Þjóðviljinn - 15.09.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.09.1988, Blaðsíða 4
þJÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Veriolýðshreyfing og Alþýðubandalag Samtök launamanna hafa keppst viö aö mótmæla áformum stjórnvalda um aö meginuppistaðan í efna- hagsráöstöfunum stjórnvalda veröi að lækka laun. Þessi afdráttarlausa neitun og góöa samstaöa verka- lýðssamtakanna virðist hafa komið sumum á óvart. Þaö er engu líkara en einhverjir hafi í raun og veru talið þaö raunhæfan möguleika aö unnt væri aö fá forystu- menn launamanna til að leggja á ráöin um það hvernig heppilegast væri að lækka launin. Síöastliöinn mánudag efndu bæöi ASÍ og BSRB til formannafunda. Skilaboö til stjórnvalda frá þeim fund- um voru ákaflega skýr og einföld: Verkalaun almennra launamanna eru ekki orsök efnahagsvandans. Látiö því launin í friði en snúið ykkur aö því að skapa atvinnu- vegunum lífvænleg skilyröi meö því að ná niður vöxtum og hægja á verðbólgunni. Treysta veröur atvinnuör- yggi í útíflutningsgreinum og leysa sérstaklega vanda þeirra fyrirtækja sem skipta sköpum fyrir atvinnu fólks. Leggja þarf áherslu á afkomuöryggi heimilanna. Aherslur verkalýöshreyfingarinnar eru mjög keimlík- ar þeirri leið sem Alþýðubandalagið hefur boöað aö fara skuli, og því eru þær í algerri andstöðu viö þær hugmyndir sem ræddar eru í ríkisstjórninni, en þær eru allar því marki brenndar aö miðast við skeröingu á kaupmætti. Alþýðubandalagið hefur lagt fram skýrar og ákveðnar tillögur þar sem algerlega er hafnaö öllum hugmyndum um kjaraskerðingu hjá almennu launa- fólki. Aftur á móti er þar síður en svo hafnað hugmynd- um um kjaraskeröingu hjá þeim sem næstir sitja kjöt- kötlunum, því aö grundvallaratriði tillagnanna er aö fluttir veröi fjármunir frá þeim sem rakað hafa saman gróöa í góöæri undanfarinna ára. Verkalýðshreyfingin hefur líkt og Alþýðubandalagið krafist þess að stjórnvöld hlutist til um að vextir verði lækkaðir. Að sjálfsögðu er þar ekki eingöngu átt við nafnvexti sem fylgja verðbólgunni sjálfkrafa og bank- astofnanir eru fljótar til að lækka þegar verðbólgan hægir á sér. Þess er krafist að raunvextir, sú leiga sem greiða þarf fyrir lánsfé umfram verðbætur, verði stór- lækkaðir og verði ekki lengur miklu hærri hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Hjá fjölmörgum fyrirtækjum er fjármagnskostnaður orðinn hærri kostnaðarliður en laun, jafnvel þótt ekki hafi orðið hlutfallsleg aukning á lántökum. Innan ríkisstjórnarinnar hefur ekki verið áhugi eða vilji til aðgerða sem náð gætu niður vöxtum. Þótt ráð- herrar hafi ekki vílað fyrir sér að setja bráðabirgðalög, sem þurrka út ákvæði kjarasamninga, finnst þeim ótækt að skipta sér af því hvað þeir, sem lána út pen- inga, taka mikið fyrir þá þjónustu sína. Oftrú á kreddur markaðsfræðinnar veldur því að ríkisstjórnin hefur talið það ganga guðlasti næst að hafa hönd í bagga með ákvörðunum um vexti. Ráðherrartala með lítilsvirðingu um aðgerðir til að ná niður vöxtum „með handafli“ og þykir slík handavinna víst ekki par fín, en um launin gildir allt öðru máli. Svo virðist sem stór hluti ráðherranna trúi því að raunvextir lækki, ef verðbólga minnkar, og að ekki sé unnt að ná niður verðbólgu nema með því að lækka laun. Þeir treysta sér ekki til að standa að löggjöf sem nær yfir allan fjármagnsmarkaðinn og aðeins nokkrir þeirra þora að tæpa á því að kannski eigi að lækka vexti á ríkisskuldabréfum. Kröfunni um lækkun raunvaxta verður ekki mætt nema með því að setja altæk lög um hámarksávöxtun umfram verðbólgu. Til grundvallar verður að leggja beinarvaxtagreiðslurog afföll af verðbréfum. Umfram- ávöxtun, byggð á hávöxtum eða afföllum, verður að teljast okur og það á að banna með lögum. ÓP 'KLIPPT OG SKORIÐ Nafnlaus glæta Við sögðum frá þvi um daginn hér í Þjóvðiljanum að út er komið nýtt tölublað af riti sem stundum er dreift ókeypis í stórmörkuð- um, -aðallega í Hagkaup-, og er kallað „Glæta“. Ritstjórar, ábyrgðarmenn eða útgefendur eru ekki nefndir í rit- inu. Petta er á sinn hátt merkilegur lestur, og helst veist að