Þjóðviljinn - 14.09.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.09.1988, Blaðsíða 9
MENNING Listasafn íslands Fimm ungir listamenn Fimm ungir listamenn sýna nú málverk og skúlptúra í Lista- safni íslands. Á sýningunni eru alls um 25 verk, og eru flest unnin á þessu ári. Pau Georg Guðni Hauksson, Hulda Hákon, ívar Valgarðsson, Jón Óskar og Tumi Magnússon, eru öll í hópi áhugaverðra lista- manna af þeirri kynslóð sem komið hefur fram á sjónarsviðið á síðustu árum. Pau stunduðu nám við Myndlista- og handíða- skólann, og voru síðan við fram- haldsnám erlendis, á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Fimmmenningarnir hafa allir starfað sem sjálfstæðir listamenn um nokkurra ára skeið, slitið tengslin við listnámið og skapað sér sinn persónulega stíl, sem frumlegir og skapandi listamenn. Öll hafa þau tekið mið af alþjóð- legum liststraumum, en vinna samt sem áður út frá íslenskum veruleika. Á neðri hæðum Listasafnsins eru sýningar á íslenskum verkum í eigu safnsins, og eru þar meðal annars verk eftir Jóhannes S. Kjarval, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Gunnlaug Scheving, Þorvald Skúlason og Nínu Tryggvadóttur. Áðgangur að sýningunum er ókeypis, Listasafnið er opið kl. 11:00-17:00, alla daga nema mánaðarins“ fer fram í fylgd sérf- 13:30, og er mynd septemberm- vald Skúlason. mánudaga. Leiðsögnin „Mynd ræðings, alla fimmtudaga kl. ánaðar Höfnin (1938), eftir Þor- LG Leikhús, eftir Huldu Hákon, er eitt af verkunum á sýningunni. Nýlistasafnið Guðrnn og Sarah r INýlistasafninu við Vatnsstíg standa nú yfir tvær sýningar, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir sýnir skúlptúra, olíumálverk og akrýlmyndir, og Sarah Pucci skrautlega hluti og perluskreytta. Guðrún Hrönn útskrifaðist úr Nýlistadeild Myndlista- og hand- íðaskólans árið 1978, og stundaði eftir það nám við Den Vrije Aka- demíuna í Den Haag, og Jan van Eyck Akademíuna í Maastricht, Hollandi. Hún hefur áður haldið tvær einkasýningar í Nýlistasafn- inu, auk þess sem hún hefur hald- ið sýningu í Boekie Wokie, Am- sterdam. Sarah Pucci, sem er á 85. ald- ursári, hélt sína fyrstu sýningu í Eat Art Gallery, Dusseldorf, árið 1973. Þá hafði hún fengist við að gera skrautlega muni síðan 1959, en aldrei litið á þá sem list, heldur gert þá ánægjunnar vegna, sem gjafir til dóttur sinnar, listakon- unnar Dorothy Iannone. Síðan hefur Sarah sýnt í Galleríi Ben Votier í Nice, ásamt dóttur sinni í Neue Gallerie Stad Aachen og síðastliðið vor í Boekie Woekie, Amsterdam. Sarah hefur unnið fyrir sér allt sitt líf, hún vann meira en tíu ár í sælgætisgerð, og tuttugu ár í verksmiðju General Electric. Þó hún sé ónæm fyrir listrænum viðurkenningum hefur fram- gangur hennar í listaheiminum þó haft þau áhrif að hún er farin að vakna fyrir sinn venjulega fótaferðartíma, sem var kl. 4:30 á morgnana, því hún segir: „Tím- inn flýgur, ég er næstum 86 ára gömul. Sýningum þeirra Guðrúnar Hrannar og Söruh lýkur á sunnu- daginn kemur, þann 18. sept- ember. Nýlistasafnið er opið virka daga kl. 16:00-20:00 og kl. 14:00-20:00 um helgar. LG SÍM Listaverk í Laugardal SÍM boðið til samkeppni um listaverk við íþróttamiðstöðina í Laugardal Félögum í Sambandi íslenskra myndlistarmanna hefur verið boðið til samkeppni um listaverk í Laugardal, Reykjavík. Á að stað- setja