Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 10
FOSTUDAGSFRÉTTIR Ríkisstjómin á bláþræði Tekst „undirnefndinni“ að bjarga ríkisstjórninni um stundarsakir? Steingrímur Hermannsson orðinn afar vonlítill. Hefur gefið út drög að dánarvottorði ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar og drög aðfæðingarvott- orði nýrrar vinstri stjórnar. Staða Þorsteins Pálssonar veik fyrsta þótti skipan þeirrar nefnd- ar gefa til kynna að Þorsteinn afs- alaði sér völdum til nefndarinnar, sem starfaði meðan hann var í Florida í Bandaríkjunum. Síðan Ríkisstjórnin stendur nú mjög tæpt. Þorsteinn Pálsson hefur gef- ist upp á að samræma tillögur ríkisstjórnarflokkanna og hefur sett málið í hendur „undirnefnd- ar“ ríkisstjórnarinnar, sem í sitja Friðrik Sóphusson, Jón Sigurðs- son og Halldór Ásgrímsson. Sam- kvæmt heimildum Nýja Helgar- blaðsins eru það einmitt þeir Jón og Halldór, sem hvað lengst vilja ganga til þess að ríkisstjórnin lifi áfram. Nefnd þessi fundaði í gær, en ekkert miðaði áfram í átt til samkomulags. Lífslíkur ríkis- stjórnarinnar versna því með hverjum tímanum sem líður, en „yfirnefndin“ þ.e. formenn flokk- anna hafa allir iagt mikla áherslu á að niðurstaða fáist fyrir helgi. Vegna þess hversu mikið ber á milli flokkanna sérstaklega Sjálfstæðisflokks annars vegar og Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks hins vegar, er ljóst að vilji svo ólíklega til að samkomulag náist um tillögur í efna- hagsmálum, þarf einhver að gefa mikið eftir. Samkomulagið á því eftir að verða gjöful upp- spretta óánægju á meðal ríkis- stjórnarflokkanna og þegar van- kantar þess koma betur í ljós, mun óánægjan blossa upp og hver kenna öðrum um. Því eru menn orðnir afar vondaufir, eins og Steingrímur Hermannsson skýrir reyndar frá í viðtali hér í blaðinu, um að nokkurt sam- komulag náist. Auk þessa hafa yfirlýsingar undangenginna daga hleypt illu blóði í menn og orðið þess valdandi að það trúnaðar- traust sem ráðherrrar kunna að hafa borið hvor til annars, hefur horfið. „Þegar trúnaðartraustið er búið, er afar erfitt fyrir þrjá flokka, með mismunandi áhersl- ur að starfa saman,“ segir Steingrímur í fyrrgreindu viðtali. Því er stjórnin talin dauðvona, jafnvel þó „samkomulag“ náist um efnahagstillögur nú. Það sem hefur komið berlega í ljós á undanförnum dögum, er veik staða Þorsteins Pálssonar, forsætisráðherra. Hann skipaði fyrst forstjóranefndina svo- nefndu og skilaði hún tillögum sínum, m.a. um að ekki yrði farín gengisfellingarleiðin. Fyrir það er hafist handa innan ríkisstjórn- arinnar um tillögugerð sem átti að taka tillit til tillagna nefndar- innar, en þá kom upp úr kafinu að Þorsteinn Pálsson hafði snúið bakinu við megintillögum nefnd- arinnar. Steingrímur Hermanns- son er ekki einn um að túlka þá stefnubreytingu, sem þar með hafi „frjálshyggjuarmur" Sjálf- stæðisflokksins náð yfirhöndinni. í öllu falli eru fáir sem gefa Þor- steini „heiður" af því að hafa staðið sjálfstæður gagnvart til- lögum nefndarinnar og segir það nokkra sögu um stöðu forsætis- ráðherrans. Þeir eru margir sem telja að Alþýðuflokkur