Þjóðviljinn - 16.09.1988, Side 15

Þjóðviljinn - 16.09.1988, Side 15
Raunhæfir möguleikar Islendinga Kemst handboltalandsliðið íúrslit? Stígur Bjarni aftur á verðlaunapall? Kastar Einar lengst aföllum? Eðaskyldi Vésteinn kasta enn lengra? Handboltalandsliðið Flestir íslendingar munu eflaust fylgjast mest með handboltanum og ekki laust við að spenningur sé uppi um gengi „strákanna“ þar. Keppn- in fer fram í tveimur sex liða riðlum og er síðan leikið beint um sæti eftir það. Okkar riðill er heldur erfiður, en í honum eru auk íslands, Sovétrík- in, Júgóslavía, Svíþjóð, Bandaríkin og Alsír. Tvær síðasttöldu þjóðirn- ar eiga að vera auðunnar, en ef illa fer gegn þeim er draumurinn alveg búinn. Miðað við styrkleika eigum við að vinna Svía, en hafa ber í huga að þeir hafa verið okkur sérlega erfiðir í gegnum tíðina. Við eigum möguleika gegn Júgóslavíu, enda erum við ein af fáum þjóðum sem ávallt standa uppi í hárinu á þeim, en Sovétmenn verða vafalaust erfiðastir. Þeir eru sigurstranglegasta liðið í keppninni en minnugir leiksins í Höllinni í ágúst vitum við að ekkert er óhugsandi í þessum efnum. Hvað þýðir þetta í árangri þegar upp er staðið? Jú, við ættum samkvæmt öllum kokkabókum að hafna í 2.-3. sæti í riðlinum, sem þýðir að við myndum leika um 3.-4. sætið ellegar 5.-6. Hins vegar er ljóst að mjög lítið þarf að fara úrskeiðis til að 4. sætið í riðlinum verði okkar. í>á kæmi það í okkar hlut að leika um 7.-8. sætið sem þýðir væntanlega hrap niður í B-grúppu. Á hinn bóginn, nái liðið toppleik í öllum leikjunum og ef heppnin er okkur hliðholl gæti svo farið að við lékjum til úrslita í Seoul. Slíkir draumar eru mjög ólíklegir, en ekki óhugsandi. Mikið mæðir á íslenska landsliðinu næstu daga. Á myndinni eru allir leikmenn liðsins, nema hvað Guðmund Hrafnkelsson vantar. Sund Eðvarð Þór Eðvarðsson Eðvarð er sá sundmaður sem mestar vonir eru bundnar við. Hann á nú 13.-15. besta heimsafrekið í 200 m baksundi, 2.02,79, og nái hann að bæta sig gæti hann komist í 8 manna úrslit, sem er frábært. Hann kemur þó varla til með að vinna til verð- launa, en sá möguleiki er ekki útilokaður. Eðvarð keppir einnig í 100 m baksundi og í 200 m fjór- sundi en stendur ekki eins fram- arlega í þeim greinum. Ragnheiður Runólfsdóttir Ragnheiður er okkar fremsta sundkona og á góða möguleika á að komast áfram í 16-manna úr- slit í sinni bestu grein, 200 m bringusundi. Þar á hún best 2.37,11 og þarf væntanlega að bæta sig um 2-3 sekúndur til að slíkt nái fram að ganga. Ekki er raunhæft að ætla henni stærri hlut en þó getur allt gerst. Hún keppir einnig í 100 m bringusundi og 200 m fjórsundi en eins og Eðvarð á hún minni möguleika í þeim greinum. Magnús Már Ólafsson Magnús hefur verið í mikilli sókn í ár en keppnin verður ströng hjá honum í Seoul. Hann keppir í 50 m, 100 m og 200 m skriðsundi og í 100 m flugsundi en breiddin er mjög mikil í þessum greinum og keppnin verður mjög hörð. Magnús þarf að bæta sig mjög mikið til að komast áfram, en líklegt er að hann setji íslands- met. Bryndís Ólafsdóttir Bryndís keppir í 50 m, 100 m og 200 m skriðsundi og mun eins og Magnús eiga erfitt uppdráttar. Ekki er ástæða til að ætla annað en að henni takist að bæta árang- ur sinn en langt er í sundmenn í fremstu röð og því varasamt að ætla um of. Ragnar Guðmundsson Það er skemmtilegt að við ís- lendingar eigum keppanda í lengsta sundi keppninnar, 1500 m skriðsundi. Ragnar syndir einnig 400 m skriðsund op verður gam- an að fylgjast með gengi hans gegn bestu sundmönnum heims. Olíklegt er að Ragnar komist áfram. Arnþór Ragnarsson Arnþór keppir