Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 11
FOSTUDAGSFRETTIR BvXZung íbúar við Seljagranda hafafengið bakreikninga uppá 1,5 miljón króna vegna bóhaldsóreiðu hjá Byggung. Réttindalausirgagnvartfyrirtækinu. Margir hafa orðið að hœtta við afþeim sökum og beðiðfjárhagslegt tjón af öllu saman Þetta er alveg hrikalegt dæmi og margir hafa hreinlega hellst úr lestinni vegna þessara bakreikninga sem íbúarnir hafa verið að fá uppá 800 þúsund, ekki bara einu sinni heldur tvisvar, sagði einn svekktur viðskiptavin- ur Byggingasamvinnufélagsins Byggungs við Seljagranda. Gríðarleg óánægja er meðal íbúa við Seljagranda vegna þeirrar óráðsíu sem einkennt hef- ur bóhald fyrirtækisins sem leitt hefur til þess að allar fyrri kostn- aðaráætlanir hafa farið úr bönd- um. Réttarstaða íbúanna gagnvart þessum bakreikningum er engin og virðist sem Húsnæð- ismálastjórn sem á að hafa eftirlit með starfsemi byggingasam- vinnufélaga sé lítil sem engin. Allavega hefur eftirlitið ekki orð- ið til að stemma stigu við þessum ósköpum til þessa. „Ofan á þetta allt saman bætast síðan hótunarbréf um aðgerðir ef við stöndum ekki í skilum og ekki bætir það móralinn meðal íbú- anna. Afleiðingin af þessum öllu saman er að fólk er í öngum sín- um og veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Það eru án efa margir sem hefðu alls ekki tekið þessum kostaboðum um ákveðna inn- borgun í upphafi og síðan stífar mánaðargreiðslur í 36 mánuði + húsnæðismálalán ef það hefði órað við þessum ósköpum", sagði íbúi við Seljagranda. Þessir bakreikningar hafa orð- ið til þess að uppfærður bygging- arkostnaður á 4. herbergja íbúð hefur stórhækkað frá því sem upphaflega var gert ráð fyrir um rúmlega 1,5 milljón króna. Þó er það mismundandi eftir skulda- stöðu sérhvers gagnvart bygg- ingafélaginu. Gunnar Lúðvfks- son núverandi stjórnarmaður Byggungs fullyrðir þó að þrátt fyrir þessa bakreikninga sé kostn- aðarverð 100 fermetsfa íbúða um 1 miljón króna undir markað- sverði, eða á 5,5 miljónir á móti 6,5-6,8 miljónum sem þær kosta á almennum markaði. Að sögn heimildarmanna Þjóðviljans í Seljagranda kom endanlegt yfirlit um kostnað íbúðannaum áramótin 1985-1986 uppá tæp 800 þúsund og lofaði þáverandi stjórn fyrirtækisins að allar framkvæmdir við lóð, púss- un og málningu íbúðanna að utan yrði lokið. Ekkert af þessum lof- orðum stóð. Ný stjórn tók svo við íbúar við Seljagranda hafa að undanförnu verið að fá senda bakreikninga upp á rúmlega 1,5 miljón króna vegna bókhaldsóreiðu fyrri stjórnar Byggingarsamvinnufélagsins Byggungs. Af þeim sökum hafa margir orðið að hætta við allt saman og beðið mikinn fjárhagslegan skaða af öllu saman en er þó réttindalausir gagnvart félaginu. Mynd: Jim. í sumar og sendi hún frá sér „endanlegt" kostnaðaruppgjör í sumar og hljóðaði sá bakreikn- ingur upp á aðrar 800 þúsund krónur. Þá var einnig lofað hót og betrun við lok þeirra fram- kvæmda sem fyrri stjórnin lofaði að gerðar yrðu. Það sem gerst hefur síðan er að aðeins er byrjað að vinna við lóðina en ekkert annað. Að sögn stjórnarformanns Byggungs standa þó vonir til að hægt verði að ljúka þessum áfanga Seljagranda von bráðar ef íbúamir borgi þessa bakreikn- inga. Af öðrum framkvæmdum fyrirtækisins er verið að ljúka framkvæmdum við 143 íbúðir við Austurströnd og ennfremur er verið að byggja í Selásnum 270 íbúðir. -grh UA Sjálfstæöismaöurinn heitastur Talið víst að Gunnar Ragnars verðifyrir valinu hjá Útgerðarfélagi Akur- eyrar. Aðeins beðið eftir hentugu tœkifæri til að tilkynna? Atvinnuleysi Samdratturinn sýnilegur Á síðustu tveimur mánuðum hefur vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins verið tilkynnt um hópuppsagnir nærri 600 manns sem er langtum meira en var á sama tíma í fyrra. Ríkissjóður hefur í sumar þurft að greiða út ríkisábyrgðir launa fyrir hátt í 60 miljónir vegna gjaldþrota fyrirtækja og virðist ekkert lát vera á tilkynningum um gjaldþrot og uppsagnir. Nokkuð virðist einnig hafa dregið úr þenslu á vinnumarkað- imiiii því í ágúst voru 470 manns skráðir atvinnulausir og atvinnu- leysisdögum fjölgaði um 38% miðað við ágústmánuð í fyrra. Þá rikir nú mikil