Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 16
Ekki of nálægt Það hefur löngum verið vitað að „hinum mikla leiðtoga" Norður-Kóreu Kim II Sung væri margt til lista lagt. Nýlega rak á fjörur okkar kennslubók í blaða- mennsku eftir soninn Kim II Jong, en hann virðist býsna glúr- inn líka, eða einsog segir í for- málá bókarinnar: „Engin orð, hvorki töluð né rituð geta tjáð andlega atorku hans og hversu gagntekinn hann er af verkefni sínu. Né heldur ást hans og helg- un því verkefni að efla blaða- mennskuna." f bókinni eru ekki bara ráð- leggingar til ritandi blaðamanna, um hvernig rétt sé að skrifa um „hinn mikla leiðtoga" heldur eru einnig gefin ýmis þjóðráð til ljósmyndara, um það hvernig beri að taka myndir af hinum „mikla leiðtoga". Þau þjóðráð ættu íslenskir Ijósmyndarar kannski að taka til greina þegar „aumingja" Þorsteinn er mynd- aður í því amstri sem hann á í þessa dagana. „Þú skalt ekki koma of nálægt hinum inikla leiðtoga þegar þú tekur mynd af honum, og þú skalt bara smella af þegar þú ert örugg- ur um að árangurinn verði sá að glæst ásjóna okkar virta leiðtoga grópist í huga æsku og barna um eilífð eilífðar." Mynd Jim Smart Kim II Jong skrifar ráðleggingar við greinar, myndir og uppsetningu síðna á skrifstofu sinni. Hakakross í varðskipi Það mega þeir eiga nasistarnir að þeir bjuggu til endingargóð tæki og svo virðist sem sum þeirra séu enn í fullum notum. Þannig rakst ljósmyndari Nýja Helgar- blaðsins á ícompás, ættaðan frá þriðja ríkinu, í varðskipinu Tý, um daginn. Einsog sjá má á myndinni er tólið vandlega merkt framleiðendum með þýska ernin- um ofan á hakakrossinum. Það má þvj' segja að skipinum sé stýrt eftir kúrs þúsund ára ríkisins. Almenn ei próf óþc Svíar vilja draga úr almennum eyðniprófum og: aðra kynlífs- og kynsjúkdómafræðslu Svíar velta því nú fyrir sér að hætta að taka almenn eyðnipróf, t.d. þegar sjúklingar eru lagðir inn á sjúkrahús. f stað þess að Ieyfa hverjum sem er að láta eyðniprófa sig vilja þeir fyrst fá að vita ástæðuna fyrir því að við- komandi telur sig þurfa að fara í prófið. Johan Wallin er þekktur læknir á þessu sviði og starfar sem sér- fræðingur ríkisstjórnarinnar í eyðnimálum. Hann rökstyður sícoðun sína með því að benda á að aðeins eitt nýtt tilfelli hafi fundist í Stokkhólmi á sfðasta ársfjórðungi þar sem gagnkyn- hneigður reyndist hafa eyðni- vírus. Sömu sögu er að segja af sjúkrahúsunum. í fimm mánuði voru allir sjúklingar sem lagðir voru inn á Karolinska sjúkrahús- ið eyðniprófaðir. Alls voru þeir 5.222. Aðeins eitt nýtt eyðnitil- felli uppgötvaðist í þeim prófun- um. Niðurstaða prófa á öðrum sjúkrahúsum í Svíþjóð er mjög áþekk og víða hefur þegar verið dregið úr þessum prófum. Dómsdagsspár rættust ekki Robert Olin, formaður eyðni- nefndar félagsmálaráðs segir að dómsdagsspár hafi ekki ræst og að í Svíþjóð séu nú um 3000 manns með eyðnivírusinn. Þrátt fyrir það er hættan ekki liðin hjá, en Olin segir að af og frá sé að tala um eyðni sem einhverja farsótt. Nú óttast Svíar reyndar nýja öldu af eyðnisjúklingum, það er hjá sprautufólkinu. Vímuefna- neytendur sem sprauta sig eru stór áhættuhópur og talið er að þeir sem smituðust fyrir fimm árum séu margir hverjir að fá eyðni á lokastigi núna. Auk þess sem Svíar vilja hætta að eyðniprófa almenning vilja þeir draga úr fræðsluherferðinni um eyðni og koma upplýsingum um sjúkdóminn á framfæri með WOgrafléttmjólkinnihalda aðeins 46 hitaeiningar. Ogþað eru verðmætar hitaeiningar, þvíþeim fylgja mörg mikilvægustu næringarefnin. Efþú vilt grennast, þá er betra að draga úr öðrum og þýðingarminni hitaeiningum. Ýmis B vítamín ímjólkstuðla m.a. að eðlilegri starfsemi taugakerfisins, góðri orkunýtingu, falíegrí húð og hárí, heilbrígðum augum oggóðrisjón. Auk þess eru ímjólkinni B vítamín sem eru nauðsynleg fyrírþá sem eru íörum vexti tilþess að geta myndað nýtteríðaefnifyrirnýjarfrumur. Kalk, sem beinin taka upp á unglingsámnum, nýtist velseinna t.d. á meðgöngutíma og á efríárum. Viðeðlileg dregut tannskemm hlutfallkall magniumer. tem Kalk er nauðsynleg I tilþess að bein og tennurnáifullrílengd, þéttleikaogstyrk. Kalkí mjólknýtist vel vegna annarra efna fmjólkinni sem vinna með kalkinu. Námsgeta ogathyglisgáfa skerðast verulega efunglingar fá ekkireglulega næga holla fæðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.