og Fram- sóknarflokkur hafi komist að þeirri niðurstöðu, að ekki væri Forystumenn stjórnarflokkanna. Allt búið í dag? unnt að vera lengur í stjórn með Sjálfstæðisflokki og megi þá einu gilda hvort um sé að kenna skorti á leiðtogahæfileikum hjá Þor- steini Pálssyni, eða þá einfaldlega að hagsmunaágreiningur innan flokksins sé orðinn það mikill að honum verði ekki stjórnað. Falli stjórnin nú, er talið að staða Þor- steins Pálssonar sem leiðtoga Sjálfstæðisflokksins sé í mikilli hættu og að við taki Davíð Odds- son. -phh BSRB Þjóðviljabikarinn Skákþing un helgina Keppni í telpna- og drengja- flokki á Skákþingi íslands verður háð nú um helgina, en i þessum aldursflokki, 14 ára og yngri, er keppt um veglegan bikar sem Þjóðviljinn gaf á sínum tíma. Umferðirnar verða níu og er teflt eftir Monrad-kerfí. Um- hugsunartími á mann eru 40 mín- útur og er teflt til þrautar á þeim tíma. Teflt verður í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur við Grensásveg og hefst 1. umferðin í dag kl. 19 og verður hægt að innrita sig þar frá kl. 18.30. Skák- stjóri verður Ólafur H. Ólafsson. HS Agreiningur um nýju félögin Stormasamur fundur um aðildfóstra og meinatækna ístjórn BSRB. Málið sett ínefnd. Óvíst hvortfóstrur og meinatæknarfá að sitja nœsta þing BSRB Eftir að stjórn BSKB samþykkti á stormasömum fundi í fyrra- kvöld að veita Fóstrufélagi ís- lands og Meinatæknifélagi Is- lands aðild að bandalaginu, með sjö atkvæðum gegn þremur,(einn sat þjá), bar Órlygur Geirsson annar varaformaður BSRB, fram tillögu um að endanleg afgreiðsla málsins yrði látin bíða og reynt yrði að ná samstöðu um það. Þar með tókst að honum að koma í veg fyrir að þessi tvö félög fengju aðild að BSRB að sinni. Laga- nefnd bandalagsins, sem hafði fjallað um málið, klofnaði í af- stöðu sinni til þess; meirihluti nefndarinnar vildi bíða með að veita þessum félögum aðgang aö BSRB þar til þau hefðu gert sinn fyrsta kjarasamning. Minnihlut- inn vildi hins vegar samþykkja inngöngu nú þegar, þar sem fé- lögin uppfylltu skilyrði sem sjálf- stæðir samningsaðilar samkvæmt samningsréttarlögunum. Meirihluti stjórnar BSRB, með Kristján Thorlacius for- mann í broddi fylkingar, féllst á álit minnihluta laganefndar um að veita bæri félögunum aðild. En samkvæmt lögum BSRB er það á valdi stjórnar að sam- þykkja inngöngubeiðnir frá ný- jum félögum, síðan þarf þing samtakanna að staðfesta inn- gönguna. Næsta þing bandalags- ins verður haldið í október. Niðurstaða stjórnarfundarins varð að skipuð var þriggja manna nefnd til að reyna að ná sáttum um þetta mál. í nefndinni eiga sæti þau Örlygur Geirsson', Guð- rún Árnadóttir og Sjöfn Ingólfs- dóttir. - Við höfum nú ekki fengið neina formlega tilkynningu frá BSRB um þetta mál, þannig að ég vill ekki tjá mig neitt um það núna,sagði Selma Dóra Þor- steinsdóttir, formaður Fóstrufé- lagsins, en hún bætti við að fund- ur yrði haldinn í næstu viku þar sem þetta mál verður rætt. Selma sagði að fóstrur hefðu sótt um að- ild að BSRB til að tengjast heildarsamtökum opinberra starfsmanna því þannig gæti Fóstrufélagið betur sinnt sínum