Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 7
slagurinn um Helgarpóstinn stjórn meö honum Birgir S. Hermannsson og Sigurð- ur Ragnarsson. í varastjórn voru kjörnir Guðmundur Óli Guðmundsson, Ólafur Sigurgeirsson og Gísli Guðmundsson. Aðalfundurinn var haldinn 30. maí og þremur dögum seinna kom síðasta tölublað Helgarpóstsins út. Strax varð Ijóst að töluverður eftirleikur yrði vegna HP en fæsta grunaði að hann ætti eftir að verða með slíkum ósköpum sem í Ijós hefur komið. Róbert Árni og hans menn létu Magnús G. Bene- diktsson gera athugasemdir við bókhald Goðgár fyrir árið í ár og samkvæmt heimildum Þjóðviljans var því plaggi dreift víða, m.a. á það að hafa borist inn um bréfalúguna hjá Jóni Baldvin um miðja nótt, auk þess sem DV barst plaggið og birti frétt um það. 28. júlí sendir svo Ólafur Sigurgeirsson hæstarétt- arlögmaður bréf til Rannsóknarlögreglunnar þar sem hann fer fram á rannsókn á einstökum liðum bókhalds og nokkrir fyrrverandi stjórnarmenn Goð- gár og Helgarpóstsins eru bornir þungum sökum. Bréf þetta var fjölritað og því dreift mjög víða, m.a. barst eitt eintak af því inn á Þjóðviljann. Þeir Hákon og Hinrik Gunnar munu íhuga að fara í meiðyrðamál vegna þessa og hafa falið lögfræðingi sínum að kanna það. Hákon hefur tekið saman „memo“ þar sem hann hrekur sérhvern punkt ákær- unnar og vitnar þar til fundargerða. Róbert Árni hefur þegar keypt innbú Helgarpósts- ins og auglýst eftir hluthöfum í endurreistan Helgarp- óst. Þeir sem bornir eru þyngstu sökunum í bréfi Ólafs starfa hinsvegar allir á Alþýðublaðinu, sem gefur út Pressuna um helgar, og ber því að skoða málið í því Ijósi. -Sáf íhuga að höfða meiðyrðamál gegn Róbert Árna og öðrum sem staðið hafi að rógsherferð Akæmr hraktar af Hákoni og félögum Hákon Hákonarson og Hinrik Gunnar Hilmarsson hafa tekið saman „memo“ þar sem ákær- urnar í bréfi Ólafs Sigurgeirs- sonar eru hraktar lið fyrir lið. Jónatan Sveinsson hæstaréttarl- ögmaður,hefur undir höndum eintak af því skjali og sömulciðis hefur Ragnar Hall fengið eintak af því. Samkvæmt heimildum Nýja Helgarblaðsins íhuga þeir Hákon og Hinrik Gunnar að höfða meiðyrðamál vegna þessa, þar sem þeir álíta að Róbert Árni Hreiðarsson og hans menn hafi vísvitandi reynt mannorðsmorð með því að senda ákæru, þrátt fyrir að þeir hafi vitað að sú ákæra ætti ekki við rök að styðj- ast. Vitna þeir einnig til þess hvernig bréfi Ólafs og athuga- semdum Magnúsar G. Benedikts- sonar var dreift til ýmissa aðila í þjóðfélaginu. Auglýsinga- afskriftir Hvað þrektækin frá Markinu varðar svara þeir Hákon því til að Markið hafi selt HP nokkur reiðhjól sem notuð voru sem verðlaun í sölubarnahappdrætti, auk þess sem Hinrik Gunnar hafi keypt þrekhjól 1986, sem kostaði 7000 krónur. „Hinrik Gunnar minnist þess þó ekki að reiknin- gurinn hafi borist, áður en hann hætti störfum hjá Goðgá hf., og gáði hann ekki að þessu við launauppgjör.