Þjóðviljinn - 15.09.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 15.09.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRÉTTIR — Talabani Kúrdaleiðtogi Utrýming vofir yfir Kúrdum Leitar sambands við Sovétmenn Djala) Talabani, einn sá kunn- asti af leiðtogum Iraks- Kúrda, sagði í gær í viðtali við líbanskt blað að Saddam Huss- ein, aðalvaldhafi íraks, hyggðist útrýma kúrdneska þjóðernis- minnihlutanum í landinu eða flæma hann úr landi. Að minnsta kosti 60.000 Kúrdar hafa nú flúið frá írak til Tyrklands og um 16.000 til írans. Her íraksstjórnar hóf stórsókn gegn kúrdneskum uppreisnar- mönnum 19. júlí s.l., þegar dag- inn eftir að íran hafði samþykkt tillögu Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé í íransk-íraska stríðinu. Enginn vafi virðist nú leika á því að eiturgas sé helsta vopn fraks- hers í sókn þessari, enda þótt íi- aksstjórn harðneiti því að svo sé. George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði á þriðjudag að stjórn sín teldi það engum vafa bundið að íraksher beitti efnavopnum gegn Kúrd- um. í téðu blaðaviðtali hélt Tala- bani því fram, að íraksher hefði í sókn þessari, sem virðist öllu fremur beinast gegn óvopnuðu fólki en vopnuðu liði Kúrda, lagt í eyði um 5000 kúrdnesk þorp og 22 smáborgir. Kúrdneski leiðtog- inn sagði ennfremur, að tilboð fr- aksstjórnar um að hefja viðræður við hin ýmsu uppreisnarsamtök Kúrda væri lítils virði meðan út- rýmingarhernaðinum væri haldið áfram. Eiturgashernaður írakshers hefur vakið mikla athygli og ugg á alþjóðavettvangi og leitt til þess að hélstu ríki Vesturlanda, auk Norðurlanda, hafa hreyft málinu á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. Er hér um nýjung að ræða, því að fram að þessu hafa erlend ríki yfirleitt forðast að skipta sér af deilum íraksstjórnar og Kúr- da. Talabani sagði í viðtalinu að Íraks-Kúrdar leituðu nú eftir vinsamlegum samskiptum við Sovétríkin og hefðu þegar fengið sæmilegar undirtektir þar. Til- gangurinn með því er efalaust sá að fá Sovétmenn til að ganga í málið og fá íraksstjórn til þess að láta af útrýmingarhernaðinum. Talabani er leiðtogi Föður- landssambands Kúrdistans, einn- ar af baráttuhreyfingum íraks- Kúrda. Hann á að baki langan og Jóhannes Páll páfi eftir að hann hafði særst af skoti tilræðismanns á Péturstorgi - nú var hann aftur í námunda við skothríð. Byssumenn í Lesóthó Tóku gísla og kröfðust páfafundar Jóhannes Páll páfl annar er þessa dagana í opinberri heim- sókn til ríkja í sunnanverðri Afr- íku, en ekki hefur sú ferð verið með öllu óhappalaus. I þeirri svipan er páfl kom til Maseru, höfuðborgar smáríkisins Les- óthó, tóku einhverjir vopnaðir menn þar í borg á vald sitt stóran fólksflutningabfl, sem í voru nunnur og börn. Héldu byssu- mennirnir fólkinu í gíslingu og kröfðust þess að páfi kæmi til fundar við þá. Gíslatökumennirnir kröfðust þess einnig að Mosheshoe Lesót- hókonungur kæmi að máli við þá. Kröfum þeirra var ekki sinnt og ók bílalest páfa framhjá hinum hertekna vagni í ekki mikilli fjar- lægð. Skömmu síðar var ráðist á mannræningjana og þeir yfirbug- aðir. Munu nokkrir menn hafa fallið og særst í viðureigninni. Ekki hefur komið nánar fram hverjir mannræningjar þessir voru. Páfi kom til Lesóthó akandi frá Jóhannesarborg. Hann hafði ekki ætlað að heimsækja Suður- Afríku, vegna andstöðu sinnar við apartheid, en flugvél hans neyddist til lendingar þar vegna slæms veðurs. -Reuter/- dþ Kúrdneskir flóttamenn í Tyrklandi - 60.000 ern þegar flúnir þangað undan eiturgashernaði írakshers. nokkuð breytilegan feril í sjálf- milli þeirra Múlla Mústafa Barz- að Talabani var um hríð f liði með stjórnarbaráttu Iraks-Kúrda. Á anis, aðalleiðtoga fraks-Kúrda í fraksstjórn í stríði hennar gegn 7. áratugnum kastaðist í kekki þá