Þjóðviljinn - 16.09.1988, Page 17

Þjóðviljinn - 16.09.1988, Page 17
ÞvöitÍTieidpJ ö§ stj'rkieíkl i hámarki. Gaman En hvað með úthaldið? Hvemig verður þú í dag? Stúlkur á vaxtarskeiði þurfa að beina athyglinni að sjálfri sér af og til. Álagið er oftast mikið bæði á sál og líkama og þá er eins gott að gera það sem hægt er til þess að standa undir því. Holl fæða og nægur svefn er algjört skilyrði ef þú vilt njóta þessa viðburðarríka tímabils ævi þinnar án þess að ganga á forða framtíðarinnar. er ein fjölbreyttasta fæða sem völ er á frá næringarlegu sjónarmiði. í henni eru efni sem vaxandi fólk getum ekki verið án. 3 mjólkurglös ádagergóðregla. Mynd Jim Smart Hakakross í vardskipi Pað mega þeir eiga nasistarnir að þeir bjuggu til endingargóð tæki og svo virðist sem sum þeirra séu enn í fullum notum. Pannig rakst ljósmyndari Nýja Helgar- blaðsins á kompás, ættaðan frá þriðja ríkinu, í varðskipinu Tý, um daginn. Einsog sjá má á myndinni er tólið vandlega merkt framleiðendum með þýska ernin- um ofan á hakakrossinum. Það má þv; segja að skipinum sé stýrt eftir kúrs þúsund ára ríkisins. Almenn eyðni- próf óþörf Svíar vilja draga úr almennum eyðniprófum og fella eyðnifræðslu undir aðra kynlífs- og kynsjúkdómafræðslu í skólum Svíar velta því nú fyrir sér að hætta að taka almenn eyðnipróf, t.d. þegar sjúklingar eru lagðir inn á sjúkrahús. I stað þess að leyfa hverjum sem er að láta eyðniprófa sig vilja þeir fyrst fá að vita ástæðuna fyrir því að við- komandi telur sig þurfa að fara í prófið. Johan Wallin er þekktur læknir á þessu sviði og starfar sem sér- fræðingur ríkisstjórnarinnar í eyðnimálum. Hann rökstyður skoðun sína með því að benda á að aðeins eitt nýtt tilfelli hafi fundist í Stokkhólmi á síðasta ársfjórðungi þar sem gagnkyn- hneigður reyndist hafa eyðni- vírus. Sömu sögu er að segja af sjúkrahúsunum. í fimm mánuði voru allir sjúklingar sem lagðir voru inn á Karolinska sjúkrahús- ið eyðniprófaðir. Alls voru þeir 5.222. Aðeins eitt nýtt eyðnitil- felli uppgötvaðist í þeim prófun- um. Niðurstaða prófa á öðrum sjúkrahúsum í Svíþjóð er mjög áþekk og víða hefur þegar verið dregið úr þessum prófum. Dómsdagsspár rættust ekki Robert Olin, formaður eyðni- nefndar félagsmálaráðs segir að dómsdagsspár hafi ekki ræst og að í Svíþjóð séu nú um 3000 manns með eyðnivírusinn. Prátt fyrir það er hættan ekki liðin hjá, en Olin segir að af og frá sé að tala um eyðni sem einhverja farsótt. Nú óttast Svíar reyndar nýja öldu af eyðnisjúklingum, það er hjá sprautufólkinu. Vímuefna- neytendur sem sprauta sig eru stór áhættuhópur og talið er að þeir sem smituðust fyrir fimm árum séu margir hverjir að fá eyðni á lokastigi núna. Auk þess sem Svíar vilja hætta að eyðniprófa almenning vilja þeir draga úr fræðsluherferðinni um eyðni og koma upplýsingum um sjúkdóminn á framfæri með öðrum upplýsingum um kynlíf og kynsjúkdóma. Iskólum hafa t.d. sérstakir dagar verið helgaðir fræðslu um eyðni en því vilja menn nú hætta og í stað þess fjalla um sjúkdóminn einsog hvern annan sjúkdóm í samhengi við kynlífsfræðslu skólanna. í stað prófanna og herferðar- innar vilja þeir leggja áherslu á rannsókn á kynlífsatferli þjóðar- innar. Svíarnir segja að eyðnifárið hafi gengið í gegnum þrjú mis- munandi skeið. Fyrst skeið al- gjörrar fákunnáttu, sem varaði frá 1981-1982. Þá kom tími óvissu, þegar menn vissu af sjúk- dómnum, en vissu ekki hvar hann breiddist út og hvað hann var upprunninn. 