Þjóðviljinn - 15.09.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 15.09.1988, Blaðsíða 14
Ferða- þjónustan Þegar kreppir að hinum hefð- bundnu framleiðslugreinum landbúnaðarins svo að grípa verður til samdráttaraðgeröa þá er það höfuð nauðsyn að takast megi að finna nýja atvinnumögu- leika fyrir bændur. Lánist það ekki er hætt við að víða halli undan fæti í byggðum landsins. Upp á ýmsu hefur svo sem verið brotið. Sumtlofargóðu, annað gengur miður. Búháttabreyting- um verður ekki komið á að veru- legu marki í einum svip. Þær hljóta að taka sinn tíma og sá tími verðuraðfást. Ein þeirra nýbúgreina, sem miklar og raunhæfar vonir eru bundnarvið, erferðaþjónustan. Ferðaþjónusta bænda hefur nú starfaðínokkurár. Húnfórrólega af stað, menn gáfu sértímatil að þreifa fyrir sér og það voru skyn- samleg vinnubrögð. En þessi starfsemi hefur gengið vel og fært út kvíamar með hverju ári. Nú er svo komið, að ferðaþjón- ustan er rekin á um 100 bæjum, (ekki 1000 eins og prentvillupúk- inn laumaði inn í frétt hér í blaðinu nýlega). Eru þeir í öllum lands- hlutum. Þar er boðið upp á marg- háttaða þjónustu, fræðslu, skemmtun og hvíld. Framanaf voru gestimir að miklum hluta til erlendir en hin síðari ár hefur þeimíslendingum.semnotfæra •» sér þessa þjónustu, farið sífjölg- andi og er það gleggstur vitnis- burður um þær vinsældir, sem hún nýtur. Ferðaþjónustan hefurfrá upp- hafi lagt mikla áherslu á fræðslu- og kynningarstarfsemi. í sumar gaf hún t.d. út bækling, sem nefn- ist Veiðiflakkarinn. Nafnið er val- ið með hliðsjón af því „að þú get- ur flakkað um landið að vild og komist í veiðiskap um allt land,“ eins og segir í bæklingnum. Þarna er að finna upplýsingar um bæi þar sem hægt er að stunda veiði ýmist í ám, vötnum eða sjó, veiðivon, meðalstærð fisks, teg- undir, og uppdrætti sem sýna veiðistaðina og umhverfi þeirra. Á vegum Ferðaþjónustu bænda er nú veiði í boði á um 50 bæjum á landinu. Getur þar ýmist verið um að ræða silungsveiði, lax- veiði, sjóstangaveiði eða veiði í fjöru. Ferðaþjónusta bænda rekur skrifstofu í Bændahöllinni, sími 91 -623640 eða 19200. Þarer leitast við að veita allar umbeðn- ar upplýsingar um þessa starf- semi. -mhg í dag er 15. september, fimmtudagur í tuttugustu og annarri viku sumars, tuttugasti og fjórði dagur tvímánaðar, 259. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 6.51 en sestkl. 19.53. Tunglvax- andi á fyrsta kvartili. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Honduras. Þjóðhátíðardagur Guatemala. Þjóðhátíðardagur El Salvador. Þjóðhátíðardagur Costa Rica. Þjóðhátíðardagur Nicaragua. Þjóðviljinn fyrir50 árum Fer Chamberlain á fund við Hitler í dag á Berchtesgaten. Um alla Evrópu ríkir uggur um f ram- tíðina. Norðfjörður: Síra Eiríkur Helgason sækir um bæjarstjór- astarfið. HafnarSkjaldborgin val- inkunnumAlþýðufl.manni? UM ÚTVARP & SJONVARP 7 Hvora höndina viltu? Rás 1, kl. 13.35 I dag hefst lestur nýrrar mið- degissögu. Nefnist hún „Hvora höndina viltu?“ og er eftir danska rithöfundinn Vitu Andersen. Inga Birna Jónsdóttir þýddi sög- una og les. Vita Andersen er íslendingum að góðu kunn enda hafa þrjú verka hennar birst í íslenskri þýð- ingu. Hún er nú talin ein fremsta skáldkona Dana. „Hvora hönd- ina viltu?“ er nýjasta verk höf- undar, kom út í Danmörku í fyrra og hlaut þá einróma lof gagnrýnenda. Danir lögðu hana fram við veitingu bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs 1988. Hún hefur verið ein helsta metsölubók í Danmörku. Aðalpersónur sögunnar eru Anna, 9 ára gömul telpa, og for- eldrar hennar Melissa og Jens. Þau eru fremur skeytingarlaus um dóttur sína. Hún er einmana og reynir að laga sig að þörfum þeirra fullorðnu. Melissa hleypur frá manni sínum og barni og fer í felur. Og hér setjum við svo bara '? - Sagan er 26 lestrar og verður lesin frá mánudegi til föstudags. -mhg Tónlist Ólympíuleikamir Stöð 2, kl. 18.10 í tilefni af setningu ólympíu- leikanna í Seoul þann 17. sept- ember n.k. sýnir Stöð 2 brot úr minnisstæðum atvikum fyrri ól- ympíuleika. Nær sú samantekt yfir 20 ár eða frá ólympíuleikun- um í Tokyo árið 1964, en þá var sjónvarpað ennþá í svart-hvítu. Lýst verður þeim margþætta tæknibúnaði, sem nota þarf við þessa umfangsmiklu leika og þró- un hans, og sýndar verða myndir af sérstæðum og eftirminnilegum atvikum. Rás 1, kl. 17.03 og 20.15 Hann er ekki amalegur tón- listarflutningurinn hjá Ríkisút- varpinu á þessum drottins degi. í þættinum Tónlist á síðdegi, kl. 17.03 verður fluttur Forleikur að „Töfraflautunni “ eftir Mozart. Fflharmómuhljómsveitin í Berlín leikur, Herbert von Karajan stjórnar. - Þá kemur Sinfónía nr. 1 í C-dúr eftir Beethoven. „Átj- ándu aldar hljómsveitin" leikur, Frans Bruggen stjómar. - Loks er það svo „Don Juan“, tónaljóð, eftir Richard Strauss. Fflharmón- íusveitin í Berlín leikur, Herbert von Karajan stjórnar. Svo er það Tónlistarkvöld Ríkisútvarpsins, kl. 20.15. Fluttir verða tónleikar UNM, sem fram fóru í Norræna húsinu 13. ágúst s.l. Þar vom flutt einleiksverk eftir Eirík Örn Pálsson, Ríkharð H. Friðriksson, Misti Þorkels- dóttur, Þórólf Eiríksson og Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, auk tónverks eftir Hildigunni Rúnarsdóttur og tónverks fyrir segulband, eftir Þórólf Eiríksson. Kór UNM syngur ásamt félögum úr sönghópnum Hljómeyki. Ein- leikarar: Guðni Franzson á klar- inettu, Bryndís Pálsdóttir á fiðlu, Guðrún S. Birgisdóttir á flautu og Laufey Sigurðardóttir á fiðlu. - Kynnir Jóhanna Þórhallsdóttir. GARPURINN KALLI OG KOBBI Ekkert mál að gera við krana; skrúfa hann í sundur, sjá hvað lekur, laga það og skrúfa hann svo saman aftur. Veit mamma þín að þú ert að þessu? Nei, ég ætla að koma henni á óvart. Mér finnst hún nú ekkert ánægð með það óvænta Þetta er allt gikkfast. Réttu mór skrúflykilinn. FOLDA 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 15. september 1988 V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.