Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 6
 Skítkast í allar áttir Loka Draugagangurinn eftir andlát Helgarpóstsins er með miklum endemum og skítkast í allar áttir, ákær- ur settar saman og þeim dreift í hús og fyrrverandi samstarfsmenn baktala hver annan þannig aö þá ályktun virðist mega draga af því að eintóm dusil- menni, glæframenn og misindismenn hafi stýrt þessu blaði, sem sumir kölluðu samvisku þjóðarinn- ar. Átök höfðu átt sér stað um stjórn Goðgár, útgáfu- félags Helgarpóstsins, í rúmt ár áður en blaðið gaf upp öndina. „Stjórnarmenn voru svo uppteknir af átökunum um hlutabréfin síðasta árið að þeir máttu ekkert vera að því að hugsa um rekstur blaðsins," sagði fyrrverandi starfsmaður Helgarpóstsins. Stjórn Goögár var skipuð fimm mönnum ailt tii haustsins 1987, en þá var ákveðið að fækka í stjórn- inni um tvo menn og minnihluti stjórnar þannig útilok- aður frá stjórn. Stjórnin sem tók við þá var skipuð þeim Sigurði Ragnarssyni, stjómarformanni, Þór- oddi Stefánssyni og Hákoni Hákonarsyni. í vara- stjórn voru kjörnir Gísli Guðmundsson og Hinrik Gunnar Hilmarsson. íjanúarvarhaldinn hluthafafundur í Goðgá til þess að ræða hlutafjáraukningu í félaginu. Á þeim fundi sagði Hákon að hagnaður af fyrirtækinu væri 4 milj- ónir króna, en í Ijós kom seinna að þær upplýsingar reyndust ekki réttar. í mars seldi Þóroddur Stefánsson hlut sinn í fé- laginu til Birgis S. Hermannssonar viðskiptafræð- ings, sem gekk til samstaris við Róbert Árna Hreiðarsson og aðra sem verið höfðu í minnihluta í stjórn félagsins. Róbert Árni krafðist aðalfundar strax og var orðið við því í lok maí. Þar var kjörin ný stjórn og var Róbert Árni kjörinn formaður, en aðrir í Akæra Róberts Áma ogfélaga Þungar ásakanir á hendur núverandi ritstjóra, framkvœmdastjóra og auglýsingastjóra Alþýðublaðsins Nokkrir fyrrverandi starfs- menn Helgarpóstsins sáluga og stjórnarmenn í Goðgá, útgáfufé- lagi HP, eru sakaðir um stórfellt misferli og hefur Ólafur Sigurg- eirsson hæstaréttarlögmaður far- ið fram á að Rannsóknarlögregl- an sjái um rannsókn á bókhaldi og fjárreiðum Goðgár undanfar- in ár, fyrir hönd stjórnar Goðgár. Rannsóknarlögreglan vísaði málinu til ríkissaksóknara og hann lét það til Ragnars Hall skiptaráðanda, sem hefur gjald- þrot Helgarpóstsins á sinni könnu. Að sögn Braga Steinars- sonar vararíkissaksóknara, er væntanleg frá skiptaráðanda sú kjölfesta sem rannsókn málsins verði byggð á. Hann bjóst við að málið kæmi frá Ragnari á næstu dögum. f bréfi Ólafs til Rannsóknar- lögreglunnar koma fram ýmsar ásakanir á hendur þeim Hákoni Hákonarsyni, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Helgarpóstsins, Ingólfi Margeirssyni, fyrrverandi ritstjóra HP, og Hinriki Gunnari Hilmarssyni, fyrrverandi auglýs- ingastjóra blaðsins. Þeir þrír vinna allir hjá Alþýðublaðinu núna; Hákon sem framkvæmda- stjóri, Ingólfur sem ritstjóri og Hinrik Gunnar sem auglýsinga- stjóri. Auk þess kemur Sigurður Ragnarsson, fyrrverandi stjórn- arformaður Goðgár, víð sögu. Forleikur Aðdragandi málsins er sá að 30. maí sl. tók ný stjórn við Goð- gá og réð nýjan framkvæmda- stjóra. í bréfinu segir að hin nýja stjórn og framkvæmdastjóri hafi strax séð að „margt var athuga- og aðfinnsluvert í fjárreiðum og bókhaldi