Þjóðviljinn - 15.09.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.09.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 15. september 1988 204. tölublað 53. órgangur Ríkisstjórnin Stjórnarslit blasa við JónHelgason:„TillögurFramsóknareru um lágmarksaðgerðir". Steingrímur kynnti hugmyndir um aukna skattheimtu án kaupmáttarrýrnunar. Bilið milliÞorsteins og hinna stjórnarflokkanna breikkar „Ég lýsti því yfir á ríkisstjórnarfundi í morg- un, að þessar tillögur okkar væru lágmarks- aðgerðir, ef þessa leið ætti að fara. Eg vænti þess að samflokksráðherrar mínir séu á sömu skoðun, því annars hefðu þeir vart sett þessar tillögur fram og ekki gerðu þeir athugasemdir við það sem ég sagði," sagði Jón Helgason, landbúnaðarráðherra í við- tali við Þjóðviljann í gær. Má því búast við að Framsóknarmenn kviki ekki langt frá tillögum sínum, þegar til samninga við Þor- stein Pálsson verður gengið, en sem kunn- ugt er er djúp gjá á milli tillagna þessara tveggja. Undanfarna daga hafa Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkkur verið að slípa tillögur sínar til og hafa að sögn haft tillögur Þorsteins Pálssonar, forsætisráðherra til viðmiðunar. Hafa báðir flokkarnir kynnt hugmyndir sem ná verðbólgunni hraðar og meira niður en hugmyndir Þorsteins gera, auk þess sem Steingrímur Hermannsson telur að verði sínum tillögum fylgt, muni minnkun verðbólgu verða það ör og mikil að kaupmáttur launatekna muni ekki skerðast, þrátt fyrir mikið aukna skatt- heimtu. í tillögum Þorsteins er hins vegar gertráðfyrirum4% kaupmáttarrýrnunog er jafnvel talið að vextir fari hækkandi, þvert á við tillögur hinna ríkisstjórnaflokk- anna. Áróðursstaða Sjálfstæðisflokksins hefur því farið versnandi síðustu daga og virðist sem Þorsteinn Pálsson þurfi að sveigja tillögur sínar mikið til, eigi ríkis- stjórninni að verða fleiri lífdaga auðið. ______ Sjá síðu 2 Haustið er komið Það er ekki heiglum hent að standa á móti jafn vörpulegum laganna vörðum og þeim sem skálmuðu í takt undan haustvindinum í miðborg Reykjavíkur í gær. Enda má greina merki þess hjá manninum í bakgrunni myndarinnar að honum varð ekki um sel við að sjá kvenlögregluþjón- ana stefna í átt til sín. Mynd: Jim. Sovétríkin Spilling og þjóöemishyggja ViðréttarhöldiníMoskvu,þar verið magnaðri en í nokkrum sem tengdasonur Brezhnevs er öðrum hlutum risaveldisins. fyrir rétti ásamt allnokkrum Þetta tengist fornum þjóðlegum frammámönnum í Úsbekistan, hefðum þar syðra og eystra. beinist athyglin að spillingu í sov- ----------------------*-----;---------- ésku Mið-Asíu, en þar hefur hún Sjá SÍðu 12 Sláturhúsin Nýja kjötið ífrystinn Bullandi taprekstur síðustu 2 ár uppá240 milj- ónir. Skortur á lánsfégetur komið í vegfyrir slátrun Geysileg óvissa ríkir meðal sláturleyfishafa í upphafi slátur- vertíðar vegna bullandi taprekst- urs á undanförnum 2 árum uppá 240 miljónir króna og vegna skulda ríkissjóðs við þá uppá 600 miljónir vegna vangoldinna út- flutningsbóta. Af þeim sökum er allt í járnum um hvort sláturl- eyfishafar geti orðið sér úti um nauðsynlegt lánsfé til að geta slátrað í haust. Ólafur Sveinsson kaupfélags- stjóri Kaupfélags Hvammsfjarð- ar segir að aldrei fyrr hafi hann séð það svartara en nú í upphafi sláturtíðar og svo sé um fleiri. Þá sé það morgunljóst að neytendur fá ekki í haust nýtt kjöt á diskinn heldur fari það allt í kæligeymsl- ur. Sjá síðu 3 Launamisrétti Karlar með 64% hæiritekjur Er bestgengur ná konur meðaltekjum ungra pilta og gamalla manna Framkvæmdanefnd um launamál kvenna hefur gefið út öðru sinni bækling með nokkrum staðreyndum um launamál kvenna. Vonast er til að sá mikli munur sem fram kemur á tekjum kynjanna, verði til að þjappa konum saman í baráttunni fyrir jafnrétti á vinnumarkaðnum. Rúmlega 80% kvenna vinna nú utan heimilis. Ef aðeins eru borin saman laun karla og kvenna í fullu starfi árið 1985, sýna skattaframtöl að meðalat- vinnutekjur karlanna voru 64% hærri en kvennanna. Sama ár náðu konur hæstum meðaltekj- um á aldrinum 30-40 ára og sam- svöruðu þær meðaltalinu hjá körlum yfir 75 ára aldri og ung- lingspiltum undir tvítugu. Sjá síðu 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.