óvissa um atvinnu- horfur í fiskvinnslunni vegna rek- strarörðugleika fjölmargra fyrir- tækja sem hafa boðað uppsagnir á fastráðningarsamningum fisk- vinnslufólks á næstunni. Svo mikið er víst að eftirmaður Gísla Konráðssonar verður ekki valinn fyrir næstu helgi. En hinu er ekki að leyna að hringur- inn er farinn að þrengjast allnokkuð og þeir umsækjendur sem til greina koma er orðnir mun færri en þeir 15 sem sóttu um, sagði Sverrir Leósson stjórn- arformaður Útgerðarfélags Ak- ureyringa á Akureyri í gær. Áðspurður um þau ummæli sem höfð hafa verið eftir Gísla Konráðssyni um að nauðsynlegt sé að viðhalda pólitísku jafnvægi meðal framkvæmdastjóra fyrir- tækisins sagði Sverrir að þau hefðu engin áhrif á störf stjórnar- innar og hún myndi eingöngu ráða í starfið út frá faglegu sjón- armiði. En hinu neitaði Sverrrir ekki að það væru margir á Akur- eyri sem hefðu ákveðnar skoðan- ir á því hverjum bæri starfið en þvertók fyrir að sá þrýstingur hefði einhver áhrif á mat stjórn- arinnar á hæfni umsækjenda. Þrátt fyrir að stjórnarmenn Út- gerðarfélagsins kappkosti hver um annan þveran að ráðning nýs framkvæmdastjóra verði tekin á faglegum grundvelli en ekki pól- itískum er meira í húfi en svo að því verði trúað að óreyndu. Sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans er unnið að því baki brotnu á bak við tjöldin að tryggja Gunnari Ragnars oddvita sjálfstæðis- manna á Akureyri og forstjóra Slippstöðvarinnar stöðuna. Meirihluti stjórnar ÚA er spegil- mynd þess meirihluta sem nú ræður ríkjum á Akureyri og segja heimildir að norðan að eitthvað meiriháttar megi gerast nú á næstunni ef kratinn í stjórninni, Pétur Bjarnason svíki lit og snúist á sveif með fulltrúum stjórnar- andstöðunnar og taki annan um- sækjenda framyfir Gunnar Ragn- ars. Ekki er ólíklegt að stjórn ÚA sé þegar búin að velja Gunnar Ragnars sem eftirmann Gísla og sé einungis að bíða eftir hentugu tækifæri til að tilkynna það. Vitað er að að mörgum Akureyringum finnst nóg komið af þeim vinnu- brögðum að ráða utanbæjar- menn í hverja þá toppstöðu sem losnar á Akureyri og Þjóðviljinn hefur öruggar heimildir fyrir því að það sjónarmið eigi verulegu fylgi að fagna meðal stjórnar- manna Útgerðarfélags Akur- eyringa og sé ma. annars það sem kemur Gunnari Ragnars til góða umfram marga aðra umsækjend- ur fyrir utan hinn pólitíska veru- leika. -grh WÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Fiskifélagið Mun meiri ýsuafli Hefur aukist um tœp 8þúsund tonn í árfrá þ ví ífyrra samkvœmt bráða- birgðatölum Fiskifélagsins. Mun minni þorskafli var hjá togurum í síðasta mánuði en á sama tima f fyrra nema hjá bát- um. Hjá þeim var um lítilsháttar aukningu að ræða í þorskveiðum en í fyrra. Á móti kemur að um verulega aukningu er að ræða á ýsuafla en oft áður hjá togurum samkvæmt r bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands um aflabrögð í síðasta mánuði. Athygli vekur í bráðabirgða- tölum Fiskifélagsins aukinn þorskafli báta og smábáta í mán- uðinum. Þá veiddu bátar rúmum 700 tonnum meiri þorsk en í fyrra og smábátar ríflega 600 tonnum meira nú en þá. Ástæðan fyrir þessari aflaaukningu báta er góð- ur þorskafli í dragnót og hjá smábátum fleiri bátar en oft áður. Heildaraflinn fyrstu 8 mán- uði ársins er þó mun meiri en í fyrra og vegur þar þyngst sú mikla loðnuveiði sem var á fyrri helmingi ársins samanborið við síðasta ár. Heildarafli lands- manna nú er því orðinn 1.132.415 tonn sem er um 100 þúsund tonn- um meiri afli en í fyrra. Þrátt fyrir þessa lítilsháttar aukningu í þorskafla báta og smá- báta í sl. mánuði er þorskaflinn það sem af er árinu mun minni en í fyrra eða rúmlega 24 þúsund tonn. Aftur á móti hefur veruleg aukning orðið á ýsuafla frá því í fyrra eða tæplega 8 þúsund tonn. í síðasta mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags ís- lands var þorskafli togaranna 24.338 tonn sem 1.390 tonnum minna en í fyrra. Ýsuaflinn er þó mun meiri nú en þá eða 1.744 tonn á móti 628 tonnum. Heildar- afli togara er því tæplega 900 tonnum minni nú en þá eða 40.048 tonn á móti 40.930 tonn- um. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.