Þjóðviljinn - 15.09.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.09.1988, Blaðsíða 9
Stefnumörkun í sauðf járrækt Pað var fyrirfram ákveðið, að málefni sauðfjárræktarinnar yrðu tekin til sérstakrar meðferð- ar á fundinum og ekki ófyrirsynju eins erfiðlega og horfir fyrir þeirri búgrein. Eftirfarandi ályktun um stefnumörkun í sauðfjárrækt var samþ. samhlj. Framleiðsla sauðfjárafurða er þjóðinni mikilvæg í tvennum sícilningi: a) Hún er megin forsenda fyrir viðhaldi byggðar í dreifbýli lands- ins. b) Hún er mikilvægur þáttur í fæðuöflun þjóðarinnar, skapar verðmætt hráefni til iðnaðar, byggir að stærstum hluta á inn- lendum aðföngum. Forsenda þess að bændur geti í framtíðinni rækt þetta hlutverk er að stjórnvöld sýni því skilning og vinni með samtökum bænda og afurðastöðva að lausn þess vanda, sem fjárbændur eiga nú við að fást. í þeim tilgangi að tryggja stöðu og afkomu fjárbænda leggur Stéttarsambandið áherslu á eftir- farandi atriði er unnið verði að næstu ár: 1. Birgðum kindakjöts verði sem fyrst komið í það horf sem búvörusamningurinn kveður á um. Einnig athuguð hagkvæmni þess að lækka birgðimar enn frekar. 2. Lögð verði áhersla á að styrkja stöðu fjárbænda á svæð- um þar sem sauðfjárrækt er aðal atvinnuvegur og beitilönd víð- lend og góð. 3. Nýting lands verði með þeim hætti að gróður aukist en rýrni ekki. Stuðlað verði að tilfærslu fullvirðisréttar úr sauðfé í mjólk á þeim svæðum, sem eru gróður- farslega veik. - Komið verði á annarri atvinnu í stað sauðfjár- framleiðslu þar sem hún er lögð niður. 4. Kaupi eða leigi Framleiðni- sjóður fullvirðisrétt í sauðfé af nánar tilgreindu sauðfjárfram- leiðslusvæði verði honum gert skylt að skila hluta þess réttar til viðkomandi svæðis. 5. Uppkaupum Framleiðni- sjóðs á fullvirðisrétti verði beint að þeim svæðum, sem eru gróð- urfarslega veik og þar sem þau skapa ekki hættu á röskun bú- setu. 6. Hafin verði skógrækt þar sem land er vel til þess fallið. Þar verði bændum tryggð vinna og laun í tiltekinn tíma, selji þeir Framleiðnisjóði fullvirðisrétt sinn í sauðfé. 7. Jarðakaupasjóður ríkisins verði efldur. 8. Með aðgangi að hagkvæmu lánsfé verði sveitarfélögum auðveldað að kaupa jarðir bænda, er hverfa frá búskap. Óski sveitarfélag þess, greiði sjóður, er mynda skal með fram- lagi Framleiðnisjóðs og Byggða- sjóðs, verð framkvæmda á slíkum jörðum. 9. Bændur kosti kapps um að aðlaga sig gildandi fullvirðisrétti, enda bjóði Framleiðnisjóður upp á raunhæfa fækkunarsamninga á þessu hausti. 10. Hafinn verði undirbúning- ur að gerð nýs búvörusamnings og að því stefnt, að ávallt liggi fyrir samningur fjögur ár fram í tímann hið skemmsta. 11. Bændur og afurðastöðvar leiti leiða til ýtrasta sparnaðar í rekstri, er leitt geti til lægra verðs á kindakjöti, aukinnar sölu og betri samkeppnisaðstöðu. -mhg Matarskatturinn fbrdæmdur Ekki verður sagt að bændur unni matarskattinum um skör fram fremur en flestir aðrir. Sætti hann harðri gagnrýni á fundin- um, sem samþykkti samhljóða eftirfarandi ályktun: Fundurinn... mótmælir harð- lega 25% matarskatti, sem lagður var á frá og með síðustu ára- mótum. Mótmælt er þeirri aðför, sem gerð var að íslenskum land- búnaði með þessum hætti, án nokkurs fyrirvara af stjórnmála- mönnum. Mótmælt er harðlega þeirri mismunun, sem kemur fram milli kjöttegunda, sem framleiddar eru við sömu skilyrði, sem kemur m.a. fram í því, að hrossakjöt er ein kjöttegunda látin bera 25% söluskatt, sem þýðir skattlagn- ingu til ríkissjóðs upp á 50-60 milj. kr. á ársgrundvelli. Einnig mótmælir fundurinn harðlega 25% söluskatti á silungi, kart- öflum og grænmeti, sem skerðir samkeppnismöguleika búg- reinanna gagnvart annarri bú- vöruframleiðslu. Aðalfundurinn