Þjóðviljinn - 16.09.1988, Side 4

Þjóðviljinn - 16.09.1988, Side 4
Á BEININU Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknar- flokksins sér óskaríkisstjórn Framsóknar með Alþýðu- flokki, Alþýðubandalagi eða Kvennalista sem hugsan- legum samstarfsaðilum. í raun telur hann útséð um að samstaða náist innan ríkisstjórnarinnar um efnahagsað- gerðir, og vísar til orða Þorsteins Pálssonar, forsætisrá- herra um að þá séu umsvifalaus stjórnarslit besti kostur- inn. Komi ekki tii þess, telur hann að minnihlutastjórn komi vel til álita, enda sér hann ekki fram á að áframhald- andi seta núverandi stjórnar sé vænlegur kostur fram að kosningum, haf i komið til stjórnarslita. Ríkisstjórnarf lokk- arnir séu komnir í hár saman og trúnaðartraust þeirra á milli brostið. í viðtalinu telur hann upp skilyrði Framsókn- ar fyrir nýrri stjórn og ieggur áhersluna til vinstri. Samstarf við Sjálfstæðisflokk í framtíðinni komi ekki til greina, á meðan „frjálshyggjukapteinarnir" ráði ferðinni. „Tillögur okkar eru um lág- marksaðgerðir að því leyti, að við leggjum áherslu á að rekstrar- staða atvinnuveganna sé viðun- andi og geti verið það þennan tíma. Það er sá mælikvarði sem við leggjum. Einnig að náð verði tökum á fjármagnsmarkaðnum og dregið verði úr fjármagns- kostnaði. Til þess að þetta geti orðið þarf að ná verðbólgunni hratt niður. Þannig er þetta allt samtengt og að því leitinu tek ég undir með Jóni Helgasyni að þetta séu lágmarksaðgerðir,“ sagði SteingrímurHermannsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins þegar blað- amaður Nýja Helgarblaðsins ræddi við hann í gær. Þrátt fyrir mikla krepputíma í lífi Þorsteins Pálssonar, var Steingrímur hinn rólegasti og sagðist „aðeins vera að nota tímann til að fækka papp- írunum á skrifboðinu hjá sér.“ En alvaran var ekki langt undan. „Verði gefið eftir á einum stað, til dæmis að afkoma atvinnuveg- anna verði ekki bætt eins og við teljum nauðsynlegt, er hætt við að grípa þurfi til nýrra aðgerða, eða að gengisfellingakrafa komi upp á dekk. Þá fara nafnvextir aftur upp og verðbólgan líka.“ En nú ber mikið á milli þessara lágmarkstillagna ykkar og til- lagna Sjálfstæðisflokks. Hver er framtíð stjórnarinnar? „Ég get út af fyrir sig ekkert sagt um það. Það er auðvitað al- veg ljóst að Sjáifstæðisflokkur hyggst ná svipuðu „reiknuðu stigi“ atvinnuveganna, með 3% gengisfellingu. Það sem vantar hjá þeim að okkar mati, er eitthvað sem losar þessa atvinnu- vegi úr hengingaról vanskila o.s.frv., en til þess er þessi sjóður okkar ætlaður. Annar galli fylgir 3% gengisfellingu, en það er verðbólga á bilinu 14-20% og þá fara menn að ráða illa við fjár- magnsmarkaðinn og verður mik- ill skellur að taka lánskjaravísi- töluna af. Þetta ber á milli. Reyndar finnst mér vera farinn að vakna skilningur á að koma þurfi böndum á fjármagnsmark- aðinn, það er augljóst hjá Al- þýðuflokksmönnum og farið að ýja að því hjá Sjálfstæðis- mönnum. En þar finnst mér þess- ir frjálshyggjukapteinar eða gaurar ráða ansi miklu, því miður og þeir hafa fengið að ieika allt of lausum hala hér upp á síðkastið." Er þá ekki nokkuð Ijóst að þið komið ekki til með að bakka mikið ef nokkuð með ykkar til- lögur og munið ekki fallast á til- lögur á gengisfellingu? „Við viljum fá að sjá að okkar markmið nái fram. Hraða hjöðnun verðbólgu, losna út úr fjármagnsokrinu og atvinnuveg- ina í viðunandi stöðu. Ég tek fram að við erum ekki hrifnir af millifærslu, því hún skilur okkur eftir í vanda í apríl. Ef þeir geta komið með einhverjar aðrar ábendingar sem næðu þessum markmiðum, þá erum við ekki þeir þverhausar að við viljum ekki tala um það. En við höfum legið yfir þessu núna, meira en álíka málum áður og ég hef ekki komið auga á aðra leið. Núna eru menn í miðjum við- ræðum og að ósk forsætisráð- herra var sett undirnefnd í máiið, þeir Friðrik Sóphusson, Jón Sig- urðsson og Halldór Ásgrímsson, en ég vil engu spá. Hins vegar getur þessi staða ekki gengið lengur en út þessa viku, því sama hvaða leið verður farin að þá á eftir að vinna mjög mikið, setja t.d. bráðabirgðalög þegar í næstu viku. Svo við erum komnir enn aftur í mjög mikla tímaþröng og það gerðist ekki síst vegna þess að það var verið að bauka við þessa niðurfærslu allan þennan tíma án mikillar alvöru og þar tapaðist mikill tími. Við tókum á þeirri leið hins vegar af fullri al- vöru. Halldór vonbetri Því hefur vcrið haldið á lofti síðustu daga að það væri ákveð- inn áherslumunur hjá ykkur Halddóri Ásgrímssyni, hann vildi framlengja