Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 9
Ungverjaland Fjölflokkakerfi ekki útilokað Forseti Ungverjalands, Bruno Straub, sagði í blaðaviðtali sem birtist í gær að hann teldi að Ung- verjaland myndi um síðir þarfn- ast'fjölflokkakerfis. Hann kvaðst þóiekki telja að nauðsyn væri á slíKu kerfi þegar í stað. Evrópuþing Tilraun til þjóðaimorðs á Kúrdum Evrópuþingið í Strassbúrg sak- aði í gær stjórn Iraks um tilraun til að útrýma kúrdneska þjóðern- isminnihlutanum í landinu með efnavopnum og krafðist þess að allri vopnasölu til íraks væri hætt. Þingið hvatti sérstaklega öll aðildarríki Evrópubandalagsins til að láta af allri vopnasölu til íraks, svo og útflutningi þangað á öllum efnum og útbúnaði, sem hægt væri að nota til framleiðslu á efnavopnum. Evrópuþing hefur að vísu lítið vald til að knýja að- ildarríki sín til að fara að samþyk- ktum sínum, en engu að síður er líklegt að samþykkt þessi, sem er ljós vottur þess að ofsóknir íraks- stjórnar gegn Kúrdum vekja nú meiri athygli á alþjóðavettvangi en nokkru sinni fyrr, hafi einhver áhrif. Reuter/-dþ Salvador Bardagar fara harðnandi Skœruliðar í sókn Venceremos, útvarpsstöð upp- reisnarmanna í Mið-Anieríkurík- inu Salvador, tilkynnti í gær að uppreisnarmenn hefðu í bar- dögum á mánudag og þriðjudag hrakið stjórnarliða frá fjórum smáborgum í norðurhluta lands- ins ©g fellt og sært af þeim yfir 300 manns. Talsmenn stjórnarhers- ins, sem fyrst gerðu sáralítið úr tjóni sinna manna í bardögum þessum, viðurkenna nú að rúm- lega 90 manns hafí fallið og særst í þcim af báðum aðilum. Vestrænir sendiráðsmenn í landinu segjast taka tilkynning- um beggja aðila með fyrirvara, en telja þó að bardagar þessir séu einhverjir þeir hörðustu í borg- arastríðinu síðustu árin. Þeir voru háðir í héruðunum Morazan og San Miguel, en þar sóttu stjérnarliðar nýlega inn á svæði, sem lengi hafa verið á valdi upp- reisnarmanna. Á þriðjudag réðist lögregla, vopnuð kylfum, á mótmæla- göngu stúdenta í San Salvador, höfuðborg landsins, og létust og særðust við það tækifæri nokkrir menn, auk þess sem um 260 voru handteknir. Reuter/-dþ. Sem forseti er Straub ekki valdamikill, en aðalvaldhafi Ungverjalands eftir að Kadar lét af völdum, Karoly Grosz, sem bæði er forsætisráðherra og flokksleiðtogi, hefur fyrir sitt leyti ekki útilokað að fjölflokka- kerfi yrði komið á í landinu, þó ekki fyrr en í fjarlægri framtíð. Hi(nsvegar segist hann sem fyrst viljja koma á auknu lýðræði innan rarnma þess eins flokks kerfis, sem landið nú býr við. Rezso Nyers, sem áður var sós- íaldemókrati en á nú sæti í stjórnmálanefnd ungverska kommúnistaflokksins, kvaðst í maí s.l. telja að fjölflokkakerfi yrði um síðir komið á í Ungverja- landi, „þó ekki fyrr en eftir minn dag." Nyers er nú hálfsjötugur að aldri. Ymsar hreyfingar, sem krefjast fjölflokkakerfís, hafa sprottið upp í landinu undanfarið ár, og vonast þær til að verða viðurkenndar sem löglegar fyrir ársiok. Ein slík hreyfing, Ung- verska lýðræðismálþingið, hefur þegar lýst því yfir að hún hyggist bjóða fram í næstu þingkosning- um, sem fram eiga að fara 1990. Reuter/-dþ. Karoly Graosz - leyfir hann fleiri stjórnmálaflokka? Lettland Ný stjómmálasamtök Baltneskir sjálfstjórnarsinnar fœrast í aukana Tallinn, höfuðborg Eistlands - arkitektúrinn minnir á Norðurlönd og Þýskaland og svipað er að segja um hugarfar Eistlendinga. Lettneska alþýðufylkingin, ný stjórnmálasamtök sem berjast fyrir umbótum í stjórnmálum og aukinni sjálfstjórn fyrir Lettland, hyggst halda stofnráðstefnu sína í næsta mánuði, að sögn lettnesks æskulýðsblaðs. Að sögn blaðsins verður ráð- stefnan haldin í Riga, höfuðborg Lettlands, 8.