Þjóðviljinn - 16.09.1988, Side 19

Þjóðviljinn - 16.09.1988, Side 19
I hópi palestínskra fólaga sem fögnuðu komu Arafats til Strassboraar. Anna HildurHildi- brandsdóttir fyrirmioju og Jóhanna Leó- poldsdóttirönnurfrá hægri. Hann sagðist líka viija þakka Frökkum fyrir að sýna það hug- rekki að bjóða sér hingað svona í miðri kosningabaráttu sveitar- stjórnarmála. Hann þakkaði líka í lokin bæði gyðingum og öðrum sem tóku þátt í mótmælunum. Til gyðinganna vildi hann þó sérstak- lega koma á framfæri að hann teldi mikilvægt að þeir vissu að hann óskaði einlæglega þeim gleðilegs árs og friðar á komandi árum. Hann myndi taka því opn- um örmum ef þeir byðu upp á viðræður, til dæmis á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Anna Hildur Hildibrandsdóttir Jóhanna Leópoidsdóttir Pétur Eðvarðsson Æskulýðsmiðstöð Evrópuráðsins í Strassbourg Þakkir til Joss og Berts. hvaða stuðning PLO hefði fengið hingað til frá Evrópu, hvaðst hann ákaflega þakklátur sósíal- . istum fyrir að fá þetta tækifæri til að að koma skilaboðum sínum á framfæri við Evrópubúa. Hann sagði ennfremur að það hefði verið mikilvægur stuðningur að geta komist að sameiginlegri niðurstöðu við sósíalista á fund- inum á þriðjudaginn um hvernig best væri að leysa ástandið í Mið- austurlöndum. Þetta væri besta dæmið um jákvæðan stuðning Evrópubúa. í framhaldi af þessum yfirlýs- ingum sagði Arafat að nú væri mikilvægt að leiðrétta þau mistök sem m.a. Bretland og Bandaríkin hefðu gert í fortíðinni með því að skapa forsendur fyrir Palestínu- menn að vera þjóð án eigin lands. Þannig gerði „resolution 181“ ráð fyrir að bæði yrði stofnað ísra- elsríki og ríki Palestínumanna. Það hefði hins vegar valdið Pal- estínumönnum miklum von- brigðum hvað þessu hefði verið gefinn lítill gaumur. Það getur ekki verið sanngjarnt að aðeins helmingnum af samkomulaginu sé framfylgt. Um afleiðingar af ákvörðun Husseins Jórdaníukonungs frá í sumar að afsala tilkalli sínu til Vesturbakkans til PLO, sagði Arafat að PLO væri tilbúið að taka alla ábyrgð, stjórnmálalega, efnahagslega, fjárhagslega og fé- lagslega gagnvart bæði palest- ínskum íbúum og sérstaklega þeim 23 þús. palestínsku starfs- mönnum sem voru í vinnu hjá ríkisstjórn Jórdaníu. - Á meðan hins vegar ísraelskur her er á svæðunum getur þetta ekki orðið möguleiki, sagði Arafat, en bætti því við að samt sem áður stæði til að stofna formlega útlagastjórn í nóvember á fundi PNC, Palestin- ian National Council. Arafat staðfesti að ef þessi stjórn, sem verður stofnuð í haust, fengi framkvæmdavald í landinu, muni þetta verða lýðræðislega kjörið þing. Aðspurður um hvort Arafat teldi líklegra að hann gæti samið um frið við Shamir eða Peres, svaraði hann glottandi að hann væri að bíða eftir einhverskonar de Gaulle í ísrael. Þannig gaf hann í skyn að hann byði eftir að þeir hyrfu báðir af sjónarsviðinu. Þegar spurningunni var síðan fylgt eftir um það hvort Dukakis eða Bush væri jákvæðari gagnvart PLO, svaraði hann: - Með þessari spurningu er verið að biðja mig að blanda mér í innanríkismál annarra þjóða. Það er ekki mitt að velja banda- rísku þjóðinni forseta. Eg minni á sjálfsákvörðunarrétt þjóða til að kjósa sér leiðtoga. Ég vil geta farið heim Arafat sagðist vera vanur mót- mælum og því að vera sagt að fara heim. - Eg vildi óska þess að ég ætti eitthvert heimili til að fára til. Pbí g bú _ hlut í góðum banka Nýir hluthafar Forkaupsréttur núverandi hluthafa til kaupa úr hlutafjárútboði ársins 1988 rann út i ágúst s.l. Takmörkuð fjárhæð er enn óseld og nú gefst nýjum aðilum kostur á að eignast hlutabréf í bankanum. Ávinningur Eigendur Alþýðubankans eru launafólk, félög þess og stofnanir, um 900 talsins. Bankinn hefur vaxið og eflst á síðustu árum og verður æ betur búinn til að sinna því megin verkefni sinu að þjóna launafólki i landinu.Auk þess halda hlutabréf í Alþýðu- bankanum verðgildi sinu vel, þau njóta skattfriðinda og gefa arð - eru því góð fjárfesting. Hægt er að skrifa sig fyrir hlut í öllum afgreiðslum bankans. Nánari upplýsingar veitir aðalbókari í síma 91-621188. Notaðu þetta tækifæri. Taktu þátt í eflingu eigin banka - það er þinn hagur. =% Alþýðubankinn hf Reykjavík, Akranesi, Akureyri, Blönduósi og Húsavík. HÝTT HELGARBLAÐ- PJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 ABGUS/SA

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.