1984 byrjaði svo tfmi fársins þegar dómsdagsspá- menn máluðu framtíðina afar dökka. Fyrir ári fór að draga úr fjölmiðlafárinu og loksins nú virðast menn geta tekið á þessum málum af einhverri skynsemi. 300 mctlicanients JKHII'SO sttnxisser Lyfjabók slær í gegn Franskir bóksalar hafa aldrei kynnst öðru eins. Fyrsta og ann- að upplag af bókinni var rifið út á nokkrum dögum. Hér var ekki um að ræða ævisögu frægs leikara eða stjórnmálamanns. Nei, hér var um að ræða handbók um lyfjanotkun fyrir almenning eftir óþekkta höfunda. í bókinni eru ráðleggingar um lyf sem nota má gegn og við öllu mögulegu. Hvaða pillur eru góð- ar gegn minnisleysi? Hvaða pillur auka kynorkuna? Bókin hefur þegar komið út í fimm útgáfum og yfir hundrað þúsund eintök selst. Læknayfirvöld í Frakklandi sögðu bókina hættulega og yfir- völd reyndu að fá bókina bann- aða og slíkt jók vitaskuld söluna því almenningur vildi ná í eintak af þessari hættulegu bók áður en hún hyrfi úr hillum bóksalanna. Höfundar eru óþekktir en ljóst er að þeir þekkja töluvert til lyfjanotkunar. Sagt er að meðal höfunda séu nokkrir eðlisfræð- ingar, lyfjafræðingur og tauga- læknir. Þeir halda því fram að lyfin geti gert kraftaverk, séu þau rétt notuð. Að þeirra sögn geta þau aukið líkamlegt- og andlegt atgervi, hresst upp á sjálfsálitið og losað fólk við streitu. í bókinni er fjallað um 300 lyf og gefa höfundar hverju lyfi stjörnur; eina stjörnu ef lyfið er nothæft, tvær ef það er gott og þrjár stjörnur ef það er frábært. Leyndarmál Stradi- variusar Fiðlusmiðir og aðrir hafa löngum reynt að leysa ráðgátuna um hversvegna fiðlur þær sem ít- alski fiðlusmiðurinn Antonio Stradivarius smíðaði íupphafi 18. aldar hljómuðu betur en aðrar fiðlur. Nú hefur hópur enskra vís- indamanna við Cambridge há- skóla uppgötvað að undir lakkinu á Stradivariusarfiðlum er ör- þunnt lag af eldfjallaösku. Þetta öskulag er glerhart og er talið hafa þau áhrif að hljómur fiðl- unnar verður fegurri en annars. Þau steinefni sem fundust í ösku- laginu eru í eldfjallaösku í Crem- onahéraði, þar sem Stradivarius bjó. ÞJÓÐV|ILIINN - SÍÐA 17 100 grafléttmjólkinnihalda aðeins 46 hitaeiningar. Ogþað eru verðmætar hitaeiningar, þvi þeim fylgja mörg mikilvægustu næringarefnin. Efþú vilt grennast, þá erbetra að draga úröðrum og þýðingarminni hitaeiningum. Ýmis B vítamín í mjólkstuðla m.a. að eðlilegri starfsemi taugakerfisins, góðri orkunýtingu, fallegri húð og hári, heilbrigðum augum og góðri sjón. Auk þess eru í mjólkinni B vítamín sem eru nauðsynleg fyrirþá sem eru i örum vexti til þess að geta myndað nýtt erfðaefni fyrir nýjar frumur. Kalk, sem