félagsins. í sumum til- vikum er talið að um lögbrot sé að ræða. í heild varðar kæra þessi mikla fjárhagslega hagsmuni," segir orðrétt í bréfi Ólafs. Á framhaldsaðalfundi 21. júlí sl., þar sem eingöngu voru mættir menn Róberts Árna, var ákveðið að krefjast opinberrar rannsókn- ar á þessum þáttum og meðal þess sem rannsaka á er hvort ein- stakir starfsmenn Goðgár hafi misnotað aðstöðu sína á Hel- garpóstinum til að ná fram per- sónulegum ávinningi án heimild- ar og brotið lög. Er bent á að rannsaka þurfi sérstaklega hvort andvirði auglýsinga hafi runnið beint í vasa einstakra starfs- manna án heimildar og án þess að þeim hafi verið reiknaðar þessar fjárhæðir sem Iaun eða lán. Sérstaklega er bent á að ákveð- inn starfsmaður hafi haft umtals- verð viðskipti við Ingvar Helga- son hf. á sama tíma og auglýs- ingareikningar Ingvars voru af- skrifaðir. Þá segir í bréfinu að starfsmenn hafi tekið út andvirði auglýsingar frá versluninni Mark- inu með kaupum á þrektækjum og einnig er bent á að Bón- og þvottastöðin Ós hafi greitt fyrir auglýsingar með því að þjónusta starfsmenn. Hákonarþáttur Ólaf ur fer fram á að RLR rann- saki launagreiðslur til Hákonar Hákonarsonar framkvæmda- stjóra. Segir í bréfinu að við laus- lega skoðun komi í ljós að Hákon virðist hafa reiknað sér „umtals- verðar tekjur umfram heimildir" árið 1987. Einnig er farið fram á að rannsakað sé hvort Hákon hafi gerst brotlegur við lög með því að reikna sér full laun hjá Goðgá til 31. maí sl. þrátt fyrir að hann hafi sagt upp störfum í apríl- byrjun og frá þeim tíma þegið laun sem framkvæmdastjóri Al- þýðublaðsins. Hinriksþáttur Hinrik Gunnar Hilmarsson á einnig að hafa þegið laun fyrir maímánuð þótt hann hafi sagt upp einsog Hákon og hætt 1. maí. Hann er einnig sakaður um að hafa selt auglýsingar fyrirfram í blaðið, þó svo að honum hafi átt að vera ljóst að blaðið væri gjald- þrota. Þá er farið fram á að öll við- skipti Hinriks Gunnars og fjár- streymi á milli hans og félagsins hin síðari ár verði rannsökuð. Segir í bréfinu að skuldabréf og víxlar virðist hafa verið seldir inn á viðskiptakvóta Goðgár í við- skiptabanka án nokkurs sam- hengis við rekstur félagsins og að félagið hafi þurft að leysa til sín verulegar fjárhæðir vegna ábyrgðar sinnar á þessum við- skiptabréfum. Ingólfsþáttur Samkvæmt bréfi Ólafs virðist syndaregistur Ingólfs Margeirs- sonar alllangt. Hann fer fram á að rannsakað verði hver sé ástæðan fyrir sölu á bókalager félagsins til Ingólfs og hvort andvirðið hafi verið í samræmi við kaupverð og greiðslukjör. Einnig hvort það samrýmist lögum að félagið greiddi Ingólfi 8.000 krónur á mánuði í leigu fyrir geymslu á bókum sem hann kaupir síðan sjálfur. Ólafur fer líka fram á rannsókn á uppgjöri við Ingólf þegar hann hætti störfum að eigin ósk, en svo virðist sem honum hafi verið greidd laun án heimildar stjórnar umtalsverðan tíma eftir að hann hætti störfum, en sú ákvörðun mun hafa verið tekin af Hákoni. Þá fer Ólafur fram á að rannsakað verði hver vitneskja Ingólfs var um fjárhag fyrirtækis- ins þegar hann seldi hlutabréf sín í Goðgá. „Astæða er til að ætla að honum hafi verið fullkunnugt um gjaldþrot félagsins, þegar salan fór fram. En á þeim tíma var Hákon Hákonarson búinn að ráða sig sem