Þjóðviljinn - 16.09.1988, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 16.09.1988, Qupperneq 2
I RÓSA- GARÐINUM Hinirduldu töfrar hagf ræðinnar Niðurfærsluleiðin hlýtur ávallt að vera Ieið niður á við. Hver vill fara niður á við? Millifærsluleið er leið þar sem allt er fært á milli, gróði eða tap fært frá einum aðil- anum til annars. Hver vill missa spón úr sínum aski eða taka á sig tap? Uppfærsluleiðin er sú leið sem best á við okkur íslendinga. Allir viljum við upp á við og slíka leið höfum við verið að feta okk- ur lengst af. Lesendabréf f DV Love Story Ali MacGraw hefur nú staðið sig heldur betur en margar aðrar hvað varðar hjónabandsmál... Núna segist hún vera ánægð með að eiga kærasta og eyða laugar- dagskvöldunum heima og borða eitthvað sem hún hefur mallað í potti. Hún verður fimmtug á næstaári. Sviðsljós ÍDV Verði Ijós íslendingar þekkja ekki Snorra Sturluson! Þeir gera sér rangar hugmyndir um hann og hafa alltaf gert síðan þeir myrtu hann í myrkri árið 1241. Þorsteinn Guðjónsson í Tímanum Diljá, Pete, Dóra og Erik tilbúin til farar. Mynd Jim Smart. Jólafríin eru sumarfrí Rætt við Dóru, Pete, Erik og Diljá sem fluttu í gœr til Ástralíu íbúðin er tóm, utan nokk- urra pappakassa og ferða- taskna. öllu hefur verið pakk- að niður og sumt er þegar komið á skip. Ferðinni er heitið til Ástralíu. Það eru þau Dóra Rögnvaldsdóttir og Pet- er Thorpe, ásamt börnunum Diljá og Erik sem eru að flytja búferlum, „aftur heim,“ eins og Pete segir. Hann kemur upprunalega frá Englandi, en flutti ungur til Ástralíu. Þar bjuggu þau Dóra um rúmlega þriggja ára skeið, en hafa síð- ustu tvö árin búið á íslandi. „Við erum bara mjög hress með að flytja. Við ætlum bara að lifa og hafa það gott,“ segir Dóra. „Það verður auðvitað öðru vísi að koma út aftur núna, heldur en það var þegar við vorum þar síð- ast. Það er best að vera að gera sér ekki neinar hugmyndir um að hlutir séu eins og þeir voru þá. Fólk breytist og við líka.“ En áttu þau mikið af vinum og kunningj- um í Ástralíu? „Ég þekki alla sem voru í krikketliðunum og þau voru þrjú, svo þú getur sagt að ég þekki að minnsta kosti 36 mann- eskjur í Huskisson," segir Pete og hlær. Pete ætlar að spila þar með Huskisson R.S.L.Cricket Club sem er áhugamannalið. Hu- skisson heitir lítill strandbær þar sem þau bjuggu áður, og þangað er ferðinni heitið eftir viðdvöl í Sidney hjá foreldrum Pete. Jólasveinn ából „Þau hafa ekki séð krakkana í tvö ár.“ „En fyrst förum við til London og svo í mánuð til Bali. Það er flottur staður,“ segja þau Pete og Dóra nánast samtímis. „Þar er mikið af túristum en ekki alls staðar, og svo er Bali í Austrinu.“ „Jólasveinninn þar er öðru vísi en hérna, hann keyrir í því hún bjó „Á nóttunni,“ um í bíl og hendir karamellum á götuna,“ segir Diljá og vísar í endurminningu frá áður í Ástralíu. bætir hún við. Þau hafa ekki áhyggjur af því að fínna sér ekki vinnu. Það er verið að byggja Huskisson upp sem ferðamannastað og efalaust má finna vinnu tengda þeirri upp- byggingu. „Það er ágætt að koma héma heim og vinna og lifa lífinu ef það er hægt. En það er alveg vonlaust fyrir fjölskyldu eins og okkar að fara að reyna að koma sér upp íbúð og taka þátt í öllu þessu kapphlaupi og ætla að lifa lífinu líka. Ég heyri það líka á fullt af fólki í kringum mig, hvað allir eru orðnir þreyttir á ástand- inu héma. Það er eitthvað svo vonlaust og breytist ekkert. Fólk vinnur og vinnur og enginn tími fyrir krakkana og bamaheimilin oft þannig að þau gefa lítið. í Ástralíu á maður fleiri valkosti. Þó vil ég taka fram að við vomm mjög heppin með bamaheimili og viljum koma á framfæri bestu kveðjum til þeirra og allra sem að við þekkjum. Verið þið blessuð og sæl,“ sagði Dóra. I gær klukk- an 16.40 var síðan flogið af stað áleiðis til Ástralíu, þar sem sólin skín og spilað er krikket, þar sem skólinn byrjar í febrúar og lýkur í desember og jólafríin em sumar- fri. Við óskum þeim góðrar ferð- ar. -phh Vegna skorts á fjölda áskorana Maður segir við mig: Þú skrifar of sjaldan; annar: Ég les það sem þú skrifar; og þar sem fæstir ná til mín með slíkt, þó svo að þeir hugsi það, mætti ætla að þetta þýði, að ég ætti að skrifa. Upphaf i grein í Tímanum Yfirskilvitlegt réttlæti Það má því segja að KR-ingar hafi sloppið með skrekkinn að þessu sinni. Þeir voru betri aðil- inn í leiknum og áttu ekki skilið að tapa. íþróttafrótt f Tímanum Gaman, gaman Og nú lítur út fyrir að kosninga- baráttan geti orðið ein sú fjörug- asta, og sóðalegasta, í mörg ár. Frétt f Tímanum Víst eru til vandvirkir blaða- menn Hann virðist jafnvel hafa til- einkað sér einhvern skammt af „charisma," þeim hæfileika að geta „vakið hrifningu, traust eða hollustu almennings," skv. þýð- ingu orðabókar, en til þessa hefur hann verið talinn gersneyddur þeirri gáfu. Frétt f Tfmanum Er eitthvert starf að hafa hjá borginni? ^^ÞúkemuTáTéttum^ tíma. Nóg laust af gefandi störfum á dagvistarheimilum. Hvernig líst r á öskuna? Launin eru kannski svolítið lág fyrir karl mann, tæp 40 þúsund. þér la-17 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN | - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.