beinin taka upp á unglingsárunum, nýtist velseinna t.d. á meðgöngutíma og á efri árum. Við eðlilegar aðstæður dregur mjólk úr tannskemmdum. Hiðháa hlutfall kalks, fosfórsog nagnium erverndandi fyrir tennurnar. Kalk er nauðsynlegttil þess að bein og tennurnái fullri lengd, þéttleika og styrk. Kalk í mjólknýtist vel vegna annarra efna í mjólkinni sem vinna með kalkinu. Námsgeta ogathyglisgáfa skerðast verulega efunglingar fá ekki reglulega næga holla fæðu. MJÓLKURDAGSNEFND Ekki of Það hefur löngum verið vitað að „hinum mikla leiðtoga" Norður-Kóreu Kim II Sung væri margt til lista lagt. Nýlega rak á fjörur okkar kennslubók í blaða- mennsku eftir soninn Kim II Jong, en hann virðist býsna glúr- inn líka, eða einsog segir í for- mála bókarinnar: „Engin orð, hvorki töluð né rituð geta tjáð andlega atorku hans og hversu gagntekinn hann er af verkefni sínu. Né heldur ást hans og helg- un því verkefni að efla blaða- mennskuna.“ í bókinni eru ekki bara ráð- leggingar til ritandi blaðamanna, um hvernig rétt sé að skrifa um nálægt „hinn mikla leiðtoga“ heldur eru einnig gefin ýmis þjóðráð til ljósmyndara, um það hvernig beri að taka myndir af hinum „mikla leiðtoga“. Þau þjóðráð ættu íslenskir ljósmyndarar kannski að taka til greina þegar „aumingja" Þorsteinn er mynd- aður í því amstri sem hann á í þessa dagana. „Þú skalt ekki koma of nálægt hinum mikla leiðtoga þegar þú tekur mynd af honum, og þú skalt bara smella af þegar þú ert örugg- ur um að árangurinn verði sá að glæst ásjóna okkar virta leiðtoga grópist í huga æsku og barna um eilífð eilífðar.“ Kim II Jong skrifar ráðleggingar við greinar, myndir og uppsetningu síðna á skrifstofu sinni. Hárlist Myndlistarmenn eru ekki við eina fjöl felldir og allra síst í myndlistarnafla alheimsins, New York borg, en þar starfar meðal annarra Terry Niedzialek sem veit uppá hár hvað hún vill. Hún notar mannlegan höfuð- búnað til tjáningar og bætir við ýmsum hefðbundnum og óhefð- bundnum efniviði myndhöggva- rans. Það virðist vera nútímalífið í stórborginni sem listamaðurinn er að fást við, og raunar framtíðin líka, máluð dökkum litum einsog sést af hárgreiðslunni, sem gerð var í tilefni Hírósímadagsins í sumar og heitir „Kjarnorkuvet- ur“. Þunglyndi er smitandi Þunglyndi er smitandi. Það er niðurstaða bandarísks sálfræð- ings af rannsókn á tveimur hóp- um nemenda, sem hann lét taka viðtöl við sjúklinga á geðsjúkra- húsi. Annar hópurinn ræddi við sjúklinga sem þjáðust af þung- lyndi en hinn hópurinn ræddi við sjúklinga sem þjáðust af angist. Fyrir og eftir viðtölin voru nem- endurnir spurðir um skaplyndi sitt. Það kom í ljós að þeir sem ræddu við þunglyndissjúklinga urðu almennt niðurdregnir en þeir sem ræddu við hinn hópinn skiptu ekki skapi. tneð: §I|áia Næsta hús Þau mistök áttu sér stað í Nýja helgarblaðinu um síðustu helgi, að í myndatexta við grein á síðu 13, var sagt að húsið á myndinni væri hús Samtakanna ‘78. Það mun ekki rétt vera, heldur er þetta næsta hús við. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.