Þjóðviljinn - 16.09.1988, Side 5

Þjóðviljinn - 16.09.1988, Side 5
Steingrímur Hermannsson á beininu: Menn orðnir afar vonlausir um samkomu- lag innan ríkisstjórnarinnar. Minnihluta- stjórn kemur vel til greina. Steingrímur stígur í vinstri vœnginn og tekur fyrir fram- tíðar ríkissjórnarsamstarf við Sjálfstœðis- flokk verði „frjálshyggjugaurarnir“, þar áfram við völd En munt þú leggja til innan ríkistjórnarinnar að það verði mynduð minnihlutastjórn ykkar og Alþýðuflokks? „Ég hef ekki gert það upp við mig og segði ykkur auðvitað ekki frá því fyrstum. Þetta gerir eng- inn án þess í fyrsta lagi að hafa sinn flokk að baki. Ég yrði því sjálfur að taka ákvörðun um að kanna hvort slíkt væri í myndinni og þá að leggja það fyrir mið- stjórnarfundinn. Én mér er ljóst að þar er farið út á hálan ís.“ En kæmi minnhlutastjórn til álita? „Ég tel að minnihluta- stjórn komi vel til álita, ef kosn- ingar verða mjög fljótlega, t.d. upp úr áramótum. Éf ríkisstjórnin klofnar núna, að þá yrði hún beðin að sitja fram yfir kosningar, a.m.k. til að reyna að forða því að allt stoppi fram að kosningum. Og þá spyr maður sjálfan sig, yrði samstaða jafnvel um það? Flokkarnir eru komnir í hár saman og líklega enn varari um sig í öllu en fyrr, eru á leiðinni í kosningar og miðað við það sem á undan er gengið að þá er það ekki vænlegt. Fer ekki í stjórn meö frjálshyggjuliðinu En gætir þú hugsað þér, eftir reynsluna af þessari ríkisstjórn að sitja í nýrri sambærilegri stjórn undir forsæti sjálfstæðis- flokks? „Eg verð að segja það að ég er orðinn ákaflega hvekktur á þessu frjálshyggjuliði og þegar stjórnin 1983 var mynduð, var um það samið að losað yrði um böndin á fjármagnsmarkaðnum. Við gáf- um litla puttann og hendin öll var tekin. Ég er sannfærður um það að það sem ég sagði í janúar að hér hefði risið upp ófreskja, er ekki of vægt til orða tekið. Ég treysti mér ekki til að taka sæti í stjórn, nema að á þessu sé tekið af fullkominni hörku. Ég get ekki sætt mig við þá peningamála- stjórn sem hér hefur verið fylgt upp á síðkastið. Ég get aldrei fylgt þeirri stefnu, sem t.d. má lesa um í Morgunblaðinu í morg- un að hagræða eigi málum í gegn- um tilbúna peningakreppu, þ.e.a.s. að segja að það sé skynsamlegast að gera ekki neitt og láta myndast hér blóðvöll. Ég get ekki tekið þátt í því og get ekki starfað með þeim flokki sem fylgir þeirri stefnu. Nú eru auðvitað skiptar skoðanir innan Sjálfstæðisflokksins og margir þar mjög nálægt miðjunni í póli- tík. Ef þeir næðu yfirhöndinni í flokknum að þá er kannski hægt að tala við þá. Ég held að það sé afar mikilvægt ef hægt er að koma hérna aftur inn þessum félags- anda sem var, að menn fari að hugsa meira um það að standa saman. Þó ég sé hlynntur fram- taki einstaklingsins, þá er í þessu litla þjóðfélagi samstaðan og samvinnan líklega sá hornsteinn sem við verðum að byggja á. Þar hefur hallað undan fæti, menn hafa verið í kapphlaupi við þenn- an gullkálf, auðgildið hefur náð yfirhöndinni yfir manngildinu. Sjálfstæöis- flokkurinn tvíhöföa Árið 1979 fórst þú í kosningar með slagorðið, „Allt er betra en íhaldið" og síðan hefur þú verið í ríkisstjórn með Sjálfstæðis- flokknum og Gunnari Thorodd- sen, samfleytt síðan. Miðað við það sem þú varst að segja, er Sjálfstæðisflokkurinn hinn eðli- legi samstarfsflokkur Framsókn- ar eða má búast við áherslu- breytingum í stefnu flokksins? „Hann er alls ekki eðlilegri samstarfsflokkur Framsóknar- flokksins, en hinir svokölluðu vinstri flokkar. Sjálfstæðisflokk- urinn er að sumu leyti tvíhöfða þurs, það er vandamálið. Ég úti- loka alls ekki samstarf við vinstri