Þjóðviljinn - 16.09.1988, Síða 12

Þjóðviljinn - 16.09.1988, Síða 12
AÐ UTAN „Endanleg lausn Kúrdavandamáls“ framundan? Þriðjungur íraska Kúrdistans þegar í eyði gSanandadsch gjpjnschjli.. Kirkuk' SYRIEN l^2MWjometer Kúrdistan. Grófstrikuðu svæðin eru að mestu byggð Kúrdum og á hinum eru þeir einnig fjölmennir. DERSPIEBEl. Ekki var bardögum í stríði írans og íraks fyrr lokið en (r- aksstjórn tók að beita þeim hersveitum sínum, er þá losn- uðu, af alefli gegn kúrdnesk- um uppreisnarmönnum í fjallahéruðunum í norðurhluta landsins. Allt frá stofnun ríkis- ins íraks hafa þarlendir Kúr- dar oft og mörgum sinnum mátt þola þungar þrautir af hálfu valdhafa þar, en ekkert af því kemst í hálfkvisti við þær hörmungar, sem nú ganga yfir þann þjóðernis- minnihluta. „Þetta er ekkert stríð lengur, þetta er þjóðarmorð,“ sagði kúrdneskur skæruliði, flúinn yfir landamærin á náðir Tyrkja, við erlendan fréttamann. Saddam Hussein og aðrir forustumenn Baathflokksins, valdaflokks eins flokks ríkisins íraks, sem löngu áður voru búnir að sýna og sanna að þeir eru meðal grimmustu stjórnenda í heimi, virðast nú staðráðnir í að fá fram „endan- lega lausn“ síns „Kúrdavanda- máls“ með stórfelldasta eiturgas- hernaði frá því í heimsstyrjöld- inni fyrri, fjöldaaftökum, nauðungarflutningum og með því að jafna kúrdnesku sveitaþorpin simi 686511, 656400 HAKK Á ÚTSÚLU Nautahakk á 399 kr. kg ef keypt eru 5 kíló eða meira Kindahakk á 199 kr. kg ef keypt eru 5 kíló eða meira TIL HAGSÝNNA Naut í heilu og hálfu 395,- kr. kg - frágengið Svín í hálfu og heilu 383,- kr. kg - frágengið sími 686511, 656400 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNl- NÝTT HELGARBLAÐ við jörðu í hundraða- eða jafnvel þúsundatali. Samkvæmt vestur- þýska blaðinu Der Spiegel hafa nú þegar sjö eða átta af hverjum tíu sveitaþorpum í íraska Kúrd- istan verið jöfnuð við jörðu. Ná- lega 100.000 Íraks-Kúrdar munu þegar flúnir yfir landamærin til Tyrklands og írans en þeir íbúar hinna eyddu þorpa, sem ekki varð undankomu auðið, hafa svo hundruðum þúsunda skiptir ver- ið fluttir í fangabúðir úti á eyði- mörk í Suður-Irak. Um þriðjung- ur íraska Kúrdistans mun þegar hafa verið lagður í eyði með þess- um aðferðum. Mannúðinni hefur greinilega ekki vaxið fiskur um hrygg, nema síður sé, í þvísa landi frá tíð Assýringa og Babýloníu- manna, sem fyrstir tóku upp á því að herleiða fólk í stórum stfl, eftir því sem best er vitað. Sundurskipt land Illvirki þessi eiga sér langan að- draganda. Þegar ríkið írak var stofnað eftir heimsstyrjöldina fyrri, upphaflega sem breskt vemdarsvæði, eins og það var látið heita, var hluti Kúrdistans lagður til þess vegna gjöfulla olíu- linda, sem eru á mörkum búsetu- svæða Araba og Kúrda, og blóm- legra landbúnaðarhéraða í þess- um hluta Kúrdistans. Þetta var gert að Kúrdum forspurðum, en þeir voru á þeim tíma of sundur- lyndir til þess að tækifæri til sjálf- stæðis, sem buðust í lok stríðsins, kæmu að notum. Kúrdistan hefur síðan verið sundurskipt á milli Tyrklands, írans, íraks og Sýr- lands og hafa landsmenn af háífu allra þessara ríkja mátt þola kúg- un og misrétti. Heimildum um stærð kúrdnesku þjóðarinnar ber ekki saman, en Kúrdar eru varla færri en 10—12 miljónir og að sumra áliti allt að 20 miljónum. Um helmingur Kúrda býr við tyrknesk yfirráð. Allt frá upphafi ríkisins íraks hafa þarlendir Kúrdar hvað eftir annað háð vopnaða baráttu fyrir sjálfstjórn, fyrst gegn Bretum og síðan gegn stjórnarvöldum íraks, eftir að það varð fullsjálfstætt. 