Þjóðviljinn - 14.09.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.09.1988, Blaðsíða 16
 f—SPURNINGIN Kom fréttin um íslenska stóreignamenn þér á óvart? Sveinn Ágústsson húsasmíðameistari Nei í rauninni ekki, Þetta hefur verið vitað lengi. Þaö ætti að skattleggja þá sérstaklega að mínu áliti. Guðrún Jóhannsdóttir nemi Nei hún kom mér ekki á óvart hefur þetta ekki verið svo alltaf sumir ríkari en aðrir. Mér finnst alveg eins að það ætti að leggja sérsakan skatt á þessa menn. Sveinlaug Sigmundsdóttir öryrki Ég hef alltaf vitað að hér væru til menn sem væru mjög ríkir. Svo þessi frétt kom mér ekkert á óvart. Páil Sigurðsson meinatæknir Nei fréttin kom mér ekkert á óvart, ég er heldur ekkert óhress með að þessir menn séu ríkir. Það er engin sérstök ástæða til að skattleggja þá sér, þeir borga mikið skatta hvort eð er. Þröstur Ingólfsson nemi í sjálfu sér kom fréttin mér ekkert á óvart þetta vita allir að þessir menn eru ríkir. Mér finnst engin ástæða til að þeir borgi neinn sér- stakan skatt vegna þess. þJÓOVIUINN Miðvikudagur 14. september 1988 203. tðlublað 53. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN C040^0 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Það tekur enginn á þessu máli nema nemendur sjálfir, segir Sveinþór Þórarinsson stjórnarmaður í Æskulýðsfylkingunni sem hér hengir upp auglýsingu í Fjölbrautaskólanum við Ármúla fyrir ráðstefnuna á sunnudag. Mynd-Jim Smart Framhaldsskólanemendur Skólastofan orðin hvíldarherbergi? Vinna barna og unglinga samhliða námi hefur stóraukist síðustu árin. Æskulýðsfylkingin œtlar að kryfja málið á ráðstefnu á sunnudag. Sveinþór Pórarinsson: Erfið lífskjör og lífsgæðakapphlaupið ástœðan fyrir vinnu nemenda - Það hefur stóraukist á síð- ustu árum að skólanemar vinni á veturna með skóla, t.d. í verslun- um, fleiri klukkustundir á dag og einnig um helgar. Maður heyrir sögur um allt niður í 14 ára krakka í erfiðum verksmiðjustöf- um á næturnar samhliða skóla- námi, segir Sveinþór Þórarinsson stjórnarmaður í Æskulýðsfylk- ingu Alþýðubandalagsins, en fylkingin stendur á sunnudaginn fyrir ráðstefnu undir yfirskrift- inni: Er nám „hobby“? Á ráðstefnunni sem haldin verður að Hverfisgötu 105 verður rætt um vinnu barna og unglinga með námi. Meðal framsögu- manna verða þeir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ, Guð- mundur Magnússon aðstoðar- maður menntamálaráðherra, Ingólfur Sveinsson geðlæknir, R. Hulda Proppé nemandi, Wincie Jóhannsdóttir formaður HÍK og Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ. Kennarar kvarta sífellt meira undan þreytu nemenda og segja margir þeirra engu líkara en að skólastofan sé að breytast í hvíld- arstað eftir erfiðar vinnuvaktir nemenda. - Ég held að það sé einkum tvennt sem hafi ýtt undir þessa óæskilegu þróun. Annars vegar erfið lífskjör. Foreldrar geta ekki lengur stutt börnin sín í fram- haldsnámi og hins vegar lífsgæða- kapphlaupið sem hefur teygt anga sína niður til unglinga allt niður í 13-14 ára aldurinn, segir Sveinþór. - Nú eru það fínu fötin sem gilda í skólanum. Vera smart klæddur og helst á sportbíl líka. Bflaflotinn fyrir utan skólana er víða orðinn stórvanda- mál og í fjölmörgum skólum eru nemendur á mun fínni og dýrari bílum en kennararnir. Til að standa undir þessari neyslu er námið orðið númer tvö. Það er einmitt það sem við vörpum fram í yfirskrift ráðstefnunnar, Er nám orðið Hobby? Verður þú var við að nemend- ur ræði þessi mál í sinn hóp? - Margir nemendur og ekki síður foreldrar hafa verulegar áhyggjur af þessari þróun. Ekki síst hversu dýrt er að stunda skólanám í dag. Það er líka ein- kennilegt að á sama tíma og verðstöðvun á að vera í gildi í landinu þá tekur hún til allra hluta nema skólagjalda og náms- bóka. Þar má hækka allar vörur og öll gjöld. Ég hef einnig orðið var við mikinn áhuga hjá kennurum og öðrum þeim sem láta skólamál og íslenska æsku sig varða. Við höf- um verið að vekja athygli á þess- ari ráðstefnu í framhaldsskólun- um og erum viss um að hún verð- ur byrjunin á frekri umræðu um þessi mál. Ég vil hvetja alla sem þetta mál snertir til að koma og taka þátt í umræðunni á sunnu- dag. Til hvaða ráða á að grípa? Er hægt að banna unglingum að stunda vinnu með námi? -Nei það held ég að sé ekki hægt, nema með því að breyta hugsunarhættinum hjá nemend- um og tryggja ódýrara framhalds- skólanám. Það getur ekki talist heilbrigt að nemendur sem eiga að vera að stunda alvöru nám fullan vinnudag, skuli bæta ofan á sig öðrum vinnudegi til að eiga fyrir náminu eða til að tolla í tísk- unni í skólanum. Ég er ekki að segja að þetta sé algilt, en þetta er því miður orðið allt of áberandi og það verður að taka á þessu máli sem fyrst. Það gerir það eng- inn nema nemendurnir sjálfir. Ætlið þið að fylgja þessu eftir á einhvern hátt? - Að sjálfsögðu. Við í Æsku- lýðsfylkingunni látum okkur hag ungs fólk varða öðru fremur og gerum okkur grein fyrir því að þessi mál verða ekki útrædd á einum sunnudagseftirmiðdegi. Það þarf að færa þessa umræðu inn í skólana og við munum gera okkar til að færa hana þangað inn, segir Sveinþór Þórarinsson. -«g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.