Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 17
F
yöni
örf
g fella eyðnifræðslu undir
;lu í skólum
öðrum upplýsingum um kynlíf og
kynsjúkdóma. I skólum hafa t.d.
sérstakir dagar verið helgaðir
fræðslu um eyðni en því vilja
menn nú hætta og í stað þess
fjalla um sjúkdóminn einsog
hvern annan sjúkdóm í samhengi
við kynlífsfræðslu skólanna.
í stað prófanna og herferðar-
innar vilja þeir leggja áherslu á
rannsókn á kynlífsatferli þjóðar-
innar.
Svíarnir segja að eyðnifárið
hafi gengið í gegnum þrjú mis-
munandi skeið. Fyrst skeið al-
gjörrar fákunnáttu, sem varaði
frá 1981-1982. Þá kom tími
óvissu, þegar menn vissu af sjúk-
dómnum, en vissu ekki hvar hann
breiddist út og hvað hann var
upprunninn. 1984 byrjaði svo
tími fársins þegar dómsdagsspá-
menn máluðu framtíðina afar
dökka. Fyrir ári fór að draga úi
fjölmiðlafárinu og loksins nú
virðast menn geta tekið á þessum
málum af einhverri skynsemi.
Hárlist
\
Wegaraðstæður
dgurmjólkúr
immdum. Hið háa
kajksjosfórsog
ner.vemdandifyrir
tennurnar.
Gaman
í gær?
En hvað með úthaldið? Hvernig verður þú í
dag? Stúlkur á vaxtarskeiði þurfa að beina
athyglinni að sjálfri sér af og til. Álagið er oftast
mikið bæði á sál og líkama og þá er eins gott
að gera það sem hægt er til þess að standa
undir því. Holl fæða og nægur svefn er algjört
skilyrði ef þú vilt njóta þessa viðburðarríka
tímabils ævi þinnar án þess að ganga á forða
framtíðarinnar.
IVIjólk er ein fjölbreyttasta fæða sem völ er á frá
næringarlegu sjónarmiði. í henni eru efni sem
vaxandi fólk getum ekki verið án. 3 mjólkurglös
ádagergóðregla.
MJOLKURDAGSNEFND
Myndlistarmenn eru ekki við
eina fjöl felldir og allra síst í
myndlistartiafla alheímsins, New
York borg, en þar starfar meðal
annarra Terry Niedzialek sem
veit uppá hár hvað hún vill.
Hún notar mannlegan höfuð-
búnað til tjáningar og bætir við
ýmsum hefðbundnum og óhefð-
bundnum efníviði myndhöggva-
rans. Það virðist vera nútímalífið
í stórborginni sem listamaðurinn
er að fást við, og raunar framtíðin
líka, máluð dökkum litum einsog
sést af hárgreiðslunni, sem gerð
var í tilefni Hírósímadagsins í
sumar og heitir „Kjarnorkuvet-
ur".
Lyfjabók
slær í gegn
Franskir bóksalar hafa aldrei
kynnst öðru eins. Fyrsta og ann-
að upplag af bókinni var rifið út á
nokkrum dögum. Hér var ekki
um að ræða ævisögu frægs leikara
eða stjórnmálamanns. Nei, hér
var um að ræða handbók um
lyfjanotkun fyrir almenning eftir
óþekkta höfunda.
í bókinni eru ráðleggingar um
lyf sem nota má gegn og við öllu
mögulegu. Hvaða pillur eru góð-
ar gegn minnisleysi? Hvaða pillur
auka kynorkuna? Bókin hefur
þegar komið út í fimm útgáfum
og yfir hundrað þúsund eintök
selst.
Læknayfirvöld í Frakklandi
sögðu bókina hættulega og yfir-
völd reyndu að fá bókina bann-
aða og slíkt jók vitaskuld söluna
því almenningur vildi ná í eintak
af þessari hættulegu bók áður en
hún hyrfi úr hillum bóksalanna.
Höfundar eru óþekktir en Ijóst
er að þeir þekkja töluvert til
lyfjanotkunar. Sagt er að meðal
höfunda séu nokkrir eðlisfræð-
ingar, lyfjafræðingur og tauga-
læknir. Þeir halda því fram að
lyfin geti gert kraftaverk, séu þau
rétt notuð. Að þeirra sögn geta
þau aukið líkamlegt- og andlegt
atgervi, hresst upp á sjálfsálitið
og losað fólk við streitu.
í bókinni er fjallað um 300 lyf
og gefa höfundar hverju lyfi
stjörnur; eina stjörnu ef lyfið er
nothæft, tvær ef það er gott og
þrjár stjörnur ef það er frábært.
Leyndarmál
Stradi-
variusar
Fiðlusmiðir og aðrir hafa
löngum reynt að leysa ráðgátuna
um hversvegna fiðlur þær sem ít-
alski fiðlusmiðurinn Antonio
Stradivarius smíðaði í upphafi 18.
aldar hljómuðu betur en aðrar
fiðlur. Nú hefur hópur enskra vís-
indamanna við Cambridge há-
skóla uppgötvað að undir lakkinu
á Stradivariusarfiðlum er ör-
þunnt lag af eldfjallaösku. Þetta
öskulag er glerhart og er talið
hafa þau áhrif að hljómur fiðl-
unnar verður fegurri en annars.
Þau steinefhi sem fundust í ösku-
laginu eru í eldfjallaösku í Crem-
onahéraði, þar sem Stradivarius
bjó.
Þunglyndi
er smitandi
Þunglyndi er smitandi. Það er
niðurstaða bandarísks sálfræð-
ings af rannsókn á tveimur hóp-
um nemenda, sem hann lét taka
viðtöl við sjúklinga á geðsjúkra-
húsi. Annar hópurinn ræddi við
sjúklinga sem þjáðust af þung-
lyndi en hinn hópurinn ræddi við
sjúklinga sem þjáðust af angist.
Fyrir og eftir viðtölin voru nem-
endurnir spurðir um skaplyndi
sitt. Það kom í ljós að þeir sem
ræddu við þunglyndissjúklinga
urðu almennt niðurdregnir en
þeir sem ræddu við hinn hópinn
skiptu ekki skapi.
Næsta
hús
Þau mistök áttu sér stað í Nýja
helgarblaðinu um síðustu helgi,
að í myndatexta við grein á síðu
13, var sagt að húsið á myndinni
væri hús Samtakanna '78. Það
mun ekki rétt vera, heldur er
þetta næsta hús við. Við biðjumst
velvirðingar á þessum mistökum.
ÞJÓÐVaLJINN - SÍÐA 17
. ¦