daga, með þeim afleiðingum mönnum Barzanis. Reuter/-dþ. Arafat í Strassbúrg Hugsanlegt aö PLO viðurkenni ísrael Jasser Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínu (PLO), sem nú er í tveggja daga einkaheim- sókn til Evrópuþingsins í Strass- búrg, sagði á þriðjudag að til greina kæmi að PLO samþykkti ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 242. Ef af þessu yrði, myndi það jafngilda viðurkenningu PLO á Israel. Fram að þessu hefur PLO ekki fengist til að viðurkenna téða ál- yktun og það verið ein af hind- rununum í vegi sátta milli ísraels og Palestínu-Araba. Á frétta- mannafundi í gær stakk Arafat upp á því sem möguleikum að ísraelar kveddu hersveitir sínar frá herteknu svæðunum í Palest- ínu og að Sameinuðu þjóðimar tækju þau í staðinn undir vemd sína, eða þá að þegar væri lýst yfir stofnun palestínsks ríkis á Vest- urbakkanum og í Gaza, enda þótt svæðin væru áfram hersetin af ísraelum. ísraelsstjórn hefur þegar lýst því yfir að ummæli Arafats séu að hennar áliti þýðingarlaus og harðlínumenn innan PLO, sem andsnúnir eru Arafat og njóta stuðnings Sýrlands, hafa tekið það fram að þeir taki ekki í mál að sætta sig við minnna en endur- heimt allrar Palestínu Aröbum til handa. -Reuter/-dþ Botha í ..vináttusókn“ Heimsækir Malaví PIAV Botha, forseti Suður- ■ W ■ Afríku, kom í fyrra- dag í opinbera heimsókn til Mala- ví og ræddi við forseta landsins, Kamuzu Banda. Malaví er nú eina blökkumannaríkið í Afríku sem hefur stjórnmálasamband við Suður-Afríku. Þrátt fyrir vemlegan þrýsting utan frá hefur Malavístjórn harð- neitað að slíta téðu stjómmála- sambandi, sennilega einkum vegna efnahagslegra tengsla við Suður-Afrfku, sem efnahagslega séð er langvoldugasta ríki sunn- anverðrar Afríku. Á fundinum í fyrradag hét Botha því meðal annars að vera vægur í kröfum á hendur Malaví um afborganir af lánurn, sem Malaví hefur fengið hjá Suður-Afríku, og að láta Mal- aví í té 3000 smálestir af maís til hjálpar flóttamönnum frá Mó- sambik, sem flúið hafa til Malaví vegna borgarastríðs í heimalandi sínu. Til Malaví kom Botha frá Mós- ambik, þar sem hann ræddi við ráðamenn og endurtók fyrri lof- orð Suður-Afríku um að styðja ekki mósambíska uppreisnar- menn, sem þar hafa lengi stundað hernað gegn stjórnarvöldum. Mósambikstjóm hefur þráfald- lega sakað Suður-Afríku um að hafa gengið á bak orða sinna í því efni. Þetta eru fyrstu opinberu heimsóknir Botha til blökku- mannaríkja, að því frátöldu að hann var fyrir tveimur árum við- staddur krýningu Nsmati kon- ungs í Svasalandi, sem er að mestu uinkringt suðurafrísku landi og mjög upp á Suður- Afríku komið í efnahagsmálum. Botha á nú mjög í vök að verjast í stjórnmálum heima fyrir og er talið að með téðum vináttuheim- sóknum hyggist hann hressa upp á virðingu sína þar. -Reuter/-dþ Samstaða Rætt við Talsmaður pólsku stjórnarinn- ar tilkynnti í gær að Lech Walesa, leiðtogi hins óháða verkalýðssambands Samstöðu, og Czeslaw Kiszczak, innanríkis- ráðherra, myndu ræðast við í dag til undirbúnings viðræðum um framtíð Póltands, eins og það var orðað. Fyrirhugað er að auk ríkisstjórnarinnar og Samstöðu taki kaþóiska kirkjan og fleiri að- ilar þátt í þeim viðræðum. Þeir Kiszczak og Walesa hitt- ust áður 31. ágúst, en á þriðjudag ráðherra sakaði talsmaður stjórnarinnar Samstöðu um að hafa gert að engu möguleika á frekari við- ræðum með því að bera fram kröfur, sem ómögulegt væri að ganga að. Nú virðist stjórnin hafa skipt um afstöðu í því efni. Við- ræður þessar með þátttöku Sam- stöðu þykja benda eindregið til þess að pólska stjórnin, sem enn hefur verkalýðssamtök þessi í banni, hafi séð sér þann kost vænstan að viðurkenna mikilvægi þeirra í þjóðfélaginu. Reuter/-dþ. Fimmtudagur 15. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.