félagsmálum. Ljóst er að ágreiningur þessi snýst ekki um hvort veita eigi þessum félögum aðild að BSRB heldur hvenær þau verða tekin inn. Eins og fyrir segir stendur þing samtakanna fýrir dyrum, og hefur fólk innan hreyfingarinnar haft á orði við blaðið að verið sé að koma í veg fyrir að fóstrur og meinatæknar eigi fulltrúa sem sjálfstæðir aðilar á næsta þingi BSRB. -*8 Borgarstjórn Aðalstrœti 8 Nýtt leyfi með hraði Byggingarnefnd féllst ekki á að kynna íbúum breytingar Hnútukasat í Grandaunvæðu Andstaðan: Allt of lágt verð og vinnubrögð borgarstjóra ámœlisverð Sjálfstæðismenn réðust á tillögur Steingríms í gærmorgun var byggingar- nefnd Reykjavíkurborgar kölluð á aukafund til að samþykkja nýtt byggingarleyfl fyrir Aðalstræti 8 og var málinu skotið inn í dagskrá borgarstjórnarfundar sama kvöld. Breytingar höfðu verið gerðar á teikningum til að koma að ein- hverju leyti til móts við staðfest Kvosarskipulag. í stað einnar íbúðar eru þær orðnar 9, sem eru samt sem áður mun færrí íbúðir en landnotkun deiliskipulags ger- ir ráð fyrir. Nýtingarhlutfall hef- ur lækkað og tengibygging er horfin. Borgarstjórnarfulltrúar Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista sátu hjá við af- greiðslu borgarstjórnar, þar sem meirihluti byggingarnefndar hafnaði tillögu um að íbúum yrðu kynntar breytingarnar. Talið var að enn væri um að ræða veruleg frávik frá staðfestu deiliskipu- lagi, einkum er varðar landnýt- ingu. mj Fulltrúar Sjálfstæðis- og Al- þýðuflokks í borgarstjórn sam- þykktu í gær sölusamning Davíðs Oddssonar borgarstjóra, á meiri- hluta hlutabréfa í Granda h/f fyrir 500 miljónir. Fulltrúar ann- arra flokka töldu það gjafverð og átöldu að borgarráð hefði verið hundsað í málinu með vinnu- brögðum borgarstjóra við samn- inga um söluna. Sigurjón Pétursson, alþýðu- bandalagi, sagði að hér væri fremur um gjöf að ræða en sölu miðað við þau verðmæti sem látin væru af hendi. Sagði hann að ein- ungis hlutabréf Granda í öðrum fyrirtækjum væru að verðmæti 340 miljónir, ef matsverð við sameiningu Bæjarútgerðarinnar og ísbjarnarins væri fram- reiknað. Vátryggingaverð fyrir- tækisins næmi hátt í 2 miljarða og auk þess væri hægt að meta kvót- ann, sem fiskiskip Granda hafa, á yfir 600 miljónir með því að miða við nýlega sölu á togaranum Karlsefni. - Þetta er því vond sala og lélegt verð, sagði Sigur- jón. Umræðan um Grandasöluna tók á þriðja tíma og leiddist út í harða gagnrýni sjálfstæðisfull- trúa á tillögu Steingríms Her- mannssonar um, að hluta af að- stöðugjöldum stærri bæjarfélaga yrði veitt til landsbyggðarinnar. Davíð Oddsson sagði m.a. að á sama tíma og borginni bærist til- boð um kaupin á Granda, dúkk- aði formaður Framsóknarflokks- ins upp og - ætlar að flytja sömu upphæð, 500 miljónir, í sukkfyr- irtæki Framsóknar á landsbyggð- inni. Júlíus Hafstein tók í sama streng og sagði að tillögur Stein- gríms fælu í sér að lána og gefa fé, sem aðrir hefðu aflað, í stað þess að gera eins og sjálfstæðismenn: Selja þessi félagslegu fyrirtæki og stofna hlutafélög. mj 10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.