líf ríkisstjórnarinnar, meðan áhugi þinn væri hins vegar minni? „Ég hef alltaf sagt að ég tel að kosningar væru slæmur kostur í stöðunni, þar sem svo mikill tími tapaðist, auk þess sem mér finnst að þessi ríkisstjórn með þennan mikla meirihluta eigi að taka á málum og ráða við þau. Það ber afar lítið á milli okkar Halldórs, það getur verið að Halldór haldi lengur í þá von að ríkisstjórnin nái saman. Halldór lítur kannski meira á vandamál sjávarútvegs- ins, en að öðru leyti erum við sammála. Hins vegar held ég að hin tuttugu ára reynsla Jóns Sig- urðssonar í yfirnefnd Verðlags- ráðs sjávarútvegsins hafi komið mjög fram; til góðs eða ills. Ég vil taka það skýrt fram að Jón er ein- hver sá besti embættismaður sem starfað hefur fyrir mig, en hann hefur sem sagt gengið lengra í því að finna einhverjar millileiðir. En nú hafa ráðherrar iðulega verið með yfirlýsingar í garð hvers annars, sem benda til þess að trúnaðartraust manna innan ríkisstjórnarinnar í garð hvers annars sé í molum. Sérð þú fram á framtíð fyrir þessa ríkisstjórn, jafnvel þó samkomulag kynni að nást núna? „Þú nefnir náttúrlega einhvern veikasta hlekkinn í þessu. Þegar trúnaðartraustið er búið er mjög erfitt fyrir þrjá flokka, með mis- munandi áherslur að starfa sam- an. Ég verð að segja að í síðustu ríksisstjórn var þetta ekki til vandræða, menn ræddu málin, það hefur verið allt of, allt of lítið af því núna. Þessar yfirlýsingar hafa verið mjög skaðlegar, ég er ekkert saklaus í því, en því er ekki að neita að þegar forsætis- ráðherra fór í sjónvarpið á mið- vikudegi fyrir viku og lýsti því yfir að það sem við vorum að vinna að í mjög góðri trú, væri hókus- pókus, að það var eins og að slá blautri tusku framan í menn.“ Þið hafið ekki íhugað að ganga út úr stjórninni? „Því er ekki að neita að síminn stoppaði ekki hjá mér þar sem menn sögðu „þú starfar ekki lengur undir þessu“ og fleira í þeim dúr. Síðan komu yfirlýsing- ar um samsæri, og þar tek ég undir með Jóni Baldvin að ég hef ekki átt fundi með neinum og ekki tíðkað það að standa í st j órnarmyndunarviðræðum þegar ég hef setið í stjórn. Vitan- lega hafa menn, jafnvel úr öðrum flokkum verið að hringja og segja sína skoðun, en þetta er alrangt og þetta hefur vitanlega spillt fyrir. Ég held að þessi tilfelli og fleiri í lok síðustu viku hafi verið afar slæm. Það eru mistök að menn hafa ekki hist og skrafað saman utan vinnutíma á léttari nótunum. Slík samskipti hafa engin verið.“ Menn orönir vonlausir En þú segir að úrslit verði að nást fyrir helgi og enn ber mikið á milli. Hefur þú nokkra trú á að samkomulag náist? „Ef vilji er til þá næst það. En ég er farinn að efast um að það sé mikill vilji til, ég held að menn séu orðnir afar vonlausir. En ef þetta fer í strand, þá stöndum við sannarlega illa frammi fyrir al- þjóð. Þá á ég við ríkisstjórnina, með allt niðrum sig. Menn eru þegar famir að fara á höfuðið umvörpum og mörgum verður sennilega aldrei bjargað. Mér er sagt að mörg frystihúsanna hafi ekki peninga til að greiða út á morgun. Við erum því komnir fram á hengiflugið, það verður að ná samkomulagi við bankana um að þeir farið að lána aftur og samkomulagi við Seðlabanka að hann slaki til, því peningamir eru ekki til og þetta verður að gerast á næstu 2-3 dögum. Ef ekki næst samstaða finnst mér skynsamlegast sem forsætis- ráðherra sagði einhvern tíma að stjórnin segði af sér og það sem fyrst. En þið hafið ekki íhugað nýtt tilboð forsætisráðherra að þið og Alþýðuflokkur myndi minnih- lutastjórn um niðurfærsluna eða þá millifærsluna? Niðurfærslan er afar flókin og Alþýðubandalag og Kvennalisti leggjast gegn henni. Við spurð- um Þorstein að því hvort Sjálf- stæðisflokkurinn myndi veita hlutleysi og fengum nei. Þá er al- veg ljóst að þessi rikisstjórn yrði felld strax á fyrstu dögum þings- ins. Ég væri reyndar alveg til í þetta, ef við fengjum loforð um að verða varðir vantrausti fram að áramótum. Það er miklu fremur hægt að framkvæma millifærsluleiðina í minnihlutastjórn, enda er hún bráðabirgðaleið. Ég segi það sama, að við yrðum varðir van- trausti, fram að áramótum því við vildum sjá árangur og vildum helst ekki hlaupa frá án þess að hafa fjárlög, þá vildi ég skoða það. Ég vil reyndar ekki segja að þetta gæti eingöngu átt við okkur og Alþýðuflokkinn, þeir gætu hugsanlega náð samkomulagi við Sjálfstæðisflokkinn. Minnihluta- stjórn, hver sem hún er, þyrfti að fara í mjög erfiðar aðgerðir og þarf því starfsfrið. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.