verkið fyrir framan íþrótta- miðstöðina við Sigtún, og að því tilefni eru keppendur beðnir um að taka tillit til mikillar bíla- umferðar og bflastæðisleysis við Sigtún, og sjá til þess að ekki verði hægt að aka bifreiðum að listaverkinu. Til samkeppninnar boðar Menntamálaráðuneytið, Borgar- stjórn Reykjavíkur, íþróttasam- band íslands og Ólympíunefn- din, og verða veitt þrenn verð- laun, 450.000 kr., 250.000 kr. og 150.000 kr. Auk þess er dóm- nefnd heimilt að kaupa listaverk fyrir 150.000 kr. Listaverkið er bundið þeim skilyrðum að það tengist á ein- hvern hátt íþróttum og útiveru, sé ekki hærra en 6 metrar, og er reitur sá sem því er ætlaður um 25 x 25. Efnisval er frjálst, svo lengi sem um eitthvað endingargott er að ræða. Höfundar eiga alltaf höfundarrétt að tillögum sínum, auk þess sem þeir eiga efnislegan eignarétt á samkeppnistillögum sem verða keyptar eða hljóta verðlaun. Formaður dómnefndar er Gísli Halldórsson, og er hann tilnefnd- ur af Ólympíunefnd. Auk hans eru í dómnefndinni Níels Haf- stein og Sigurður Örlygsson, til- nefndir af SÍM, Stefán Snæ- björnsson fyrir hönd Mennta- málaráðuneytisins og Þorvaldur S. Þorvaldsson fulltrúi Reykja- víkurborgar. Keppnisgögn fást hjá trúnaðarmanni, Jóhönnu S. Einarsdóttur, að Freyjugötu 41. Skilafrestur er til kl. 17:00, þann 1. mars 1989. Tillögurnar verða sýndar almenningi að Kjar- valsstöðum í lok maí, á meðan ráðstefna íþróttamálaráðherra aðildarríkja Evrópuráðsins stendur yfir. LG Bœkur Norrænn bókaklúbbur 23 miljón manns boðið að gerast meðlimir ínýjum bókaklúbbi Norrænn bókaklúbbur, sá fyrsti sinnar tegundar hefur tekið til starfa, og býðst 23 milj- ónum manns, eða öllum Norður- landabúum, að gerast meðlimir í honum. Klúbburinn sérhæfir sig í norrænum bókmenntum, og er ætlunin að vera með bækur á norsku, dönsku og sænsku, auk þýðinga af hinum norðurlandam- álunum á eitthvert þessara tungu- mála. Að sögn Svens Gunnars Sarm- an sem tekið hefur að sér að „selja Norðurlandabúum“ bóka- klúbbinn, er full þörf á að kynna íbúum Norðurlandanna bækur nágrannaþjóðanna. Flestir þekki þeir betur til Bandarískra bók- mennta en Norrænna, og sé kom- inn tími til að snúa þróuninni við, því Norðurlöndin séu að drukkna í amerískum kúltúr. Meðlimir bókaklúbbsins fá fjóra bókapakka á ári, og verða þrjár bækur í hverjum, á sænsku, norsku og dönsku. Til að byrja með ætlar klúbburinn að vera með þá tólf titla sem keppa um Bókmenntaverðlaun Norður- landa á hverju ári, auk klassískra norrænna bókmennta. Með tím- anum er síðan ætlunin að bjóða meðiimum fleiri titla að velja um. í fyrsta pakkanum verður klassíkerinn eftir Herman Bang, tvö verka hans í einu bindi, Tine og Ved Vejen. Annars fá með- limir klúbbsins ekki að vita fyrir- fram hvaða-bækur eru í pakkan- um, „því þá verður hann meira spennandi". Með hverjum pakka fylgir tímarit á sænsku, dönsku og norsku, þar sem höfundarnir eru kynntir á móðurmáli sínu (erfið orð þýdd), auk þess sem í blaðinu verða orðaskýringar. Þar að auki fá viðtakendur annars bókapakk- ans tvo orðalista, sænsk / danskan og norsk / danskan. Bókapakkinn kostar 360 danskar krónur (rúmlega tvöþús- und krónur), og er reiknað með að fólk borgi af honum einu sinni í mánuði, rúmar sjöhundruð krónur hverju sinni. LG Miðvikudagur 14. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.