Þjóðviljinn - 14.09.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 14.09.1988, Blaðsíða 14
í'j'fWi'/iWíWí Tímabær orð - Hundruð hestamanna leggja leið sína inn á hálendið á hverju sumri - og sumir þeirra eru að fara í fyrsta sinn. Því má gera ráð fyrif þekkingarleysi og vanmati á aðstæðum. Þessu þarf Landssamband hestamanna að sinna og vera í takt við þær hrær- ingar, sem eru í deiglunni. í sam- vinnu við landeigendur, upp- rekstrarfélög og sveitafélög ber L.H. að kortleggja allt landið með tilliti til þessa. Um þetta hefuroft verið fjallað í Eiðfaxa og bent á nauðsyn þess að litið verði á staðreyndir þær, sem blasa viö og bregðast verði við breyttum aðstæðum áðuren öngþveiti myndast. Þannig er að orði kom- ist í nýlegum Eiðfaxa í grein eftir ritstjórann, Hjalta Jón Sveinsson er hann nefnir „Ringulreið í óbyggðum". Eru þettaorð ítíma töluð og bera vonandi þann ár- angur, sem til er ætlast. Ymsir leggja Eiðfaxa til efni að þessu sinni eins og jafnan áður. Sagt er frá sumarbúðum ung- linga í Svíþjóð, þar sem stunduð var reiðkennsla. Stefán Haralds- son, Húsavík ritargrein um litog fríðleika búpenings og vitnar í kröftug ummæli Sigurðarfrá Brún í bók hans „Stafnsættirnar". - Kristjana Valdimarsdóttir rifjar upp ferð hestamanna austur að Ormsstöðum í Grímsnesi. „Slík ferð sem þessi gleymist seint og er sem perla í sjóði minning- anna“, segir Kristjana. Árið 1894 ritaði Gunnar Ólafs- son bóndi á Lóni í Viðvíkursveit í Skagafirði grein í Búnaðarritið er hann nefndi „Um tamningu hesta" og var sérstaklega að henni vikið á sínum tíma hér í blaðinu. Nú birtir Eiðfaxi grein eftirfræðimanninn og bóndann, Finn Jónsson á Kjörseyri í Strandasýslu: „Ýmislegt um hesta", en hún kom í Búnaðarrit- inu 1897. Freistandi væri að birta glefsur úr þessari rúmlega 90 ára gömlu grein Finns en rúmið leyfir þaðekki. Helgi Sigurðsson dýralæknir fjallarum þolreiðaren þolreiða- mót fór f ram hér í sumar. „ísland hefur alla þá kosti sem þarf til að standaaðslíkri þolreið þarsem hér er fyrir hendi hrjóstrug nátt- úra, duglegirhestarog sumar- bjartarnætur", segirHelgi,- Sagt er frá hestaferðum f rá Brekkulæk í Miðfirði og yfirlætis- lausri landkynningu hjónaáÁs- láksstöðum í Eyjafirði. Þá er greint frá ýmsum hestamanna- mótum ísumar, birtur vísnaþátt- urinn Snapir, auk styttri frétta. Og myndbirting blaðsins ersöm við sig. - mhg í dag er 14. september, miðvikudagur í tuttugustu og fyrstu viku sumars, tuttugasti og þriðji dagur tvímán- aðar, 258. dagurársins. Sól kem- ur upp í Reykjavík kl. 6.48 en sest kl. 19.57. T ungl vaxandi á fyrsta kvartili. Viðburðir Krossmessaáhausti. Fæddur SigurðurNordal 1886. Dáinn Kristján Eldjárn1982. Þjóðviljinn fyrir50árum Er heimsstyrjöld að hefjast? Innrás þýska hersins undirbúin með uppreisnum Súdeta. Sami leikur og þegar innrás var gerð á Spán. Tékkneska stjórnin grípur til neyðarráðstafana í ellefu hér- uðum. Chamberlain-stjórnin á í vök að verjast. Stefna stjórnarinnar í uanríkismáium er orðin óvinsæl langt inn í raðir enska íhaldsflok- ksins. VerðurEdenforingi íhalds- flokksins í stað Chamberlains? Þrír togarar koma til Hafnar- fjarðar um miðjan október í haust. UM ÚTVARP & SJONVARP Skilaboð til Söndru Sjónvarp kl. 21.50 Arið 1983 var gerð kvikmynd um söguna Skilaboð til Söndru, eftir Jökul Jakobsson. Var mynd- in gerð af kvikmyndafyrirtækinu Umba. Hún fjallar um miðaldra rithöfund, sem tekur að sér að skrifa handrit að kvikmynd um þann eina og sanna Snorra Sturluson. Það er auðvitað ekki hrist fram úr erminni og til þess nú að fá sem best næði við þetta verk verður rithöfundurinn sér úti um sumarbústað, trúlega á fremur afskekktum stað. En aldrei hefur þótt gott að maður- inn sé einn, jafnvel ekki rithöf- undur, sem er að glfma við Snorra Sturluson. Og til þess nú að brjóta ok einmanaleikans ræður hann til sín unga ráðskonu. Það reynast mikil og slæm mistök því það er eins og við manninn mælt að rithöfundurinn verður yfir sig hrifinn af ráðskonunni ungu. Fara svo leikar að sagn- fræðingurinn í Reykholti hverfur alveg í skuggann fyrir blómarós- inni og sumarbústaðurinn kemur ekki að því haldi, sem ætlað var. Með aðalhlutverk í myndinni fara þau Bessi Bjarnason, Ásdís Thoroddsen, Bryndís Schram, Benedikt Árnason, Jón Laxdal og Bubbi Morthens. - Myndin var áður á dagskrá 19. maí 1986. - mhg Jökull Jakobsson Með lögum skal land byggja Stefnu- mót kl. 9 Rás 1 kl. 13,35 Stefnumót kl. 9 nefnist smá- saga sem lesin verður á Rás 1, kl. 13.35 í dag. Sagan er eftir spænska rithöfundinn Ramón Ferreira. Aðalbjörg Óskarsdóttir þýddi söguna en Valdís Óskars- dóttir les hana. Sagan einkennist af ljóðrænum frásagnarhætti. Hún fjallar um stúlku, sem flest annað er betur Valdís Óskarsdóttir gefið en fríðleikurinn. Allt um það þráir hún ást og hamingju eins og annað fólk og greinir sag- an að örvæntingarfullri leit henn- ar að þeim hnossum. -mhg Stöð 2 kl. 21.50 Með lögum skal land byggja nefnist umræðuþáttur undir stjórn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. í þættinum verð- ur fjallað um tilgang stjórnar- skrárinnar og hugsanlegar breytingar á henni. Það hefur mjög þvælst fyrir þjóðinni að setja sér nýja stjórnarskrá, sem í rauninni hefði átt að gerast fljót- lega eftir lýðveldisstofnunina 1944. - í þættinum verður rætt við þá Sigurð Líndal prófessor, Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmann, Garðar Gíslason, borgardómara, Hrein Loftsson, lögfræðing, Ólaf Ragn- ar Grímsson, prófessor og Þor- stein Pálsson forsætisráðherra. Þama kynni að vanta eins og einn „ólærðan". -mhg Hannes Hólmsteinn Gissurar- son. GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA 14 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN MlðvJkudagur 14. september 1988 I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.