flokkana, Alþýðubandalagið og Kvennalistann. Þeim megin verða menn þó að komast niður á jörðina með þá staðreynd að við erum með mjög opið efnahagslíf, samninga við EBE og s.frv. Því verður að vera hér verulegt frelsi, en undir stjórn. Leikreglurnar þurfa að vera settar, en síðan vinni menn frjálst. Ég hef að sjálfsögðu Iesið tillögur Alþýðu- blaðsins og það er margt í þeim sem ég get tekið undir, eins og t.d. með fjármagnsmarkaðinn, en ég á erfitt með að sjá hvernig menn ætla að koma á kerfis- breytingum með miðstýringu og vara við því að taka slíkt upp aft- ur.“ Hvernig líst þér á pólítík Kvennalistans? „Ég hef mjög mikla samúð með sumu hjá Kvennalistanum, eins og umhverfismálin, mótstað- an við kjarnorkuvopnin og fjöl- margt fleira. Hins vegar finnst mér vanta dálítið í realpólitíkina, ég held því miður að við leysum ekki vandann núna með því að lækka lægstu launin, lengja fæð- ingarorlof og stytta vinnutímann. Ef við náum verðbólgunni niður þá getum við kannski gert þetta, ég vil gjarna taka þátt í því að það verði gert.“ Sýníst þér frjálshyggjulið ráða ferðinni innan Sjálfstæðisflokks- ins? „Það held ég, tökum dæmi. Forsætisráðherra lét skipa for- stjóranefndina og að minnsta kosti formaður hennar Einar Oddur er alls ekki í frjálshyggju- liðinu. Þeir komu með tillögur sem ég held að hafi vel mátt líta á, en ég held að það sem hafi gerst var að frj álshyggj uliðið hafi náð undirtökunum aftur.“ En bendir þetta ekki til þess að annað hvort hafi Þorsteinn ekki tök á flokknum, eða að flokkur- inn er ekki stjórnunarhæfur? „Þetta eru þín orð, ekki mín. Ég vil ekki segja formanni í öðr- um flokki að hann hafi ekki tök á flokknum, hann á eflaust við stór vandamál að glíma í flokknum, en það hefur verið víðar. Ég á svo sem við vandamál að glíma lfka, þó ég geti fagnað því að það er mjög sterk samstaða að baki í Framsóknarflokknum. “ Miöjustjórn meö A-flokkum og Kvennalista Hver er framtíðin núna, sérðu Framsóknarflokkinn fyrir þér sem stjórnarandstöðuflokk eða áttu þér óskastjórn? „Það er enginn flokkur í pólitík til að vera í stjórnarandstöðu. Reynslan sýnir að tveggja flokka stjórn er betri en fleiri flokka, þó það sé alls ekki útilokað. Ný rík- isstjórn tekur við miklum vanda, sem því miður kallar á einhverja kjaraskerðingu þó hún geti jafn- að henni út svo við megi una. Ég vona að inn komi ríkisstjórn sem setji mjög föst bönd á fjármagns- markaðinn, gjörbreyti peningast- jórninni í þessu landi, losi okkur frá alllri vísitölutengingu í landinu. Ég vona að það verði stjórn sem geti starfað með launþegahreyfingunni í þessu landi, það hefur alltaf verið draumur minn að gera það þó það hafi ekki alltaf tekist. Lengra vil ég ekki ganga, þó mig langi mjög til að við fáum svigrúm til. að styrkja ýmis þessi félagslegu öfl sem eru til í þjóðfélaginu. Þá á ég við meiri samstöðu um hlut- ina, að tekið verði á málefnum hinna verr settu, einsog fatlaðra, að tekið verði betur á umhverf- ismálum, að manngildið verði sett ofar auðgildinu, það er kann- ski besta lýsingin á þessu, að komist verði út úr þessu brjálaða kapphlaupi um peninga. Hvaða leið sérð þú til þess? Svo að megi brúa þetta hvoru tveggja, markaðsraunveru- leikann og hin mýkri gildi þá sé ég stjóm eftir miðjunni. Þar koma til greina Alþýðuflokkur, Al- þýðubandalag, kvennalisti og jafnvel útiloka ég ekki Sjálfstæð- isflokk ef þeir sem nær miðjunni standa ná þar völdum,“ sagði Steingrímur Hermannsson for- maður Framsóknarflokksins. Páll Hannesson NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVIUINN - SIÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.