Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 8
SMART-SKOT LEIÐARI Olympíuleikamir í Seoul Ólympíuleikarnir eru að fara af staö í Kóreu og næstu vikur skyggja tíðindin þaðan á annað í hugum miljóna um allan heim. Það er á margan hátt bjartara yfir leikunum í Seoul og nágrenni en síðustu leikum. Leikarnir í Los Angeles og í Moskvu voru háðir í skugga stórveldaspennu og voru varla nema hálfir 01- ympíuleikar vegna fjarveru margra allra bestu íþróttamanna heims, fyrst Bandaríkjamanna og þeirra fylgjenda, þá Sovétmanna og þeirra félaga. Nú vantar aðeins örfáa þjóðfána þegar keppendur ganga frammá völlinn, -Kóreu- menn í norðurhlutanum eru í fýlu, fengu með sér nokkra aðra, og dauðsjá örugglega eftir öllu saman núna. Þátttaka á Ólympíuleikunum í Seoul er til vitnis um hlýviðrisþróun í alþjóðamálum. Ekki síst vegna þess að Suður-Kórea hefur ekki verið mikið uppáhaldsríki, hvorki í austurblökk- inni né meðal lýðræðissinna vestantjalds, og var lengi haldið að staðarvalið mundi setja leikana í svipaða sjálfheldu og þá síðustu og þarsíðustu. Það gerðist ekki, og raunar áttu leikarnir drjúgan þátt í þeim lýðræðisáföngum sem unnist hafa í landinu að undanförnu. íslendingar koma nú fjölmennari til leiks en nokkru sinni, og sú tíð er liðin að okkar menn vektu einkum athygli fyrir þá íþrótt að komast aftur úr öllum. íslensku keppendurnir eiga kost á verðlaunum í fleiri en einni grein og f ulivíst að með þeim verður fylgst af mikiili eftirvæntingu þótt flest markvert beri við um miðja íslenska nótt. Og það er alveg klárt að þeim íslending- tim sem heima sitja finnst ekki lengur neitt sport í því að vera bara með. Síðan Pierre de Coubertin og félagar héldu fyrstu leika síðari tíma í Aþenu 1896 hefur margt breyst í henni veslu, og sú svokallaða ólympíuhugsjón sem aldamótamenn skiluðu fram á veg hefur heldur betur látið á sjá. Síð- ustu hömlum hefur nú verið létt af fullri þátt- töku atvinnumanna, og sem aldrei fyrr er til- standið kringum Ólympíuleikana orðið gróða- mál fyrir viðskiptafyrirtæki af öllum sortum. „Brauð og leikar" var hrópað í Róm, -og á suman hátt hafa fjölmiðlaveislur á borð við Ólympíuleikana orðið í nútímanum það ópíum fólksins sem ginnir og slævir. Það má hafa ýmislegt á móti Ólympíu- leikum, og bæði fyrr og síðar hafa kvartendur fundið til ýmislegt þaríara að veitaífé, ýmislegt verðugra að nota til kraftana. Ekki síst hafa þessar raddir verið háværar á íslandi, sérstak- lega þegar ekki gengur að ítrustu óskum. Því skal þó ekki gleymt að Ólympíuleikarnir komast þrátt fyrir allt eins nálægt því og hægt er að vera sameiginleg hátíð alls mannkyns, hátíð sem í hvert sinn hyllir hina fornu Grikki, en á sér félagslegar og heimspekilegar rætur miklu lengra aftur. Og hvað sem líður afdrifum draumsýna frá aldamótunum er vert að hafa í huga að sjálf hugmyndin um ólympíuleika felur í sér að borgimar haldi frið hver við aðra. Þótt ekki væri nema af þeim sökum eru leikarnir mikils virði. En það sem skiptir auðvitað mestu máli næstu daga er frammistaða okkar manna í júdó, handbolta, spjótkasti... Arafat tiMslands? Jassír Arafat svaraði spurningum Nýs Helg- arblaðs Þjóðviljans á blaðamannafundinum í Strassborg í vikunni og sagðist reiðubúinn að koma til íslands ef um það bærist formlegt boð héðan. Slík heimsókn kemurfyllilegatil greina. Hún mundi sýna að íslendingar vildu meta sjálf- stætt stöðuna í alþjóðamálum, og slíkur við- burður mundi renna stoðum undir hugmyndir um ísland sem alþjóðlegan griðastað. -m NÝTT Helgarblað plOWILIlNH *¦%>' Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Utgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Mðrður Árnason, Óttar Proppó. Fréttastjórl:LuðvíkGeirsson. Blaóamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, HjðrleifurSveinbjðrnsson, KristóferSvavarsson, Magnfrlður Júliusdðttir, Magnús H. Glslason, Lilja Gunnarsdðttir, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Sævar Guðbjðrnsson, Þor- finnur Ómarsson (Iþr.). Handrrta-og prófarkalestur: Ellas Mar, HildurFirfnsdóttir. LJósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Utlltsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ.Pétursson Framkvatmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrlfstofust|órl:JóhannaLeópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdðttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngastiórl: Olga Clausen. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdðttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, PorgerðurSigurðardóttir. Bllstiórl: Jðna Sigurdorsdóttir. Utbrolðslu- og atgrelðslust|órl: Björn Ingi Rafnsson. Afgrolðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. innhslmtumenn:KatrinBárðardóttir,OlafurBjörnsson. Ulkoyrslo, afgrelðsla, ritstjórn: Slðumúla 6, Reyk|avfk, slmar: 681333 & 681663. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjoðviljans hf. Prentun.-Blaðaprenthf. 8 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN - NYTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.