í 100 m og 200 m bringusundi og sömu sögu að segja af honum og flestum hinna, keppnin verður honum mjög erf- ið. Það leikur hins vegar ekki vafi á því að mjög mikil reynsla fæst með keppni á ól. og ekki kæmi á óvart þótt Arnþóri tækist að bæta íslandsmetin. Frjálsar Einar Viihjálmsson Einar er ein af perlunum okkar áþessum ólympíuleikum. Hann á einn besta árangur í spjótkasti í heiminum á þessu ári og því góðir möguleikar fyrir hann að ná langt í keppninni. íslandsmet hans er 84,66 m en heimsmetið er þremur metrum lengra. Ljóst er að spjót- kastskeppnin verður mjög jöfn og geta bestu menn hæglega dott- ið út líkt og í Los Angeles ‘84. Þá hafnaði Einar í sjötta sætinu, sem yrði frábært að endurtaka, svo maður tali ekki um að ná ofar. Hann á raunhæfa möguleika á verðlaunasæti en þá þarf líka allt að ganga upp og Islandsmetið að fjúka. Sigurður Einarsson Sigurður hefur náð ágætum ár- angri með spjótið en Einar hefur skyggt nokkuð á hann. Hann á best 80,84 m og þarf því að bæta árangur sinn til að ná langt í keppninni. Það yrði mikill sigur fyrir Sigurð ef hann kæmist í úr- slitin, sem er alls ekki óhugsandi ef hann bætir sig vel. Vésteinn Hafsteinsson Vésteinn er í mjög góðu formi þessa dagana og er líklegur til af- reka í kringlukasti. íslandsmet hans er 65,60 m og slíkur árangur gæti fært hann nálægt verðlauna- sæti. Ef hann bætir sig má búast við honum í allra fremstu röð. íris Grönfeldt íris á góða möguleika á að komast í úrslit (12 manna) í spjót- kastinu og síðan er erfitt að spá fyrir um framhaldið. Hún á best 62,04 m og ef hún nær því eða meira gæti hún orðið ofarlega. Helga Halldórsdóttir Helga setti glæsilegt íslands- met í 400 m grindahlaupi í Los Angeles fyrir stuttu. Hún hljóp þá á 56,54 sek. og bætti fyrra met um rúma sekúndu. Hún er því greinilega í góðu formi og á ágæta möguleika á að komast í undan- úrslitin. Til að komast í úrslit þarf hún hins vegar að bæta sig mjög mikið og er því varla hægt að reikna með því. Pétur Guðmundsson Pétur er okkar fremsti kúlu- varpari í dag, hefur kastað 20,04 m og sýnt miklar framfarir síð- ustu misserin. Pétur mun eiga við ofjarla að etja í Seoul en ef hann bætir íslandsmetið um nokkra tugi sentimetra gæti hann komist í úrslit. Það væri að sjálfsögðu mikil lyftistöng fyrir þennan skemmtilega íþróttamann. Eggert Bogason Eggert fylgir Vésteini vonandi fast eftir í kringlukastinu og þótt hann eigi ekki sömu möguleika og Vésteinn á hann einhverja möguleika á að komast í úrslitin. Þá þarf hann að sjálfsögðu að bæta árangur sinn, en erfitt er að spá um svona hluti þar sem ár- angur manna er mjög misjafn á stórmótum. Júdókeppendur okkar tveir, Bjarni Friðriksson og Sigurður Bergmann, gætu vel náð langt í keppninni á leikunum, sérstak- lega Bjarni. Minnugir bronsverð- launa Bjarna frá Los Angeles gerum við sjálfsagt miklar kröfur til hans eins og gengur, en þær eru síður en svo óréttmætar. Bjarni er júdómaður í fremstu röð og ef hann sýnir sitt besta fer hann vafalaust langt í keppninni. Nokkuð erfiðara er að ákvarða styrkleika Sigurðar en júdómenn íslands hafa oft náð langt á ólym- píuleikum og því gaman að fylgj- ast með gengi þeirra nú. Siglingar Gunnlaugur Jónasson og ís- leifur Friðnksson keppa fynr ís- lands hönd í siglingakeppninni og hafa þeir félagar æft mjög vel að undanförnu. Gunnlaugur tók {iátt í leikunum í Los Angeles en sleifur hlýtur sína eldskírn í Seo- ul. Árangur þeirra í keppnum f sumar gefur ekki ástæðu til ann- ars en bjartsýni en þeir verða þó varla í allra frenistu röð. -þóm NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.