-9. okt. n.k. Viku fyrr stendur til að halda stofnráðstefnu hliðstæðra sam- taka í Eistlandi. Kröfur um aukna sjálfstjórn hafa undan- farna mánuði mjög færst í aukana í baltnesku löndunum þremur, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, sökum þess að þarlendum sjálf- stjórnarsinnum hefur aukist kjarkur vegna aukins umburðar- lyndis í stjórnarfari síðan Gorbat- sjov kom til valda. í öllum þessum þremur sovétl- ýðveldum fóru nýlega fram fjöl- mennir fundir til að minnast þeirra Eista, Letta og I.itháa, sem fluttir voru í þrælkunarbúðir víðsfjarri ættlöndum sínum á Stalínstímanum. Tala þeirra her- leiddu var að minnsta kosti eitthvað á annað hundrað þúsund manns en skipti ef til vill nokkr- um hundruðum þúsunda. Löndin þrjú voru sjálfstæð riki milli heimsstyrjaldanna tveggja, en voru innlimuð í Sovétríkin 1940 í samræmi við leynigrein í griðas- áttmála þeirra Hitlers og Stalíns. Hinnar endurvöktu þjóðernis- hyggju virðist gæta einna mest í Eistlandi, enda landsmenn þar enn meira mótaðir af vestrænum áhrifum en íbúar hinna landanna tveggja. Reuter/-dþ. Enn ókyrrð í Júgóslavíu Albanir sakaöir um ofsóknir Krafist afnáms sjálfsstjórnar Kosovo Mikill fjöldi Serba, að sögn sjónarvotta 20-30.000, kom sam- an á fund í gær í borginni Srenska Mitrovica, í Vojvódínu skammt norðaustur af Beograd. Sökuðu ræðumenn á fundinum Albani, sem eru í meirihluta meðai íbúa sjálfsstjórnarsvæðisins Kosovo, um ofsóknir gegn Serbum þeim og Svartfellingum er þar búa einnig. Á fundinum var lýst yfir ein- dregnu fylgi við Slobodan Milos- evic, sem er leiðtogi kommún- istaflokksins í Serbíu, stærsta og fólksflesta ríkis sambandslýð- veldisins Júgóslavíu, en Kosovo heyrir undir Serbíu. Milosevic vill með stjórnarskrárbreytihgu svipta Kosovo miklu af sjálfs- stjóm þeirri er svæðið nú nýtur. Tilgangurinn með því á að vera sá að með því móti sé hægt að veita Serbum og Svartfellingum í Kos- ovo aukna vernd gegn þarbúandi Albönum. Þykkja mikil hefur verið með þjóðernum í Kosovo síðan 1981, er Albanir þar efndu til óeirða. Háttsettir stjórnmálamenn í Be- ograd hafa haldið því fram að Kosovo-Albanir stefni að sam- einingu svæðisins við Albaníu. Yfir 30.000 Serbar og Svartfell- ingar hafa síðustu árin flúið frá Kosovo af ótta við ofsóknir. Tals- menn kommúnistaflokksins í Kosovo segja mestan hluta þess, sem sagt sé og skrifað um ástand- ið á svæðinu utan þess, vera hel- ber ósannindi. Reuter/ -dþ. NYTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Fjórði hver Jamaíku- maður heimilislaus Fellibylurinn Gilbert, skæðasti stormur sem vitað er um í sögu Ameríku og undanfarið hefur farið yfir Karíbahafslönd, olli sérstaklega miklu tjóni á Jama- íku, þar sem um 500.000 manns, nálega fjórðungur íbúa eyjarinn- ar, eru heimilislausir eftir hann. Að minnsta kosti 26 manns hafa farist í ofviðri þessu. Alþjóða Rauði krossinn og bandarískar stofnanir hafa þegar heitið mikl- um fjárframlögum til að bæta úr sárustu neyðinni. Talsmaður Jamaíkustjórnar segir þetta ver- sta áfall, sem land hans hafi nokkru sinni orðið fyrir. Reuter/-dþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.