“ Hann segist fús til þess að skuldajafna þrekhjólið við ábyrgðir sínar fyrir Goðgá eða greiða versluninni það beint. Um viðskiptin við Bón- og þvottastöðina Ós segir að þau hafi verið gerð upp með venju- legum hætti. Allmargir starfs- menn hafi notfært sér þjónustu stöðvarinnar og látið skrifa hana hjá blaðinu og síðan hafi það ver- ið jafnað út við launagreiðslur. Síðan hafi fyrirtækið að hætt að auglýsa en auglýsingin stundum verið notuð til að fylla upp í göt, þrátt fyrir að engar greiðslur hafi komið fyrir, ekki heldur með ókeypis þvotti. Um viðskiptin við Ingvar Helgason segir: „Vera kann að kærandi eigi hér við Hákon Há- konarson, sem keypti í febrúar 1987 Nissan bifreið af fyrirtæki þessu, án nokkurs afsláttar, fyrir ca. 330.000. Hann greiddi bif- reiðina með kr. 100.000 í reiðufé, kr. 60.000 með 30 daga víxli, en ca. kr. 170.000 með lengri greiðslufresti og setti til trygging- ar honum víxil. Þessum víxli var í uppgjöri Ingvars Helgasonar hf. við Goðgá hf. í maí 1988 framvís- að, og var hann jafnframt við- skiptafærður Hákoni til skuldar. Gögn munu fáanleg fyrir þessum , viðskiptum.“ Hákon gefur þá skýringu á af- skriftum vegna auglýsinga Ingv- ars að þær hafi orðið vegna lé- legrar prentunar á auglýsingum. Launagreiðslur Hákon er sakaður um að hafa ofreiknað sér umtalsverðar tekj- ur og svarar Hákon því til að not- aðar hafi verið rangar forsendur við uppreikning á launum sínum. „Að öðru leyti segir ekkert um inntak þessarar skoðunar, hvern- ig hún fór fram, hver gerði hana eða tölulegar niðurstöður. Gegn niðurstöðunni stendur endur- skoðaður ársreikningur félagsins 1987.“ Hvað launagreiðslur eftir að Hákon réð sig til starfa hjá Al- þýðublaðinu varðar, vísar Hákon til tilkynningar frá stjórn Goð- gár, sem send var öllum hlut- höfum félagsins 19. aprfl í ár. Þar kom fram að Hákon var ekki að fullu leystur frá framkvæmda- stjórn HP fyrr en eftirmaður hans yrði ráðinn og tók hann að sér ýmis brýn verkefni fyrir blaðið. Sömu sögu er að segja um launagreiðslur til Hinriks Gunn- ars, hann á að hafa unnið að gerð auglýsingasamninga fyrir HP í maí. Laun til Ingólfs Margeirssonar eftir að hann hætti á Helgarpóst- inum voru samkvæmt greinar- gerðinni samþykkt á stjórnar- fundi í Goðgá þar sem stjórnin samþykkti að aðhafast ekkert í málinu og var það fært til bókar. Ingólfur hefði átt að fá þriggja mánaða frí þar sem hann hafði starfað við Helgarpóstinn í fimm ár, en samkvæmt samningum Blaðamannafélagsins eiga blaða- menn rétt á því,nema reyndar að þeir sjálfir segi upp. Um þetta mun hafa verið deilt í stjórninni en féllust menn þó á að veita Ing- ólfi launin „Með hliðsjón af við- brögðum Ingólfs Margeirssonar samþykkir stjórnin að aðhafast ekkert frekar í málinu, nema sérstakt tilefni gefist til.“ Bókalagerinn og Hafskips- viöskiptin Ingólfur svarar því til að hann hafi keypt af Goðgá útgáfurétt- inn og 200 eintök af bókinni Allt önnur Ella, sem hann skrifaði sjálfur en Goðgá gaf út. Keypti hann þetta fyrir 150.000 krónur. Ingólfur hefur áður svarað fyrir viðskiptin við Hafskip. Hann mun hafa verið að flytja heim frá Norðurlöndum og flutt búslóð sína með Hafskip. Kennir hann eigin klaufaskap um en tel- ur af og frá að Helgarpósturinn hafi tapað á þeim viðskiptum, heldur hafi Hafskip tapað á þeim. Hluthafa- blekkingin í bréfi Ólafs er Ingólfur sakað- ur um að hafa vísvitandi selt hlutabréf sín á yfirverði vitandi að Helgarpósturinn var á hausnum, eftir að Hákon réðst til starfa á Alþýðublaðinu. 