá fyrirhuguð, en féll niður vegna þess að skjölin voru læst niðri á stríðsárunum, og eins mun fjárskortur hafa ráðið nokkru um að ekki varð af útgáf- unni fyrr en nú. Þar sem fyrsta útgáfan var í litlu upplagi varð hún fljótt ófáanleg, og því var ráðist í ljósprentun bókarinnar árið 1980. Jarðabókin er einsdæmi í ís- landssögunni og þykir hin merk- asta heimild um landbúnað og efnahag íslendinga á 18. öld. Þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín hófu að safna efni í hana þegar þeir komu hingað til lands í um- boði konungs sumarið 1702, til að kynna sér hag þjóðarinnar. Var tilefni ferðarinnar harðindi og áþján liðinna ára, auk bænar- skrár landsmanna til konungs um úrbætur. Höfðu þeir Árni og Páll meðferðis erindisbréf í 30 liðum, áttu meðal annars að kynna sér kjör leiguliða og hjáleigubænda, athuga jarðeignir konungs og ástand klausturjarða, og kynna sér ýmis sakamál sem grunur lék á að hefðu fengið eitthvað vafa- sama meðferð í dómskerfinu. Mikilvægasta hlutverk sendi- manna var þó að semja jarðabók, það sem gerð væri nákvæm grein fyrir öllum jörðum í landinu, hlunnindum þeirra og landkost- um og getið um eigendur, ábú- endur, landskuld, leigu og bú- pening jarðanna. Lauk því verki árið 1714, en Jarðabókarskjölin voru þó ekki flutt til Kaupmanna- hafnar fyrr en 1720. Á næstu árum lágu skjölin í reiðileysi í lokuðum kistum, því Árni Magnússon vék sér undan því að raða þeim saman í eina heild og þýða yfir á dönsku. Það var Skúli Magnússon sem að lok- um vann það verk, en hann mun einnig hafa verið fyrstur manna til að nota Jarðabókina sem heimild við athuganir sínar á hag- sögu íslands. Jón Sigurðsson forseti studdist einnig við Jarða- bókina í rannsóknum sínum, og lét aðstoðarmann sinn Sigurð Hansen afrita hana. Af útgáfu bókarinnar varð hins vegar ekki fyrr en Fræðafélagið tók hana að sér, tveimur öldum eftir að efn- inu var safnað. Sögufélagið, Garðastræti 13 b, hefur umboð fyrir Fræðafélagið í Kaupmannahöfn og sér um dreif- ingu Jarðabókarinnar. LG Útgáfu ellefta bindisins fagnað: Heimir Þorleifsson (form. Sögu- félagsins), Jakob Benediktsson, Pétur M. Jónasson (form. Fræðafélagsins) og Gunnar Guðmundsson. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.