Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 18
Nýja Helgarblaðið á fréttamanna- fundi með Yassir Arafat forystu- manni PLO og þjóðarleiðtoga Palestínuaraba Arafat yill til íslands j \ - Ég vil þakka íslensku þjóðinni allri fyrir velvilja í garð okkar Palestínumanna. Ég vona að ég geti einhvern tímann heimsótt ísland, og ef samstaða næðist um það, þá gjarnan á friðarráð- stefnu, sagði Yassir Arafat þjóðarleiðtogi Palestínuaraba og formaður PLO, er hann svaraði fyrirspurn blaðamanna Nýja Helgarblaðsins á fréttamannafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum Efnahagsbandalagsins í Strasborg í fyrradag, daginn eftir að Arafat flutti ræðu sína á fundi með fulltrúum sósíalista í Efnahagsbandalaginu, ræðu sem vakið hefur mikla athygli og vakið á ný bjartar vonir um frið og örugga framtíð palestínsku þjóðarinnar í sínu eigin ríki. Þegar fyrst fréttist um vænta- lega komu Arafats hingað til Strasborgar í síðustu viku, breyttist andrúmsloft hversdags- ins fljótlega. Fólk beið spennt eftir að fá staðfestingu á þessari frétt og hvar sem tveir eða fleiri hittust var aðalumræðuefnið hvort Arafat væri á leiðinni með einhver tímamótaskilaboð. Það þóttu miklar fréttir að Arafat skyldi þiggja boð til Stras- borgar, þar sem þessi borg er eitt sterkasta vígi gyðingasamtaka í Evrópu. Það kom því engum á óvart að á þriðjudaginn þegar fundurinn með sósíalistum í Efnahagsbandalaginu fór fram, að gyðingar efndu til fjöldamót- mæla. Það voru þó síður en svo einu mótmælin sem fóru fram. Palestínumenn og margir aðrir innflytjendahópar söfnuðust saman til að fagna komu Arafats og til að mótmæla meðferð ísra- elsku stjórnarinnar á bræðrum sínum og systrum í Palestínu. YassirArafatáblaða- mannafundinum á mið- vikudag: Þakka íslensku þjóðinniallrifyrirvelviljaí okkargarð. Mynd-Anna Hildur. Mótmæli og fögnuður Það var fróðlegt að vera áhorf- andi að báðum þessum uppá- komum og sjá muninn á skila- boðunum. Annars vegar ótrúlega hatrömm móltmæli þar sem nafn Yassirs var skrifað með „nasista- essum". Mynd af honum með blóðrauð drápsaugu og slagorð á borð við „Who loves you" og „Go home". Hins vegar Palest- ínumenn sem voru jákvæðir, með kröfur um friðsamlegar lausnir, baráttuglaðir en jafnframt á- kveðnir. Það kom einnig greini- lega í ljós að Palestínumenn voru hræddir, pössuðu sig á að fara eftir öllum settum reglum í kröfu- göngu siniii. Það var reyndar sú tilfinning sem maður fékk á öllum stöðum. Alls staðar var öryggisgæsla með því allra mesta sem gerist. Okkur vartjáð af öryggisvörðum að þeg- ar á hádegi daginn fyrir blaða- mannafundinn, væri saman kom- ið fleira fjölmiðlafólk en þegar Reagan kom á fund Efnahags- bandalagsins. Magnþrungin spenna Til að komast á blaðamanna- fundinn þurfti að fara í gegnum mikið eftirlit og skrá sig með minnst 16 tíma fyrirvara. Allir pappírar voru vel kannaðir þá og svo aftur þegar að fundinum kom. Við urðum vitni að því þeg- ar allar loftristarnar í byggingu Efnahagsbandalagsins voru tekn- ar upp við innganginn til að leita að vopnum eða sprengjum. Alls staðar í byggingunni voru öryggisverðir, bæði á vegum Evr- ópuráðsins, Éfnahagsbandalags- ins og PLO. Þegar stundin rann svo upp kl. 12 á hádegi á miðviku- daginn og við vorum komin inn í salinn þar sem fundurinn átti að fara fram, var tilkynnt að inni í salnum væri einn Alsírbúi sem hefði komist inn á fölskum for- sendum og ef hann gæfi sig ekki fram strax, yrðu allir í salnum, um 400 manns, að fara út úr saln- um og láta tékka sig inn aftur. Spennan var magnþrungin. Eftir um fimm mínútur kom tilkynning um að þarna hefði verið um ein- hver mistök að ræða og blaða- mannafundurinn gæti hafist. Við höfðum að sjálfsögðu komið okkur fyrir á besta stað, vön íslenskum troðningi. Stund- um geta gallarnir orðið að kost- um. Blaðamennirnir tveir, Jó- hanna og Pétur, tilbúin með seg- ulbandið og pennann og ljósm- yndarinn Anna Hildur komin með hinum „vel vopnuðu" starfsbræðrum í fremstu röð. Umkringdur 50 öryggisvörðum Nú var loks allt tilbúið og klukkan tíu mínútur yfir tólf. Allt í einu fór kurr um salinn og nokkrir menn hlupu til. Einhvers staðar í mikilli þvögu sást nú glitta í kunnuglegt höfuðfat. Lítill maður umvafinn um 50 manna öryggisvarðliði kom yfirvegaður og brosandi eins og maður þekkir hann úr sjónvarpinu. Fyrstu fimm mínúturnar fóru einungis í að svara myndavélunum sem stóðu allt í kringum hann. Hlý- legt og kunnuglegt bros var svar- ið. Leiðtogi sósíalista hjá Efna- hagsbandalaginu hóf fundinn á því að bjóða alla velkomna. Hann notaði tækifærið í leiðinni til að lýsa vonbrigðum sínum með umfjöllun fjölmiðla um komu Arafats þar sem þeir hefðu gert mótmæli gyðingasamtakanna að aðalumræðuefninu á meðan þeir nefndu vart alla þá sem hefðu boðið Arafat hjartanlega velk- ominn. Þriggja manna sveit Nýja Helgarblaðsins var að sjálfsögðu ekki komin til að hlusta eingöngu á það hvað aðrir hefðu áhuga á að vita. Við vildum vita um stöðu íslands gagnvart PLO og hvort þjóðin okkar litla í norðri væri inni á landakorti Arafats. Aðeins 10-15 fréttamenn fengu svar við spurningum sínum á fundinum og þar á meðal fulltrúi Nýja Helgar- blaðsins sem spurði Arafat hvort honum fyndist koma til greina að samþykkja hugmyndir utanríkis- ráðherra íslands um að friðarráð- stefna um ástandið í Miðaustur- löndum yrði haldin hér heima og hvort Arafat hefði orðið var við nokkurn annan stuðning frá ís- lenskum stjórnvöldum fram að þessu. Arafat sagðist þakka íslenska utanrikisráðherranum fyrir stuðninginn við friðarbaráttuna og einnig íslensku þjóðinni allri fyrir velvilja. - Ég vonast til að geta einhvern tímann heimsótt lsland og ef samstaða næst um það, þá gjarnan á friðarráð- stefnu, sagði Yassir Arafat. Þakklátur sósíalistum Þegar Arafat var spurður 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.