felur stjórn Stéttarsambandsins í framhaldi af þessu að ná fram breytingum á lögum um virðisaukaskatt, m.a. með þeim hætti, að skattþrepin verði tvö, þar sem lægra skatt- þrepið verði sem lægst gagnvart matvælum. Aðalfundurinn varar stórlega við virðisaukaskatti með einu skattþrepi og felur stjórn Stétt- arsambandsins að láta undirbúa neyðarráðstafanir, sem grípa verður til náist ekki fram breyting f tvö skattþrep. í greinargerð er lögð áhersla á fræðslu og kynningu á þessari kerfisbreytingu, ef af henni verð- ur og að við endanlegan frágang laganna verði tekið tillit til sér- stöðu landbúnaðarins. Óviðun- andi er að leggja virðisaukaskatt af fullum þunga á sölu veiðileyfa til sportveiða. Kemur þar til, að mikill hluti veiðleyfa er seldur út- lendingum, en virðisaukaskatt á að endurgreiða af þeirri vöru og þjónustu, sem seld er úr landi. -1 annan stað yrði hler um að ræða beina skattlagningu á viðkom- andi bændur, þar sem veiðileyfi eru seld hæstbjóðanda hverju sinni. - Loks yrði þetta beinn landsbyggðarskattur sem hefði áhrif á tekjur viðkomandi sveitarfélaga, þar sem verðmæti veiðiárinnar mundi rýrna. - Lögð er höfuðáhersla á að haft verði fyllsta samráð við hagsmuna- samtök bændastéttarinnar um þau atriði laganna um virðis- aukaskatt, sem varða stéttina. -mhg Reglur um fullvirðisrétt Fundurinn taldi ástæðu til að setja skýrari reglur um umráða- rétt og notkun fullvirðisréttar og samþ. ályktun þar sem kveðið er á um að kjósa 5 manna nefnd til þess að gera tillögur um slíkar reglur. Nefndin skili áliti til stjórnar Stéttarsambandsins fyrir 1. mars 1989, sem sendi það út til um- sagnar stjórna búnaðarsambanda og kjörmannafunda og leggi mál- ið síðan fyrir næsta aðalfund Stéttarsambandsins. Nefndin vinni m.a. með eftirfarandi atriði í huga: 1. Fullvirðisréttur tengist bú- rekstri á lögbýlum. 2. Aðrir en starfandi bændur geti ekki haft þennan rétt eða tekjur af honum. 3. Leggist búskapur á lögbýli af geymist fullvirðisréttur býlisins í 5 ár, en búnaðarsambandi við- komandi héraðs sé heimil tíma- bundin úthlutun hans. 4. Huga skal að því hvernig ný úthlutun geti greitt fyrir endur- nýjun og kynslóðaskiptingu. -mhg HjörturE. Þórarinsson, bóndi áTjörn ogformaðurBúnaðarfélags íslands, ávarparfundinn. Umræður um sauðfjárbúskapinn voru fyrirferðarmiklar á fundinum. Stéttarsambandið Aðalfundurinn á Akureyri Aðalfundur Stéttarsambands bœnda varaðþessu sinni hdldinn íhúsakynnum Menntaskólans á Akureyri, dagana31. ágústtil2. sept. Barþar eðlilega margt á góma nú sem œtíð áður. Um- rœður urðu miklar og almennar og afgreiddur fjöldi ályktana um hin ýmsu hagsmuna- og félagsmál bœndastéttarinnar. Þóttmenn vœru engan veginn á einu máli um allt, - mér liggur nú við að segja, sem beturfer, - leiddu skoðanaskiptin til þess aðflestar álykt- anirnar voru samþykktar með samhljóða at- kvœðum. Erþað og mála sannast aðþótt bœndur skiptistíýmis búgreinafélög, þáfalla heildar- hagsmunir stéttarinnar í einn ogsamafarveg. Meðal ályktana, semfundurinn samþykkti eru þœr sem hér birtast. Bratið á slátur- leyfishöfum Sláturleyfishafar eru nú, marg- ir hverjir, illa staddir vegna tregðu ríkisvaldsins á að inna af hendi lög- og samningsbundnar greiðslur til þeirra. Því samþ. aðalfundur Stéttar- sambandsins ályktun, þar sem þess er krafist af ríkisvaldinu, að sláturleyfishöfum verði nú þegar greiddir áfallnir vextir og útflutn- ingsbætur á sauðfjárafurðir verð- lagsársins 1987/88, eins og þeim ber samkvæmt lögum og samn- ingi ríkisvaldsins og Stéttarsam- bandsins. - Einnig fari fram lok- auppgjör sauðfjárafurða hausts- ins 1986 þegar í stað. -mhg Tryggingamál Tryggingamál bænda voru all- mikið rædd á Stéttarsambands- fundinum. Lagði fundurinn