framkvæmdastjóra Alþýðublaðsins og mikil sam- skipti á milli hans og Ingólfs," segir í bréfinu. Einnig er farið fram á að könnuð verði sérstaklega auglýs- ingaviðskipti Hafskips og Helg- arpóstsins og hver þáttur Ingólfs sé í því máli. „Svo virðist sem Ingólfur hafi sjálfur skrifað aug- lýsingareikning á Hafskip án þess að auglýsingin birtist í Helgarpó- stinum og hafi þessi reikningur verið notaður til persónulegrar skuldajöfnunar hans við Haf- skip." Á sínum tíma sagði Ingólf- ur starfi sínu á Helgarpóstinum lausu vegna þessa máls. Sigurðarþáttur Sigurður Ragnarsson, fráfar- andi formaður stjórnar Goðgár, er ásamt Hákoni aðaleigandi Fjaðrabliks hf., sem var stofnað gagngert til þess að kaupa og eiga hlutabréf í Goðgá. Er farið fram á að rannsakað verði hvort Goð- gá hafi með ólöglegum hætti ver- ið látið greiða andvirði hluta- bréfa fyrir hönd Fjaðrabliks. Hákon hefur farið með hlutafé þetta á hluthafafundum skv. um- boði og m.a. með því tryggt nauman meirihluta fráfarandi stjórnar, segir í bréfinu. Eínníg er farið fram á rann- sókn á því hvort fráfarandi stjórnendur Goðgár hafi með ó- löglegum hætti misnotað aðstöðu sína í félaginu með sölu á víxlum og skuldabréfum, sem voru rekstri félagsins óviðkomandi, í gegnum viðskiptakvóta fyrirtæk- isins í viðskiptabanka þess. Ólafur fer líka fram á rannsókn á því hvort tekjur af lausasölu og áskrift hafi skilað sér sem skyldi, en bókfærslu á þessum tekjum hafi verið mjög ábótavant. Eitt af því sem Ólafur vill að rannsakað verði er hvort samsæri einstakra starfsmanna og/eða stjórnarmanna Goðgár hafi verið í gangi í maí um að koma víxil- kröfu upp á eina og hálfa miljón í gegnum réttarkerfið, en því máli hefur nú verið vísað til Hæstarétt- ar. Hluthafar blekktir Ólafur fer fram, á að rannsak- að verði hvort Hákon og fráfar- andi stjórn félagsins hafi vísvit- andi beitt blekkingum og reynt með sviksamlegum hætti að ná fram hlutafjáraukningu á hlut- hafafundi í janúar i ár. Á fundinum var afkoma félags- ins 1987 kynnt og í ræðu fram- kvæmdastjóra kom fram að af- koman hefði verið mjög góð og hagnaður verið um 4 miljónir. I ljós kom seinna að tap var á rekstrinum 1987 upp á 11 miljón- ir króna. Hér skeikar því um 15 miljónir, segir í bréfinu. „Því er haldið fram að stjórn félagsins og framkvæmdastjóra hafi í lok ársins 1987 mátt vera kunnugt um „gjaldþrot" Goðgár hf. en kosið að halda þeim upp- lýsingum leyndum til að ná fram of angreindri hlutafj áraukningu." Þá segir í bréfinu að þessar yfir- lýsingar um hagnað hafi leitt til þess að hlutafé félagsins, sem í raun og veru var einskis virði, var selt á yfirverði. Þannig hafi Þór- oddur Stefánsson, sem sat í stjórn, selt hlutafé sitt og sömu- leiðis Ingólfur Margeirsson. „Því er haldið fram, að þessir aðilar hafi gegn betri vitund selt hlutabréf sín á yfirverði. Kaup- endur hlutabréfanna hafa orðið fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna hinna ólögmætu blekkinga sem beitt var við sölu hlutabréf- anna. Bæði Þóroddur og Ingólfur höfðu aðstöðu til að vita um af- komu félagsins á þessum tíma. Þeim hafi mátt vera ljóst að fyrir- tækið var „gjaldþrota" í raun og veru." -m/Sáf 6 S/ÐA - WÖÐVIUINN - NÝTT HELGARBLAD

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.