Fram- sóknarmönnum, heimskommún- isma og ýmsum ófínum kynþátt- um. Parna er til dæmis erlend grein um það að vandamálin í Suður-Afríku stafi af því að þar sé ekki nógu hreinn og ómengað- ur kapítalismi, klausa um dóna- skap verkfallsvarða VR í vetur leið, önnur um almenna mannvonsku Hjörleifs Gutt- ormssonar, ein þýdd grein um heimspekilega réttlætingu íhalds- seminnar, -svo er þarna talað líka um holla fæðu og mikilvægi landgræðslu, einsog til að draga úr ef einhverjum þætti slagsíða á ritinu. Blaðið er sýnilega kostað al- gerlega með auglýsingum, og að- standendur „Glætunnar" í við- skiptalífinu eru þessir samkvæmt nýjasta tölublaði: Arnarflug, Osta- og smjörsal- an, Ikea, Papco, Samsölubrauð, C-ll þvottaefni, Myllan, Búnað- arbankinn. Barbararnir og bjartsýnin Merkasta efni „Glætunnar" að þessu sinni er hugleiðing eftir Magnús Þórðarson, starfsmann Nató á íslandi, um „Plágurnar á öldinni, sem er að líða“. Úr þess- um pistli er prentaður langur kafli í Staksteinum Morgunblaðs- ins í gær, -og lesendur Þjóðvilj- ans eiga líka fullan rétt á að verða Magnúsi samferða um sögu ald- arinnar, en sú saga mótast helst af misskilinni góðsemi Vestur- landabúa við villimenn í öðrum álfum, manngæslu sem virðist hafa haft í för með sér, -eða að minnsta kosti verið undanfari ægilegra hörmunga. Um og fyrir aldamótin ríkti bjartsýni hér í okkar heimshluta, segir Atlantshafsbandalags- Magnús í „Glætu“. Þá héldu bestu menn „að upp væri að renna stórkostleg öld Fróðafrið- ar“, -„þingbundið stjórnarform, jafnvel „hreint lýðræði“, myndi breiðast út um heiminn meira og minna sjálfkrafa, þegar „barbar- arnir“ (sem nú eru kallaðir „íbúar þriðja heimsins“) gerðu sér ljóst, hversu gott fordæmi Vesturland- abúar hefðu gefið þeim. Þetta hafa samkvæmt Magnúsi verið dýrlegir tímar, einkum vegna þess að þá „höfðu vestræn- ir menn heldur ekkert samvizku- bit af því að halda stífu kennslu- prógrammi að öðrum þjóðum og kenna þeim fræði sín og lifnaðar- hætti. Að spila á orgel og þvo sér Þá þótti heimsveldisstefnan háleit og göfug, segir Magnús Þórðarson, enda margt afrekað í fjörrum löndum á þessari gullöld, -,,í krafti hennar var verið að stofna skóla, kenna fólki að lesa, skrifa, reikna, teikna, syngja eftir nótum og spila á orgel, smíða brýr, leggja vegi og járnbrautir, reisa sjúkrahús, mennta lækna, Glæta 2. TBL. 2. ARG. 1988 Plágurnar á öldinni, sem er að líða Uver oki liefui- tfínar jÆíigur. Wl skvtói hin ÍiirtuKi«n ekki hafjt lvlntiö hinar vttrKu? Vera ina, uö sagnl.l'rtðikit nærsýni vaWi þvl áft þrtwnri IrtlBsasi >kvtur upp i liíilli niiiuun. rn IvuvJiúiV um þertll niinal'. Um síftushtflklainw vmi ílestu' vLvinLkiinemt ig sþ<>l'nvitrHi|?Hi' Uin leiö inftSF llSflri^lWtneSWI. flairin guti «m nsíil ga síqtilfræð- Inga. wrn Js'i. i'im ttg n-v'ivlar Mimir <ih«, geríis þ|i skyssu -,io reyiw að rýnn Iriurt i tinwnn i>! spín ulii fráriivindu innnnkyns- pöUUdltJHS. 'j'nu £ Bis. 22 il IfliMlLa’kmsmnnætlsn i isaiKiunHiumim tjtbkU emknskoöanlr l'Yeutb- a kyiv- lifi uiflu aí> '.iöteklnm ulvtzku I Ivéssuin BfnLim. Br Sigsiwmd Fnwid viil' oröinn dr. Alvfe- rSjj mú..-fur þa&áBtSBaiverifi tekló rrá okkur. K.mniitíUin lsifia «r ú iiuuv )::wtaðJSIferií)mnirtii er htunlHigs!. Kann er nu tiúinn HkemtntilegUi', gákiWU' íríViur sifJiöfiUiihU'- w® <>nilr dUUtnhnicmnar. t'll aö ,,r haim damsJur ruglutlidliir. •Ins og fteiri K)|AnHiílk uþ^wtn cátL s.vá aoin Cai'l .ímf. MUer. Osvtiiú SiMiltgku'. Karl Marx. Kiifldrí..'h Entieis tvoil' síðáHJnefiXlLt trtílglspok; Bis.20 Fáðu þér snúning meðan þú borðar Úr sjónvarpstuminum f Hamborg er stórkostlegt útsýni yflr borgina. Turnlnn snýst þannig að þú fœrö oð sjá hano alia meðan þú borðar góðan mat. kenna fólki að þvo sér og borða hollan mat, koma á póstþjón- ustu, stofna óháða dómstóla og koma á réttaröryggi allra þegna, gera einstaklinginn ábyrgan gerða sinna og útbreiða kristna trú. Það var nú þannig. Laun heimsins Ekki höfðu vestrænar hetjur fyrr riðið um þessi héruð en þær fá sannað að laun heimsins er vanþakklætið. Hvað gerist? „Tvær heims- styrjaldir, -og öldin ekki