m.a. til, að lögum um Bjargráðasjóð yrði breytt á þann veg, að ein- stakar búgreinar geti verið und- anþegnar gjaldskyldu til sjóðsins sé það samþykkt af viðkomandi búgreinasambandi og stjórn Stéttarsambandsins. Þá var stjórn Stéttarsambands- ins falið að vinna að breytingum á lögum um Viðlagatryggingu ís- lands þannig, að hún taki yfir tjón af völdum grasbrests, óþurrka og uppskerubrests í garðrækt. Afram verði unnið að samn- ingum tryggingarskilmála fyrir kúa- og sauðfjárbú og að því stefnt, að þau geti keypt sér frjálsa búfjártryggingu um ára- mót 1989/90, enda liggi þá fyrir, að þær séu hagstæðari en núver- andi trygging Bjargráðasjóðs, og fyrir liggi einnig hvort lögum um Viðlagatryggingu íslands hafi verið breytt. Ennfremur komi þá til samþykki viðkomandi bú- greinasambands og Stéttarsam- bandsins. „Lokatakmarkið er, að bænd- ur geti keypt sér allar tryggingar búsins í einum pakka, misstórum eftir þörf manna, á sem hagstæð- ustum kjörum. Forsenda þess er að lögboðin brunatrygging húsa í sveitum sé gefin frj áls“.... -mhg Ymsar ályktanir Meðal þeirra ályktana, sem að- alfundur Stéttarsambands bænda samþykkti, eru þær sem hér fara á eftir: Lífeyrissjóður Fundurinn vekur athygli á van- efndum ríkissjóðs á skuldbind- ingum sínum við Lífeyrissjóð bænda. Telur fundurinn þetta ástand óviðunandi og felur stjórn Sambandsins að knýja fram leiðréttingu þessara mála. Um s.l. áramót mun um 50 milj. kr. hafa vantað upp á að ríkissjóður stæði við skuldbindingar sínar. Kanínurækt Fundurinn telur að loðkanínu- rækt geti átt verulegu hlutverki að gegna í þeirri búhátta- breytingu sem unnið er að. Telur og að aukin kynning og leiðbein- ingaþjónusta sé nauðsynleg ásamt styrkveitingu Framleiðni- sjóðs til markaðsátaks og eflingar afurðastöðva. Þá verði tafarlaust sett reglugerð um niðurfellingu söluskatts á byggingum og tækj- um vegna kanínuræktar. Skógrækt Fundurinn telur brýnt að nú þegar verði hafist handa um rækt- un nytjaskóga til styrktar atvinnulífi í sveitum. Taka þarf ákveðin landsvæði hentug til skógræktar, jafnhliða niður- skurði sauðfjár, til skipulegrar langtímanýtingar, undir yfir- stjórn heimaaðila. Skorað er á Alþingi að tryggja fjármagn fyrir öllum kostnaði við plöntun í a.m.k. 1000 ha árlega næstu 20- 30 árin. Kappkostað verði að bændur sjái sjálfir um sem flesta þætti skógræktarinnar en fái að- stoð frá Skógrækt ríkisins. Fóstrustörf Fundurinn skorar á stjórn Stéttarsambandsins að fylgja fast eftir kröfum Félags fósturmæðra í sveit á Suðurlandi um að þær hafi sambærileg laun fyrir að vista börn og starfssystur þeirra í þétt- býli. Einnig að Stéttarsambandið standi að stofnun Landssamtaka vistforeldra í sveit. Vanefndir Fundurinn felur stjórn Stéttar- samb. að hlutast til um það við ríkisstjórn og Alþingi að greidd verði að fullu og á eðlilegum tíma lögboðin framlög, samkv. jarðræktar- og búfjárræktar- lögum. Telur óviðunandi þann drátt, sem orðið hefur á þessum greiðslum s.l. tvö ár. Ferðaþjónusta Fundurinn krefst þess að Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins taki upp þróun í ferðaþjón- ustu á vegum bænda nú þegar, í fullri samvinnu við stjórn sam- takanna. Gerð verði áætlun um það, að rekstur samtakanna standi á eigin fótum sem allra fyrst. Eitt fyrsta verkefni í þessari samvinnu skal vera að tryggja fjárhagslega stöðu samtakanna þannig að sú mikla undirbúnings- vinna, sem unnin hefur verið í markaðssetningu og markaðs- öflun glatist ekki. Nauðsynlegt er að leysa þegar úr fjárþörf sam- takanna fram til næstu áramóta. -mhg Séð yfir hluta af fundarsalnum. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. september 1988 Flmmtudagur 15. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.