1961—75 voru kúrdnesku fjalla- héruðin í Norður-írak lengst af í raun sjálfstætt ríki undir forustu Múlla Mústafa Barzani, sem er í röð snjöllustu herstjóra er fram hafa komið eftir heimsstyrjöldina síðari. Möguleikar Kúrda til sjálfstæðis að einhverju marki hafa jafnan aukist ef fjandskapur hefur verið með ríkjum þeim, er skipta landi þeirra á milli sín, og svo var í þá tíð. Þá voru illdeilur með írak og íran, og veittu íranir því Barzani umtalsverða aðstoð er varð því meiri sem á leið. En 1975, þegar sem oftar var stríð með íraksstjórn og íraks- Kúrdum, brá svo við að íran og írak jöfnuðu deilumál sín í bráðina. Brá íranskeisari þá við títt, sveik Barzani í tryggðum og hætti tafarlaust allri aðstoð við hann. Var her Barzanis þá svo mjög upp á írönsku hjálpina Kúrdneskir skæruliðar - ekki lengur stríð, heldur þjóðarmorð. kominn, að vörn hans brast áður en langt um leið. Barzani og Talabani En sem kunnugt er liðu ekki mörg ár áður en fjandskapur tókst á ný milli íraks og íran, sem þá var komið undir stjórn Khom- einis karls og klerka hans. Þegar íraksher var upptekinn orðinn við stríðið við íran, risu íraks- Kúrdar upp enn einu sinni og náðu fjallahéruðum sínum fljót- lega á sitt vald á ný. Þeir voru þá að vísu ekki eins samstæðir og áður, en af baráttuhreyfingum þeirra hefur mest gætt tveggja. Þær eru Lýðræðisflokkur Kúrdi- stans undir forustu Massuds Barzani, eins margra sona Barz- anis gamla (sem lést fyrir nokkr- um árum í útlegð í Bandaríkjun- um), og Föðurlandssamband Kúrdistans undir stjórn Djalals Talabani. Stríðsmenn þeirra, kallaðir á kúrdnesku pesjmerga (reiðubún- ir að deyja), reyndust íraksher skæðir andstæðingar og viður- kennir fraksstjórn að þeir hafi fellt af liði hennar um 16.000 manns. írani munaði vel um þessa bandamenn og veittu þeim aðstoð nokkra. En nú fer sem fyrr, að þegar friðvænlega horfir milli íraks og írans snýst hjól stríðsgæfunnar Íraks-Kúrdum í óhag. Enginn veit tölu þeirra Kúrda, sem látist hafa af völdum hernað- ar íraksstjórnar í því stríði, sem enn stendur yfir milli hennar og sjálfstjórnarhreyfinga Kúrda. Raunar hófst útrýmingarherferð- in gegn Kúrdum þegar áður en íransk-íraska stríðinu lauk, enda var síðustu ár þess stríðs oft svo tíðindalítið á vígstöðvum þess að stjórnin í Bagdað gat beitt veru- legum hluta hers síns gegn upp- reisnarmönnunum norður frá. Þegar s.l. ár var íraksher tekinn til við að jafna kerfisbundið við jörðu kúrdnesk þorp með sprengiefni og jarðýtum og her- leiða íbúana suður á eyðimörk. í skýrslu frá utanríkisnefnd öld- ungadeildar Bandaríkjaþings um þetta stendur:„Kúrdistan hefur óhugnanlegan svip eydds og yfir- gefins lands. Þorpin hafa verið brotin niður til grunna, og áv- axtatré og grafreitir eru það eina, sem gefur til kynna að þessi hér- uð hafi einhverntíma verið í byggð. I mars s.l. gerði Iraksher mikla stórskotahríð með sprengikúl- um, fylltum eiturgasi, á kúrdn- esku borgina Halabdja. Um 5000 óbreyttir borgarar dóu þar kvala- fullum köfnunardauða af völdum gassins. Flúið á náðir óvinar Það sýnir ef til vill betur en nokkuð annað, hve mjög nú þrengir að Íraks-Kúrdum, að þeir skuli flýja í svo stórum stfl á náðir Tyrkja. Því að þangað til nú upp á síðkastið hafa Kúrdar að jafnaði hvergi sætt verri kjörum en ein- mitt í Tyrklandi. Þar hefur ekkert verið til sparað að bæla kúrdn- eskt þjóðerni niður og meira að segja er ekki viðurkennt af hálfu stjórnarvalda að það sé til, heldur eru þarlendir Kúrdar opinber- lega kallaðir „Fjalla-Tyrkir." Aðalástæðan til þess að tyrknesk stjórnarvöld hafa, gagnstætt því sem hingað til hefur verið, opnað land sitt fyrir kúrdneskum flótta- mönnum frá írak er að líkindum áköf löngun Tyrkja til að öðlast upptöku í Evrópubandalagið. Þeir vonast líklega til að tiltölu- lega mannúðlegt viðmót af þeirra hálfu gagnvart flóttafólkinu muni greiða þeim leiðina þangað. Hingað til hefur málefnum Kúrda lítt verið sinnt á alþjóða- vettvangi, einkum hafa stórveld- in verið einhuga um að láta þau afskiptalaus, til að forðast að styggja hiutaðeigandi ríki. Nú virðist þetta vera að breytast, kannski ekki síst vegna eiturgas- hernaðar íraka. Haldist þeim uppi að halda honum áfram, er hætt við að það inuni leiða til þess að fleiri ríki grípi til þesskonar vopna í illindum sín á milli. Dagur Þorleifsson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.