1 greinargerðinni segir að Ing- ólfur hafi selt hlutabréf sín 20. mars sl. en Hákon kom ekki til starfa við Alþýðublaðið fyrr en 18. apríl. Þá segir að Ingólfur hafi selt Árna Andersen, hluthafa í Goðgá, bréfin á nafnverði og bréfin síðan verið notuð til þess að mynda leynilega nýjan meiri- hluta. Hvað ásökunina um að Sigurð- ur Ragnarsson og Hákon hafi stofnað Fjaðrablik til þess að ná meirihluta í félaginu og að Goðgá hafi með ólöglegum hætti verið látið greiða andvirði hlutabré- fanna, segir að Fjaðrablik hafi með sameiginlegum atbeina allra hluthafa í Goðgá eignast hlut upp á rúma miljón í félaginu. Greiðslan fyrir hlutabréfin hafi numið 266 þúsundum og skömmu seinna hafi Þóroddi Stefánssyni verið seldur helming- ur hlutabréfanna fyrir 300 þús- und. Víxilmálið Hér er um að ræða víxil upp á eina og hálfa miljón sem í greinargerðinni er sagður hafa verið notaður til þess að greiða laun á Helgarpóstinum og sagt al- rangt að um samsæri hafi verið að ræða til þess að ná kverkataki á nýrri stjórn. Þar sem hér er um handhafa- víxil að ræða er bent á að eignar- hald á honum skipti litlu máli. í fundargerð má sjá að fyrri stjórn samþykkti að slá þennan víxil. Rekstraraf- komublekkingin í greinargerðinni er viður- kennt að rekstrarafkoma fyrir 1987 hafi verið mun lakari en haldið var fram á fundinum í upp- hafi ársins og á stjórnarfundi í lok apnl var rætt um hvort félagið ætti fyrir skuldum, en niðurstað- an um áramót benti til þess að eigið fé félagsins næmi um einni miljón króna og mætti bæta við þá fjárhæð talsverðu verðmæti í afskrifuðu lausafé, skrifstofuá- höldum og innanstokksmunum, auk útgáfuréttar Helgarpóstsins. Segir að stjórnarmenn hafi talið reksturinn standa í járnum. Þá segir í greinargerðinni að það sé rangt að framkvæmda- stjórinn hafi haldið því fram að hagnaður af árinu 1987 hafi verið 4 miljónir króna. „Á fundinum var skýrt frá því að rekstraráætl- un félagsins um árið 1987, sem hefði verið endurunnin 7. des- ember 1987, benti til þess að hagnaður kynni að verða allt að 4.000.000 og voru viðhafðir ítr- ustu fyrirvarar um þessa niður- stöðu. Hluthöfum var gert það alveg ljóst, að ekkert reiknings- uppgjör hefði farið fram. Stjórn- endur vissu ekki betur um líklega afkomu, en töldu engu að síður rétt að fjalla mjög varlega um þessar upplýsingar. Löggiltur endurskoðandi félagsins var við- staddur, og hnigu ummæli hans mjög í sömu átt.“ Þá draga þeir í efa milliuppgjör Magnúsar Benediktssonar endurskoðanda sem kærendur hafi til viðmiðunar um að tapið fyrir árið 1987 hafi verið 11 milj- ónir króna. Einnig segir að alls ekki sé tímabært að slá því föstu að félagið hafi verið gjaldþrota þegar útgáfa féll niður, enda hafi miklar persónulegar ábyrgðir fyrir félagið og talsverðar eignir verið afskrifaðar umfram líklegt söluverð. „Hinsvegar féll útgáfan niður því að nýir stjórnendur nutu ekki trausts í bönkum eða hjá starfs- fólki og höfðu neitað að ganga í ábyrgðir á móts við aðra hlut- I hafa.“ j -Sáf ! NÝTT HELGARBLAÐ -‘ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.