enn á enda runnin. Nazismi í tólf ár f hjartastað gamla heimsins." Og það sem enn er verra: „Hin hræðilega ófreskja kommúnism- ans hefur legið sem mara og þrúg- andi farg yfir endilöngum ævisk- eiðum hundraða miljóna manna. Og ofaná heimsstyrjaldirnar, nasismann (sem var nú samt ekki nema í tólf ár, greyið) og mesta og blóðugasta bölvald mann- kynssögunnar, kommúnismann, hefur nú bæst enn einn: eyðnin. Eyðnifaraldurinn verður Magnúsi tilefni nokkuð langs máls, enda er sjúkdómurinn „eitt hið óhugnanlegasta sem ég hef kynnzt og farið að hugsa um -þó kannski að sósíalismanum und- anskildum“. En nú hillir undir enn ægilegri hörmung en heimsstyrjaldirnar tvær, nazismann, blóðugasta bölvald mannkynssögunnar og sjúkdóminn eyðni. Fréttir herma nefnilega að allur pappír eftir 1850 „ber sjálfseyðingarefni í sér og er dæmdur til að gulna, molna og verða að engu eða dusti einu að lokum.“ Það er sumsé fátt til bjargar okkur afkomendum þeirra sem fyrir skömmu riðu sem hetjur um héruð og dunduðu við að „stofna skóla, kenna fólki að lesa, skrifa, reikna, teikna, syngja eftir nót- um og spila á orgel, smíða brýr, leggja vegi og járnbrautir, reisa sjúkrahús, mennta lækna, kenna fólki að þvo sér og borða hollan mat, koma á póstþjónustu, stofna óháða dómstóla og koma á réttaröryggi allra þegna, gera einstaklinginn ábyrgan gerða sinna og útbreiða kristna trú.“ Hugsanlegur jafningi Grein Magnúsar er þannig öll skrifuð af slíkri skarpskyggni og djúpri sögulegri innsýn að fáir aðrir núlifandi íslendingar kom- ast með tærnar þarsem hann set- ur hælana. Það er helst að Magnús finni fyrir jafningja sinn í Velvakanda Morgunblaðsins þegar þangað skrifar rithöfundur sem af hóg- værð kallar sig „Húsmóður". „Húsmóðir“ fjallar til dæmis í blaðinu í gær um nýjasta samsær- ið gegn vestrænu samfélagi og frjálsri hugsun: dýrslegar verð- hækkanir bókaforlaganna á nýj- um skólabókum. Þar er Bókaút- gáfan Mál og menning í farar- broddi, og innanhússmönnum þar gengur illa að villa á sér heim- ildir frammi fyrir „Húsmóður“ í Velvakanda: „Þœr voru nú ekki velfengnar rúblurnar sem forlagið var stofn- að fyrir. Það vissu þeir, kommis- ararnir sem ráku fyrirtækið. Svo Stalín gœti fóðrað sjálfboðalið- ana, sem börðust fyrir því að koma helfjötrum marxismans á föðurlönd sín, þurfti hann að taka kornið frá hungruðum almenn- ingi í Rússlandi og breyta því í erlendan gjaldeyri handa þessum þá þokkalegu hugsjónamönnum. Konan, sem var sendiherra Rússlands í Stokkhólmi og styrkti kommúnistaflokkana á Norður- löndum, mátti þola það að Stalín lét taka af lífi minnsta kosti einn eiginmann hennar. Allt var samt gott sem Stalín gerði, eins og best sést á áróðrinum sem Mál og Menning gaf út. Þeir þurftu að greiða Stalín fyrir fjárhagsstuðn- inginn. Hann barðist á móti auðvaldinu en sjálfur seldi hann allt dýrast. Það er reginmunur hvort okrað er á skartgripum eða námsbókum því allir verða að lœra að lesa og fer slíkt ekki eftir efnum og ástœðum." Heimur fer svo sannarlega versnandi og var þó nógu vondur fyrir. _n, Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppé. Fréttaatjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, HjörleifurSveinbjömsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Sævar Guðbjörnsson, Þor- finnurómarsson (íþr.). Handrita- og prófarfcaiestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Útlitateiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pótursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skiifstofustjórt: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjórl: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Krístinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavar8la: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbrelðslu-og afgreiðslustjórl: Bjöm Ingi Rafnsson. Afgreiðala: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Ipnhelmtumenn: Katrín Bárðardóttir, ólafurBjömsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Slðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áakriftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.